Morgunblaðið - 25.05.2002, Side 56
MESSUR
56 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
veitingar að messu lokinni í safn-
aðarheimilinu. Aðalsafnaðarfundur
Breiðholtssóknar að því loknu. Venjuleg
aðalfundarstörf. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Safnaðarferð Digra-
nessafnaðar um Borgarfjörð verður 26.
maí. Upplýsingar hjá kirkjuverði. Sungin
verður þýsk messa í Reykholtskirkju kl.
14. Prestar: Sr. Geir Waage, sr. Magnús
B. Björnsson og sr. Gunnar Sig-
urjónsson prédikar. Organisti. Kjartan
Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju. Að-
alsafnaðarfundur Digranesprestakalls
verður haldinn í safnaðarsal Digra-
neskirkju miðvikudaginn 29. maí kl.
19:30. Venjuleg aðalfundarstörf.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11:00. Prestur: Sr. Guðmundur Karl
Ágústsson. Organisti: Lenka Mátéová.
GRAFARVOGSKIRKJA: Messa kl.
11:00. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédik-
ar og þjónar fyrir altari ásamt kór Graf-
arvogskirkju. Organisti: Ester Ólafs-
dóttir.
HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr
kór kirkjunnar syngja og leiða safn-
aðarsöng. Hildur B. Sigurðardóttir. syng-
ur einsöng. Organisti Jón Ólafur Sig-
urðsson. Við minnum á bæna- og
kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prest-
arnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11:00. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér-
aðsprestur prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir
safnaðarsöng. Organisti Julian Hewlett.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Þrenningarhátíð. Guðs-
þjónusta kl. 14.00. Sr. Valgeir Ástráðs-
son þjónar fyrir altari. Organisti er Gróa
Hreinsdóttir. Altarisganga. Aðalfundur
Seljasóknar í safnaðarsal að messu
lokinni kl. 15.15. Guðsþjónusta í Skóg-
arbæ kl. 16:00. Sr. Irma Sjöfn Ósk-
arsdóttir prédikar. Organisti er Gróa
Hreinsdóttir.
ELLIMÁLARÁÐ Reykjavíkurprófasts-
dæma: Eins og undanfarin ár verða
sumarguðsþjónustu eldri borgar í
Reykjavíkurprófastsdæmum. Guðsþjón-
usturnar færast á milli kirknanna í pró-
fastsdæmunum. Að þessu sinni verður
guðsþjónustan í Árbæjarkirkju miðviku-
daginn 29. maí kl. 14.00. Sr. Þór
Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari.
Sönghópur leiðir söng undir stjórn Pavel
Manásek organista. Á eftir verða kaffi-
veitingar í boði Árbæjarsóknar. Þessar
guðsþjónustur eru samstarfsverkefni
Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma,
og safnaðanna sem taka á móti okkur
hverju sinni. Nánari auglýsingar eru í
öllum kirkju og einnig í félagsmið-
stöðvum aldraðra í Reykjavíkur og Kópa-
vogi. Þess er vænst að sem flestir sjái
sér fært að koma og eiga saman góða
stund í kirkjunni. Allir eru velkomnir.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Farið verð-
ur í vorferðalag frá kirkjunni kl. 11:00.
Samkoma kl. 20:00. Mikil lofgjörð og
fyrirbænir. Vilborg og Friðrik Schram
segja frá 30 ára reynslu af trúfesti
Guðs og bænheyrslum. Allir hjartanlega
velkomnir. Sjónvarpsþátturinn „Um
trúna og tilveruna“-viðtal við Lísu Jóns-
dóttur, verður sýndur á Omega sunnud.
kl. 13:30 og mánud. kl. 20:00. Þriðjud.
kl. 11:00 f.h. verður efni þáttarins
„Fornleifafræðin styður frásagnir Bibl-
íunnar“. Heimasíða kirkjunnar:
www.kristur.is
FRÍKIRKJAN VEGURINN: Síðasta fjöl-
skyldusamkoma vetrarstarfsins kl.
11:00, allir velkomnir, óvissuferð, farið
í rútu, allir klæði sig eftir veðri, kostn-
aður kr. 750 f. fullorðna, kr. 500 fyrir
börn. Bænastund kl. 19:30. Samkoma
kl. 20:00, Wynne Goss predikar, lof-
gjörð, fyrirbænir og samfélag. Allir hjart-
anlega velkomnir. „Drottni heyrir jörðin
og allt sem á henni er, heimurinn og
þeir sem í honum búa.“ Ath. aðalfundur
safnaðarins verður miðvikudaginn 29.
maí kl. 20:00, kynningarfundur árs-
reiknings verður kl. 18:30.
KLETTURINN: Almenn samkoma fyrir
alla fjölskylduna sunnudag kl. 11. Mikil
lofgjörð og tilbeiðsla. Allir velkomnir.
FÍLADELFÍA: Sunnudagur, almenn sam-
koma kl. 16:30, lofgjörðarhópur Fíla-
delfíu syngur. Ræðumaður Wynne Goss.
Barnakirkjan tekur þátt í samkomunni.
Allir hjartanlega velkomnir.
KEFAS, Vatnsendabletti 601: Vitn-
isburðasamkoma sunnudag kl. 14.00.
Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30.
Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barna-
starf fyrir börn frá eins árs aldri.
Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Mið-
vikud.: Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Mikil lofgjörð og Orð Guðs rætt.
Allir velkomnir.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma
kl. 17. Þátttakendur miðbæjarstarfs
KFUM og KFUK sjá um samkomuna.
Upphafsorð: Eygló Bjarnadóttir. Sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir flytur hugleiðingu.
Krakkar kynna verkefni um fjölþjóða-
kaffihúsasamkomu nýrra Íslendinga.
Sérstök barnahugleiðing verður í upp-
hafi samkomunnar og síðan verður
brugðið á leik með þeim, úti eða inni
eftir veðri. Það eru allir hjartanlega vel-
komnir á samkomuna.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti:
Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa
á ensku kl. 18.00. Alla virka daga:
Messa kl. 18.00. Einnig messa kl.
8.00 suma virka daga (sjá nánar á til-
kynningablaði á sunnudögum). Maímán-
uður er settur sérstaklega undir verndar
heilagrar Maríu meyjar og tileinkaður
henni. Haldin verður bænastund á
hverjum mánudegi og fimmtudegi kl.
17.40.
Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel:
Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laug-
ardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka
daga: Messa kl. 18.30, (í júní aðeins
mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga
kl. 18.30).
Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl.
16.00. Miðvikudaga: Messa kl. 20.00
(en þó ekki í júní).
Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnu-
daga: Messa kl. 10.30. Maímánuður er
settur sérstaklega undir verndar heil-
agrar Maríu meyjar og tileinkaður henni.
Haldin verður bænastund á hverjum
miðvikudegi og laugardegi kl. 18.00.
Miðvikudaga: Skriftir kl. 17.30. Bæna-
stund í maí kl. 18.00. Messa kl. 18.30.
Laugardaga í maí: Bænastund kl.
18.00. Messa kl. 18.00.
Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl.
8.30. Virka daga: Messa kl. 8.00.
Fimmtudaginn 30. maí: Dýridagur –
stórhátíð líkama og blóðs Krists. Hátíð-
armessa kl. 8.30.
Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi
38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00.
Fimmtudaga: skriftir kl. 19.30. Bæna-
stund kl. 20.00.
Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka
daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaginn
26. maí: Messa kl. 10.30 og fyrsta alt-
arisganga fimm barna.
Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl.
11.00.
Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 16.00
á ensku og kl. 18.00 á pólsku.
Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00.
Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl.
19.00.
Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturs-
kirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga:
Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa
kl. 11.00.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Ath
breyttan messutíma kl. 14:00 Messa á
Hraunbúðum kl. 20:00 Kvöldmessa að
afloknum kosningum. Það er þrenning-
arhátíð og kirkjan er skreytt hátt og
lágt. Sóknarbörn lesa ritningarlestra,
Anna Cwalinska syngur einsöng, að
ógleymdu innihaldsríku kaffispjallinu í
safnaðarheimilinu á eftir.
MOSFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti
Jónas Þórir. Jón Þorsteinsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Þema: Hver er litur guðs?
Organisti Natalía Chow. Prestur sr. Þór-
hallur Heimisson.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Engin guðs-
þjónusta verður sunnudaginn 26. maí.
Næsta guðsþjónusta verður sunnudag-
inn 2. júní kl. 20. Að lokinni þeirri guðs-
þjónustu verður aðalfundur safnaðarins.
Sjá nánar á heimasíðu kirkjunnar, fri-
kirkja.is.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
sunnudaginn 26. maí kl. 20:00. Kirkju-
kór Víðistaðasóknar flytur létta tónlist
undir stjórn Úlriks Ólasonar. Allir vel-
komnir. Sóknarprestur.
VÍDALÍNSKIRKJA: Vídalínskirkja: Guðs-
þjónusta kl. 11.00. Þrátt fyrir kosningar
heldur Kristur áfram að leiða kirkjuna
sína! Kirkjukórinn syngur undir stjórn
organistans, Jóhanns Baldvinssonar.
Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Fjölmenn-
um!
Prestarnir.
GARÐAKIRKJA: Messa kl. 14.00.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn org-
anistans, Jóhanns Baldvinssonar. Sr.
Hans Markús Hafsteinsson þjónar. Njót-
um kirkjugöngu í fögru umhverfi. Rúta
fer frá Vídalínskirkju kl. 13.30 og frá
Hleinum kl. 13.40. Prestarnir.
SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl.
11. Léttur hádegisverður að messu lok-
inni. Morguntíð sungin þriðjudag til
föstudags kl. 10. Kaffisopi að henni
lokinni. Foreldrasamvera miðvikudag kl.
11. Sóknarprestur.
LAUGARDÆLAKIRKJA í Flóa: Ferming-
armessa sunnudag kl. 14. Organisti
Ingi Heiðmar Jónsson. Kristinn Á. Frið-
finnsson.
AKUREYRARKIRKJA: KA messa kl. 14.
Sr. Svavar A. Jónsson. Ræðumaður Atli
Hilmarsson. Kvennakór Akureyrar syng-
ur undir stjórn Björns Leifssonar. Org-
anisti: Björn Steinar Sólbergsson. ATH.
Messutímann! Kvennaflokkar knatt-
spyrnudeildar KA verða með kaffisölu í
Safnaðarheimili eftir messu.
GLERÁRKIRKJA: Messa í Lögmanns-
hlíðarkirkju kl. 14.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri:
Sunnudagur: Bænastund kl. 19.30. Al-
menn samkoma kl. 20. Allir velkomnir.
HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Fjöl-
skyldusamkoma sunnudag kl. 11.30.
Pétur Reynisson prédikar. Samkoma kl.
20. Þórir Páll Agnarsson prédikar. Fjöl-
breytt lofgjörðartónlist og fyrirbænaþjón-
usta. Allir eru hjartanlega velkomnir.
EINS og undanfarin ár verða sum-
arguðsþjónustur eldri borgara í
Reykjavíkurprófastsdæmum. Guðs-
þjónusturnar færast á milli kirkn-
anna í prófastsdæmunum.
Að þessu sinni verður guðsþjón-
ustan í Árbæjarkirkju miðvikudag-
inn 29. maí kl. 14. Sr. Þór Hauksson
predikar og þjónar fyrir altari.
Sönghópur leiðir söng undir
stjórn Pavels Manásek organista. Á
eftir verða kaffiveitingar í boði Ár-
bæjarsóknar.
Þessar guðsþjónustur eru sam-
starfsverkefni Ellimálaráðs Reykja-
víkurprófastsdæma, og safnaðanna
sem taka á móti okkur hverju sinni.
Nánari auglýsingar eru í öllum
kirkjum í prófastsdæmunum og
einnig í félagsmiðstöðvum aldraðra
í Reykjavík og Kópavogi.
Þess er vænst að sem flestir sjái
sér fært að koma og eiga saman
góða stund í kirkjunni. Allir eru
velkomnir.
Hver er litur guðs?
Á MORGUN, sunnudag, er þrenn-
ingarhátíð. Af því tilefni verður
þema guðsþjónustu dagsins í Hafn-
arfjarðarkirkju spurningin „Hver
er litur guðs?“ Að undanförnu hafa
borist fréttir af vaxandi þjóð-
ernisátökum í heiminum, deilum
þjóðarbrota, menningarheima og
trúarbragða. Menn hlaupa orðið í
skotgrafir og hver heldur fram sín-
um sannleika, sínum Guði gegn trú
og sannleika allra annarra. Þetta
hefur haft hörmulegar afleiðingar
um víða veröld. En er þannig hægt
að litgreina Guð? Er Guð aðeins
Guð hinna hvítu, svörtu, gulu eða
rauðu? Er Guð aðeins Guð „okkar“
en ekki Guð „hinna“?
Í guðsþjónustunni verða fjögur
börn skírð. Eftir guðsþjónustuna
gefst næði til að spjalla um þema
dagsins yfir kaffibolla í safn-
aðarheimilinu. Organisti er Natalía
Chow en prestur sr. Þórhallur
Heimisson. Guðsþjónustan hefst kl.
11.
Sumarnámskeið
Seljakirkju
HINN 15. maí síðastliðin hófst
skráning í sumarnámskeið Selja-
kirkju fyrir börn fædd ’92–’96 og
hafa viðbrögð verið afar góð til
þessa.
Sumarnámskeið Seljakirkju eru
hressandi leikjanámskeið blönduð
kristilegri fræðslu í formi söngva,
sagna og bæna. Námskeiðin verða
sem hér segir:
Námskeið 10.–14. júní.
Námskeið 18.–21. júní.
Námskeið 6.–9. ágúst.
Námskeið 12.–16. ágúst.
Námskeiðin eru hálfan daginn
frá 9–13, en tekið er á móti börn-
unum frá kl. 8.30. Börnin koma með
nesti með sér nema síðasta dag
námskeiðs, en þá er grillað úti í
náttúrunni og þann dag eru for-
eldrar boðnir velkomnir með.
Skráð er í síma/ netfang:
5670110/ 864 5372/ bpb@centr-
um.is alla virka daga fram til föstu-
dagsins 9. ágúst. Hámarksfjöldi í
námskeið er 20 börn. Námskeiðs-
gjald á barn er 2.500 kr. og systkini
á sama námskeiði greiða 4.000 kr.
Umsjón er í höndum starfsfólks
Seljakirkju og þeim til fulltingis
verða unglingar úr æskulýðsstarfi
kirkjunnar.
Vorferð Fella- og
Hólakirkju með
eldri borgara
ÞRIÐJUDAGINN 28. maí nk.
standa sóknarnefndir Fella- og
Hólakirkju fyrir árlegri vorferð
með eldri borgara í umsjón Lilju G.
Hallgrímsdóttur djákna.
Að þessu sinni verður farið í
Stykkishólm. Lagt verður af stað
frá kirkjunni kl. 9 fyrir hádegi og
ekið rakleiðis, nýju vatnaleiðina, í
Bjarnarhöfn þar sem Hildibrandur
Bjarnason bóndi segir frá gömlu
bændakirkjunni, hákarlaverkun
o.fl. Stykkishólmskirkja heimsótt
áður en snæddur verður léttur há-
degisverður á Fimm fiskum. Ekið
um Stykkishólm undir leiðsögn og
Norska húsið heimsótt. Stoppað í
Borgarnesi á heimleið og þeir sem
vilja fá sér þar hressingu.
Áætluð heimkoma ekki síðar en
kl. 18. Verð fyrir hvern þátttak-
anda er 1.000 kr. Áríðandi er að
skrá sig sem fyrst og eigi síðar en
fyrir hádegi mánudaginn 27. maí í
síma 557 3280 eða 862 0574. Munið
að taka með hlý föt og góða skapið!
Fella- og Hólakirkja.
Messa á íslensku
og ensku í
Hallgrímskirkju
Á ÞRENNINGARHÁTÍÐ, sunnu-
daginn 26. maí, verður messa að
venju kl. 11 árdegis. Sr. María
Ágústsdóttir héraðsprestur prédik-
ar og þjónar fyrir altari ásamt sr.
Jóni D. Hróbjartssyni. Hópur úr
Mótettukór Hallgrímskirkju syngur
og organisti verður Hörður Áskels-
son.
Strax að lokinni messu verður
opnuð sýning í forkirkjunni á verk-
um eftir Húbert Nóa. En kl. 12.45
hefst aðalfundur Listvinafélags
Hallgrímskirkju.
Kl. 14 verður haldin ensk messa.
Prestur sr. Bjarni Þór Bjarnason og
organisti Hörður Áskelsson. Jónína
Kristinsdóttir mun leiða almennan
safnaðarsöng. Árni Gunnarsson
syngur einsöng. Léttar veitingar að
messu lokinni. Á þessu ári er boðið
upp á enska messu í Hallgríms-
kirkju síðasta sunnudag hvers mán-
aðar.
Kolaportsmessa
HELGIHALD þarfnast ekki hús-
næðis heldur lifandi fólks. Kirkja
Jesú Krists er ekki steypa, heldur
lifandi steinar, manneskjur af holdi
og blóði.
Þess vegna er hægt að fara út úr
kirkjubyggingum með helgihald og
fagnaðarerindið og mæta fólki í
dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum
við til messu í Kolaportinu sunnu-
daginn 26 maí kl. 14. Bjarni Karls-
son, prestur í Laugarneskirkju,
predikar og þjónar ásamt Jónu
Hrönn Bolladóttur miðborgarpresti
og Ragnheiði Sverrisdóttur djákna.
Þorvaldur Halldórsson leiðir lof-
gjörðina. Áður en Kolaportsmessan
hefst kl. 13.40 flytur Þorvaldur
Halldórsson þekktar dægurperlur.
Þá er hægt að leggja inn fyrir-
bænaefni til þeirra sem þjóna í
messunni.
Í lok stundarinnar verður blessun
með olíu. Messan fer fram í kaffi-
stofunni hennar Jónu í Kolaportinu
sem ber heitið Kaffi port, þar er
hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis
meðlæti og eiga gott samfélag við
Guð og menn.
Það eru allir velkomnir.
Miðborgarstarf KFUM og K.
Messa og helgiganga
á Þingvöllum
MESSAÐ verður í Þingvallakirkju
sunnudaginn 26. maí. Sr. María
Ágústsdóttir, héraðsprestur í
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra,
messar. Að lokinni athöfn í kirkju
verður gengin helgiganga að Lög-
bergi, í Almannagjá og síðan aftur
að kirkjunni. Í göngunni sameinum
við hugi okkar í þakkargjörð og
bæn fyrir landi og lýð, stjórnvöld-
um, kirkju, kristni og menningu
þjóðar okkar og allra þjóða og friði
í heiminum.
Næstu sunnudaga fram til Jóns-
messu verða helgigöngur eftir
messu í Þingvallakirkju með sama
sniði. Fólk er minnt á að vera í
gönguskóm og klæðast eftir veðri.
Kosningarnar hafa
áhrif á helgihald
í Landakirkju
MESSAÐ verður í Landakirkju
sunnudaginn 26. maí að kvöldi dags
klukkan 20. Þá erum við öll orðin
frísk eftir kosingavökuna.
Í kirkjunni verður opinn faðmur
fyrir þau sem vilja þakka kosning-
arnar en einnig fyrir þau sem þurfa
huggunar við. Beðið verður fyrir
málefnum sveitarfélagsins og sókn-
arbörn lesa ritningarlestra.
Á þrenningarhátíð er kirkjan
fagurlega skreytt í hólf og gólf,
ljúfir kvöldsálmar verða sungnir og
einsöng flytur Anna Cwalinska.
Þetta verður stund með upplifun og
molasopa yfir í safnaðarheimilinu á
eftir. Bæjarbúar eru hvattir til að
fjölmenna í kirkju sína á þrenning-
arhátíð, endurnýja andann og
sækja sér blessunardaggir að ofan
fyrir sumarið.
KA-messa
í Akureyrarkirkju
KA-messa verður í Akureyr-
arkirkju nk. sunnudag kl. 14 en
guðsþjónustur í samvinnu Knatt-
spyrnufélags Akureyrar og Ak-
ureyrarkirkju hafa verið haldnar
árlega undanfarið. Sr. Svavar A.
Jónsson messar en ræðumaður
verður Atli Hilmarsson, þjálfari.
Kvennakór Akureyrar syngur und-
ir stjórn Björns Leifssonar. Org-
anisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Eftir messuna verða kvennaflokkar
knattspyrnudeildar KA með kaffi-
sölu í Safnaðarheimili til styrktar
sumarstarfinu.
Morgunblaðið/Jim Smart
Sumardagar
í kirkjunni