Morgunblaðið - 25.05.2002, Síða 13

Morgunblaðið - 25.05.2002, Síða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 13 Upplýsingasjónvarp Val- húsaskóla var formlega tek- ið í notkun í vikunni við há- tíðlega athöfn svo og rafrænt greiðslukerfi í mötuneyti skólans. Sigfús Grétarsson skólastjóri segir upplýsingasjónvarp og raf- rænt greiðslukerfi nýnæmi í íslenskum grunnskólum í þeirri mynd sem þau birt- ast í Valhúsaskóla. Við sama tilefni var einnig und- irritaður samstarfssamn- ingur milli hugbúnaðarfyr- irtækisins Voice Era og Valhúsaskóla um þróun hjálparbúnaðar fyrir nem- endur með aðstoð tal- gervils. Upplýsingatæknin og heimanámið Í Valhúsaskóla er upplýs- ingatæknin notuð óspart og var gestum athafnarinnar kynnt forrit, kerfi fyrir heimasvæði, tilkynningar, spjallrásir, dagbók, skila- boð og fleira. Í kerfinu hafa nemendur einnig póstfang á Netinu og svæði fyrir eigin heimasíðu. Með þessu móti geta nemendur unnið verk- efni í skólanum og unnið áfram með verkefni sín heima. „Eftir því sem ég best veit er Valhúsaskóli fyrstur grunnskóla á Ís- landi til að bjóða öllum nemendum sínum upp á þessa möguleika. Þetta sama kerfi er einnig nýtt fyrir alla kennara skólans með sömu möguleikum, en öðrum aðgangsstýringum,“ segir Sigfús. Nýtt og endurbætt upp- lýsingasjónvarp var rekið til reynslu í skólanum í vet- ur. „Í upplýsingasjónvarp- inu geta nemendur fylgst með í hvaða kennslustundir einstakir bekkir eiga að fara í næst, þeir geta fylgst með forföllum kennara, hvort kennt verður fyrir þá eða breyting verður á stundatöflu. Þá verða þar auglýstir viðburðir í skóla- lífinu og þetta er greiður miðill til að koma upplýs- ingum á framfæri við nem- endur á einfaldan og áhrifa- ríkan hátt,“ segir Sigfús. Upplýsingakerfið verður í umsjón nemenda og það verður síðan þróunarverk- efni í tölvufræðum og margmiðlun að auka notk- unarmöguleika kerfisins, sem var hannað af Frosta Heimissyni, kerfisfræðingi skólans, en hann hannaði einnig upplýsingasjónvarp- ið og greiðslukerfið. „Í skólum er mikil áhersla lögð á að foreldrar geti keypt matarmiða eða tryggt með einum eða öðr- um hætti að nemendur noti fjármuni til þess sem þeir eru ætlaðir. Með tilkomu greiðslukerfis í mötuneyti útbýr skólinn nemendakort með strikamerki sem inni- heldur nemendanúmer og með kortinu getur nemand- inn greitt fyrir vörur í mötuneytinu, og seinna fyr- ir aðra þjónustu í skólanum, með strikamerktu greiðslu- korti, sem er með mynd af viðkomandi nemanda. Foreldrar geta svo fylgst með úttektum barnanna mjög nákvæmlega. Fari inneign nemanda niður fyr- ir ákveðin varmörk er for- eldrum sendur tölvupóstur þar sem þeim er bent á að fylla á kortið.“ Nemendur Valhúsaskóla létu ekki sitt eftir liggja við athöfnina og sýndu dans- og tónlistaratriði og buðu gestum í vel útilátna vöfflu- veislu í tilefni dagsins. Rafrænt greiðslu- kerfi í mötuneyti Krakkarnir í Valhúsaskóla buðu menntamálaráðherra, sem formlega tók í gagnið upplýsingasjónvarpið og rafræna greiðslukerfið, ásamt öðrum gestum í vöfflur. Seltjarnarnes FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Garðabæ var í gær afhent stórt útilistaverk úr stáli. Listaverkið er á Urð- arbrunni, sem er hátíð- arsalur skólans. Árni Emilsson, formaður byggingarnefndar skólans, afhenti Þorsteini Þorsteins- syni skólameistara lista- verkið með nokkrum orð- um. Ásdís Halla Braga- dóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, þakkaði bygg- ingarnefnd og listamönnum fyrir vel unnin störf í þágu skólans. Listaverkið heitir Askur Yggdrasils og heimur hans og eru höfundar listaverks- ins hjónin Kristjana og Baltasar Samper. Yggdrasill stendur í miðju og til hliðar eru skap- anornirnar Urður, Verð- andi og Skuld. Umhverfis er Miðgarðs- ormur. Morgunblaðið/Ásdís Askur Yggdras- ils á skólalóðinni Garðabær VERK Gjörningaklúbbsins var valið til frekari útfærslu og framkvæmda í sam- keppni um útilistverk við Borgarholtsskóla en um 30 tillögur bárust í samkeppn- ina. Gjörningaklúbbinn skipa þær Eirún Sigurð- ardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir og heitir verk þeirra Dýrmæti. Verkið er að mati dóm- nefndar heilsteypt, frum- legt, mjög vel útfært og stíl- hreint. Texti á glugga tengir staðsetningu verksins á útisvæði inn í húsnæði skólans og vekur til um- hugsunar um það starf sem þar fer fram. Það er mat dómnefndar að verkið upp- fylli einkar vel þær for- sendur sem lagðar voru til grundvallar samkeppninni, þ.e. listrænt vægi verksins, að það nyti sín vel í tengslum við byggingu skól- ans og skapaði jákvæða ímynd af starfsemi skólans. Tillögurnar sem bárust í samkeppnina eru nú til sýnis í húsakynnum skólans við Mosaveg. Hún er opin alla daga, nema sunnudag, kl. 8– 18 og stendur fram á mið- vikudag. Samkeppnin fór fram samkvæmt samkeppn- isreglum Sambands ís- lenskra myndlistarmanna og nýtur styrks frá Listskreyt- ingarsjóði Íslands. Í dómnefnd voru Að- alsteinn Ingólfsson, Anna Líndal, Finnur Björgvinsson, Guðmundur Guðlaugsson og Hafdís Ólafsdóttir. Trún- aðarmaður dómnefndar var Harpa Björnsdóttir. Stúlkurnar í Gjörningaklúbbnum, Jóní Jónsdóttir, Sigrún Hrólfsdóttir og Eirún Sigurð- ardóttir, sem sigruðu í samkeppninni. Þær eru hér ásamt verðlaunaverki sínu Dýrmæti. Verk Gjörningaklúbbs- ins besta tillagan Grafarvogur PMT-meðferð fyrir foreldra barna með hegðunarerfið- leika er hafin í Hafnarfirði en verkefnið er hluti af For- varnaáætlun Hafnarfjarðar. Vorið 2000 hófst samstarf Skólaskrifstofu, Félagsþjón- ustu og Heilsugæslu í Hafn- arfirði um forvarnaverkefnið PMT, Parent Management Training, sem er meðferð- arúrræði ætlað foreldrum barna með hegðunarerfið- leika. Meginmarkmið þessa samstarfsverkefnis er að fyrirbyggja alvarlega hegð- unarerfiðleika hjá börnum, með því að bregðast við vandanum á fyrstu stigum. Sú þjónusta sem samstarfið hefur leitt til er í daglegu tali nefnt PMT-foreldra- færni og var kynnt ítarlega fyrir stjórnendum á fjöl- skyldusviði bæjarins, Heilsugæslu og fleirum sl. miðvikudag. Margrét Sigmarsdóttir, sálfræðingur og verkefnis- stjóri PMT, kynnti meðferð- ina sem er þróuð af dr. Ger- ald Patterson, dr. Marion Forgatch og samstarfsfólki á rannsóknarstofnuninni Oregon Social Learning Center (OSLC) í Eugene í Oregon í Bandaríkjunum. Í frétt frá Hafnarfjarðarbæ segir að meðferðarúrræðið byggist á áratuga rannsókn- um og sterkum kenningar- fræðilegum grunni. PMT meðferð hefur til þessa ein- ungis verið beitt í heima- landi Pattersons en nýverið hófst þjálfun meðferðaraðila utan Bandaríkjanna, meðal annars í Noregi og á Íslandi. Þrír fulltrúar stofnana í Hafnarfirði hafa lokið grunnþjálfun í PMT með- ferð og tveir þeirra ljúka senn tveggja ára PMT með- ferðarnámi frá Oregon. Á næstu misserum verður einnig boðið upp á PMT fræðslu fyrir foreldra og þjálfun fyrir fagfólk svo það geti annast PMT fræðslu og/ eða meðferð. Verkefnið er hluti af Forvarnaáætlun Hafnarfjarðar og hefur fengið styrki úr Forvarna- sjóði Áfengis og vímuvarna- ráðs vorið 2000, 2001 og 2002. PMT-foreldra- færni kynnt fjölskyldusviði Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.