Morgunblaðið - 25.05.2002, Síða 30
HEILSA
30 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Steingrímur Hermannsson,
Garðabæ:
Undanfarna mánuði hef ég daglega
tekið teskeið af Angelicu. Fyrsta
mánuðinn fann ég lítil áhrif, en síðan
hafa mér þótt áhrifin veruleg og
vaxandi bæði á heilsu og þrótt. Pestir
eða kvilla hef ég enga fengið og þróttur
og úthald hefur aukist, ekki síst í
vetrargolfinu.
www.sagamedica.com
eykur orku, þrek og
vellíðan
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
|
Y
D
D
A
N
M
0
6
1
3
4
/s
ia
.i
s
Angelica
Angelica fæst í apótekum,
heilsuvörubúðum
og heilsuhornum matvöruverslana.
Sæll Björn. Er til kvilli sem lýsir sér í því að fólk
hafi svakalega miklar áhyggjur af útliti sínu,
reyni jafnvel að breyta andliti sínu stöðugt eins og
Michael Jackson hefur gert?
Svar: Já, það eru til ýmis vandamál sem
tengjast óánægju með útlit. Það sem helst líkist
því sem þú nefnir er það sem nefnt hefur verið
útlitsröskun. Útlitsröskun einkennist af óeðli-
lega mikilli óánægju með útlit sitt og er þá oft-
ast um að ræða einhvern hluta af andliti eða
höfði. Þetta geta verið áhyggjur af nefi, höku,
freknum, bólum, augum, augabrúnum, of mikl-
um eða litlum hárvexti á höfði eða annars stað-
ar. Þetta getur þó líka tengst öðrum líkams-
hlutum eins og handleggjum, brjóstum og
kynfærum. Fólki finnst t.d. það vera með allt of
stórt nef eða finnst ákveðnir líkamshlutar
skakkir eða á röngum stað svo eitthvað sé
nefnt. Taka skal fram að hér er um að ræða
hluti sem aðrir taka ekki eftir eða eiga erfitt
með að sjá. Margir gætu sagt: „Eru ekki allir
óánægðir með líkamsímynd sína og þá með út-
litsröskun?“ Því væri hægt að svara á þann
hátt að auðvitað eru mjög margir, og allt of
mikið af fólki, óánægðir með útlit sitt. Rann-
sóknir hafa t.d. leitt í ljós að yfir helmingur
kvenna og stór hluti karla er óánægður með
líkamsímynd sína. Þrátt fyrir það er aðeins lítill
hluti fólks sem myndi uppfylla skilyrði fyrir út-
litsrökun. Fólk sem er svo óánægt með líkams-
ímynd sína að það háir því dags daglega ætti að
velta því fyrir sér að leita sér aðstoðar og reyna
að bæta líkamsímynd sína. Þau einkenni sem
þurfa að vera til staðar til að uppfylla skilyrði
útlitsröskunar eru: stöðugar áhyggjur af útliti
sínu þar sem a.m.k einum klukkutíma á dag er
eytt í þær áhyggjur; að vera stöðugt að skoða,
mæla og laga (ímyndaðan) útlitsgalla sinn, líta
mikið í spegil, búðarglugga eða spegilmynd í
vatni til að athuga hvort allt sé í lagi; að spyrja í
tíma og ótíma aðra hvort allt sé í lagi með…, í
þeim tilgangi að reyna að sannfærast að allt sé í
lagi og síðan með þeim afleiðingum að líða samt
ekkert betur; að þessar hygmyndir um útlitið
hái fólki svo mikið í daglegu lífi, að það fer ekki
í veislur, hittir ekki vini eða mætir ekki í skól-
ann. Fólk með útlitsröskun leitast mikið eftir
því að fela þetta svokallaða lýti sitt með fötum,
förðun eða öðrum leiðum. Í verstu tilfellum leit-
ast það eftir að komast í lýtalæknisaðgerðir.
Mjög líklegt er að þrátt fyrir að fólk fari í lýta-
læknisaðgerð, þá verði fólk áfram óánægt með
sig og telur sig þá jafnvel þurfa á fleiri aðgerð-
um að halda til að verða sátt við útlit sitt. Hjá
sumum fer það út í gífurlegar öfgar, þ.e. fólk
fer í hverja aðgerðina á fætur annarri en finnur
alltaf nýja og nýja líkamlega ágalla, sem þarf
að laga til að uppfylla útlitskröfur viðkomandi.
Útlitsröskun er ekki sérlega þekkt vanda-
mál, fólk skammast sín oft mikið fyrir vanda-
málið og leitar sér þar af leiðandi ekki hjálpar.
Sérfræðingar átta sig oft ekki á að um útlits-
röskun sé að ræða þegar þeir fá til sín ein-
staklinga með þessa röskun og greina þessa
einstaklinga iðulega þunglynda, félagsfælna
og/eða með áráttu og þráhyggju, þar sem þess-
ir þættir eru hluti af einkennum útlitsröskunar.
Einnig er einstaklingum með útlitsröskun
stundum ruglað saman við einstaklinga sem
þjást af átröskunum, eins og anorexíu eða
búlimíu, þar sem þessar þekktari raskanir
einnig tengjast útliti (þó á allt annan hátt) og
eiga yfirleitt upptök sín á unglingsárum.
Það er mikilvægt að fólk leiti sér eða sé hvatt
til að leita sér aðstoðar ef það telur sig eða aðra
eiga við þetta vandamál, sem veldur mikilli
vanlíðan og skerðingu á eðlilegu lífi, að stríða.
Vandamálið hverfur sjaldnast af sjálfu sér.
Gangi þér vel.
Björn Harðarson
Það er mikilvægt að fólk
leiti sér eða sé hvatt til að
leita sér aðstoðar ef það
telur sig eða aðra eiga við
þetta vandamál, sem veldur
mikilli vanlíðan og skerð-
ingu á eðlilegu lífi, að
stríða. Vandamálið hverfur
sjaldnast af sjálfu sér.
...........................................................
persona@persona.is
Höfundur er sálfræðingur við Námsráðgjöf HÍ
og rekur eigin stofu.
Lesendur Morg-
unblaðsins geta
komið spurn-
ingum varðandi
sálfræði-, fé-
lagsleg og vinnu-
tengd málefni til sérfræðinga
á vegum persona.is. Senda
skal tölvupóst á persona@per-
sona.is og verður svarið jafn-
framt birt á persona.is.
Hvaða vandamál tengjast óánægju með útlit?
HORMÓNIÐ testosterón mælist í
meira magni hjá einhleypum mönn-
um en kvæntum mönnum, sem eiga
börn samkvæmt niðurstöðum vís-
indamanna við Harvard-háskóla í
Bandaríkjunum. Telja þeir að mun-
inn megi skýra með ólíku félagslegu
umhverfi. Samskipti við fjölskyldu
hafi þau áhrif að dragi úr testoster-
ónmagni kvæntra manna og ýti þar
með undir trygglyndi þeirra. Hærri
stuðull testosteróns hjá einhleypum
mönnum gæti hins vegar stafað af
því að í lífi þeirra væri hvorki kona
né börn. Þetta ýti undir að þeir leiti
sér að nýjum samböndum.
Fjallað er um þessar niðurstöður í
tímaritinu New Scientist og styðja
þær fyrri rannsóknir af svipuðum
toga. Hormónið testosterón var
mælt í munnvatni 58 karlmanna,
sem ýmist voru einhleypir, kvæntir
eða kvæntir og áttu börn. Hormóna-
stigið féll í öllum þátttakendunum í
rannsókninni eftir því sem á daginn
leið, mest hjá þeim, sem voru kvænt-
ir og áttu börn, en kvæntir menn og
barnlausir komu næstir.
Aðferð náttúrunnar til að auka
tryggð karla við fjölskylduna?
Aðstandendur rannsóknarinnar
kváðust telja að þetta væri aðferð
náttúrunnar til að hvetja karla til að
takast á við hlutverk sitt í fjölskyld-
unni. Þeir hyggjast halda rannsókn-
um sínum áfram og kanna nánar
muninn á körlum, sem eru kvæntir,
og körlum, sem eru kvæntir og eiga
börn. Ýmsar aðrar rannsóknir hafa
verið gerðar á testosterónmagni og
hefur meðal annars komið fram að
það hefur áhrif hvort menn sigra eða
tapa í íþróttum.
Hjúskaparstaða hefur
áhrif á karlhormón
Morgunblaðið/Þorkell
Í Lisdoonvarna á Írlandi er árlega haldin hátíð fyrir einhleypa í makaleit. Búast má við því að testosterónstigið
sé nokkuð hátt hjá körlunum en það muni fara lækkandi ef för þeirra á hátíðina skilar tilætluðum árangri.
VÍSINDAMENN hafa fundið nýja
lausn í baráttunni við sýkla með
áunnið ónæmi fyrir sýklalyfjum.
Ónæmið hindrar notkun sýkla-
lyfjanna í meðferð sjúkdóma og
setur sjúklinga í hættu. Eina leið-
in hefur verið að þróa sífellt ný
og ný sýklalyf sem sýklar hafa
ekki þróað ónæmi gegn.
Orsök ónæmisins er ofnotkun
sýklalyfja undanfarna áratugi.
Sérstaklega er ofnotkun svo-
nefndra breiðvirkra sýklalyfja al-
varleg, þar sem sjúklingurinn
tekur inn fjölvirkari lyf en hann
þarfnast. Mjög mikilvægt er að
sýklalyf séu notuð skynsamlega
og reyndar séu allar leiðir sótt-
varna til þess að notkun þeirra sé
sem minnst.
Nýta mótefni líkamans sjálfs
Á fréttavef BBC er sagt, að
rannsóknarstofnun í læknavís-
indum hafi þróað nýja og bylting-
arkennda lausn í baráttunni. Hún
byggist á mótefnum sem líkami
sjúklings með ónæma sýkla hefur
myndað á eigin spýtur.
Vísindamenn í Manchester ein-
angruðu mótefni sem sjúklingar
höfðu myndað sjálfir gegn ónæm-
um sýklum. Með því að sprauta
mótefninu í líkama annars sjúk-
lings drápust ónæmu sýklarnir.
Ef mótefnið var notað í bland við
sýklalyf varð árangur enn betri
og sjúklingar náðu sér fyrr. Einn-
ig er sýklunum gert mun erfiðara
fyrir að mynda ónæmi gegn mót-
efninu þegar blönduð meðferð er
notuð. Þannig má lengja mögu-
lega virkni mótefnanna og sýkla-
lyfjanna, sem er mjög mikilvægt í
báráttunni við ónæma sýkla.
Mótefnið fjöldaframleitt
Framleiðsla mótefnis úr mönn-
um er ný af nálinni og kemur
læknavísindunum til hjálpar, en
enn er erfitt að segja til um lang-
tímaárangur af notkun þeirra.
Rannsóknir sýna þó mjög jákvæð-
ar niðurstöður, tilraunir á músum
hafa sýnt tífalda fækkun ónæmra
sýkla í líkamanum, en enn er
óvíst hve vel fjöldaframleidd mót-
efni virka í mönnum. Enn er þó
ekki hægt að segja til um hvenær
von er á mótefnunum í formi
lyfja.
Mótefni líkamans
notuð í stað sýklalyfja
Morgunblaðið/Sverrir
MYNDAVÉL í pilluformi er ekki
lengur hugarfóstur höfunda vís-
indaskáldsagna, heldur nauðsyn-
legt hjálpartæki lækna við rann-
sóknir á iðrum mannsins. Hún
leysir af hólmi óþægilegar og
kvalafullar aðferðir við að taka
myndir af meltingarveginum, og
kemst þar að auki á slóðir sem
ekki var áður hægt að rannsaka
án skurðaðgerðar, til dæmis efri
hluta smágirnisins.
Á stærð við vítamíntöflu
Taflan er 27 mm löng og 11
mm á þykkt, líkt og stór vítamín-
tafla. Að sögn lækna á Selly Oak-
sjúkrahúsinu í Birmingham, sem
hafa þróað pilluna, auðveldar hún
allt rannsóknaferli til muna og er
bæði sjúklingum og læknum til
mikilla þæginda. Pilla sömu
gerðar var samþykkt af banda-
ríska lyfjaeftirlitinu síðasta
haust. Von er á að notkun pill-
unnar létti þúsundum sjúklinga
lífið, sem áður þurftu að fasta í
lengri tíma fyrir erfiða maga-
speglun eða myndatöku með röri
um vélinda.
Bein útsending
úr smáþörmum
Eftir að sjúklingur hefur
gleypt pilluna líða nokkrir
klukkutímar þar til sýning hefst.
Þegar pillan kemst í þarmana
sendir myndavélin í pillunni boð
til tækis sem sjúklingur ber utan
á sér og getur tekið allt að 50
þúsund myndir af meltingarfær-
unum sem sjá má á stórum skjá.
Læknar telja uppfinninguna
byltingarkennda, en fyrst um
sinn verður hún notuð samhliða
eldri aðferðum.
Myndapilla gegn
magaverkjum