Morgunblaðið - 25.05.2002, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 25.05.2002, Qupperneq 50
UMRÆÐAN 50 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KRISTNIBRAUT 37-41 GRAFARHOLTI Sölusýning í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, milli kl. 13 og 15. Um er að ræða nýtt fjölbýlishús sem er í bygg- ingu á góðum útsýnisstað norðanmegin í hverfinu. Fullbúin sýningaríbúð á staðnum. Gjörið svo vel að líta við. Sölumenn frá Skeifunni fasteignamiðlun og byggingaraðili á staðnum. FRÁ miðju síðasta ári var það verkstjór- um og öðrum stjórn- endum vaxandi áhyggjuefni hve illa stefndi í verðlagsmál- um. Þeir horfðu fram á vaxandi erfiðleika fyrirtækja sinna og stofnana. Það gat heldur ekki farið fram hjá neinum að dökkir dagar yrðu framundan á heimilum landsins. Verkstjórar og stjórn- endur tóku því heils hugar undir þá stefnu- mörkun sem sam- þykkt var af ASÍ og SA í lok síðasta árs. Menn lögðu sig fram um að stuðla að þessum árangri, hver á sínum stað. Nú liggur það fyrir að árangri var náð. Þessi árangur er afrakstur af víð- tæku samstarfi en ég tel að það sé ekki á neinn hallað þó að sagt sé að ASÍ hafi dregið vagn- inn og hvatt aðra áfram þegar trúin fór að dofna. Ýmislegt varð til að mæða menn í þessari baráttu t.d. vantrú á árangur og ásakanir um and- stæð markmið í efna- hagsstjórn. Bjartsýnin og baráttuþrekið höfðu hins vegar full- an sigur í þessari fyrstu lotu. Nú heyr- ast raddir er telja að víða hafi menn sópað hækkunum undir teppið í bili og muni fljótlega ryðjast fram með hækkanir. Vonandi er þetta ekki tilfellið. Verkstjórar hafa áhyggjur af þessari stöðu og vilja hvetja menn til að halda áfram á þessari braut og standa vörð um áframhaldandi árangur. Því tóku þeir málið fyrir. Á 29. landsfundi Verkstjórasam- bands Íslands hinn 11. maí 2002, sem haldinn var á Grand hóteli Reykjavík, var samþykkt eftirfar- andi ályktun: „Landsfundur Verkstjórasam- bands Íslands skorar á alla, er lagt geta hönd á plóg, að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð var af Al- þýðusambandi Íslands og varðveita efnahagslegan stöðugleika í ís- lenska hagkerfinu. Með tilstuðlan og hvatningu ASÍ, hefur tekist að virkja fjölda aðila í átaki sem skilar nú meiri stöð- ugleika og styrkari íslenskri krónu, en líkur voru til á haustmánuðum. Allt stefnir nú í að kaupmátturinn muni að mestu leyti haldast. Efna- hagslegur stöðugleiki er forsenda velsældar í landinu. Afkoma fjöl- skyldna og fyrirtækja byggist á því. Við þökkum ASÍ fyrir frábært framtak og þrek til að fylgja mál- inu eftir, svo og öllum þeim er lögðu hönd á plóginn. Verkstjórar hvetja til stöðugleika og vaxtalækkana Kristín Sigurðardóttir LENGI (í 128 ár) hefur Kvennaskólinn í Reykjavík, mennta- skóli við Fríkirkjuveg, verið virtur af sam- ferðafólki sínu sem framsækin og per- sónuleg menntastofn- un. Öflugt frum- kvöðlastarf stofnanda skólans, frú Þóru Melsteð, hefur skilað sér í góðum námsár- angri áhugasamra nemenda og einu fær- asta kennaraliði sem völ er á í harðnandi heimi framhaldsskóla- menntunar. En þrátt fyrir prýðisgott skólastarf er einn stór galli á gjöf Njarðar sem eigi verður litið framhjá lengur og vak- in skal athygli á hér. Í dag hýsa fjögur ,,húsnæði“ rúmlega fimm hundruð nemendur og eru mis- langar vegalengdir þeirra á milli. Þá ber fyrst að nefna aðalbygg- ingu skólans sem reist var 1909 og þótti hún strax óviðunandi skóla- húsnæði. Ástand húsnæðisins í dag er vægast sagt ömurlegt miðað við húsnæði flestra annarra skóla á höfuðborgarsvæðinu. Kennt er í hljóðbærum, næðingssömum og ofnalausum ( bilaðir ofnar) stofum sem þar að auki rúma rétt svo bekk upp á 22 nemendur. Þess má geta að stofurnar nýtast ekki sem skyldi því margar eru undir súð. Engir brunastigar eru við húsið og tveir aðalstigarnir brattir og þröngir. Geta má sér til um það að ef eldur kemur upp í þessu til- tekna húsnæði þá liði ekki á löngu þar til það yrði rústir einar. Fúkkalykt er í stofunum vegna fúa í veggjunum. Dæmi er um það að gluggum sé ekki hægt að loka nægilega vel og þar fyrir utan er einangrun slæm. Í hinum þremur skólahúsunum eru þessi vandamál einnig til stað- ar, en þó í minna mæli. Má þar nefna til dæmis hitastilla sem detta af við minnsta tilefni og lakk á veggjum sem flagnar auðveld- lega af í Uppsölum (gamli Versl- unarskólinn). Svo að við tölum ekki um að hvert einasta þrusk heyrist á milli stofa. Þriðja húsið er Miðhús, sem ekki er einu sinni kennsluhúsnæði, heldur er það leikhús og veislusalur. Kennsluað- stæður þar eru ekki upp á marga fiska sökum birtuleysis, smæðar töflu og kulda. Fjórða húsnæðið er nýbyggingin við aðalbygginguna, sem kannski er ekki hægt að telja nýja, því hún mun hafa verið byggð um 1970. Þar er meðal ann- ars matsalur skólans sem rúmar einungis fjórðung nemenda og þá er þröngt á þingi. Skrifstofur kennara, bæði í að- albyggingu og Uppsölum, eru óvið- unandi vegna næðings, plássleysis og hversu dreifðar þær eru, sem dæmi má nefna þá er ein innréttuð í herberginu Saurbæ sem gegndi eitt sinn hlutverki náðhúss. Að- staða nemenda er algerlega óvið- unandi, þeir hafa til umráða tvö nemendafélagsherbergi sem rúma því miður ekki vaxandi félagslíf Kvenskælinga, bókasafn sem rúm- ar 6% nemenda og tölvustofa með í kringum 15 starfhæfar tölvur. Þess má þó geta að tölvur eru einnig á bókasafni en sökum kennslu þar, annríkis og gamals hugbúnaðar teljum við þær ekki með. Af framansögðu er ljóst að námsaðstæður nemenda og vinnu- aðstæður kennara eru mjög slæm- ar og fyrir þá nemendur sem ekki eiga kost á að læra heima við óvið- unandi aðstæður. Um salernisað- stöðu er fjöldamargt hægt að segja en við ætlum að láta það nægja að nefna einungis þá stað- reynd að það eru 52 nemendur um hvert eitt klósett. Síðustu daga hafa verið umræð- ur um framkvæmdir við gömlu framhaldsskólana og eru þá nefnd- ir í því sambandi Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Sund. Í Morgunblaðinu 17. apríl síðastliðinn var meðal annars frétt um fund sem haldinn var um hús- næðismál Menntaskólans í Reykja- vík. Þar kom upp umræða um gömlu framhaldsskólana og hús- næðismál þeirra, en þó var Kvennaskólinn aldrei nefndur í því sambandi þótt augljóst sé að brýn þörf sé á úrbótum. Tillögur hafa komið fram um að koma Kvennaskólanum fyrir á uppfyllingu í vesturbænum, Vatns- mýrinni eða á svæði sem myndi skapast við flutning Hringbraut- arinnar. Einnig hefur verið bent á að rífa núverandi húsnæði og byggja nýtt á upprunalegum stað. Margar leiðir eru færar án þess að svipmynd byggðar við Tjörnina raskist. Við sem nemendur í Kvennaskólanum kjósum að stunda nám í miðborginni en ekki langt inni í vesturbæ, einnig vilj- um við halda sérstöðu skólans uppi og þá með um 500 nemendum og persónulegu skólastarfi. Af und- angenginni umræðu má sjá að Kvennaskólinn hefur svo sannar- lega týnst í kerfinu og ýmsum öðr- um skólum með betri aðstöðu gert hátt undir höfði. Og því beinum við orðum okkar að ráðamönnum hvort sem er hjá borg eða ríki og segjum: Kvennaskólinn er merkileg menntastofnun með langa sögu og á betra skilið! Týndist Kvennaskól- inn í kerfinu? Sigríður Magnúsdóttir Kvennaskólinn Kvennaskólinn er merkileg menntastofn- un, segja Laufey Helga Guðmundsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir, með langa sögu og á betra skilið. Höfundar eru kvennaskólanemar. Laufey Helga Guðmundsdóttir FÓLKSFJÖLGUN á jörðinni hefur sjald- an eða aldrei verið jafnmikil og nú um stundir. Fólksfjöldi á jörðinni fjórfaldaðist á 20. öld og er nú kominn upp í 6,1 milljarð. Aðeins á einni mannsævi eða frá 1950 hefur fólks- fjöldi jarðar tvöfald- ast frá 2,5 milljörðum upp í 6,1 milljarð. Um 78 milljónir manna bætast við á ári hverju, aðallega í þró- unarlöndunum. Mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyr- ir því að á næstu 50 árum muni bætast við 3 milljarðar manna, – þannig að árið 2050 verði heild- arfólksfjöldi um 9,3 milljarðar. En hvað veldur þessari öru fólksfjölgun? Fyrst má nefna að um helmingur núverandi mann- fjölda er yngri en 25 ára sem þýðir að á næstu áratugum mun þetta fólk komast á barneignaraldur. Í öðru lagi eru þunganir sem ganga þvert á vilja kvenna algengar. Tal- ið er að um ¼ hluti fólksfjölgunar sé vegna ótímabærra eða óskipu- legra þungana. Þrátt fyrir það er áætlað að um 50 milljónir fóstur- eyðinga eigi sér stað á ári hverju í heiminum sem heild. Í þriðja lagi má síðan nefna að langlífi eykst stöðugt, samfara því sem margir foreldrar velja að eignast fleiri en tvö börn. Óbeinar orsakir fólksfjölgunar eru m.a. fátækt, en konur eru meirihluti fátækra í veröldinni. Konur í þróunarlöndunum eru einnig víða illa menntaðar og hafa ekki aðgang að læknisþjónustu til jafns við karla. Talið er að um 350 milljónir para í þróunarlöndunum hafi ekki aðgang að getnaðarvörn- um. Þessi tala á einungis eftir að hækka eftir því sem fleira fólk kemst á barneignaraldur. Mann- fjöldastofnun Sameinuðu þjóð- anna, UNFPA, telur að eftirspurn eftir getnaðarvörnum muni aukast um 50% á næstu 15 árum. Takist ekki að anna þeirri eftirspurn mun mannfjöldi jarðar vaxa enn frekar. Áhrif alnæmis á fólksfjölgun jarðar eru enn sem komið er lítil. Árið 2000 létust um 3 milljónir manna úr alnæmi, en talið er að um 40 milljónir manna séu smitaðar. Það er kaldhæðnis- legt, en þetta eru ekki nógu háar tölur til þess að hafa veruleg áhrif á fólksfjölgun. Auknar lífslíkur al- mennt í heiminum hafa leitt til þess að hlutfall aldraðra fer mjög vaxandi. Í dag eru um 600 milljónir manna eldri en 60 ára, en sú tala mun þrefald- ast á næstu 50 árum. Einkum er þessi þróun eftirtektarverð í iðn- ríkjunum þar sem fólksfjölgun er mun minni en í þróunarlöndunum. Í löndum eins og Þýskalandi og á Ítalíu er fólksfjölgun í dag nei- kvæð sem aftur leiðir til þess að stærra hlutfall íbúanna er aldr- aður. Þó er kannski mest ástæða til þess að hafa áhyggjur af aðbún- aði aldraðra í þróunarríkjunum þar sem ekkert félagslegt velferð- arkerfi er fyrir hendi. Þótt erfitt sé að meta áhrif fólksfjölgunar á líf okkar í dag er ljóst að hún er eitt stærsta aflið sem knýr þróun heimsins áfram. Hvort sem okkur líkar betur eða verr mun fólksfjölgunin með ein- um eða öðrum hætti hafa áhrif á líf okkar og breyta þeim heimi sem við lifum í. Slík umbreyting virðist óumflýjanleg, einkum þar sem fólksfjöldi jarðar mun aukast um a.m.k. 3 milljarða á næstu 50 ár- um. Um fólks- fjölda jarðar Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Höfundur er umhverfisfræðingur. Fólksfjölgun Hvort sem okkur líkar betur eða verr mun fólksfjölgunin, segir Ingibjörg Elsa Björns- dóttir, með einum eða öðrum hætti hafa áhrif á líf okkar og breyta þeim heimi sem við lifum í. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.