Morgunblaðið - 26.05.2002, Side 28

Morgunblaðið - 26.05.2002, Side 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HRAFNAGALDUR Óðins, hið 26 erinda langa íslenzka síðbúna eddukvæði eftir ókunnan höfund frá 14. eða 15. öld, er ort undir fornyrð- islagi líkt og Völuspá, enda virðist efnið nátengt og talið samið sem n.k. inngangur að síðarnefndu eldra kvæði í Konungsbók. Nema þar sé e.t.v. komið hið týnda seiðkvæði Varðlokur sem greint er frá í Eiríks sögu rauða og sem Jón Ásgeirsson setti nýverið fram skemmtilega til- gátu um í Morgunblaðinu. Þó mun kvæðið talið brenglað í afriti og vantar að líkindum stóran part aft- an við sem myndi m.a. réttlæta heiti þess, þar eð hvergi koma hrafnar við sögu í varðveitta hlutanum. Aðrir menn og sérfróðari verða að gera nánar upp úr um aldur, stíl og inntak þessa torskilda kvæðis, þó að undirritaður, líkt og ugglaust fleiri meðal hinna fjölmörgu tón- leikagesta í þéttsetinni Laugardals- höllinni, hlyti að taka eftir því hvað hrynjandi kvæðisins var mun reglu- legri en í Völuspá – sem auðvitað þarf ekki að þýða að frumgerðin hafi verið það. En úr því svo hafði gilt um tónsettan texta kvöldsins, gat maður ekki varizt þeirri hugsun að þar með væri hugsanlega komin viðbótarkveikja að ofurreglulegri rytmískri meðferð tónsetjaranna á lagferlinu. Það virtist nefnilega helzti veikleiki verksins – en að sumu leyti jafnframt styrkur – hvað hljóðfallið var einfalt – undantekn- ingarlaust aðeins í hálfnótu- og fjórðungaparta lengdargildum, og langmest raðað upp í fjögurra takta margítrekuðum hendingum – sem féll raunar vel að bragarhættinum í sjálfu sér. Hin gífurlega auðlegð sem fólgin er í forníslenzkum kveðskap kallar eðlilega á margbreytilega meðferð í tónsetningu. Þetta efni á ekki ein- ungis að vera einkagarður háfaglærðra tónskálda. Annað væri að firra það almenningi, ekki sízt yngri kynslóð, og eðlilegri end- urskoðun nútímans á breiðum grundvelli, a.m.k. meðan við viljum halda lifandi sambandi við rætur þjóðlegrar menningar og endurlífga hana og tunguna frá sjálfum upp- sprettunum. Framtak þeirra Sigur Rósar og samstarfsmanna sveitar- innar var því sem slíkt hið lofsverð- asta og til marks um að loks, eftir 20 ára bið, hefði hinn hrynbundni tónlistargeiri landsins náð að lyfta arfinum eftir brautryðjendastarf Þursaflokksins kringum 1980. Þar með er vitanlega ekki sagt að allt sem gert er undir þeim for- merkjum sé jafnmerkilegt. Auk þess sem hópefli er sjaldan trygg- ing fyrir varanlegu listaverki, eða eins og einhver sagði: „Listaverk hefur aldrei verið gert af nefnd“. Eða annar: „Of margir kokkar spilla matnum.“ Með það í huga kom það undirrituðum á óvart hvað heildin virtist bæði samfelld og at- hygliverð, ekki sízt með tilliti til þess hvað yfirbragðið bar í bland sterkan kyrrstöðukeim af landlægri sefjandi nýaldar- og „trans“hyggju, sem raunar má einnig finna ákveðna samsvörun í mörgum framsæknum verkum svonefndrar fagurtónlistar. Samt brást það ekki, að nánast í hvert skipti sem leið að því að manni þótti komið nóg af einni útfærslunni, líkt og ósjaldan gerist í jafnvel hreinræktaðri af- brigðum af „mínímal“- eða naum- hyggjutónlist mun nafntogaðri tón- skálda, þá var brugðið til – annað hvort innan kaflans eða með til- komu nýs – og aðsteðjandi leiða hlustandans svipt af borði. Að vísu hvorki með neinu því sem kenna mætti við hrynræna, hvað þá stef- ræna, úrvinnslu í hefðbundnum skilningi né áberandi markvissri módúlasjónískri framvindu. En samt sem áður með nægri tilfærslu andstæðuflata, annað hvort með auknum eða minnkuðum áferðar- þéttleika, breytinga á styrk eða áhafnarsamsetningu, til að meðtak- an héldi furðuvel ferskleika sínum frá upphafi til enda. Nákvæmlega hvernig áðurnefnt heildarsamhengi náðist, var manni hins vegar hulið eftir aðeins eina heyrn, nema hvað lagrænt efni upp- hafsins kvað við aftur undir lokin. Þar reis og mesti „klímax“ tóndráp- unnar, a.m.k. í styrk, og eins gott að Hollustuvernd væri góðu gamni fjarri með desíbelamælitæki sín. Til mínushluta mætti að vísu færa, að misvel gekk að mála staðbundið inntak hins myrka ljóðs, auk þess sem hinn ágæti kvæðamaður Stein- dór Andersen virtist stundum örlít- ið hamlaður af öllu hinu volduga uppmagnaða apparati miðað við hvað túlkun hans virtist oftar nær hefðbundnum söng en skreyttri kveðandi. Samt var framlag hans atkvæðamikið og litríkt, og ekki síð- ur tandurhreinn söngur Schola can- torum og úrvalsleikur strengja- sveitarinnar og hornleikaranna frá Sinfóníuhljómsveit Íslands, að ógleymdu norræna gamelan- klinginu úr svipmiklum steinaspil- um Páls Guðmundssonar frá Húsa- felli, sem blandaðst undravel raf- mögnuðum rokkleik Sigur Rósar. Utan um allt hélt Árni Harðarson úr stjórnlyftingu af röggsamri festu, svo að ekkert náði út af bera. Enda var uppákomunni tekið með gífurlegum fögnuði tónleikagesta að leikslokum. Hér hafði sannarlega betur til tekizt en undirritaður, og kannski fleiri, hefði nokkurn tíma gert sér vonir um. Hitt er svo aftur opin spurning, hvort eins hefði farið við meðleik slakari krafta en hér var að heilsa. Einfalt tónefni í einfaldri út- færsla þarf engu minni en topp- flutning til að ná fullum ljóma. Og þar gat engum dulizt að SÍ-liðarnir, og sérstaklega færasti kammerkór landsins, væru „betri en engir“, eins og knattspyrnufræðingar segja. Morgunblaðið/Þorkell Liðsmenn Sigur Rósar hylltir að flutningi loknum: Jón Þór Birgisson, Georg Hólm, Orri Páll Dýrason og Kjartan Sveinsson. Af fornum spjöllum firaTÓNLISTListahátíðLaugardalshöllin Hrafnagaldur Óðins. Tónlist eftir Sigur Rós (Kjartan Sveinsson, Jón Þór Birg- isson, Georg Hólm & Orra Pál Dýrason), Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór And- ersen í eigin flutningi auk Schola cantor- um, strengjasveitar, horna, slagverks og steinspila. Stjórnandi: Árni Harðarson. Föstudaginn 24. maí kl. 21. TÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson LEIKFÉLAG Vestmannaeyja hefur sannarlega risið úr öskustó í vetur undir öruggri handleiðslu Andrésar Sigurvinssonar sem hefur stýrt báðum verkefnum félagsins. Fyrst Saumastofunni – tískuhúsi sem frumsýnt var í apríl og nú barna- og fjölskyldusýningunni Allt í plati. Þrátt fyrir að félagið hafi að miklu leyti verið skipað nýliðum sem sumir hverjir höfðu aldrei stigið á svið fyrr þá er greinilegt að reynsla og kunnátta leikstjórans hefur leitt sýningarnar heilar í höfn þannig að allir hafi farið fullsæmdir frá borði. Ekki má reyndar horfa framhjá því að eldri og reyndari félagar hafa einnig lagt félaginu lið og er sérstak- lega gaman að sjá þann gamla „leik- húsref“ Runólf Gíslason fara á hrein- um kostum í hlutverk Mikka refs í Allt í plati. Hugmyndin að baki sýningunni er skemmtileg og þénanleg; að stefna saman þekktum persónum úr leik- ritum Thorbjörns Egners undir stjórn Línu Langsokks. Þarna birt- ast Ræningjarnir þrír og Soffía frænka úr Kardimommubænum, Lilli klifurmús, Hérastubbur bakari og bakaradrengurinn, Marteinn og Amma skógarmús að ógleymdum Mikka ref sjálfum. Karíus og Baktus koma svo óvænt til sögunnar og verða til þess að breyta gangi hennar þegar Línu dettur í hug að bjóða þeim húsnæði í kjafti Mikka. Þetta er falleg og lífleg sýning þar sem gömlu góðu söngvarnir fá að njóta sín og höfundurinn leikur sér að því semja skondin samtöl milli persón- anna sem byggjast á því að áhorf- endur þekki baklandið – gömlu góðu leikritin – og geti síðan fylgt þeim eftir í þeim nýju aðstæðum sem Lína skapar þeim á leiksviðinu en auðvit- að er „það allt í plati“. Íris Sigurðardóttir fann sig greini- lega vel í hlutverki Línu Langsokks og hafði skemmtilega mótaða lík- amsbeitingu og skýra framsögn. Drífa Þöll Arnardóttir sýndi nýjan flöt á Soffíu frænku, afskaplega fín og prúð dama en skelfilega ráðrík engu að síður. Bakaradrengurinn var kostulegur þegar hann rifjaði upp piparkökusönginn með sömu vitleysunum og fyrr en það var von því Mikki refur sló hann út af laginu. Sannarlega skemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna sem Vest- mannaeyingar ættu að nota síðasta tækifærið til að skella sér á í dag því nú mun sýningum vera að ljúka. Fyrir alla fjöl- skylduna LEIKLIST Leikfélag Vestmannaeyja Höfundur leikgerðar: Þröstur Guðbjarts- son. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Tónlistarstjóri: Ósvaldur Freyr Guð- jónsson. ALLT Í PLATI Hávar Sigurjónsson ELÍN Halldórsdóttir sópransöngkona held- ur tónleika í nýjum sal Tónlistarskólans í Garðabæ í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Þar syngur hún ís- lensk og þýsk ljóð fyr- ir hlé en óperuaríur úr ýmsum áttum eftir hlé. Píanóleikari á tónleikunum er Rich- ard Simm. Elín Halldórsdóttir nam söng við London College of Music og sótti einnig nám í Köln í Þýskalandi þar sem hún var búsett um þriggja ára skeið. Á Íslandi hef- ur Elín búið frá árinu 1998 þar sem hún hefur m.a. stundað kennslu og sungið í óperuuppfærslum og á tón- leikum. Elín er auk þess einn af stofnendum og framkvæmdaaðilum Norðuróps, félags um óperuflutn- ing. Tónleikarnir í kvöld eru fyrstu einsöngstónleikar Elínar og segir hún tilefni þeirra tvíþætt. „Ég flyt til Þýskalands eftir hálft ár, en þar fylgi ég eiginmanni mínum, Jóhanni Smára Sævarssyni, sem hefur verið ráðinn til Óperuhússins í Regens- burg. Það var mér mikið hjartans mál að halda tónleika áður en ég færi. Í september og október er ég síðan að fara í prufur fyrir umboðs- menn óperuhúsa í Þýskalandi og Austurríki og er tónleikadagskráin liður í undirbúningi fyrir þessar prufur,“ segir Elín. Á tónleikunum í kvöld mun Elín sem fyrr segir flytja fjölbreytta söngdagskrá þar sem blandað er saman söngljóðum og þekktum óp- eruaríum. „Ég byrja á að flytja fjög- ur ljúf íslensk lög, s.s. Draumaland- ið og Gígjuna eftir Sigfús Einarsson. Síðarnefnda lagið er nú venjulega flutt af karlsöngvara en ég er einstaklega hrifin af laginu og ætla því að flytja það. Þá syng ég Fuglinn og fjörunni og Íslenskt vögguljóð á hörpu eftir Jón Þórar- insson og sérstaklega skemmtilegan ljóða- flokk eftir Atla Heimi sem heitir Ljóð fyrir börnin,“ segir Elín. „Síðan mun ég flytja sex þýsk ljóð sem standa mér mjög nærri, vegna tengsla við Þýskaland og þýska tungu. Þar verð ég líka með tvö ljúf lög eftir Schumann, þ.e. Nuss- baum og Lotus Blume, og tvö mjög þekkt lög, Ave Maria og Gretchen am Spinnrade eftir Schubert. Þá syng ég tvö Straussljóð, Allerseelen og Morgen sem er hin mesta ger- semi.“ Eftir hlé mun Elín flytja óperu- aríur sem hún hefur æft í nokkur ár og segist ekki geta beðið eftir að flytja á tónleikum. „Aríurnar eru úr ýmsum áttum og hef ég valið þær í gegnum tíðina með tilliti til söng- raddar minnar sem lýst hefur verið sem lýrískum sópran. Ég byrja þó á íslenskri aríu, Pia Jesú úr Sálu- messu eftir Sigurð Sævarsson. Síð- an verð ég með þekktar aríur eins og Porgi Amor úr Brúðkaupi Fíg- arós eftir Mozart, Demantaaríuna úr Faust eftir Gounod, Bæn Desde- mónu úr Othello eftir Verdi, Draum Elsu úr Lohengrin eftir Wagner og Signor Escolta eftir Puccini.“ Að lokum segir Elín það vera mikinn feng að hafa Richard Simm sem undirleikara á tónleikunum. „Við er- um ákaflega heppin hér á Íslandi að hafa svo færan píanóleikara sem Richard er enda er hann einn af fáum undirleikurum sem geta tekið að sér verkefni á borð við þetta,“ segir Elín að lokum. Hyggst reyna fyrir sér ytra Elín Halldórsdóttir Frumraun Elínar Halldórsdóttur VORTÓNLEIKAR verða í Graf- arvogskirkju í dag. Barna- og ung- lingakór kirkjunnar, Kór Graf- arvogskirkju, Kristín María Hreinsdóttir sópran og kammersveit kirkjunnar flytja Missa brevis Sancti joanni de Deo eftir Haydn auk verka eftir César Franck, Gounod, Hjálm- ar H. Ragnarsson, Pál Ísólfsson og Mozart. Stjórnandinn, Hörður Bragason, organisti kirkjunnar, seg- ir vortónleika í kirkjunni árlegan viðburð en í vor sé viðhöfnin meiri en venjulega þar sem kammersveit hafi verið fengin til liðs við kórana. „Kórinn hefur aldrei áður ráðist einn í svona verkefni, eins og að syngja þessa Haydn-messu, en þetta hefur gengið mjög vel. Það verður örugglega áframhald á því að við glímum við svona stærri verk, úr því við erum komin á bragðið. Ein- söngvarinn okkar, Kristín María, er í kórnum. Barnakórinn syngur Sálma um lífið og ljósið eftir Hjálm- ar H. Ragnarsson, Panis angelicus eftir Franck, Agnus Dei eftir Goun- od. Kirkjukórinn syngur svo Mar- íuversið hans Páls Ísólfssonar við undirleik kammersveitarinnar og gamla góða Ave verum corpus eftir Mozart.“ Rúmlega 40 manns syngja í Kór Grafarvogskirkju að sögn Harð- ar; og flestir þeirra eru íbúar í hverfinu. „Það er yfirleitt mjög góð messu- sókn í Grafarvogskirkju; – Graf- arvogsbúar mæta vel í sína kirkju, þannig að ég vona að þeir láti sjá sig á tónleikunum líka. Þeir eru líka að styrkja kirkjuna með því að sækja tónleikana, því við erum að safna fyrir orgeli; ágóði af tónleikunum rennur í orgelsjóð. Orgel eru dýr, og við þurfum sjálfsagt að halda marga tónleika til að eiga fyrir einu slíku; – ætli það taki ekki fimmtíu ár,“ segir Hörður og slær á létta strengi um leið. Tónleikarnir í Grafarvogs- kirkju í dag hefjast kl. 17. „Þurfum að halda marga tónleika“ Morgunblaðið/Kristinn Hörður Bragason organisti og kórstjóri í Grafarvogskirkju kíkir í nót- urnar með kammersveitinni. Tónleikarnir í kirkjunni eru kl. 17 í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.