Morgunblaðið - 25.05.2002, Síða 54
UMRÆÐAN
54 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Húsavíkurkirkja er fallegog stílhrein bygging,smíðuð úr timbri áfyrsta áratug síðustu
aldar. Sem sé komin til ára sinna
en þjónar hlutverki sínu óaðfinn-
anlega. Hugsið ykkur að klínt yrði
utan á hana viðbyggingu eða
„bíslagi“ úr steinsteypu og kölluð
verkfærageymsla. Nýja byggingin
yki í engu notagildi kirkjunnar
sem guðshúss en væri til mikilla
lýta frá sjónarmiði byggingarlistar
og almennrar fagurfræði. Verk-
færageymslan væri betur komin
annars staðar þar sem hún væri
engum þyrnir í augum.
Ef til vill spyrja einhverjir: Er
maðurinn galinn? Hvað koma
kirkjubyggingar íslensku máli við?
Í sjálfu sér ekki meira en hvert
annað fyrirbæri. En til eru íslensk
orð, sem fengið hafa þá meðferð
sem hér var lýst – klesst hefur ver-
ið á þau viðbótum sem eru hvort
tveggja til óþurftar og lýta. Von-
andi fær Húsavíkurkirkja aldrei
slíka meðferð.
Eitt þeirra orða, sem teljast
mega afsprengi „bíslagsárátt-
unnar“, er nafnorðið fjárhags-
staða. Til er gamalt og gott orð,
fjárhagur, sem þýðir t.d. ástand
fjármála. Fjárhagur manna er
góður eða slæmur eftir atvikum, ef
hann er slæmur reyna menn að
treysta hann eða rétta hann við og
búa vonandi við blómlegan fjárhag
eftir það.
Einhverjum spekingum í „kerf-
inu“ hefur þótt sem orðið fjár-
hagur dugi ekki og klínt á það
„bíslagi“, -stöðu. Vandséð er hvað
vinnst með því. Segir fullyrðingin
„fjárhagsstaða sveitarfélagsins er
góð“ okkur eitthvað annað eða
meira en „fjárhagur sveitarfé-
lagsins er góður“? Ekki liggur það
umsjónarmanni í augum uppi.
Fengjum við annað svar við
spurningunni „hvernig er fjár-
hagsstaða ríkisins?“ en „hvernig er
fjárhagur ríkisins?“? Ætli svarið
við hvorri tveggja spurningunni
yrði ekki jafnloðið.
Annað orð, sem hlotið hefur
svipaða meðferð og fjárhagurinn,
er heilsufar. Í Íslenskri orðabók er
heilsufar skýrt svo: „það hvernig
heilsu er háttað.“ Með öðrum orð-
um: Heilsufar er ástand heils-
unnar. Einhvern tíma rakst um-
sjónarmaður á eftirfarandi klausu í
Morgunblaðinu: „Vefsíður, þar
sem fólk getur gengið úr skugga
um eigið heilsufarsástand, njóta nú
sívaxandi vinsælda í Japan.“ Það
er ekki ónýtt að geta fylgst með
„heilsuástandsástandi“ sínu með
hjálp tölvutækninnar.
– – –
„Bíslagsáráttuna“ mætti einnig
kalla orðbólgu (sbr. verðbólgu, sjá
þátt Ásgeirs Ás-
geirssonar 13.
apríl 2002). Ein-
kenni hennar er
að auka orð –
fyrst og fremst
nafnorð – at-
kvæðum og samsetningarliðum án
þess að merkingin breytist, á sama
hátt og verðbólgan fjölgar krón-
unum án þess að kaupmátturinn
aukist að sama skapi. Reyndar eru
títtnefnd orð, fjárhagsstaða og
heilsufarsástand, svo bólgin að oft
duga orðin hagur og heilsa í þeirra
stað.
Umsjónarmaður getur sér þess
til að þeir sem eiga upptökin að
orðbólgunni séu fyrst og fremst
ýmsir skýrslugerðarmenn úr hópi
embættismanna og „sérfræðinga“
ýmiss konar. Þessa tilgátu styður
að elsta dæmið í Ritmálsskrá
Orðabókar Háskólans um fjár-
hagsstöðu er úr Sveitarstjórn-
armálum, tímariti um málefni ís-
lenskra sveitarfélaga, frá 1979.
Fjölmiðlarnir sjá svo um útbreiðsl-
una. Um það vitna nokkur þúsund
dæmi úr gagnasafni Morgunblaðs-
ins frá 1990 til þessa dags.
Lesendur geta spreytt sig á því
að stinga á bólguþrymlunum í eft-
irfarandi setningu:
„Biðtíminn eftir upplýsingagjöf
um heilsufarsástand þjóðarinnar
ræðst af fjárhagsstöðunni.“
– – –
Sigurður G. Tómasson útvarps-
maður sendir þættinum bréf þar
sem hann gerir orðið „skjala-
stjórnun“ að umtalsefni:
„Ég held ég hafi séð í Mogga á
dögunum frétt um fund, fyr-
irlestur eða námskeið í „skjala-
stjórnun“. Þetta orð og samsetn-
ingar þess hafa lengi angrað
máltilfinningu mína. Að mínu viti
er þarna um að ræða ranga þýð-
ingu á enska orðinu „manage-
ment“. Það orð eða fyrri hluti þess
er upphaflega tökuorð í ensku og
leitt af latneska orðinu manus sem
þýðir hönd. Á íslensku getur sögn-
in „manage“ þýtt að stýra, stjórna,
sjá um eða höndla. Þegar um er að
ræða verkfæri eða hluti sem beitt
er, til dæmis ár eða skóflu, er
stundum unnt að nota sagnirnar
stýra eða stjórna en einnig beita. Í
nútímamáli ensku er sögnin „man-
age“ einnig notuð um annað svo
sem það sem á íslensku hefur verið
kallað að hafa reiðu á hlutum.
Þetta á til dæmis við um það sem
kallað er á ensku „document ma-
nagement“. Því miður hafa þeir
sérfræðingar sem helst fjalla um
þetta fyrirbæri kosið að kalla það
„skjalastjórnun“ eða „skjala-
stjórn“. Fyrir nokkrum árum ís-
lenskaði ég safn forrita, þar sem
þetta hugtak kom fyrir. Ég leyfði
mér að þýða það á íslensku „skjal-
areiða“. Mér finnst það ólíkt betra
en orðskrípið „skjalastjórnun“.“
Umsjónarmaður þakkar Sigurði
skrifið og tekur undir orð hans.
Stjórnun er að verða fullfyrirferð-
armikið orð í íslensku stofn-
anamáli.
– – –
Uppeldi – Egill Skalla-Grímsson
var þrevetur og vildi fara til veislu
til móðurafa síns, Yngvars á Álfta-
nesi; þóttist eiga þangað ekki
minna erindi en Þórólfur bróðir
hans.
„„Ekki skaltu fara,“ segir
Skalla-Grímur, „því að þú kannt
ekki fyrir þér að vera í fjölmenni
þar er drykkjur eru miklar er þú
þykir ekki góður viðskiptis að þú
sért ódrukkinn.““
[Egils saga.]
Klesst hefur
verið á orðin
viðbótum sem
eru til óþurftar
og lýta
keg@mbl.is
ÍSLENSKT MÁL
Eftir Karl Emil Gunnarsson
Í ÞREMUR grein-
um hér í blaðinu hef-
ur Árni Þormóðsson
útlistað skoðanir sínar
á því hvernig stjórn
Hafrannsóknastofn-
unar sé skipuð. Vegna
viðtals, sem tekið var
við mig fyrir auð-
lindina í útvarpinu og
sem Árni lagði út af í
miðgreininni, sá ég
mig knúinn til þess að
útskýra í nokkrum at-
riðum misskilning
sem Árni virðist hald-
inn og kemur glöggt
fram í greinum hans.
Árni tekur ekki
mark á þeim orðum mínum að
stjórn Hafrannsóknastofnunar sé
ekki eins og stjórn yfir fyrirtæki.
Þó lætur hann í tvígang endur-
prenta úr lögum Hafrannsókna-
stofnunar m.a. að það er sjávarút-
vegsráðherra en ekki stjórn sem
ræður forstjóra. Ræður venjuleg
stjórn ekki forstjóra fyrirtækis í
þeim tilfellum sem Árni þekkir til?
Árni trúir ekki í hvaða feril ráð-
gjöf Hafrannsóknastofnunar fer
samkvæmt reglum Alþjóðahaf-
rannsóknastofnunar. Árni áttar sig
ekki á að niðurstöður rannsókna
Hafrannsóknastofnunar eru
kynntar almenningi nánast jafn-
óðum og þær verða til. Almenn-
ingur getur þar af leiðandi kynnt
sér þær og dregið ályktanir af
þeim allan ársins
hring – og einnig
hvaða áhrif þær
kunna að hafa á gengi
sjávarútvegsfyrir-
tækja. Og Árna er
greinilega mikið í
mun að koma því á
framfæri að deilur
standi um vísindalegt
sjálfstæði og heiðar-
leika starfsmanna
stofnunarinnar.
Árni má mín vegna
hafa þær skoðanir
sem hann kýs. Ég vil
samt að endingu segja
tvennt. Deilur um
Hafrannsóknastofnun
eru ekki um að starfsmönnum
hennar og vísindalegu sjálfstæði
sé ekki treyst. Deilurnar standa
um hvort sú fiskifræði, sem þar er
fylgt, sé sú rétta og eru margir til
kvaddir að vitna um annað – oft án
lítillar innistæðu eins og ég greindi
frá í fyrri grein minni. Það eru
ekki heldur deilur um það hjá
þeim sem til þekkja að stjórn Haf-
rannsóknastofnunar vinnur sín
verk í samræmi við lög stofnunar-
innar. Það breytist ekki þótt Árni
jesúsi sig í bak og fyrir og snúi út
úr orðum mínum. Það mætti vel
hugsa sér aðra skipun á stjórn
Hafrannsóknastofnunar en nú er
en það er óþarfi á þeim forsendum
sem Árni gefur sér.
Misskilningur Árna stendur
óhaggaður. Ég hef ekki haft erindi
sem erfiði og læt tilraunum til leið-
réttinga hér með lokið. Ég vil bara
enn á ný taka fram að það er rangt
í fyrstu grein Árna að LÍÚ greiði
gjöld til Fiskifélags Íslands.
Lokasvar til
Árna Þor-
móðssonar
Pétur
Bjarnason
Hafró
Misskilningur Árna,
segir Pétur Bjarnason,
stendur óhaggaður.
Höfundur er formaður stjórnar
Fiskifélags Íslands og situr í stjórn
Hafrannsóknastofnunar.
EF til vill er það
eitt hið mikilvægasta
fyrir heilsu okkar að
drekka nóg af góðu
vatni. Með því á ég við
að næst á eftir hreinu
lofti og jákvæðri hugs-
un sé nóg af góðu
vatni e.t.v. mikilvæg-
ara en hvað við borð-
um, líkamsrækt o.fl.
Mér finnst nokkuð
ljóst að þegar móður-
mjólkinni sleppir sé
vatn eini drykkurinn
sem er náttúrulegt
fyrir okkur að neyta.
Af hverju er svona
áríðandi að drekka
nóg vatn?
Vatn er stærstur hluti mannslík-
ams, u.þ.b. 70%, og gegnir lykil-
hlutverki í blóðrás, meltingu og
flutningi efna til og frá líkamanum.
Meira að segja hluti beinagrindar-
innar er vatn.
Oft er sagt að ákjósanleg dagleg
vatnsdrykkja sé tveir lítrar á
mann. Ef við gefum okkur að þetta
sé hæfilegt fyrir meðalmann hlýtur
það líka að vera minna fyrir létta
manneskju og meira fyrir þunga og
líka þarf að taka tillit til hreyfingar
og útgufunar.
Hvernig tryggjum við best að við
drekkum daglega allt það vatn sem
við þurfum?
Mín reynsla er að við þurfum
hreinlega að mæla drykkjuna,
a.m.k. meðan við erum
að venjast henni. Að
klára svo og svo marg-
ar könnur eða flöskur,
heima, í bílnum og í
vinnunni.
Af hverju er ekki
jafn gott að fullnægja
vatnsþörf líkamans
með öðrum drykkjum,
s.s. gosdrykkjum,
kaffi, te og mjólk?
Í fyrsta lagi er það
mikið álag á skilvindur
líkamans, sem þurfa
að framleiða vatn úr
þessum drykkjum, og
í öðru lagi eru flestir
þessir drykkir súrir
(með lægra ph-stig en blóð okkar),
sem er álag á efnaskipti og beina-
byggingu líkamans sem endar í
lausu kalsíum sem sest að víðsveg-
ar í líkömum okkar og er sem slíkt
trúlega orsök margra sjúkdóma.
Ef það er náttúrulegt fyrir okkur
að drekka vatn, af hverju er það þá
svo erfitt að mörg okkar drekka
helst allt mögulegt annað en vatn?
Ég tel að orsökin sé sú að
drykkjarvatnið sé orkusnautt
(dautt). Getur vatn verið ýmist lif-
andi eða dautt? Við tölum gjarna
um lifandi dýr og plöntur en gleym-
um að jörðin sjálf sem og vatnið er
líka lifandi. A.m.k. sumum forfeðra
okkar hefur verið þetta betur ljóst
en okkur, sbr. eftirfarandi tilvitnun
í Snorra Eddu: „Þat hugsuðu þeir
ok undruðust, hví þat myndi gegna,
er jörðin ok dýrin ok fuglarnir
höfðu saman eðli í sumum hlutum
ok þó ólíkt að hætti. Þat var eitt
eðli, að jörðin var grafin í hám
fjallstindum ok spratt þar vatn
upp, ok þurfti þar eigi lengra að
grafa til vatns en í djúpum dölum.
Svá er ok dýr ok fuglar, at jafn
langt er til blóðs í höfði ok fótum.“
Ég tel að hefðbundin meðferð
vatns í vatnsveitum misbjóði nátt-
úrulegum eiginleikum þess og
dragi úr lífsorku þess. Ferskvatni
er eðlilegt að ráða sjálft ferð sinni
til sjávar og renna á leiðinni yfir
stokka og steina. Þegar við geym-
um vatn í tönkum og flytjum síðan
eftir rörum, hvort tveggja undir
þrýstingi, rennur vatnið ekki á eðli-
legan hátt og virðist sem þessi
meðferð hafi neikvæð áhrif á móle-
kúl vatnsins og dragi úr lífskrafti
þess. Líklega er okkur þetta ljóst
ómeðvitað, þ.e. líkamar okkar
skynja þetta, og þess vegna höfum
við takmarkaða lyst á vatni.
Hvað er til ráða?
Ekki er nauðsynlegt að leggja
niður vatnsveitur og að við förum
öll að sækja okkur lindarvatn til
drykkjar. Það er tiltölulega auðvelt
að lífmagna (endurlífga) það vatn
sem við notum til drykkjar og mat-
seldar og fyrir blóm og dýr.
Það er vel þekkt í andlegum
fræðum að lifandi verur séu hlaðn-
ar mismikilli lífsorku.
Eitt afbrigði þessarar orku er
líka þekkt í sjálfsvarnaríþróttum
s.s. karate.
Þar sem vatn er líka lifandi er
þessi orka í vatni í mismiklum mæli
(ekki mælanlegt með hefðbundnum
mælitækjum). Við getum lífmagnað
kranavatnið með þessari orku og
höfum öll hæfileikann til þess.
Hvernig förum við að?
Við tökum ílát, t.d. könnu, glas
eða flösku (betra að nota gler eða
keramik frekar en plast), og fyllum
ílátið með kranavatni og höldum
því síðan með báðum höndum
þannig að við snertum annaðhvort
með lófum eða fingurgómum. Um
leið og þú hugsar þér að þú hlaðir
vatnið með orku er gott að hugsa
(senda) kærleiksríka hugsun til
vatnsins. Ef þú ert í vafa um hvern-
ig þú sendir kærleiksríka hugsun
til vatnsins byrjaðu þá á því að
hugsa um það eða þann sem þér
þykir vænst um og þegar þú ert al-
tekin af þeim kærleika sem þú berð
í brjósti til viðkomandi sendir þú
þessa hugsun til vatnsins (það virk-
ar).
Til að byrja með getur verið
nauðsynlegt að halda í 20–30 mín-
útur en með æfingu verður þú betri
orkuleiðari og kemst af með styttri
tíma. Þú getur líka kíkt með öðru
auga á t.d. sjónvarp á meðan. En
það er fleira sem kemur þér til
hjálpar og gerir það að verkum að
þetta þarf ekki að vera mjög tíma-
frekt. Vatn sem er jákvætt og hlað-
ið orku hefur ávallt tilhneigingu til
að hafa samsvarandi áhrif á annað
vatn og vökva og þetta getum við
nýtt okkur með því að tæma ekki
ílátið með lifandi vatninu heldur
fylla og blanda saman áður en
tæmist. Best er að nota sem mest
sömu ílát.
Meðan á lífmögnun stendur skul-
ið þið anda hægt og djúpt
(áreynslulaust) og þið munið upp-
lifa að gjörðin hefur líka góð og ró-
andi áhrif á ykkur.
Þegar vatn hefur verið lífmagnað
með þessum hætti finna margir
mun á bragði vatnsins, eins og það
verði sætara og mýkra og það fer
betur í maga.
Mörg dæmi eru um að fólk sem
fer að drekka nóg af góðu vatni
upplifi aukna orku og betri líðan á
allan hátt samhliða lækningu ým-
issa sjúkdóma. Gott er að drekka
vatn fyrir mat (megrandi), ekki
með mat. Ef þú áfram velur að
drekka einhverja aðra drykki
drekktu þá ávallt glas af vatni fyrst
til þess að vera viss um að þú sért
ekki að svala þorsta þínum með við-
komandi drykk. Verði þér að góðu.
Lifandi vatn
Bergur
Björnsson
Vatnsdrykkja
Ég tel að hefðbundin
meðferð vatns í vatns-
veitum misbjóði nátt-
úrulegum eiginleikum
þess, segir Bergur
Björnsson, og dragi úr
lífsorku þess.
Höfundur er reikimeistari og
leiðbeinandi, bergur@simnet.is.