Morgunblaðið - 26.05.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 26.05.2002, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ V ILJUM við að börn okkar eigi kost á tónlistarnámi í grunnskóla? Ætli flestir myndu ekki svara þessari spurningu játandi. Spurn- ingin er hins vegar ekki marktæk, því vilji okkar um þetta skiptir engu. Það er einfaldlega skylda grunnskólanna samkvæmt lögum að sinna kennslu í tónmennt í átta ár, tvo tíma á viku. Aldrei hefur það vafist fyrir bókaþjóðinni að það væri spurning um hvort kenna ætti börnum bókmenntir, og bókmenntakennslu er vel sinnt. Tónlistin er hins vegar afskipt í skólanum og réttindi barna brotin. Í grein á Höfuðborgarsíðu Morgunblaðsins 5. apríl síðastliðinn eru málefni tónmennta- kennslu til umfjöllunar og rætt við Óskar Ís- feld, formann SAMFOKS, og Gerði G. Ósk- arsdóttur, fræðslustjóra í Reykjavík. Þar segir Óskar að tónmenntakennsla sé víða lítil í grunnskólum og dæmi séu um að heilu ár- gangarnir hafi ekki fengið tilskilda tón- menntakennslu. Þó er tónmennt skyldunáms- grein í 1.–8. bekk. Í dag er skólastjórum í sjálfsvald sett hvernig kennsla í tónmennt er útfærð í þeirra skólum. Þeir geta þó ekki vik- ist undan því að tónmennt sé kennd. Ábyrgð þeirra er mikil. Í fyrrnefndu viðtali segir Gerður G. Ósk- arsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, að land- lægur skortur á tónmenntakennurum sé or- sök þess að tónmennt sé illa sinnt í skólum, og að mjög fáir nemendur í Kennaraháskól- anum velji sér tónmennt sem valgrein. Þessi orð tel ég mikla einföldun á rótum vanda- málsins. Það er ekki eingöngu Kennaraháskóli Ís- lands sem útskrifar tónmenntakennara. Það gerir Tónlistarskólinn í Reykjavík einnig. Ég tel líklegt að fleiri tónmenntakennarar hafi hlotið sína menntun þar en í Kennaraháskól- anum. Tónmenntakennarar eru ekkert sér- staklega fáir og skortur á þeim er fráleitt landlægur eins og haft er eftir fræðslustjóra. Vandamálið er hins vegar það, að það er skortur á tónmenntakennurum sem vilja vinna í grunnskólunum. Tónmenntakennarar tolla ekki í starfi. Ástæður þess eru marg- víslegar, en eina tel ég þó vega þyngst; – að- búnað þeirra í kennslunni. Þar er ábyrgð fræðsluyfirvalda ekki minni en skólastjórn- enda. Tónmenntakennari í fullu starfi er að kenna um og yfir hundrað börnum á dag. Í hverjum tíma koma ný andlit, ný nöfn í stof- una til hans. Það er undantekning ef almenn- ur kennari fylgir bekk sínum í tónmennt og aðstoðar tónmenntakennarann. Í síðustu kjarasamningum var fellt niður ákvæði um afslátt á kennsluskyldu til handa tón- menntakennurum vegna þessa mikla álags; þeir kenna því sama stundafjölda og almenn- ir kennarar. Á tímum einstaklingsmiðaðrar kennslu verður það æ erfiðara að sinna börn- um í hópstarfi. Í tónmenntinni er hópstarf grundvöllur kennslunnar; – samvinna, sam- spil, samsöngur. Það er nauðsynlegt að tón- menntakennarinn hafi viðráðanlega bekkj- arstærð. Þess eru dæmi að í skóla komi aðeins hálfur bekkur í einu í tónmennt með- an hinn helmingurinn er áfram hjá umsjón- arkennara. Slíkt fyrirkomulag er til fyr- irmyndar, báðir kennarar og börnin njóta góðs af. Aðbúnaður til tónmenntakennslu ígrunnskólum hefur til langs tímaverið lélegur, þótt vissulega hafimargt breyst á betri veg með bygg- ingarframkvæmdum við einsetningu grunn- skóla. En hús eru ekki allt. Tónmennt hefur jafnvel verið kennd á sviði inn af íþrótta- og samkomusal skóla, þar sem einungis svið- stjöld skilja að tónmennta- og íþrótta- kennslu. Hljóðfæri, hljómflutningstæki og annar búnaður fyrir nemendur og kennara þarf að vera til staðar, og hafa tónmennta- kennarar árum saman kvartað undan því hve þeim þáttum sé illa sinnt. Námsefni í tón- mennt er fábrotið, og dæmi eru um tón- menntakennara sem semja öll sín kennslu- gögn sjálfir. Það segir sig sjálft að við þessar kring- umstæður er ekki fýsilegt að starfa. Með fyrrnefndri umfjöllun í Morgunblaðinu fylgdi tafla yfir fjölda tónmenntatíma í hverri viku í hverjum grunnskóla borgarinnar. Þar kemur í ljós að aðeins tveir af fjörutíu grunnskólum borgarinnar bjóða nemendum sínum tvo tón- menntatíma í viku alveg upp í áttunda bekk. Sumir skólar bjóða upp á tvo tíma á viku fyr- ir yngri nemendur en einn fyrir eldri nem- endur. Reyndar dregur almennt verulega úr tónmenntakennslu á gagnfræðastiginu, ein- ungis fimmtán af fjörutíu skólum bjóða upp á tónmennt í 7. bekk og fjórir í 8. bekk. Þetta er einkennilegt, – jafnvel skammarlegt í ljósi þess að einmitt á unglingsárum eykst áhugi krakka á tónlist til muna. Tveir tímar á viku eru grundvöllur þess að lágmarksárangur náist. Tónlistarnám krefst stöðugar þjálfunar og endurtekninga, eigi það að skila árangri. Launamál tónlistarkennara hafa verið í brennidepli síðustu misseri, einkum þeirra sem kenna við tónlistarskólana. Til langs tíma þótti tónmenntakennurum eftirsókn- arverðara að kenna við tónlistarskóla að námi loknu. Það má segja að tónlistarskól- arnir séu „verndað“ umhverfi. Færri nem- endur eru í hóptímum, aðstæður betri, meira úrval alls kyns hljóðfæra og aðbúnaður yf- irleitt góður. Í grunnskólunum voru launin lægri og aðbúnaðurinn langtum verri. Í dag hafa launakjörin breyst og tónmenntakenn- arinn fær hærri laun fyrir kennslu í grunn- skóla en í tónlistarskóla. Það segir sína dap- urlegu sögu um stöðu tónlistarskólakennara þrátt fyrir nýgerða kjarasamninga. Samt sem áður kjósa mjög margir tónmenntakenn- arar enn að kenna frekar í tónlistarskóla, þar sem aðbúnaður er betri, en í grunnskóla þar sem launin eru þó hærri. Það hlýtur að skilj- ast sem svo að góð laun séu mikilvæg, en langt frá því að vera allt. Þeir nýútskrifuðu tónmenntakennararsem fullir eldmóðs og bjartsýniganga í björg grunnskólanna erugripnir fegins hendi. Og meir en það. Þeir eru oftar en ekki í meir en fullri kennslu. Auk þess er þeim ætlað að stjórna kórum, sjá um skemmtiatriði og uppákomur á tyllidögum og vera á ýmsan hátt tónlistar- legir ráðunautar skólans. Þegar einsetning grunnskóla komst á voru dæmi um það að tónmenntastofur væru teknar undir almenna kennslu og tónmenntakennarinn settur á „vergang“ þar sem hann þurfti að flakka milli kennslustofa. Slíkur „farandkennari“ hefur augljóslega ekki píanó, hljóðfæri, græj- ur, geisladiska og því um líkt með sér á slíku flandri. Kennari sem sinnir 500 börnum einu sinni í viku, og öðrum tónlistarstörfum með, jafnvel þótt aðstæður sem séu betri en þær ofangreindu, mun ekki endast lengi í starfi. Það gefur augaleið. Það er eitthvað öfugsnúið í þessu. Það má byrja á því að segja að það þurfi að lágmarki tvo tónmenntakennara í fullt starf í með- alstórum skóla. Tónmenntastofur þurfa að vera tvær svo að tryggt sé að hvert barn fái notið tónmenntakennslu öll þau átta ár sem skólanum er skylt að kenna fagið, og í tvo tíma á viku, eins og krafa er um í aðalnáms- skrá. Það er sárt að það skuli í raun vera undir skólastjórunum komið hve miklum tíma er eytt í þessa námsgrein af stunda- skrám skólanna. Það er tómt mál að tala um að árangur geti nokkurn tíma náðst í list- kennslu við aðstæður þar sem slíkar ákvarð- anir eru komnar undir velvilja einstaklinga í skólastjórastétt. Það er ekkert annað en mis- rétti og brot á réttindum skólabarna. Grundvallarskilyrði er að aðstæðurtónmenntakennara í grunnskólumbreytist. Þar vilja tónmenntakenn-arar augljóslega ekki vera við nú- verandi kosti. Grunnskólinn ber fræðslu- skyldu gagnvart börnum og í tónmenntakennslunni er sú skylda ekki upp- fyllt nema í undantekningartilfellum. Allt þetta hlýtur að vekja þær spurningar sem brýnastar eru. Hvert er eiginlega mark- miðið með tónlistarkennslu í grunnskól- anum? Hvernig ætlar skólinn að ná þeim markmiðum? Ef fram fer sem horfir blasir við tómt tón- listarhús; – það verða ekki til þeir menntuðu hlustendur sem þangað ættu að sækja. Ef fram fer sem horfir verða engin ættjarðarlög á 17. júní, – það vantar fólk menntað í söng- arfi þjóðarinnar. Ef fram fer sem horfir verða hvorki hrafnagaldrar né bjarkir; – það vantar fólk sem hefur fengið örvun til tónlist- arsköpunar. Ef fram fer sem horfir verða hvorki til maístjörnur né fuglakvæði; það vantar börn sem hafa lært ljóð á íslenskri tungu gegnum tónlist sem þau sjálf hafa bor- ið á höndum sér. Er það þannig framtíð sem við óskum okk- ur? Tónlistarnám í tómarúmi Morgunblaðið/Kristinn GRUNDVALLARSKILYRÐI er að aðstæður tónmenntakennara í grunnskólum breytist. Þar vilja tón- menntakennarar augljóslega ekki vera við núverandi kosti. Grunnskólinn ber fræðsluskyldu gagnvart börnum og í tónmenntakennslunni er sú skylda ekki uppfyllt nema í undantekningartilfellum. AF LISTUM Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÉG HEF staðið í svolitlu búða-rápi undanfarið og við þáiðju hefur ákveðin gerð afkonum vakið athygli mína. Þessar konur hafa reyndar orðið á vegi mínum öðru hvoru hér í San Francisco í vetur og þá aðallega í búðum og á veitingastöðum í hádeg- inu. Þær eru hressar og glaðar, yf- irleitt fjórar eða fimm saman, tala hátt, hlæja mikið, versla mikið – að- allega merkjavöru – borða salöt, drekka hvítvín og kosmópólitan kokkteila. Þær eru flestar með svip- að fas og líka takta, sjái maður einn svona hóp er líklegt að hann sé mjög líkur þeim næsta. Þessi lýsing hljóm- ar vafalaust kunnuglega í eyrum sjónvarpsáhorfenda, enda eru vin- konurnar í Beðmálum í borginni erkidæmi um svona kvennahóp. Hvort þær eru fyrirmynd slíkra kvennahópa er hins vegar erfiðara að segja til um, því allt eins líklegt er að slíkir kvennahópar séu fyrirmynd þeirra. Í Bandaríkjunum er mikið lagt upp úr því að sjónvarpsefni sé raunsætt og trúverðugt og er skemmtiefni þar ekki undanskilið. Að sjálfsögðu er raunveruleikinn ýktur, teygður og togaður, en yf- irleitt þykir nauðsynlegt að í miðri flugeldasýningunni leynist sann- leikskorn. Þannig sprettur skemmti- efni oftast upp úr raunverulegum jarðvegi. Þegar hópur eins og konurnar sem sýndar eru í Sex and the City, sem áður voru kannski helst til fámennur pæjuhópur í New York, verður svo að viðteknu sjónvarpsefni og hinn flippaði lífsstíll þeirra er stafaður út vikulega fyrir stóran hluta banda- rískra kvenna þá gerist eitthvað. Þá gerist það að ungar konur um allt land vilja vera eins og þær og verða eins og þær. Samkvæmt bandarísk- um kvennablöðum hafa konur hér í landi tekið sér lífsstíll Carrie og vin- kvenna hennar svo rækilega sér til fyrirmyndar, að það er algjör happ- drættisvinningur fyrir seljendur vöru og þjónustu að fá að koma við sögu í þáttunum. Að sjálfsögðu var það ekki tilviljun að umræddir þættir hittu svona rækilega í mark, jarðvegurinn var greinilega fyrir hendi. Samt sem áð- ur er alveg magnað að sjá boðskap sjónvarpsmenningarinnar breiða úr sér á þennan hátt og er ekki laust við að það setji að manni hroll. En fyrst að sjónvarpsefni er á annað borð svona áhrifaríkt er náttúrulega hið besta mál að fyrirmyndirnar skuli vera jafn hressar og skemmtilegar, líflegar og sjálfstæðar. Þá er óhjá- kvæmilegt að velta því fyrir sér hvort allar þær konur, sem drekka núna ekkert annað en kosmópólitan, væru á einhvern hátt öðruvísi og höguðu lífi sínu á annan hátt ef aðrir og ann- arskonar sjónvarpsþættir væru vin- sælastir. Í búðarápinu heyrir maður „frasa“ sem eru eins og orðréttir úr Beð- málum í borginni, konur eru með svipaðan talanda, sömu svipbrigði og látbragð. Eins sér maður stelpur sem eru alveg eins og Phoebie, Rac- hel eða Monica í Vinum. Í framhaldi af þessu hef ég reynt að sjá út stráka sem eru eins og Joey, Chandler eða Ross í Vinum, en lítið séð af þeim. Ekki heldur menn sem eru eins og Frasier eða Niles bróðir hans. Kannski er ég bara ekki á réttu stöð- unum. Annars virðast Bandaríkjamenn vel gera sér grein fyrir því hvað þeir eru hugfangnir af sjónvarpinu og hvað sjónvarpsefni er stór hluti af reynsluheimi þeirra. Skrýtla í San Francisco Chronicle í dag sýnir til dæmis tvær kjölturakkatíkur sem hittast á gangi og segir önnur við hina ,,Vá ég hitti svo sætan gæja í gær, hann er alveg eins og Eddi í Frasier!“ Eins eru Bandaríkjamenn afar stoltir af poppmenningu sinni og hika ekki við að láta lífið leika eftir listinni þegar hún er annars vegar. Má nefna óskarverðlaunamyndina Rocky sem dæmi, en eitt frægasta atriði hennar er þegar Rocky er byrj- aður að koma sér í form fyrir stóra boxið og hleypur um alla Fíladelfíu í dagrenningu, endar svo á því að skeiða upp tröppurnar á listasafninu þar sem hann trónir yfir borginni með hnefana steytta upp í loft. Nú stendur höggmynd af Rocky í sömu sporum á þessum tröppum og gestir listasafnsins í Fíladelfíu bera box- arann augum þegar þeir ganga inn í safnið. Ég stóð mig að því í dag þegar ég var að kaupa skó að hugsa með mér að aðstæður mínar væru alveg eins og í sjónvarpsþætti. Við hliðina á mér var kona á svipuðum aldri, líka ein, og við duttum í djúpar samræður um skó, hönnun þeirra, snið, liti, merki, hvað væri flott og hvað ekki. Á með- an við töluðum um skóna fannst mér ég ekki vera að tala við ókunnuga manneskju. Mér fannst ég vera að tala við Rachel eða Carrie, enda var konan svipuð týpa. Eflaust hefur henni líka þótt ég svipuð týpa og þær og líklega var ég það, svona rétt á meðan ég talaði um skóna. Þannig er nokkuð athyglisverð aukaverkun af hinni gríðarlega útbreiddu sjón- varpsmenningu að ókunnugt fólk getur tala saman eins og bestu vin- konur, að minnsta kosti um þá hluti sem rúmast innan umfjöllunarefnis þáttanna. Þannig verður sjónvarps- efnið að eins konar menningarlegum samnefnara rétt eins og það að hafa búið í sama hverfi eða gengið í sama gagnfræðaskóla, nema að hverfið samanstendur af hinum vestræna heimi eins og hann leggur sig og námsefnið er af allt öðrum toga. Birna Anna á sunnudegi Kosmópólitan- fyrirmyndir Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.