Morgunblaðið - 25.05.2002, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 25.05.2002, Qupperneq 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 59 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta ALDARMINNING ✝ Óskar Sigurðs-son fæddist á Fáskrúðsfirði 10. október 1924. Hann lést á dvalarheim- ilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði 16. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Guð- mundsson trésmið- ur, f. 7. desember 1891, d. 1969, og Þóra Guðbrands- dóttir, f. 25. október 1894, d. 1982. Þau voru bæði ættuð frá Breiðdal. Systkini Óskars eru Hólmfríður, f. 1919, d. 1972, Björgvin, f. 1921, Guðmundur, f. 1922, d. 1923, Guðrún Ingibjörg, f. 1927, Ragnar Daníel, f. 1929, Sverrir, f. 1930, og Þór, f. 1934. Óskar kvæntist 16. maí 1948 Nínu Mortensen frá Hove í Fær- eyjum, f. 13. júní 1923, d. 26. apríl 1983. Foreldrar hennar voru Tómas Mortensen, f. 1897, d. 1936, og Flórentína Elísabet Mortensen, f. 1896, d. 1951. Óskar og Nína slitu samvistum. Börn þeirra eru: Sigur- þór, f. 1948, maki Ásdís Helga Ólafs- dóttir, f. 1951; Skúli Margeir, f. 1948, maki Svan- hvít Hrönn Ingi- bergsdóttir, f. 1948; Guðný, f. 1950, maki Sveinn Sig- mundsson, f. 1957; Tove Flórentína, f. 1952, maki Guð- mundur Ingi Sig- björnsson, f. 1947; Elín Jóhanna, f. 1953, maki Axel Steindórsson, f. 1953; Ósk, f. 1957, sambýliskona Auður Þor- geirsdóttir, f. 1955; Nína, f. 1962; og Már, f. 1965. Fyrir átti Nína soninn Tommy Mortensen, f. 1942, maki Hallgerd Morten- sen, f. 1942. Barnabörn Óskars og Nínu eru nítján og barna- barnabörn átta. Útför Óskars verður gerð frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi, nú er komið að ferðalaginu. Að morgni 16. maí hringdi Ella systir og sagði að þú hefðir dáið þann morgun. Það kom mér mjög á óvart þar sem við höfð- um talað saman í síma rúmum sólar- hring áður og þá varstu frekar hress. Þegar ég staldra við og lít til baka sé ég þig sem vinnandi mann enda var barnahópurinn stór og þú varst duglegur að draga björg í bú. Ef þú áttir frí varstu farinn út í fjörð að skjóta fugla og ég man þegar ég var lítill að þú komst með bátinn, sem þú áttir, fullan af fugli sem var farið með upp í Laufás og gert að. Ég held að þú hafir haft minni tíma en þú hefðir viljað fyrir okkur systk- inin, en mamma var alltaf til staðar fyrir okkur heima fyrir. Ég finn það betur í dag þegar ég er orðinn fullorðinn hvað það hefur verið erfitt fyrir þig þegar mamma dó, en eftir að þú varst orðinn einn heima hvað þú varst duglegur að halda húsinu okkar fallegu og hversu mikinn áhuga þú hafðir á að rækta garðinn enda er hann fallegur hjá þér. Mér fannst það aðdáunar- vert hvað þú varst duglegur að fara í gönguferðir inn fyrir bæinn, en það gerðir þú alltaf þegar veður leyfði. Ég, Nína og Ella vorum búin að ákveða að koma austur í heimsókn til þín núna í byrjun júní því mig langaði að sýna þér Arndísi Nínu, dóttur mína, en elsku pabbi mér finnst það svo sárt að hafa ekki get- að sýnt þér hana. Mín síðustu orð í samtali okkar voru: „Farðu vel með þig, pabbi minn.“ Ég veit að þér líð- ur vel núna. Þinn sonur, Már. ÓSKAR SIGURÐSSON Elsku afi. Þegar mamma hringdi í mig til þess að segja mér að þú værir farinn var ég í Borgarnesi á leið úr skóla og trúði henni ekki strax. Ég skildi ekki alveg hvað hún var að segja. Það var ekki fyrr en ég kom svo í sveitina til þess að sjá þig í síðasta sinn að ég skildi hvað var um að vera. Yfirleitt þegar ég kom varstu standandi í dyragættinni og beiðst eftir því að ég kæmi og smellti einum á þig. En þennan dag varstu ekki þar og þá gerði ég mér grein fyrir því að ég ætti ekki eftir að sjá þig aftur. Ég minnist þess að hafa talað við þig mörgum stundum við eld- húsborðið í Haukatungu, þú í stólnum þínum í horninu og ég PÁLL SIGURBERGSSON ✝ Páll Sigurbergs-son fæddist í Haukatungu í Kol- beinsstaðahreppi 10. apríl 1937. Hann lést á heimili sínu 10. maí síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. annaðhvort í stórum örmum þínum eða á mínum stað hinum megin við borðið. Ég hef alltaf haldið mig frekar til hlés við hina krakkana þegar við hittumst öll í árlegum veislum. En þá átti ég alltaf laust pláss hjá þér og saman spjöll- uðum við um heima og geima. Allir sem þekktu þig vissu að þú varst einstakur að því leytinu til að þú varst bara þú. Ef þér fannst eitthvað var það bara þín skoðun, þú varst ekkert að láta aðra hafa áhrif á þig. Þessa hugsjón hef ég reynt að halda því að ég hef ávallt virt þig fyrir að vera þú og standa við það. Annað sem var einkenn- andi við þig var góðmennska og hjartagæska og vil ég þakka þér fyrir að leyfa mér að vera barna- barn þitt, því að þótt við værum ekki blóðtengd tókstu samt við okkur systkinunum eins og þínum eigin barnabörnum og þú varst góður afi. Afi minn, það eru ekki til næg orð í heiminum til þess að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, kannski hef ég ekki ítrekað það nóu oft hvað mér þykir vænt um þig og hvað mér þótti þú merkur maður en svona bara okk- ar á milli þá var ritgerðin mín á samræmda prófinu í íslensku um þig. En ég segi þér allt um það seinna þegar við spjöllum bara tvö. Nú enda ég þessa grein með smáljóði sem ég fann daginn sem þú sofnaðir og veit ég að þín bíða góðir ættingjar þarna á himnum. Viltu kíkja niður á okkur hin þegar þú hefur tíma til. Elsku afi, þakka þér fyrir allt. Sefur þú og sefur, sælan mín, lokuð eru litlu, litlu augun þín. Brosir þú í blundi blítt og rótt. Úti bæði’ og inni allt er kyrrt og hljótt. Dreymir þig og dreymir dýrð og frið; hika ég og horfi hvílu þína við. Góður guð á hæðum gæti þín, annist þig um eilífð, eina vonin mín. (Sigurður Júl. Jóhannesson.) Þín Margrét. Ást á þjóð og ættjörð þinni andans sjóð þér dýran bjó. Hetjumóður hló í sinni. Hjartað góða’ í brjósti sló. Þú varst alinn upp við svala andrúms-sala loftið nóg, þar sem daladís við smala draumblíð hjalar vors í ró. Sagnalesturs ljóð í tómi lastu vetrarkvöldum á. Þeirra metið gull frá grómi gastu betur flestum þá. Ætíð léstu beinan besta boðinn gesti’ úr vinarmund. Þegar flesta fékkstu hressta, fannst þér mesta gleðistund. Þú ert genginn, góður drengur! Gröfin hefur fengið sitt. Heims á vegi lífsins lengur lítur enginn blómið þitt. (Þ.Þ.) Elsku Palli. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Brynjar (Binni). Í dag, 25. maí, hefði amma mín Margrét Björnsdóttir orðið hundrað ára hefði hún lifað. Hún lést 2. maí 1981. Amma var fædd á Vopnafirði elst fimm barna Þórarins Björns Stefánssonar og Mar- grétar Katrínar Jóns- dóttur. Amma Mar- grét giftist afa mínum Gunnari Björnssyni, 1933. Þau eignuðust tvö börn, Rannveigu og Þórarin. Þegar maður er ungur er erfitt að skilja meininguna þegar sagt er að minningar ylji manni. Það er einmitt það sem minningar um ömmu Möddu gera, þær ylja manni og þær á maður sjálfur. Ekki er hægt að minnast ömmu án þess að afi, Gunnar Björnsson, komi þar við sögu því þau voru einstaklega samhent og samrýnd hjón. Amma og afi bjuggu lengst af á Langholtsvegi 186, í hús- inu sem afi byggði. Liðin eru tuttugu og eitt ár frá því að amma lést, eftir stutt veik- indi. Strax koma skýrar minningar upp í hugann um ömmuna sem ég einu sinni átti. Amma var lágvaxin og nett kona, og sérstaklega fótnett. Alltaf var hún vel til höfð og fín þeg- ar hún fór að heiman. Þá var alltaf settur upp hattur eða slæða. Sterk- ar minningar eru líka til hússins á Langholtsveginum, þar sem ég ásamt fjölskyldu minni bjuggum um tíma. Ég minnist fallegra rósa og vel snyrts garðs, það er skrítið hvað það var í minningunni oft gott veður á Langholtsveginum. Ekki var hún hávær né stjórnsöm hún amma mín, heldur róleg, athug- ul og góður hlustandi. Alltaf var eitthvað skemmtilegt að gera, ef borðuð var melóna voru steinarnir þvegnir og þurrkaðir. Úr þeim urðu til armbönd og hálsfestar. Þetta gerði maður bara með ömmu. Hún leyfði okkur frænkunum að skrölta um í litlu skónum sínum sem við pössuðum í um tíu ára aldur og oft klæddum við okkur í kjóla, hengd- um veski á öxlina og gengum eftir Langholtsveginum, ég heyri enn smellina í háum hælunum. Alltaf átti hún til liti og blöð sem við feng- um að föndra með. Amma vissi hvað hún söng, afi minn var ekki gefinn fyrir læti og eflaust höfum við haft hátt þegar við vorum öll saman komin í stofunni á Langholtsveg- inum, þá er best að hafa næg verk- efni fyrir börnin. Minningarnar tengjast einnig sumarbústaðnum við Elliðavatn en þar var annað heimili afa og ömmu. Þar höfðu þau plantað miklu magni af trjám og fjölærum jurtum sem við njótum enn, því börnin þeirra hafa haldið áfram þeirra störfum og haldið við bústaðnum og leyft fjölskyldunni að njóta með sér. Um helgar var oft MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR farið upp í land. Þar var leikið, farið úti í laut og drukkið úti. Afi Gunnar alltaf orðinn kaffibrúnn, í stuttbux- um að dytta að bú- staðnum. Lyktin af ný- fúavörðu timbri og nýslegnu grasi fléttast saman þegar ég hugsa til baka. Hámarkið á slíkum dögum var þeg- ar amma þeytti eggja- púns handa okkur krökkunum og pabbi fór með okkur á ára- bátnum einn hring um vatnið. Að sjálfsögðu var alltaf sól- skin uppi í landi. Heimili ömmu og afa var mikið bókaheimili. Þar voru til öll ritsöfn gömlu meistaranna og fræði- og fræðslubækur sem við vorum hvött til að lesa og skoða. Gjafir frá þeim hafa nú þegar gengið mann fram af manni því mín börn lásu H.C. And- ersen bækurnar mínar af sama áhuga og ég gerði en þær fékk ég á jólunum 1971 áritaðar af ömmu Möddu, þar er mikill fjársjóður. Seinna komu svo Fjallkirkjan og Saga borgarættarinnar og fleiri bækur. Amma spurði gjarnan út í sögurnar og gerði þær áhugaverð- ari, það var góð hvatning. Áhugi þeirra á útivist og landinu okkar var mikill og ferðuðust þau bæði innan og utanlands. Komu þau skíðabakteríunni í okkur systkinin með því að gefa okkur skíðabúnað í fermingargjöf. Þau urðu sólarlanda- farar langt á undan flestum Íslend- ingum og komu með heim úr þess- um ferðum marga skrýtna hluti eins og úlfalda úr leðri og handunna húfukolla í öllum regnbogans litum. Amma var mikill sóldýrkandi. Sé ég hana ljóslifandi fyrir mér með sól- gleraugu og stráhatt, sitjandi í sól- stól. Amma var heilsuhraust og fannst mér hún aldrei verða gömul kona þó hún væri orðin 79 ára göm- ul þegar hún lést. Þegar dóttir mín fæddist varð amma langamma. Hún var ekki síðri í nýja hlutverkinu, umhyggju- og áhugasöm. Hún fylgdist með þroska dóttur minnar og hafði orð á framförum. Því miður naut sú stutta aðeins fjögurra ára með lang- ömmu sinni. Elsku amma og afi, ég þakka ykkur fyrir allar góðu samveru- stundirnar og allar hlýju minning- arnar. Fjölskyldan minnist aldarafmælis ömmu Margrétar með gleði og þakklæti. Minning Margrétar Björnsdóttur og Gunnars Björnssonar lifir. Jónína Þórarinsdóttir. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Svanfríður Örnólfsdóttir, ein besta kona sem ég hef kynnst, er horfin héðan úr þessum heimi eftir erfið veikindi. SVANFRÍÐUR ÖRNÓLFSDÓTTIR ✝ Svanfríður Örn-ólfsdóttir fædd- ist á Suðureyri við Súgandafjörð 4. mars 1920. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 1. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 13. maí. Ég man þegar ég sá þig fyrst, nýlega orðin móðir að þínu fyrsta barni, svo hamingju- söm að það geislaði af þér ánægjan og eðlileg hlýja, sem þú áttir í rík- um mæli. Alltaf svo glöð og einlæg, hvar og hvenær sem ég sá þig, listræn og gerðir heim- ili þitt svo aðlaðandi. Ég sakna þessa þegar lengist bilið milli okkar, en ég man þig eins og þú varst til hinstu stundar. Margt er það, já margt er það, sem minningarnar vekur, þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. Hafðu þökk fyrir allt. Guð blessi þig og þína. Guðrún Magnúsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.