Morgunblaðið - 25.05.2002, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 39
ÞAÐ fyrsta sem Eysteini
Haukssyni flaug í hug var að
útvarpsmenn á Radio-X
væru að gera honum grikk. Röddin í símanum
spurði nefnilega hvort hann hefði áhuga á því að
leika sem atvinnumaður í fótbolta í Kína.
Skammt var til síðustu jóla, Eysteinn hafði lít-
ið sem ekkert leikið í tvö ár vegna meiðsla og
veikinda og átti því bágt með að trúa sínum eigin
eyrum.
Hver gat haft trú á því að hann væri þess
megnugur að fara utan til að leika? Hann, sem
fyrir skömmu hafði hugleitt að leggja skóna end-
anlega á hilluna?
Nei, þetta hlaut að vera grín.
En Eysteinn lagði sem betur fer ekki á og
skóna hefur hann heldur ekki enn lagt á hilluna;
reimar þá nú á sig sem liðsmaður Grindvíkinga,
sem spáð er Íslandsmeistaratitlinum í ár.
Og símtalið var ekki grín heldur gjöf. Líklega
besta jólagjöfin sem hann gat hugsað sér.
Eysteinn Hauksson er 27 ára Egilsstaðabúi
sem strax á unglingsaldri komst í meistara-
flokkslið Hattar en hefur verið
í herbúðum Keflvíkinga síðustu
átta ár, síðan hann flutti að
austan í því skyni að leika
knattspyrnu.
„Bernskudraumurinn um at-
vinnumennsku í fótbolta var
löngu horfinn, sérstaklega eftir
þessi tvö erfiðu ár, en þetta til-
boð kom mér í opna skjöldu.
Símtalið var algjör himnasend-
ing,“ segir Eysteinn við blaða-
mann Morgunblaðsins.
Hann varð fyrir því óláni að
vöðvi í læri rifnaði árið 2000 og
snemma árs í fyrra veiktist
hann heiftarlega og var frá æf-
ingum í fjóra mánuði. Greindist
með einkirningssótt, „veiru-
sýkingu sem ekkert er til við
nema tími, og maður lá í þrjá og hálfan mánuð
eins og aumingi.“
Ættingjar Eysteins hvöttu hann eindregið til
að halda á framandi slóðir, „en þess þurfti í raun
ekki því ég var strax staðráðinn í því að fara,“
segir hann. „Strax ákveðinn í því að láta slag
standa þó að ég væri ekki í neinni æfingu.“
Þeir fóru tveir, Eysteinn og Vilhjálmur Ragn-
ar Vilhjálmsson, leikmaður Stjörnunnar.
Liðið sem þeir léku fyrir heitir Xiang Xue, eft-
ir lyfjaverksmiðju sem er fjárhagslegur bakhjarl
þess, og er í borginni Zhaoqing í Guangdong-
héraði í Kína. Borgin ku þekkt um allt Kína fyrir
náttúrufegurð og ferskt loft ekki síður.
Það hljómar e.t.v. sérkennilega en liðið lék
aldrei á heimavelli! Xiang Xue tekur nefnilega
þátt í sjö liða deildarkeppni Hong Kong, eina lið-
ið frá meginlandi Kína, og allir leikir fóru þar
fram. Þriggja og hálfrar klukkustundar ferðalag
var því í rútu að heiman í hvern einasta leik, að
viðbættri langri bið við vegabréfaskoðun.
– – –
Strákarnir dvöldu rúma þrjá mánuði í Kína;
fóru utan 11. janúar og komu heim 21. apríl, en
fyrsti leikurinn eftir vetrarfrí var í byrjun febr-
úar. Deildin var hálfnuð þegar Íslendingarnir
komu til liðs við félagið – liðin mætast öll fyrri
hluta móts og síðan aftur í seinni umferð, eins og
tíðkast annars staðar.
Liðinu hafði gengið heldur illa fyrri hluta leik-
tíðarinnar og Íslendingunum var tjáð að þeir
væru ekki síst fengnir til þess að rífa upp bar-
áttuandann. Og byrjunin lofaði góðu; fyrst sigr-
uðu þeir Vilhjálmur og samherjar South China
3:2 en liðið hafði tapað 7:0 fyrir því í síðasta
leiknum fyrir fríið. Því næst gerðu þeir jafntefli,
3:3, gegn Sun-Hei sem áður hafði sigrað Xiang
Xue 4:0, en Sun-Hei varð meistari að þessu sinni.
Þrátt fyrir gott gengi gegn efstu liðunum náði
liðið sér ekki á strik gegn þeim andstæðingum
sem það „átti“ að vinna en niðurstaðan var engu
að síður þolanleg „og ekki var annað að sjá en
þeir væru ánægðir með framlag okkar. Við vor-
um kvaddir mjög hlýlega við brottför.“
– – –
Daglegt líf knattspyrnumanna í Kína er frá-
brugðið því sem tíðkast á Vesturlöndum.
„Strákarnir í liðinu búa allir saman á einni vist
en við, „stjörnurnar“, vorum reyndar með íbúð,“
segir Eysteinn og brosir.
Hópurinn hittist í mötuneytinu þegar klukk-
una vantaði fimmtán mínútur í átta á hverjum
morgni, þar sem allir gerðu teygjuæfingar undir
stjórn þjálfara, til að koma blóðstreyminu vel af
stað.
Morgunverður var næstur á dagskrá og síðan
var ýmist frjáls tími, hlaup eða þrekæfingar
fram að hádegi.
Hádegisverður var framreiddur í mötuneyt-
inu klukkan tólf og klukkan hálfþrjú hófst æfing
sem stóð í tvær klukkustundir hið minnsta. Eftir
það var frjáls tími, en reglur kváðu á um að leik-
menn væru komnir inn á herbergi sitt á heima-
vistinni klukkan hálftíu að kvöldi.
„Strákarnir í liðinu eru allir sautján til tuttugu
ára og greinilega aldir upp við gríðarlegan aga.
Ég veit ekki hversu margir Íslendingar á þess-
um aldri væru sáttir við að búa með sjö öðrum í
herbergi í kojum í átta eða níu mánuði af árinu
en þeir eru mjög nægjusamir og líklega ekki
vanir öðru,“ segir Eysteinn.
„Sem dæmi um þann mikla aga sem er í liðinu
má nefna að upphitunaræfingar gerðu allir í hóp
og meira að segja allir í takt. Það minnti á her-
æfingar. Eftir leik raðaði allt liðið sér svo upp
fyrir framan þjálfara andstæðinganna, við héld-
umst í hendur, og hneigðum okkur fyrir honum.“
Hann segir þá Vilhjálm hafa verið með ágæt-
islaun, auk þess sem þeir höfðu íbúð til umráða
og voru í fæði í áðurnefndu mötuneyti. „Við kom-
umst að því að Kínverjarnir voru með mun lægri
laun en við og allir með sömu launin en mér
skildist á þeim að þeir væru mjög sáttir.“
Eysteinn segir erfitt að meta styrkleika lið-
anna í deildinni Hong Kong. „Efstu þrjú liðin eru
mjög góð en ég treysti mér ekki til að segja um
hvar önnur lið stæðu á Íslandi. Leikmennirnir
eru liðugir, flinkir og í góðri æfingu. En knatt-
spyrnan er ekki sérlega vinsæl í Hong Kong.
Áhorfendur voru yfirleitt tvö eða þrjú þúsund á
leikjum en í Kína er áhuginn gríðarlegur, sér-
staklega eftir að landsliðið tryggði sér sæti á
HM.“
– – –
Eysteinn segir aðalmarkmið sitt með dvölinni
í Kína hafa verið að upplifa eitthvað nýtt; að
víkka sjóndeildarhringinn, og það hafi tekist.
„Ég þroskaðist mikið meðan á dvölinni stóð.
Þetta var einstök upplifun og ég veit að ég mun
búa að þessari reynslu alla ævi. Ég hefði aldrei
getað fyrirgefið mér ef ég hefði sleppt þessu
tækifæri.“
Þeir Vilhjálmur einsettu sér að laga sig að sið-
um innfæddra og það féll í góðan jarðveg.
„Okkur var sagt að útlendingar sem voru
þarna áður hefðu strax ýtt frá sér prjónunum og
heimtað hnífapör en þegar komið er á svona
framandi slóðir verður maður að komast sem
best inn í siði heimamanna og ekki síst að kynn-
ast tungu þeirra. Þeir tala litla sem engu ensku
og við vorum með túlk fyrsta mánuðinn. Manni
leið hálfpartinn eins og þjóðarleiðtoga! Túlkur-
inn var alltaf til staðar; þegar þjálfarinn talaði á
æfingu kom túlkurinn til dæmis skokkandi inn á
völlinn.“
Kantóníska er töluð í Hong Kong og suður-
hluta Kína en mandaríska í norðurhlutanum.
Þeir hugðust spreyta sig á fyrrnefnda málinu,
vegna staðsetningar Zhaoqing borgar en þegar í
ljós kom að allir leikmenn liðsins voru að norðan
og mæltu á mandarísku varð hún fyrir valinu.
„Strákarnir veltust oft um af hlátri þegar við
vorum að reyna að tala málið, en voru samt
greinilega ánægðir með að við skyldum reyna.“
Hann segir Kínverja frábæra gestgjafa og
stundum hafi það beinlínis farið í taugarnar á
honum hve kurteisir þeir voru.
„Það er margt í Kína ólíkt því sem ég ólst upp
við. Þegar aðstæður eru bornar saman sér mað-
ur ýmsa vankanta bæði hér og þar. Margt fólk
býr til dæmis við ótrúlegar aðstæður í Kína, í al-
gjörum kytrum, en virðist ekkert óhamingju-
samara en sá sem ekur um á BMW hér heima.
Sumir eru ríkir þarna, en almenningur virðist
ekkert kippa sér upp við það eða öfunda þann
ríka.
Eitt af því sem svona dvöl skilur eftir er því
sönnun þess að veraldleg gæði er ekki það sem
skiptir mestu máli.“
Eftir Skapta
Hallgrímsson
Eysteinn Hauksson, til vinstri, og Vilhjálmur Vilhjálmsson ásamt
einum samherja sínum í liði Xiang Xue í Kína.
Viltu verða atvinnu-
maður í fótbolta í Kína?
skapti@mbl.is
umskipta
rra raun-
si að
mdum
einargerð
innuleysi
a á fram-
saðgerða
SAL auk
innuleys-
ukast um
eftir lok
um 0,5%
ngri tíma
SAL auk
atvinnu-
Þjóðhags-
9% minna
æmdatíma
atvinnu-
eftir að
sér er tal-
a atvinnu-
a.
ur Þjóð-
geti orð-
ið 6–8% á framkvæmdatíma
stækkunar ISAL og byggingu
Reyðaráls og er þá miðað við að
verðbólga verði 2½% í grunn-
dæmi.
Þá telur stofnunin að verðbólg-
an gæti orði nærri 6% á fram-
kvæmdatíma stækkunar ISAL og
stækkunar Norðuráls, ef ráðist
yrði í þessar tvær framkvæmdir á
sama tíma og án mótvægisað-
gerða.
Þjóðhagsstofnun telur að verð-
bólga yrði innan þolmarka verð-
bólgumarkmiðs Seðlabanka Ís-
lands allt framkvæmdatímabilið ef
einungis yrði um stækkun ISAL
að ræða.
Samsvörun
Matsskýrslan vegna fyrirhug-
aðrar stækkunar ISAL var unnin
af ráðgjafar- og þjónustufyrirtæk-
inu Hönnun. Í mars síðastliðnum
var birt sams konar skýrsla sem
Hönnun vann vegna fyrirhugaðrar
stækkunar Norðuráls á Grundar-
tanga. Í viðauka með þeirri
skýrslu er einnig að finna grein-
argerð Þjóðhagsstofnunar þar
sem lagt er mat á þjóðhagsleg
áhrif þess að auka framleiðslugetu
Norðuráls úr 90 þúsund tonnum
árlega í 240 þúsund tonn, á sama
hátt og lagt er mat á áhrif stækk-
unar ISAL í viðauka með nýrri
matsskýrslunni.
Meginniðurstöður Þjóðhags-
stofnunar af áhrifum stækkunar
Norðuráls auk byggingar álvers á
Reyðarfirði, sem og áhrifin af
stækkun Norðuráls ein og sér, eru
áþekkar því sem fram kemur í
greinargerð Þjóðhagsstofnunar
vegna fyrirhugaðrar stækkunar
ISAL. Prósentutölur varðandi
þjóðar- eða landsframleiðslu, við-
skiptajöfnuð, atvinnuleysi eða
verðbólgu eru ekki þær sömu, m.a.
vegna mismunandi forsendna, t.d.
varðandi framkvæmdatíma. Til-
hneigingin er hins vegar sú sama
hvað þessa þætti varðar, hvort
sem um er að ræða stækkun ISAL
eða stækkun Norðuráls.
um áhrifum álversframkvæmda
n stöðn-
gsanleg
’ Skörp uppsveifla í fjárfestingu á
framkvæmdatíma
og síðan niðursveifla
að honum loknum
gerir ríkar kröfur
til hagstjórnar í
landinu. ‘
viðræður
aðið alls í
r í tvö ár.
n á þeim
haust. En
ega fyrir
verða í
t.d. ekki
Norðlinga-
ggur fyr-
aða fram-
st í.“
ndanlegar
ðnar með
virkjanir
tíma en
kkun um
forsendur
ndi orku-
kki hefur
t verður í
tveimur
erður þá
ert er ráð
saman að
a þannig
ð 300 þús-
þessarar
rá Búðar-
eitu fyrir
m 150 þús-
in til við-
frá Urr-
Síðan er
með ýmsa
á Hellis-
heiðinni, en tímasetningar fyrir
það liggja ekki fyrir. Hitaveita
Suðurnesja er líka að vinna í að
nýta jarðhita til að framleiða raf-
magn. Þessir þrír kostir gætu gert
okkur kleift að klára stækkunina
upp í 240 þúsund tonn,“ segir
Ragnar.
Hugsanlega betri tækifæri
annars staðar innan Alcan
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi ISAL, segir í samtali við
Morgunblaðið að ISAL skoði nú
hvort stækkun sé möguleg m.t.t. til
starfsleyfis.
ISAL áformar stækkun í tveim-
ur áföngum, um 130 þúsund tonn
árið 2005 og um önnur 130 þúsund
tonn árið 2007. Skipulagsstofnun
hefur matsskýrslu ISAL vegna
stækkunaráforma nú til meðhöndl-
unar og úrskurðar stofnunarinnar
er að vænta í sumar. „Þá liggur
fyrir hvort þetta er mögulegt en
það hefur ekkert gildi eitt og sér.
Þá eigum við eftir að rannsaka bet-
ur hvort þetta er hagkvæmt, hvort
það sé þörf fyrir málminn eða
hvort það eru hugsanlega betri
tækifæri í einhverju af hinum fjór-
tán álverum Alcan-samsteypunnar.
Ég get ekki sett neinn tíma á það
hvenær ákvörðun verður tekin, við
erum fyrst og fremst að skoða
hvað er mögulegt.“
Ljóst er að ISAL er ekki komið
eins langt á veg og Norðurál með
stækkunaráform. Hrannar segir
ekkert fast í hendi varðandi áform
ISAL og skoða þurfi málið miklu
nánar. Hann segir að ISAL vinni
að málinu með fulltrúum móður-
félagsins Alcan. „Endanleg ákvörð-
un verður tekin hjá stjórnendum
móðurfyrirtækisins.“
ISAL hefur ekki átt formlegar
viðræður við Landsvirkjun og ekki
heldur við Orkuveitu Reykjavíkur
eða Hitaveitu Suðurnesja.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra vildi í gær í samtali við
Morgunblaðið ekki tjá sig um þann
möguleika að ekki verði hægt að
anna eftirspurn bæði ISAL og
Norðuráls eftir orku vegna hugs-
anlegrar stækkunar beggja álver-
anna á svipuðum tíma. Of margt
væri óljóst í þessum efnum á þessu
stigi.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
uráls á Grundartanga sem fyrirhugað er að stækka um 150 þúsund tonn.
uveita nauð-
Norðurál
’ Ef samkomulagnæst við Norðurál á
næstunni gerir
Landsvirkjun samn-
inga við þá. „Það
þrengir augljóslega
kosti okkar til að af-
henda öðrum.“ ‘