Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 30
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SÝNING Bjarkar Guðnadóttur
lætur lítið yfir sér, svo lítið reyndar
að það er enginn vandi að skoða hana
án þess að sjá nokkurn skapaðan
hlut. Ef menn eru hins vegar nægi-
lega forvitnir – innvígðir, eins og rót-
artungurnar kjósa fremur að kalla þá
sem haldnir eru heilbrigðum áhuga, í
von um að geta stimplað listir sem
sérhagsmunamál fáeinna, helst
stéttalega útvalinna – opnast fyrir
þeim sýn á okkar ástkæra samfélag
sem okkur skortir sjónarhorn til að
átta okkur á að sé reynd mála.
Björk afhjúpar nefnilega með
einkar sparsömum hætti einangrun
manns frá manni í okkar ofureinka-
vædda nútímasamfélagi þar sem
samskipti og boðskipti fara fram
óbeint með gluggapósti, bæklingum
og ruslpósti af hvers kyns toga. Það
er í illa upplýstu anddyri fjölbýlis-
húsa sem óvænt stefnumót eiga sér
helst stað milli íbúanna, á leið í og úr
vinnu. Gallinn er bara sá að slík sam-
skipti eru fullkomlega skilyrt af
klukkunni og vinnutímanum. Í leið-
inni er staldrað við pósthólfin og að-
gætt hvað þar er að finna. En því
miður er flestur póstur eins og fyr-
irmæli í endalausum píluleik. Rukk-
unarbréf senda okkur í bankann,
skattskýrslan til skattstjórans og
auglýsingapésarnir í stórmarkaðinn.
Til þess er leikurinn gerður að hafa
áhrif á daglegt líf okkar.
En til hvers er þá verið að leita log-
andi ljósi með stækkunargleri í
rökkvuðu anddyrinu? Eina raunhæfa
svarið virðist vera að Björk sé á hött-
unum eftir beinum mannlegum sam-
skiptum, nokkru sem fer þverrandi í
niðurnjörfuðu og ofurskipulögðu lífi
okkar nútímamanna jafnvel þótt við
búum nær hver öðrum en nokkru
sinni fyrr í sögunni. Því gæti óvæntur
glaðningur í formi kærkominnar
sendingar í póstkassanum, eða
óvæntra funda við aðra persónu af
holdi og blóði rofið nauðhyggju æv-
intýrasnauðrar hversdagstilveru.
Slíkur happafengur væri á við heilaga
stund, boðun og endurlausn. Vegna
þess hve lítið er um slíka félagslega
könnun í íslenskri list verður að telja
sýningu Bjarkar Guðnadóttur meðal
þeirra athyglisverðustu í galleri-
@hlemmur.is á þessu ári.
Óður til einmanaleikans
MYNDLIST
galleri@hlemmur.is
Til 26. maí. Opið fimmtudaga til
sunnudaga kl. 14-18.
MYNDBAND & LJÓSMYNDIR BJÖRK
GUÐNADÓTTIR
Frá sýningu Bjarkar Guðnadóttur – Heilagar stundir.
Halldór Björn Runólfsson
HÚBERT Nói opnar myndlistarsýn-
ingu í anddyri Hallgrímskirkju í
dag, sunnudag, kl. 12.15. Á sýning-
unni, sem er á vegum Listvinafélags
Hallgrímskirkju, sýnir Húbert olíu-
málverk sem eru unnin á þessu og
síðasta ári. Verkin eru úr flokki
verka sem hann hefur unnið frá
árinu 1996 og eru staðsetning-
arverk þar sem notast er við stað-
setningartæki (GPS) þannig að sjón-
punktur og sjónstefna eru skráð á
ramma verksins og er markmið
verkanna að skoða saman hátækni
(vitsmuni) og tilfinningaminni.
Þetta tvíeðli er einkennandi fyrir
verk Húberts Nóa sem og staðsetn-
ingar, þ.e. hvar vitsmunir og tilfinn-
ingar eiga sér snertiflöt.
Húbert Nói er fæddur árið 1961
og lauk námi frá Myndlista- og
handíðaskóla Íslands árið 1987.
Hann hefur haldið á annan tug
einkasýninga og tekið þátt í fjölda
samsýninga. Sýningin stendur til 29.
ágúst og er opin alla daga frá 9–18.
Verk eftir Húbert Nóa.
Snertiflötur vits-
muna og tilfinninga
Listahátíð í Reykjavík
Dagskráin í dag
Sunnudagur 26. maí
Kl. 14 og 17 Íslenska óperan
Sápukúlusýningin Ambrossia.
Spænski arkitektinn og listamaðurinn
Pep Bou frá Barcelona gerir ótrúlegar
kúnstir með litskrúðugum sápukúlum.
Sýning fyrir alla fjölskylduna.
Kl. 14 og 15 Gerðuberg
Týndar mömmur og talandi beinagrindur.
Barnasýning frá Pero leikhúsinu í Stokk-
hólmi. Sýningin er fyrir börn á aldrinum
þriggja til fimm ára. Höfundur og aðal-
leikari: Bára Magnúsdóttir. Sellóleikari
Katrin Forsmo. Leikstjóri: Peter Engkvist.
Kl. 20.00 Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús
Hafnarhússkvöld. Shakuhachi og fleiri
flautur. Teruhisa Fukuda einn helsti núlif-
andi meistari shakuhachi-flautunnar og
Kolbeinn Bjarnason flautuleikari leika
saman á shakuhachi og fleiri flautur.
Meðal verka á efnisskránni er verk eftir
Atla Heimi Sveinsson. Gestaleikari á tón-
leikunum verður shamisenleikaranum
Shiho Kineya. Shamisen er japanskt
strengjahljóðfæri
Kl. 20.00 Þjóðleikhúsið
Hollendingurinn fljúgandi. Síðasta sýning.
SENDIRÁÐ Spánar
og Salurinn í Kópavogi
standa fyrir gítartón-
leikum í Salnum í
kvöld, sunnudagskvöld,
kl. 20. Þar mun gítar-
leikarinn Josep Henrí-
quez leika verk eftir
spænsk tónskáld, auk
eigin verka. Á efnis-
skrá verða meðal ann-
ars verk eftir Gaspar
Sanz, Joaquín Rodrigo,
Valentín Bielsa, Delfín
Colomé, Enrique
Granados og Isaac
Albéniz.
Sendiherra Spánar,
rithöfundurinn Eduardo Garrigues,
verður viðstaddur tónleikana en ætl-
unin er að blása nýju lífi í menning-
arfélag hins spænskumælandi
heims, Hispania. Tilgangur félagsins
er að standa fyrir menningarvið-
burðum sem snerta þau fjölmörgu
lönd sem hafa spænsku að þjóðmáli.
Sem hluti af endurnýjun menning-
arfélagsins mun dr. Enrique Fierro
ljóðskáld og há-
skólaprófessor halda
fyrirlestur í Odda,
stofu 101 á þriðjudag
kl. 16.15. Hann mun
fjalla um ljóðagerð í
Rómönsku-Ameríku og
nefnir fyrirlesturinn
La poesía como ele-
mento de resistencia en
Latinoamérica
(Ljóðagerð sem and-
spyrnuafl í Rómönsku-
Ameríku) og fjallar um
ljóðagerð álfunnar á
tuttugustu öld. Enriq-
ue Fierro talar á
spænsku en túlkaður á
íslensku.
Að fyrirlestrinum loknum verður
haldið í Alþjóðahúsið við Hverfis-
götu og þar les Enrique Fierro og
ljóðskáldið Ida Vitale úr verkum sín-
um kl. l8.
Fyrirlesturinn í Odda er í boði
heimspekideildar Háskóla Íslands
og Stofnunar Vigdísar Finnboga-
dóttur í erlendum tungumálum.
Spænskt kvöld í Salnum
Josep Henríquez
Leikandi
létt á fjög-
ur fagott
FAGOTTERÍ heldur tvenna
tónleika á höfuðborgarsvæð-
inu og verða þeir fyrri í Mos-
fellskirkju í dag, sunnudag, kl.
17 en hinir síðari í Dómkirkj-
unni í Reykjavík á mánudags-
kvöld kl. 20.
Fagotterí er skipað fjórum
fagottleikurum, Darra Mika-
elssyni, Joanne Árnason, Ju-
dith Þorbergsson og Kristínu
Mjöllu Jakobsdóttur. Á efnis-
skránni eru verk úr ýmsum
áttum Evrópu, eftir hin nafn-
kunnu tónskáld Johann Seb-
astian Bach, Johann Strauss,
Gioacchino Rossini og Edvard
Grieg, Albanann Thoma Sim-
aku og bresku tónskáldin
Edward William Elgar og
Graham Waterhouse.
„Efnisskráin er að mestu í
léttum dúr, fjörug og hnyttin,
ský dregur fyrir sólu öðru
hvoru rétt eins og á hlýjum og
fögrum vordegi við sundin
blá,“ segir Kristín Mjöll.
Kvartettinn var formlega
stofnaður haustið 2000 og hef-
ur víða komið fram. Hann var
fyrst um sinn eingöngu skip-
aður konum en nú hefur einn
karl bæst í hópinn. Darri
Mikaelsson hefur lokið námi
við Guildhall School of Music
and Drama, hann hefur frá
árinu 1993 m.a. leikið með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands.
Joanne Árnason lauk mast-
ersprófi frá Scottish Academy
of Music and Drama í Glas-
gow.
Judith Þorbergsson lauk
námi frá Guildhall School of
Music and Drama þar sem hún
lærði á fagott, barokkfagott og
píanó. Hún hefur m.a. komið
fram með Bachsveitinni í Skál-
holti og Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands.
Kristín Mjöll Jakobsdóttir
lauk Mastersprófi frá Yale
School of Music, ennfremur
stundað nám í Amsterdam og í
Cincinnati í Ohio. Hún hefur
m.a. starfað með Fílharmóníu-
hljómsveitinni í Hong Kong,
Sinfóníuhljómsveit Íslands og
Kammersveit Reykjavíkur.
ÁSDÍS Björk Jónsdóttir og Þóra
Hallgrímsdóttir halda burtfarar-
prófstónleika í sal Tónlistarskóla
Garðabæjar í Kirkjulundi 11 í dag,
sunnudag, kl. 16. Á efnisskrá eru ís-
lensk og erlend lög og aríur. Píanó-
leikari er Kolbrún Ósk Óskarsdóttir.
Ásdís Björk hefur stundað nám við
Tónlistarskóla Garðabæjar frá 1996.
Kennari hennar er Margrét Óðins-
dóttir. Ásdís hefur sótt einkatíma
hjá Sigríði Ellu Magnúsdóttur,
Mariu Teresu Uribe og Clive Poll-
ard.
Þóra Hallgrímsdóttir hóf tónlist-
arnám við Tónlistarskóla Garða-
bæjar 1982 og stundaði píanónám við
skólann frá 1984, fyrst hjá Unni Arn-
grímsdóttur og síðar Gísla Magnús-
syni. Söngnám hóf hún 1995 hjá
Margréti Óðinsdóttur sem hefur
verið kennari hennar síðan. Þóra
hefur sótt einkatíma hjá Sigríði Ellu
Magnúsdóttur, Mariu Teresu Uribe
og Clive Pollard, hún hefur sungið
með kór Vídalínskirkju við ýmis
tækifæri og einnig með sönghópnum
Hljómeyki.
Ragnheiður Hafstein mezzó-sópr-
an söngkona og Iwona Ösp Jagla
píanóleikari halda einsöngstónleika í
tónleikasal Söngskólans, Smára,
Veghúsastíg 7, á morgun, mánudag,
kl. 20 og eru þeir liður í burtfarar-
prófi Ragnheiðar frá skólanum.
Á efnisskránni eru m.a. íslensk
söngljóð, erlendir ljóðasöngvar og
óperuaríur. Ennfremur flytur Ragn-
heiður, ásamt samnemendum úr
Söngskólanum, þeim Sigurlaugu
Jónu Hannesdóttur, Regínu Unni
Ólafsdóttur, Sibylle Köll og Lindu P.
Sigurðardóttur, dúett úr Lakmé eft-
ir Delibes og kvartett úr Evgeni
Onegin eftir Tjækovsky.
Ragnheiður Hafstein hóf ung nám
við Söngskólann í Reykjavík hjá
Þuríði Pálsdóttur og Jórunni Viðar
og lauk 8. stigs prófi vorið 1999.
Undanfarin tvö ár hefur hún notið
leiðsagnar Ólafar Kolbrúnar Harð-
ardóttur og Iwonu Aspar Jagla. Hún
hefur m.a. sungið með kór Íslensku
óperunnar frá hausti 1997 og tekið
þátt í tónleikahaldi og sýningum,
m.a. nú í maí í Hollendingnum fljúg-
andi á Listahátíð í Þjóðleikhúsinu.
Iwona Ösp Jagla er kennari við
Söngskólann.
Þrjár þreyta söngvarapróf
Ásdís Björk Jónsdóttir og
Þóra Hallgrímsdóttir.
Ragnheiður
Hafsteinsdóttir
BIRGIR Schiöth myndlistarkennari
heldur sína 26. myndlistarsýningu
um þessar mundir í Eden í Hvera-
gerði. Á sýningunni eru 47 myndir,
með pastellitum, og teikningar.
Myndefnið er fjölbreytt. Síðasti
dagur sýningarinnar, sem jafn-
framt er sölusýning, er að kvöldi
sjómannadagsins, 2. júní. Á mynd-
inni er Birgir með eina af myndum
sínum, en myndefnið er sótt í Bárð-
ardalinn við Aldeyjarfoss.
Birgir
Schiöth
sýnir í Eden