Morgunblaðið - 05.05.2002, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 05.05.2002, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. f í t o n / s í a www.bi.is Þú fellur aldrei á tíma í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi rúmlega 40% greiddra at- kvæða, ef gengið væri til Alþingis- kosninga nú, Samfylkingin fengi næstmest fylgi eða rúm 22%, Vinstri hreyfingin – grænt framboð rúm 19%, Framsóknarflokkurinn tæplega 16% fylgi og Frjálslyndi flokkurinn 2%. Þetta eru niðurstöð- ur skoðanakönnunar sem Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 20. apríl til 2. maí. 10% segjast myndu skila auðu eða kjósa ekki og tæp 7 % neit- uðu að svara. Þrjár spurningar voru lagðar fyr- ir svarendur á aldrinum 18 til 80 ára um hvað þeir myndu kjósa, ef al- þingiskosningar yrðu haldnar á morgun. Fyrst var spurt: Ef alþing- iskosningar væru haldnar á morg- un, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Fólk sem sagði „veit ekki“ við þessari spurningu var spurt áfram: En hvaða flokk eða lista tel- ur þú líklegast að þú myndir kjósa? Segðist fólk enn ekki vita það var það spurt: En hvort heldurðu að sé líklegra að þú kjósir Sjálfstæðis- flokkinn eða einhvern annan flokk eða lista? Tæp 18% svöruðu „veit ekki“ eftir fyrstu tvær spurningarn- ar, en þegar svörum við þriðju spurningu er bætt við fer hlutfall óráðinna niður í 7,5%. Þeim svarendum sem svöruðu þriðju spurningunni þannig að þeir myndu líklega kjósa annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn var skipt á milli þeirra flokka og þeirra sem segjast skila auðu eða kjósa ekki í sömu inn- byrðis hlutföllum og fengust við tveimur fyrri spurningunum. Séu niðurstöður könnunarinnar bornar saman við úrslit kosninganna 1999, kemur í ljós að fylgi Vinstri hreyf- ingarinnar – græns framboðs hefur tvöfaldast, en fylgi Samfylkingar, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins er aftur á móti minna en í kosningunum 1999. Stuðst var við slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til 1.200 einstak- linga á aldrinum 18–80 ára á landinu öllu. Alls fengust svör frá 777 af þeim 1.200 sem voru í úrtakinu, en það er um 66% svarhlutfall þegar frá upphaflegu úrtaki hafa verið dregnir þeir sem eru nýlega látnir, erlendir ríkisborgarar og fólk sem er búsett erlendis. Könnun Félagsvísindastofnunar um fylgi flokkanna Sjálfstæðisflokkur fengi 40% fylgi  Samfylkingin/4 STOFNAÐ hefur verið Félag áhugamanna um guðfræðilega kímni, að því er fram kemur á vef þjóðkirkjunnar. Félagið er öllum opið, að sögn sr. Magnúsar Björns Björnssonar, sóknarprests í Digra- neskirkju, jafnt prestlærðum sem öðru fólki. Fyrsti fundur félagsins er áformaður í haust. Helstu markmið félagsins eru að safna guðfræðilegum gamansögum og gamanmálum, bröndurum og gamanvísum, sem nota má í dag- legu amstri og starfi. Magnús sagði við Morgunblaðið að einnig ætti að kanna og rannsaka guðfræðilega kímni og húmor í Biblíunni og utan hennar, einkum Gamla testament- inu þar sem ítarleg rannsókn á húmor í Nýja testamentinu hefði verið gerð af dr. Jakobi Jónssyni. „Þverfaglegar rannsóknir hafa verið gerðar af hjúkrunarfræð- ingum, læknum og fleiri stéttum um áhrif kímni á heilbrigði manna. Ég tel það mjög mikilvægt að við, guðfræðingar og prestar, tökum þátt í þessu þverfaglega starfi og nýtum okkur einnig kímni í boð- uninni. Allt er þetta til að byggja okkur sjálf upp og sálina um leið. Ekkert lengir lífið meira en góður hlátur,“ sagði Magnús. Nægur húmor í ritningunni Hann sagði að dr. Jakob hefði komist að því að húmor í Nýja testamentinu væri nægur. „Guð skapaði okkur og gaf okkur húm- orinn. Hann hafði húmorinn upp- haflega og svo er bara spurningin hvernig við nýtum okkur hann,“ sagði Magnús. Félag stofnað um guðfræðilega kímni Hyggjast safna guðfræðilegum gamansögum ÞESSI fallegi hreindýrskálfur kom í heiminn í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í Laugardal á fimmtudagskvöld og verður hann líklega eini kálfurinn sem fæðist í garðinum í vor. Litli kálfurinn, sem er kvíga, hefur enn ekki fengið nafn, en móðirin, sem hér er stolt með afkvæmi sitt, heitir Snotra. Margrét Dögg Halldórsdóttir, deildarstjóri dýradeildar í garð- inum, segir að kvígan sé stór og myndarleg, hún hafi strax staðið í fæturna og uni hag sínum vel í garðinum. Nú eru þrjár kýr í garð- inum auk nýfæddu kvígunnar, en tarfurinn er nýlega fallinn frá. Mar- grét segir að garðurinn hafi fengið leyfi fyrir nýjum tarfi. Í gærmorg- un fæddust tvö lömb í garðinum og eru þá komin fimm lömb úr tveimur kindum þetta vorið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lítill hreindýrskálfur kominn í heiminn NÍU ára gömul stúlka lést af slys- förum á heimili sínu á Patreksfirði á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Patreksfirði var stúlkan að leik ásamt öðru barni þegar slysið varð en engir fullorðnir voru í húsinu. Við leik þeirra vafðist sippuband utan um háls stúlkunnar sem varð til þess að hún kafnaði. Ung systir stúlkunnar sem kom að hringdi í móður sína sem vinnur skammt frá og hringdi hún á Neyð- arlínu þegar hún kom á heimilið. Lögregla, læknir og sjúkraflutn- ingamenn komu fljótt á vettvang en lífgunartilraunir báru ekki ár- angur. Tildrög slyssins eru í rann- sókn hjá lögreglunni á Patreks- firði. Fjölmenn bænarstund vegna slyssins var haldin í Patreksfjarð- arkirkju í gær en slysið hefur feng- ið mjög á bæjarbúa. 9 ára stúlka lést af slysförum á Patreksfirði Bænarstund í Patreksfjarðarkirkju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.