Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 65
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 65
NÚ GET ég ekki lengur orða bundist
yfir þröngsýni sumra manna sem
hafa undanfarið tjáð sig á síðum
blaðsins og núna síðast í grein frá
Karli nokkrum Jónatanssyni sem
birtist hinn 10. maí sl.
Ísraelsríki var stofnað árið 1948
hvort sem fólki líkar það betur eða
verr og hafa því eins og flest fullvalda
ríki her og herafla. Ég ætla ekki á
nokkurn hátt að mæla Ísraelsmönn-
um bót eða gjörðum þeirra en mér
blöskrar skoðanir manna eins og
Karls sem einkennast af þröngsýni
og fordómum, þar sem annar deiluað-
ilinn, í þessu tilviki Ísraelsmenn, eru
stórsekir glæpamenn og hinn aðilinn,
þ.e. Palestínumenn, einungis saklaus
fórnarlömb hinna. Og að reyna síðan
að réttlæta hryðjuverk eins og þau
séu eitthvert hálmstrá sem Palest-
ínumenn grípa í í neyð sinni er algjör
fásinna. Að gefa í skyn að sjálfs-
morðsárásir Palestínumanna séu
ekki hryðjuverk heldur séu þeir í svo
vonlausri aðstöðu að þeir neyðast út í
slíka gjörð og eru bara að „flytja til
mömmu og pabba og taka 3-4 óvini
með sér í ferðina“. Er hægt að fegra
ódæðisverk betur en þetta? Hryðju-
verk eru ódæðisverk og sjálfsmorðs-
árásir múslima hafa miklu meira með
trú þeirra að gera heldur en neyð
þeirra sem er of langt mál til að fara
út í hér, og í flestum tilfellum deyja
fleiri en 3–4 í slíkum árásum. Hver er
munurinn á hryðjuverkum í Banda-
ríkjunum og í Ísrael? Bandaríkin
svöruðu fljótlega fyrir sig með því að
ráðast inn í Afganistan og af hverju
eru „Vinir Palestínu“ ekki jafn miklir
vinir Afganistans eða annarra stríðs-
þjáðra þjóða? Getur verið að þau
samtök séu sprottin út frá skoðunum
frekar en samúð? Ef Palestínumenn
vilja bara frið, hvers vegna eiga þá í
langflestum tilfellum sjálfsmorðs-
árásir og hryðjuverk þeirra sér stað
þegar einhver friðarvon er í sjónmáli,
þ.e. þegar einhverjar friðarviðræður
eru í gangi? Takið eftir því. Palest-
ínumenn vilja miklu meira en frið, því
hafa þeir margoft lýst yfir sjálfir og
vita allir sem eitthvað hafa fylgst með
þessu máli undanfarin ár. Þetta stríð
snýst miklu meira um trú múslima
heldur en margur vill vera láta. Það
hefur kannski ekki verið mikil um-
fjöllun um það í fjölmiðlum nýlega en
er samt augljóst ef menn skoða yf-
irlýsingar og verk þeirra síðustu ára
og einnig atburðinn sem átti sér stað í
Bandaríkjunum þann 11. september.
Ég hvet fólk til að skoða þessi mál af
sanngirni og láta ekki fordóma gagn-
vart trú gyðinga eða annarra móta
skoðanir sínar.
EDDA SIF SIGURÐARDÓTTIR,
Kjóahrauni 16, Hafnarfirði.
Er ekki allt í lagi?
Frá Eddu Sif Sigurðardóttur:
PENINGARNIR eru afl þeirra
hluta sem gera skal. Það er víst stað-
reynd sem blífur í þjóðfélagi okkar.
Og á því kann Sjálfstæðisflokkurinn
full skil.
Í allt vor höfum við séð væna sneið
af Geldinganesinu svífa á sjónvarps-
skjánum okkar, því einhverra hluta
vegna hafa þeir bitið í sig að það væri
upplagt kosningamál sem myndi
færa þeim sigur líkt og sprungurnar
við Rauðavatn fyrir aldarfjórðungi.
Hvað skyldu skulda-línuritin sem
þeir hafa teiknað og birt í dagblöð-
unum vera orðin mörg?
Eða grill-partíin, þar sem fólkinu
er gert að éta alla þessa visku ofan í
sig með pylsunum?
Um rokrassinn Geldinganes og
framtíðarnýtingu mætti skrifa langt
mál, sem hér er ekki rúm til, en víst
er að um austurenda þess kemur fyr-
irhuguð Sundabraut til með að
liggja, ef og þegar af henni verður.
Um aðra nýtingu þessa landsvæðis
hafa ennþá engar fullnaðar ákvarð-
anir verið teknar, að öðru leyti en því
að auðvitað sjá allir hugsandi menn
möguleika á hafnarframkvæmdum
þar sem aðdýpi er nægjanlegt eins
og í Eiðisvíkinni.
Hvergi í borgarlandinu eru hafn-
arskilyrði hagkvæmari. Því ekki að
nýta það. Einhvers staðar þarf líka
landrými fyrir atvinnustarfsemi. Það
útilokar að sjálfsögðu ekki íbúðar-
byggð á öðrum hlutum eyjarinnar.
Skuldir borgarinnar, sem eru að
langmestu leyti til komnar vegna
framkvæmda orkuveitunnar, eru nú
ekki hrikalegri en það, að arðurinn af
þeim framkvæmdum getur greitt
þær upp til agna á einum til tveimur
kjörtímabilum.
Hins vegar er skítaskatturinn
gleymdur, því tal um hann gæti
minnt um of á hreinsun strandlengj-
unnar sem hefur verið framkvæmd í
tíð R-listans.
SIGMAR HRÓBJARTSSON,
Brautarási 10, Reykjavík.
Þegar landið fær vængi
Frá Sigmari Hróbjartssyni:
ÁGÆTU foreldrar grunnskóla-
barna í Reykjavík. Nú þegar þið
gangið að kjörborðinu ættu þið að
hafa í huga að börnin ykkar eru
ekki tryggð fyrir slysum sem kunna
að henda á meðan þau eru í skól-
anum nema að mjög takmörkuðu
leyti. Það er að segja, ef þau bein-
brotna þurfið þið ekki að hafa
áhyggjur af kostnaði sem af því
hlýst, en ef þau yrðu svo óheppin að
brjóta tönn eða tennur, hvað þá um
enn alvarlegri slys þá er eins gott
að eiga feita sjóði til að ganga í því
þá tekur borgin ekki nema lítinn
þátt í þeim kostnaði. Nálæg sveit-
arfélög, eins og t.d. Kópavogur,
hafa farið þá leið að tryggja börnin
þannig að eðli slyssins skipti ekki
máli. Þegar allt kemur til alls vegur
þetta þá ekki þyngra en fáein leik-
skólapláss sem koma hvort eð er?
Kjósið D.
ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Nesvegi 59, Reykjavík.
Slysatryggingar barna
Frá Þóru Guðmundsdóttur:
ÞAÐ er aðeins örstutt skref að því að
augu jarðarbúa opnist fyrir því, að
þeir eru þáttur í ólýsanlegu sköpun-
arverki sem mætti kalla guð. Í miðju
þess sköpunarverks er hvert einasta
kvikindi og hver smæsta efniseind.
Hlutverk alls er að gera heiminn eða
guð alfullkominn. Til þess er aðeins
ein leið, en hún er kærleikur og
skilningsvilji gagnvart öllu því sem
að hverju einu snýr.
Íslensk heimspeki opnaði skilning
á því, að út frá hverri lífveru geislar
kraftur sem höfundur heimspekinn-
ar Helgi Pjeturs kallaði lífgeisla.
Geislar þessir berast á engum tíma
um víða veröld. Við svokallaðan
dauða myndar öll útgeislan sem átt
hefur sér stað um daga hins látna
manns líkama með aðstoð áður dá-
inna manna einhvers staðar á öðrum
jarðstjörnum úti í geimnum. Þá eiga
illvirkjar mesta líforku meðal ill-
virkja og þar verður þeirra fram-
haldslíf en góðmennin hafa safnað
sinni líforku meðal sinna líkra og þar
verður þeirra framlíf.
Þegar fólk sér þetta leggur það
niður trú á ákveðna menn, svo sem
Jesú og Múhameð, Búdda og jafnvel
Helga Pjeturs, en vinnur verk sín
með góðvild gagnvart öllu umhverfi
sínu og hefur þá gjarnan til viðmið-
unar allt það besta sem það hefur
heyrt frá trúarbragða höfundunum.
Með því vinnur það sjálfu sér best.
Trúar þörf sem flestir bera verður
fullnægt með vissu um eigið sjálf og
tengsl þess við hina óendanlegu til-
veru og hugsanleg hjálparöfl þaðan.
Þá munu leggjast niður deilur og
stríð. Framleiðsla vopna verður
bönnuð og eyðilögð öll vopn sem til
eru. Góð og kærleiksrík umgengni
jafnt við dýr, menn og svokallaða
dauða náttúru, verður fyrir öllu.
Fyrir gengur heilbrigt líferni því
eigin líkami er dýrmætasta eign
allra. Notkun nautnalyfja leggst
sjálfkrafa niður, vegna skilnings en
ekki banna.
Fólk, kynnið ykkur heimspeki
Helga Pjeturs.
KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON
frá Húsafelli.
Íslensk heimspeki í
stað trúarbragða
Frá Kristleifi Þorsteinssyni:
EF TIL vill finnst mörgum erfitt að
greina rétt og rangt í þessari kosn-
ingabaráttu. Hún einkennist ekki
svo mjög af deilum um raunveruleg
málefni heldur af óstöðvandi löngun
Sjálfstæðisflokksins til að endur-
heimta völdin í Reykjavík með öllum
tiltækum ráðum.
Raunar þarf þetta engum að koma
á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
lengi litið svo á að Reykjavík sé
nokkurs konar erfðagóss hans, hann
og fyrirrennarar hans hafa stjórnað
borginni frá upphafi flokkakerfis nú-
tímans þangað til Reykjavíkurlistinn
komst til valda árið 1994 að und-
anskildu einu kjörtímabili, 1978–
1982.
Þar er hart sótt, sérhönnuð mál
eru blásin út og gerð að „kosninga-
bombum“.
Þannig gerist Sjálfstæðisflokkur-
inn, flokkur virkjana á viðkvæmum
vistsvæðum um land allt, sérstakur
talsmaður umhverfisverndar á því
vindblásna Geldinganesi þar sem
ekkert á að byggja fyrr en eftir 10–
15 ár.
Skuldasöfnun Reykjavíkur er
sögð vera geigvænleg þótt skuldirn-
ar séu að öllu samanlögðu lægra
hlutfall af tekjunum en hjá flestum
öðrum sveitarfélögum í landinu.
Vandlega er þagað um þá staðreynd
að flestar skuldir borgarinnar eru
tilkomnar vegna framkvæmda
Orkuveitu Reykjavíkur. Samtímis
leggur Flokkurinn á það mikla
áherslu að Orkuveitan sé borginni
mikils virði og alls ekki megi selja
hana!
Enginn getur af heiðarleika neitað
því að meginástæða fyrir slæmum
kjörum margra aldraðra er hve
naumt ríkisvaldið skammtar þessu
fólki lífeyri og húsnæði. Þar ræður
Sjálfstæðisflokkurinn mestu. Eigi að
síður reynir Flokkurinn að kenna
Reykjavíkurlistanum um ástandið í
þessum málaflokki.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem yfir-
leitt heldur uppi merkjum frjáls-
hyggju og hægri stefnu, er þannig í
borgarstjórnarkosningunum að
reyna að sýna fram á það að hann sé
meiri flokkur félagshyggju og nátt-
úruverndar en nokkurt annað fram-
boð, standi í raun og veru til vinstri!.
Á þann hátt á að endurheimta þetta
meinta „erfðagóss“ Flokksins,
Reykjavíkurborg. Mun það takast?
Er málflutningur Flokksins trúverð-
ugur?
SVERRIR ÞÓR SVERRISSON,
Skálagerði 6.
Er Reykjavík erfða-
góss Flokksins?
Frá Sverri Þór Sverrissyni:
Í KASTLJÓSI Sjónvarpsins hinn 13.
maí sl. tókust þau á borgarstjórinn í
Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir og borgarstjóraefni Sjálfstæð-
isflokksins, Björn Bjarnason. Þar
sagði Björn m.a. að það þyrfti að taka
almenningssamgöngur á höfuðborg-
arsvæðinu föstum tökum. Ekki kom
fram hjá honum, þrátt fyrir að spyrl-
arnir legðu að honum hver þessi föstu
tök ættu að vera eða hver hans stefna
væri í þessum málaflokki. Ekki var
hann sammála Ingibjörgu að dreifð
byggð hamlaði betri nýtingu á
strætó. Hann benti á að strætógjöld
hefðu hækkað og virtist vera á móti
því. Hann benti á að styrkur bæjar-
félaganna hefði aukist og virtist vera
á móti því. Hann sagði að þétting
byggðar myndi ekki hjálpa til svo
sætanýting myndi aukast. Hvað vill
Björn þá? Ég tel að sjónarmið hans í
þessum málaflokki séu hættuleg. Það
er eitthvað gruggugt við það þegar
forystumenn í stjórnmálum gagn-
rýna heilan málaflokk, eins og Björn
gerði, án þess að þeir lýsi yfir hvernig
eða hverju þeir ætli að breyta.
Sú hugmynd að byggja samgöngu-
miðstöð við Kringluna finnst mér
góð. Þar væru leigubílar, langferða-
bílar og strætó. Þetta myndi auð-
velda okkur sem notum þennan far-
armáta svo margt. Þessari hugmynd
er Björn á móti. Björn verður að tala
skýrar; ekki bara segjast ætla að
taka þennan málaflokk föstum tök-
um. Ég þakka Ingibjörgu Sólrúnu
fyrir skýran málflutning.
EINAR GUNNARSSON,
blikksmiður.
Að taka
málið föstum
tökum
Frá Einari Gunnarssyni:
EFTIR því sem ég best veit kalla
um 90% þjóðarinnar sig kristin.
Kristnir menn eiga víst að notast
við helgirit sem kallast Biblían. Í
þessari bók, sem samanstendur af
66 bókum og bréfum, er mörgu
fleygt fram sem menn hafa löngum
deilt um. Á síðustu misserum hafa
margar greinar birst í blaðinu þar
sem einmitt hefur verið deilt um
boðskap bókarinnar. Margir hafa
um leið snúist gegn henni og nán-
ast gert hana að ómerkilegum
stríðsáróðri og vitleysu. Mig langar
aðeins að minna á hin sanna boð-
skap bókarinnar eða að minnsta
kosti hluta af honum. Ég ætla því
að leyfa mér að vísa til stutts kafla
úr sjöttu bók nýja testamentisins
sem ég hugsa að sé til á mörgum ef
ekki flestum heimilum landsmanna.
„Blessið þá sem ofsækja yður,
blessið þá en bölvið þeim eigi.
Fagnið með fagnendum, grátið með
grátendum. Berið sama hug til
allra, hreykið yður ekki, en haldið
yður að hinum lítilmótlegu. Ætlið
yður ekki hyggna með sjálfum yð-
ur. Gjaldið engum illt fyrir illt.
Stundið það sem fagurt er fyrir
sjónum allra manna. Hafið frið við
alla menn að því leyti sem það er
unnt og á yðar valdi.“ (Róm 12:14–
18) og meira er skrifað „En ef óvin
þinn hungrar, þá gef honum að eta,
ef hann þyrstir, þá gef honum að
drekka. Lát ekki hið vonda yfir-
buga þig, heldur sigra þú illt með
góðu.“ (Róm 12:20-22).
Ef þessi boðskapur bókarinnar
væri efst í hugum 90% þjóðarinnar
væri ástand hennar hreint ekki
eins og það er. Ég tala nú ekki um
ef allar þær miljónir kristinna
manna í heiminum gerðu slíkt hið
sama. Það eru menn í þessu þjóð-
félagi sem hafa lagt þung lóð á vog-
arskálarnar til þess að koma að
hinum sanna boðskap Biblíunar en
einhvernveginn tekst alltaf ein-
hverjum, „æsifjölmiðlum“ og
greinahöfundum að snúa útúr því
sem þeir segja og breyta því í of-
stæki og vitleysu. Reynum að halda
huga okkar opnum fyrir boðskap
trúarinnar svo að við „90 prósent-
in“ getum staðið okkur í stykkinu
og verið fyrirmyndar þjóð. Góðar
stundir.
BIRKIR EGILSSON,
Arnarsmára 12, Kópavogi.
Sannur boðskapur
Frá Birki Egilssyni:
Nýjar
línur
á
nýjum stað
undirfataverslun
Síðumúla 3-5