Morgunblaðið - 25.05.2002, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 25.05.2002, Qupperneq 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG leggjum við verk okkar og áherslur óhikað í dóm kjósenda. Borgarstjórnarkosn- ingarnar í dag snúast um lífsgæði. Þær snú- ast um það hvernig borg við viljum að Reykjavík verði, ekki bara að fjórum árum liðnum heldur til fram- búðar. Eitt kjörtímabil er ekki langur tími í sögu borgar, en fjögur ár geta skipt sköpum fyrir lífið í borginni. Til að nýta þann tíma vel þurfa stjórnmálamenn að hafa skýra sýn, þeir þurfa að setja sér markmið og fylgja þeim fast eftir. Það gerði Reykjavík- urlistinn bæði árið 1994 og 1998, og þess vegna höfum við náð árangri. Mikilvægasta fólk í heimi Strax í upphafi settum við málefni barna og fjölskyldna í öndvegi og höf- um unnið markvisst að þeim í átta ár. Við vildum að Reykjavík yrði betri borg fyrir börn og fjölskyldur – manneskjulegri borg. Við vildum að daglegum þeytingi fjölskyldna með börn sín frá einum stað til annars linnti. Við ætluðum okkur að treysta leikskóla- og grunnskólastigið og bjóða betri þjónustu fyrir borgarbúa. Við vorum sannfærð um að með því að tryggja börnum okkar betri og samfelldari menntun værum við að leggja grunn að framtíðinni. Þess vegna byggðum við eitt hundrað nýj- ar leikskóladeildir og fimmtíu þúsund fermetra af skólahúsnæði – jafngildi tíu ráðhúsa. Þess vegna fjölguðum við kennurum og stuðningsfulltrúum í grunnskólum og beittum okkur fyrir hækkun grunnlauna þess hæfileika- fólks sem í skólunum starfar. Þess vegna verða allir grunnskólar Reykjavíkur einsetnir næsta haust og 93% barna á aldrinum 1–5 ára fá niðurgreidda dagvistun á vegum Reykjavíkurborgar. Fjölbreyttara og litríkara borgarlíf Við vildum að í Reykjavík gætu einstaklingar og fjölskyldur notið betur frístunda sinna, að borgarbúar hefðu tækifæri til að slaka á og njóta þess sem borgin hefði upp á að bjóða. Til þess lögðum við 100 kílómetra af nýjum göngu- og hjólastígum, nærri tvöfölduðum framlög til íþróttamála, opnuðum listasafn, bókasöfn og menningarmiðstöð fyrir ungt fólk í miðborginni, jukum framlög til sjálf- stæðra listamanna, tryggðum Leik- félagi Reykjavíkur rekstrargrundvöll og efndum til Menningarnætur og Vetrarhátíðar. Hrein og ómenguð borg Við vildum líka skapa vistvænna samfélag þar sem borgarbúar hefðu tækifæri til að njóta hreinnar og ómengaðrar náttúru í borginni við Sundin. Með það að markmiði ásett- um við okkur að hreinsa strandlengju Reykjavíkur. Því 10 milljarða króna verkefni er nú nærri lokið og líklega er ylströndin í Nauthólsvík skýrasta dæmið um þann árangur sem náðst hefur. Þar svamla börnin í Reykjavík á hlýjum sumardögum í hreinum sjó – við hreina strönd – í hreinni borg. Við gerðum líka stórátak í sorphirðu og – flokkunarmálum, því sjálfbært samfélag veltur á möguleikum hins almenna borgarbúa – okkur sjálfum og börnunum okkar – til að tileinka sér vistvænni lífsvenjur. Samfélag nýrrar aldar Á tveimur kjörtímabilum hefur verið lagður grunnur að samfélagi nýrrar aldar. Í öllum málaflokkum hefur Reykjavíkurlistinn haldið fast við hugsjónir sínar og vinnubrögð. Við höfum á átta árum unnið mark- visst að þeim verkefnum sem við sett- um í forgang. Á langri leið hefur oft gefið á bátinn, en við höfum verið staðföst og haldið okkar kúrs. Það skiptir máli. Stjórnmál og kosningar snúast nefni- lega líka um trúverðug- leika og að fólk fylgi sannfæringu sinni. Í kosningunum í dag býð ég mig fram til næstu fjögurra ára sem borgarstjóri Reykjavík- ur. Það geri ég að vel at- huguðu máli. Af þeim verkefnum sem ég hef unnið að í gegnum tíð- ina finnst mér borgar- samfélagið mest heillandi. Ég nýt þess að ræða við borgarbúa og leita lausna við þeim fjölbreyttu viðfangs- efnum sem upp koma í mínu daglega starfi. Aðferð okkar er sú að vinna í nánu samráði við íbúa og hagsmuna- aðila í borginni. Þannig vil ég velta fyrir mér möguleikum Reykjavíkur- borgar á nýrri öld og finna þeim far- veg. Við viljum að Reykjavík verði al- þjóðleg og vistvæn höfuðborg sem standist samkeppni við borgir ná- grannalandanna í lífsgæðum. Það kann að hljóma háfleygt, en stað- reyndin er sú að fólk hefur nú mun meira val en áður var um það hvar það kýs að búa og ala upp börn sín. Ef við ætlum okkur að hafa betur í sam- keppninni um unga fólkið okkar verð- um við að tryggja að Reykjavík sé borg í úrvalsdeild. Hún þarf að vera örugg borg, leikskólaborg, grunn- skólaborg, íþróttaborg og menning- arborg. Hún þarf að vera borg um- hverfis og hreinnar náttúru. Hún þarf að bjóða góða og trausta umgjörð fyr- ir öflugt og framsækið atvinnulíf. Spennandi framtíðarsýn Reykjavíkurlistinn vill byggja áfram á þeim grunni sem lagður hef- ur verið undanfarin átta ár. Við höf- um lagt fram skýra stefnu. Við viljum gefa kost á ókeypis kennslu hálfan daginn fyrir 5 ára börn á leikskólum. Við ætlum að tryggja öllum börnum niðurgreidda dagvist og gefa öllum börnum 18 mánaða og eldri kost á vist á borgarreknum leikskóla. Í grunnskólum borgarinnar ætlum við að bjóða upp á heitar máltíðir fyr- ir alla nemendur. Við viljum nýta kosti einsetningar og koma á sam- starfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og fjáls félagasamtök um spennandi og innihaldsríkar frístundamiðstöðv- ar fyrir nemendur. Við viljum gera Reykjavík að nú- tíma ráðstefnu- og sýningaborg og reisa tónlistar- og ráðstefnuhús við Austurhöfnina og sýningarhöll í Laugardal. Í Vatnsmýrinni mun rísa þekkingarþorp, sem verður miðstöð þekkingariðnaðar á Íslandi. Við viljum byggja upp 284 ný hjúkrunarrými fyrir aldraða í sam- starfi við heilbrigðisráðuneytið og leggja til þess 1,4 milljarða króna. Við ætlum að bæta enn frekar þjónustu við aldraða sem vilja búa heima. Löggæsla í hverfum borgarinnar á að vera í höndum borgarinnar. Við viljum að ábyrgð á henni verði færð frá ríki til borgar, þar sem nálægðin er meiri við óskir og þarfir íbúanna. Við boðum fjölbreytta og öfluga miðborg. Að því marki höfum við unnið með samþykki um nýja þróun- aráætlun og skipulag fyrir miðborg- ina. Við viljum styrkja bakland henn- ar með íbúðarbyggð í Skuggahverfi, Vatnsmýri og í Ánanaustum. Við ætl- um að reisa stúdentagarða á mið- borgarsvæðinu. Með nýjum íbúðum á miðborgarsvæðinu býðst Reykvík- ingum val milli þess að búa í þéttri borgarbyggð eða úthverfum. Við hyggjumst nýta byggingarland í Úlf- arsárdal og í Norðlingaholti og í Gufunesi fyrir blómlega íbúðar- byggð. Við viljum stuðla að fjölbreyttu og litríku borgarsamfélagi. Þetta getum við gert með því meðal annars að gera Listahátíð að árlegum viðburði, efla Menningarnótt enn frekar, byggja vatnaskemmtigarð í Laugardal og stækka Fjölskyldu- og húsdýragarð- inn. Við viljum efla enn frekar stuðn- ing við sjálfstæða liststarfsemi og óháðar menningar- og íþróttahátíðir. Reykjavíkurlistinn hefur alltaf lagt áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð og samráð við borgarbúa. Við viljum styrkja og auka íbúalýðræði með sér- stökum hverfaráðum í öllum hverfum borgarinnar. Við ætlum að setja á fót nýtt lýðræðisverkefni, Greiðar götur, til að auðvelda íbúum borgarinnar að taka þátt í að móta sitt nánasta um- hverfi. Stórhuga framboð Ágætu Reykvíkingar. Reykjavíkurlistinn er stórhuga framboð sem lætur verkin tala og fylgir sannfæringu sinni og hugsjón- um. Hugsjónir hans eru hugsjónir um betra mannlíf og betri borg í þágu íbúanna allra. Við leggjum verk okk- ar og áherslur óhikað í dóm kjósenda. Ég hvet alla Reykvíkinga til þess að nýta kosningarétt sinn, kynna sér staðreyndir um árangur okkar á und- anförnum árum, meta trúverðugleika framboðanna og treysta á eigin dóm- greind þegar í kjörklefann er komið. Að lokum vil ég leggja á það áherslu að ég skipa baráttusæti Reykjavíkurlistans. Til að tryggja mér kjör í borgarstjórn er ekki víst að það nægi að Reykjavíkurlistinn beri sigurorð af Sjálfstæðisflokknum í kosningunum, eins og skoðanakann- anir benda til. Ástæðan er fjöldi framboða. Við þær kringumstæður má lítið út af bera, og eina trygga leið- in til þess að Reykjavíkurlistinn fái átta borgarfulltrúa er að hreinn meirihluti kjósenda greiði okkur at- kvæði. Ég þarf á stuðning ykkar og trausti að halda til að gegna áfram starfi borgarstjóra í Reykjavík. Í kosning- unum í dag bið ég um þann stuðning. Árangur og framtíðar- sýn Reykjavíkurlistans Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Reykjavík Reykjavíkurlistinn, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er stórhuga framboð sem lætur verkin tala og fylgir sannfæringu sinni og hugsjónum. Höfundur er borgarstjóri og er í 8. sæti Reykjavíkurlistans. Kosningabaráttunni er lokið, kjördagur runninn upp. Við fram- bjóðendur D-listans höfum gert okkar besta til að kynna stefnu okkar og störf í því skyni að auðvelda kjósendum að taka ákvörðun sína í dag. Þótt ekki sé flókið að fara á kjörstað og nýta sér lýðræðislegan rétt sinn, getur vafist fyrir mörgum, hvernig það sé best gert. Skoðana- kannanir hér í Reykja- vík hafa sýnt miklar sveiflur í fylgi og einn- ig innbyrðis á milli kannana. Það er erfitt að henda reiður á þessu talna- flóði öllu eða túlka það. Frá fyrsta degi hef ég haft að leiðarljósi, að sú könnun, sem skipti máli fari fram 25. maí. Niðurstaðan í henni ræður ein úrslitum. Við val á borgarfulltrúum er ekki verið að velja einn mann, sem hefur allt vald í hendi sér. Það er verið að velja hóp fólks, sem nær því betri ár- angri sem það vinnur betur saman. Á vegum borgarstjórnar starfa ráð, nefndir og stjórnir, sem gegna mik- ilvægu hlutverki, og lúta forystu borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkur- inn býður fram samhentan lista, sem starfar á grundvelli sameiginlegra hugsjóna og hefur þann metnað, að Reykjavík sé í fyrsta sæti meðal sveitarfélaga í landinu og einnig í al- þjóðlegu samstarfi og samanburði. Við á D-listanum höfum lagt fram skýra stefnuskrá, sem vakti til dæm- is áhuga annarra framboða á því að leggja fé úr borgarsjóði til að byggja upp hjúkrunarrými fyrir aldraða. Við fögnum þeim stuðningi, sem komið hefur fram við þessa stefnu okkar síðustu daga úr ólíklegustu áttum. Við höfum lagt fram samning við Reykvíkinga um það, sem við ætlum að gera á næstu fjórum árum, fáum við umboð til þess. Við höfum einnig lagt fram tímasetta áætlun um það, hvernig við ætlum að hrinda ein- stökum stefnumálum í framkvæmd. Þegar við ákváðum að hafa kjörorð okkar vegna þessara kosn- inga: Reykjavík í fyrsta sæti. Byggðum við það á þeirri staðreynd, að hér yrði að gera betur til að Reykjavík stæð- ist samanburð við önn- ur sveitarfélög. Eftir því sem liðið hefur á kosningabaráttuna og ég hef hitt fleiri Reyk- víkinga á fundum, hef ég sannfærst æ betur um réttmæti kjörorðs- ins. Við eigum ekki að una þeirri skulda- stefnu, sem mótar fjármálastjórn borgarinnar. Við eigum ekki að una við lengstu biðlistana eftir leikskóla- plássi, félagslegu húsnæði og hjúkr- unarrýmum. Við eigum ekki að una við skömmtunar- og uppboðsstefnu í lóðamálum. Við eigum að una því að litið sé niður til miðborgar Reykja- víkur. Við eigum ekki að una því að vilji íbúa í einstökum hverfum sé að engu hafður við skipulag á nýjum reitum innan þeirra. Við eigum ekki að una því að óánægja með fé- lagslega þjónustu sé mest í Reykja- vík. Við eigum ekki að una tvöföldu umhverfisslysi með eyðileggingu Geldinganess. Við snúum þessu öllu til betri veg- ar með því að kjósa D-listann í dag. Við tryggjum einnig með því, að hol- ræsaskatturinn hverfur á kjörtíma- bilinu og fasteignaskattar á eldri borgara og öryrkja stórlækka. Með atkvæði við D-listann styrkjum við innviði leikskóla og grunnskóla og stuðlum að því að þeir starfi í nánum tengslum við borgarbúa með virkri þátttöku þeirra. Það var stórt skref fyrir marga frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að bjóða sig fram til borgarstjórnar. Ekkert okkar í þeim góða hópi sér eftir því skrefi vegna þess hve kosn- ingabaráttan hefur verið ánægjuleg og ný kynni við þúsundir borgarbúa hafa gefið okkur mikið. Þessi tengsl munum við leggja okkur fram um að rækta á komandi kjörtímabili með hag allra Reykvíkinga að leiðarljósi. Fyrir hönd okkar frambjóðenda D-listans færi ég þakklæti fyrir þann góða hug, sem við höfum mætt. Við erum stolt af stefnu okkar og leggjum hana hiklaust í dóm kjós- enda. Við munum ekki bregðast trausti þeirra, sem veita okkur brautargengi. Setjum Reykjavík í fyrsta sæti! Björn Bjarnason Höfundur skipar 1. sæti á borgar- stjórnarlista Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík Valið stendur um stefnu og hóp fólks, segir Björn Bjarnason, sem nær bestum árangri með samstöðu sinni. Í DAG göngum við að kjörborðinu og velj- um okkur bæjarfull- trúa til næstu fjögurra ára. Hér er mjög vandasamt verk, því veldur hver á heldur. Að sjálfsögðu leggja kjósendur mat á hvern- ig fráfarandi bæjar- stjórn hefur staðið sig. Einnig er litið til þeirra framtíðarmarkmiða sem framboðslistar hafa fram að færa, svo og þess fólks sem skip- ar framboðslistann. Sjálfstæðisflokkur- inn í Reykjanesbæ er leiðandi afl í bæjarstjórn og hefur verið svo frá stofnun sveitarfé- lagsins. Mjög mörgum góðum málum hef- ur verið komið í fram- kvæmd og mörg eru í farvatninu. Við þessar kosningar býður Sjálfstæðisflokk- urinn fram fjölda af mjög hæfu fólki sem reiðubúið er að vinna af framsýni og þrótti fyrir bæjarfélagið, jafnt bæj- arstjóraefni sem bæj- arfulltrúar. Árni Sigfússon leiðir listann. Böðvar Jóns- son, Björk Guðjóns- dóttir, Steinþór Jóns- son, Þorsteinn Erlings- son, Sigríður Jóna Jó- hannesdóttir og Garðar Vilhjálmsson eru fólk með mikla reynslu og þekkingu á málefnum Reykjanesbæjar. Ágæti bæjarbúi, nú þegar ég læt af starfi bæjarstjóra að loknum 12 ára ferli vil ég nota tækifærið og þakka þér og öllum bæjarbúum traust og ánægjulegt samstarf, ég stend upp úr stóli bæjarstjóra sáttur. Á kjördag á ég eina ósk, að sem flestir velji Sjálfstæðisflokkinn til forystu og setji Reykjanesbæ í 1. sæti. X-D er hagur okkar allra. Eina ósk! Ellert Eiríksson Reykjanesbær Á kjördag á ég eina ósk, segir Ellert Eiríksson, að sem flestir velji Sjálf- stæðisflokkinn til for- ystu og setji Reykja- nesbæ í 1. sæti. Höfundur er bæjarstjóri Reykja- nesbæjar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.