Morgunblaðið - 25.05.2002, Síða 32
NEYTENDUR
32 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RÚM 62% telja lambakjötbest til matreiðslu ogtreysta því að það „bragð-ist alltaf fullkomlega við
hefðbundna matreiðslu“ samkvæmt
nýrri neyslu- og viðhorfskönnun sem
unnin var fyrir Markaðsráð lamba-
kjöts. Tæp 70% aðspurðra sögðu
lambakjöt „ósvikinn sunnudags- eða
helgarmat“ og tæp 40% segja lærið
„eftirlætishluta lambsins“. Tæp 24%
völdu hrygginn sem svar við sömu
spurningu.
Um var að ræða vettvangskönnun í
verslunum þar sem 30 spurningar
voru lagðar fyrir 927 manns 18 ára og
eldri. Könnunin var gerð 11.–24. apríl
í verslunum um landið og voru að-
spurðir búsettir á höfuðborgarsvæði,
Suðurnesjum, Selfossi, Egilsstöðum
og Akureyri.
Umsjón með verkefninu hafði
Bjarni Dagur Jónsson og segir hann
að spurningarnar hafi verið samdar
til þess að fá sýn yfir kauphegðun og
viðhorf til neyslu lambakjöts. Fengu
spyrjendur þau fyrirmæli að grípa
viðskiptavini verslana að loknum inn-
kaupum við kassana. Spurningar
voru ýmist lagðar fyrir viðskiptavini
og svörin skráð eða að viðkomandi
þátttakandi merkti sjálfur við á
spurningablaði. Svarmöguleikar þátt-
takenda eru skáletraðir hér á eftir til
aðgreiningar.
Fyrst var spurt hvort viðkomandi
sæi um innkaupin í fjölskyldunni og
svöruðu 36,8% oftast og 34,8% alltaf.
Hvað innkaup í fjölskyldum áhrær-
ir er nokkur munur á kynjum, eða
21,2 prósentustig, en 42,7% kvenna
kváðust alltaf sjá um innkaupin og
21,5% karla. Þá sagðist 43,1% kvenna
oftast sjá um innkaupin og 25,5%
karla.
Spurt var hversu oft í viku kjöt eða
kjötréttur væri á borðum og svöruðu
33,3% þrisvar í viku, 25,7% kváðust
hafa kjöt/kjötrétt á borðum fjórum
sinnum í viku og 20% tvisvar sinnum.
9,2% þátttakenda svöruðu fimm sinn-
um í viku, 8,4% einu sinni og 3,4% sex
sinnum í viku.
Jöfn aldursdreifing var í svörum en
33% 18–26 ára kváðust hafa kjöt/kjöt-
rétt í matinn þrisvar í viku, 32,7% í
hópi 26–55 ára og 35,6% í hópnum 55
ára og eldri.
Tæp 42% kaupa oftast kjúkling
Kjúklingur er sú kjöttegund sem
oftast er keypt hjá 41,7% svarenda og
33,3% velja kjúkling næstoftast.
Lambakjöt verður oftast fyrir valinu
hjá 36,2% og næstoftast hjá 27%.
Rúm 58% 55 ára og eldri kaupa oft-
ast lambakjöt og 29,9% í sama aldurs-
hópi velja kjúkling.
Þegar spurt er hvers vegna vinsæl-
asta kjöttegundin sé keypt segja 30%
ástæðuna hagstætt verð eða verðtil-
boð og 29,7% segja auðvelt að matbúa
hana á marga vegu. 23,7% segja um
vana eða hefð að ræða og 14,1% að
hún sé heilsusamleg.
Samkvæmt aldursgreiningu á
svörum nefna 34,6% 55 ára og eldri
vana og hefð ástæðu þess að vinsæl-
asta kjöttegundin sé keypt, 29,9% í
hópi 18–26 ára og 18,7% í hópnum 26–
55 ára tilgreina sömu ástæðu. Meiri-
hluti 26–55 ára tilgreinir hagstætt
verð/ verðtilboð, eða 33,4%.
Einnig var spurt hvaða kjöt væri
best til matreiðslu/hvaða kjöti við-
komandi treysti til þess að bragðast
alltaf fullkomlega við hefðbundna
matreiðslu og svöruðu 62% lamba-
kjöt, 17,4% kjúklingur, 10,3% nauta-
kjöt, 9,3% svínakjöt og 1% hrossakjöt.
Við aldursskiptingu svara kemur í
ljós að 78,8% 55 ára og eldri nefndu
lambakjöt sem svar við fyrrgreindri
spurningu, 64,8% í hópi 26–55 ára og
40% í hópnum 18–26 ára. Hvað kjúk-
lingi viðvíkur völdu 27,8% á aldrinum
18–26 ára hann sem kjöt sem best er
til matreiðslu, 17% í hópnum 26–55
ára og 4,5% í hópi 55 ára og eldri.
Lambakjöt er besta kjötið að mati
38,6% og yfirleitt gott að mati 45,4%.
Þegar svörum er skipt eftir aldri telja
57,6% 55 ára og eldri að lambakjöt sé
besta kjötið.
Tæp 44% telja lamb of dýrt
Jafnframt var spurt hvers vegna
lambakjöt/kindakjöt sé ekki keypt
oftar og svöruðu 43,6% að það sé of
dýrt og 20,7% kváðust eiga kjöt heima
í frysti.
Við aldursgreiningu svaranna
!"
#
$
'
(
)
* )+*
'
(
)
* )+*
&'
&
!
"# $%
&
()
#*
" ' ,+- ./ +0
1
+0
)2 +0
,+- ./ +0
1
+0
)2 +0
+
$
'
$
' ' ($
' Ve r t u o r g i n a l – n o t a ð u h i n a e i n u s ö n n u
Allt límist við hina einu sönnu Post-it®...
*Tilboðið gildir á meðan
birgðir endast.
ÞETTA TI
LBOÐ
FÆST Í Ö
LLUM
BETRI BÓ
KA-
OG RITF
ANGA-
VERSLUN
UM...
Vörunr. 655D. 76 mm x 127 mm.
100 blöð pr. blokk.
Vörunr. 654D. 76 mm x 76 mm.
100 blöð pr. blokk.
Vörunr. 653D. 38 mm x 51 mm.
100 böð pr. blokk.
Einstak
t tilboð
*
Þú kau
pir 10
ekta gu
lar pos
t-it
® blokkir
og fær
ð 2 ók
eypis
10+2
ÓKEYP
IS
10+2
ÓKEYP
IS
10+2
ÓKEYP
IS
- líka velgengni