Morgunblaðið - 25.05.2002, Page 52

Morgunblaðið - 25.05.2002, Page 52
UMRÆÐAN 52 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ TÍU af hundraði allra innlagna á sjúkra- hús í Bandaríkjunum má rekja til ómarkviss- rar lyfjanotkunar. Talið er að röng lyfjanotkun kosti bandaríska þjóð- arbúið rúma 7 milljarða dala á ári. Hér er ekki verið að tala um notkun ólöglegra vímuefna, heldur lífsnauðsyn- legra lyfja til lækninga og linunar þjáninga. Ekki er vitað með vissu hvernig þessum málum er háttað hérlendis, en ætla má að staða þeirra sé ekki miklu betri. Lyfjafræðingar víða um heim hafa um nokkurt skeið haft áhuga á að stemma stigu við þessu vandamáli. Árið 1990 kom út grein í tímariti bandaríska lyfjafræðingafélagsins (APhA) eftir prófessorana Charles Hepler og Lindu Strand. Nefndu þau greinina á ensku ,,Opportunities and Responsibilities in Pharmaceutical Care“. Í greininni var hugtakið Pharmaceutical Care skilgreint í fyrsta sinn. Hugtakið hefur verið ís- lenskað og nefnist lyfjafræðileg umsjá. Lyfjafræðingar gera eitthvað við vandamálinu Samkvæmt upphafsmönnunum Hepler og Strand felst í lyfjafræði- legri umsjá skylda lyfjafræðings til þess að hafa heildarsýn yfir hvern einstakling sem leitar aðstoðar hans. Þannig er ekki hægt að taka lyfja- kort einstaklings og skoða það m.t.t. milliverkana lyfjanna og kalla það eitt og sér lyfjafræðilega umsjá. Til þess að hægt sé að kalla ferlið lyfja- fræðilega umsjá þarf lyfjafræðingur í fyrsta lagi að taka lyfjasögu sjúk- lings og fléttast þá sjúkrasaga óneit- anlega þar inn í. Í öðru lagi þurfa lyfjafræðingur og skjólstæðingur að ræða saman og finna í sameiningu hvar vandamál leynast, ef einhver eru. Í þriðja lagi þarf lyfjafræðingur að finna leið til að leysa vandann í samráði við skjólstæðing og lækni hans fylgja eftir úrlausninni. Lyfja- fræðilega umsjá er ekki hægt að vinna samtímis afgreiðslu lyfseðla, heldur með sérstökum viðtölum milli sjúklings og lyfjafræðings á stað þar sem ekki er hætta á truflun. Dr. Linda Strand heimsótti Ísland í byrjun apríl sl. og gerði þá grein fyrir rannsóknum sínum á sviði lyfja- fræðilegrar umsjár. Hún hefur um tólf ára tímabil lagt vinnu í að gera hugtakið nothæft meðal lyfjafræð- inga og gert það að raunveruleika í fjölmörgum apótekum bæði í Banda- ríkjunum og utan þeirra. Að auki hef- ur hún ásamt samstarfsmönnum sín- um við Peters Institute for Pharmaceutical Care við Minnesota- háskóla rannsakað áhrif lyfjafræðilegrar umsjár á heilbrigði sjúklinga. Ekki verða þessar rannsóknir tí- undaðar hér, en hægt er að segja að þær sýni glögglega nauðsyn þess að lyfjafræðingar séu virkir heilbrigðisstarfs- menn í umönnun sjúk- linga sem þiggja lyfja- meðferð. Óvissa um hugtakið Nokkur óvissa hefur ríkt meðal lyfjafræð- inga um hvað hugtakið eiginlega þýðir. Sumir hafa fyrir misskilning kallað ýmsa hefðbundna þjónustu sem apótek veita lyfjafræðilega umsjá. Að fylgja afgreiðslu lyfseðils eftir með upplýs- ingum er stundum ranglega talið vera lyfjafræðileg umsjá. Einnig vil ég benda á að skömmtun lyfja í öskj- ur og tiltekt í lyfjaskápum er ekki lyfjafræðileg umsjá, heldur hluti af almennri lyfjaþjónustu. Það er hins vegar eðlilegt að slík þjónusta leiði til að lyfjafræðingur veiti einstaklingi lyfjafræðilega umsjá. Þess eru dæmi að við afgreiðslu lyfseðils í apóteki uppgötvist mál sem þarf að skoða nánar og getur apótekslyfjafræðing- ur þá vísað sjúklingi til lyfjafræðings sem sérhæfir sig í lyfjafræðilegri umsjá. Ný tækifæri fyrir neytendur Lyfjafræðileg umsjá er þannig nýtt starfssvið fyrir lyfjafræðinga sem ekki má rugla saman við ýmsa nýja og gagnlega þjónustu sem einn- ig er á boðstólum í apótekum. Þó er enn mikilvægara að benda á að með tilkomu lyfjafræðilegrar umsjár á Ís- landi gefst neytendum áður óþekkt tækifæri á að nýta sér hæfni og þekk- ingu lyfjafræðinga til að bæta heilsu sína og fyrirbyggja sjúkdóma. Ein lyfjabúðakeðja, Lyfja, hefur riðið á vaðið og býður viðskiptavinum sínum lyfjafræðilega umsjá og vona ég að þessi þjónusta muni ryðja sér til rúms á fleiri stöðum í heilbrigðis- kerfinu í framtíðinni. Lyfjafræðileg umsjá – ný tækifæri Anna Birna Almarsdóttir Lyf Lyfjafræðilega umsjá er ekki hægt að vinna sam- tímis afgreiðslu lyfseðla, segir Anna Birna Almarsdóttir, heldur með sérstökum við- tölum milli sjúklings og lyfjafræðings. Höfundur er lyfjafræðingur. MÁNUDAGINN 29. apríl sl. varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að hlýða á hæfileikaríkan hóp ungmenna flytja dagskrá í kjallara Þjóð- leikhússins. Þarna voru á ferðinni vinningshaf- ar úr Stóru upplestrar- keppninni sem er þró- unarverkefni í 7. bekk grunnskólanna og hef- ur nú náð að festast í sessi um allt land. Dagskráin var til- einkuð aldarafmæli Halldórs Laxness og það sem meira var, börnum í verkum skáldsins. Ég get ekki látið hjá líða að senda þakkir fyrir þessa stórkost- legu kvöldstund og er satt að segja hugsi yfir að ekki skuli fleiri fá að njóta þessa flutnings. Hvert sæti var skipað í Leikhúskjallaranum og þar sátu saman tvær, þrjár og fjórar kynslóðir sem nutu þess að hlusta og fylgjast með unga fólkinu sem flutti dagskrána af listfengi. Þarna var allt til mikillar fyrirmyndar. Veg og vanda dag- skrárinnar báru þau Baldur Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir. Þar eð ég vinn með þessum aldurshópi nemenda, er þarna kom fram, veit ég að mikil vinna lá að baki þessarar ljúfu kvöld- stundar. Val efnis hef- ur tekið langan tíma, því af miklu er að taka og að æfa nemendur, sem koma úr mörgum skólum, jafnvel úr mörgum sveitarfélög- um, kostar mikið skipu- lag. Vinna Baldurs og Ingibjargar var mjög fagmannleg og eiga þau mikinn heiður skilið. Efnið höfðaði til allra aldurshópa og þar sem ég hef nú ekki verið sérstakur aðdáandi Laxness hafði þetta þau áhrif að ég hef ákveðið að hefja lest- ur skáldsagna hans. Börnin voru mjög vel æfð, framsögnin frábær og öll framkoma þeirra fumlaus og sýndi að vel var staðið að öllum und- irbúningi. Milli atriða léku ungir gít- arleikarar og gaf sá flutningur kvöldinu ljúfan blæ. Eftir hlé mynd- aði kórsöngur barna ramma utan um dagskrána og út í nóttina héldu gest- ir undir miklum áhrifum frá ljóði Laxness, Hjá lygnri móðu, sem bæði var flutt í tali og tónum. Dagskrá þessi, sem var mjög metnaðarfull og nemendum og að- standendum Stóru upplestrarkeppn- innar í alla staði til mikils sóma, hefði sómt sér vel á Listahátíð því hér var um einstakan listviðburð að ræða. Einstakur listviðburður Hjördís Guðbjörnsdóttir Upplestur Hér var, segir Hjördís Guðbjörnsdóttir, um einstakan list- viðburð að ræða. Höfundur er skólastjóri Engidalsskóla í Hafnarfirði. MEIRA en ¾ af öll- um stórum fyrirtækj- um í USA fylgjast með starfsmönnum sínum með því að skoða tölvupóst, inter- net, símanotkun, tölvuskrár eða með myndavélum. 63% af öllum þarlendum fyr- irtækjum fylgjast með internet-tengingum og 47% vista og skoða tölvupóst starfsmanna. Meira en fjórðungur allra fyrirtækja, eða 27%, segja að þau hafi sagt upp starfsmanni vegna misnotkunar á tölvupósti eða internet-tengingum fyrirtækisins og 65% segjast hafa þurft að grípa til einhver konar áminninga fyrir sömu atriði. Það er áætlað að starfsmenn eyði tvisvar sinnum meiri tíma við að skauta á netinu í vinnunni en þeir gera heima sjá sér og vinsælustu síð- urnar í vinnunni eru þær sömu og fólk skoðar heima hjá sér; það eru klámsíður, fjármálavefir, vefversl- anir og spjallsíður. Setja skýrar reglur gegn misnotkun Það er kannski ekki nema eðlilegt að þegar hver maður er með sjónvarp á borðinu hjá sér freistist hann til að horfa á það. Stað- reyndin er nefnilega sú að nútíma borðtölv- ur hafa allt sem hægt er að sækja í sjónvarp og gott betur, svo það er ósköp eðlilegt að starfsmenn noti rólega tíma til að skoða sig aðeins um á netinu. Vandamálið fyrir fyrirtækið sem viðkomandi starfar hjá er að þetta skapar geysileg vandamál varðandi öryggi, svo ekki sé talað um tapaða framleiðni. Þessi vandamál gera það að verkum að nauðsynlegt er að taka fast á málum og setja starfsmönnum skýrar reglur um hvað má og má ekki varðandi notk- un á tölvubúnaði fyrirtækisins. Yfirgripsmikið en einfalt Tilgangur starfsreglna fyrir tölvunotkun starfsmanna er að vernda fyrirtækið og starfsmenn þess með því að koma í veg fyrir óheimilan aðgang að tölvukerfum fyrirtækis og óheimila notkun tölvukerfa. Þessar starfsreglur skilgreina ábyrgð og skyldur starfsmanna sem tölvunotenda við að verja vél og hugbúnaðarkerfi fyrirtækisins gegn óheimilum að- gangi, annaðhvort af ásetningi eða gáleysi, gagnvart því að átt sé við gögn eða vélbúnað eða gegn því að hnýsast í gögn sem og dreifingu og eyðingu upplýsinga. Hér að neðan er listi með fáeinum atriðum sem þarf að taka á:  Óheimill aðgangur að tölvukerfum.  Val og varsla aðgangsorða.  Vinnsla trúnaðarupplýsinga. Dulkóðun.  Hlutbundið öryggi.  Brot á höfundarrétti.  Áreitni, hótanir og mismunun.  Óheimilar breytingar á fyrirtækjatölvum.  Eyðing gagna í eigu fyrirtækisins.  Einkanot af tölvubúnaði fyrirtækisins.  Aðgerðir við starfslok hjá fyrirtækinu.  Tölvupóstur – rafræn samskipti. Misnotkun tölvubúnað- ar fyrirtækja Guðjón V. Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.