Morgunblaðið - 26.05.2002, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 26.05.2002, Qupperneq 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Knorr og Svanur koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Pólar Siglir, Lómur og Vysokovsk koma í dag. Selfoss kemur til Straumsvíkur á morg- un, Andromeda kemur á morgun, Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 vinnustofa og leikfimi, kl. 13 vinnu- stofa, kl. 14 spilavist. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bingó er 2 og 4 hvern föstudag. Dans hjá Sigvalda byrjar í júní. Púttvöllurinn er opin alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–17 fótaað- gerð. Dagana 26. og 27 maí kl 13–17 er sýning á munum sem unnir hafa verið í félagsstarfinu í vetur, harmonikku- leikur sunnudag og mánudag, kaffi og með- læti. Allir velkomnir. Eldri borgarar Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið Hlaðhömr- um er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl. 11. Kór- æfingar fimmtudaga kl. 17–19. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586 8014 kl. 13– 16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 566 8060 kl. 8- 16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 versl- unin opin, kl. 11.10 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska framhald. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Mánudagur 27. maí kl. 9 gler- skurður, kl. 11.15 og 12.05 leikfimi. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. „Sameig- inleg sýning“ á hand- verki eldri borgara í Hafnarfirði verður í dag sunnudag, og mánudag í Hraunseli Flatahrauni 3. Opið frá kl. 13–17, kaffisala. Þriðjudagur: brids nýir spilarar vel- komnir. Vestmann- eyjaferð 2 til 4, skráning í Hraunseli sími 555 0142 Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Fræðslunefnd FEB stendur fyrir ferð í Skrúðgarða Reykjavík- ur 29. maí. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 13.30, skráning á skrif- stofu FEB. Í dag kl 13 verður síðasta fé- lagsvistin á þessari önn. Sunnudagskvöld kl. 20 dansleikur, Capri tríó leikur fyrir dansi. Á morgun mánudag kl. 13 verður spilað brids. Engin danskennsla í kvöld. Aðalfundur leik- félags Snúðs og Snældu verður haldinn miðviku- daginn 29. maí kl. 14 í Ásgarði Glæsibæ. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10–12. í s. 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opið sunnu- daga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun kl. 9 handa- vinna, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl.11 hæg leikfimi, kl. 13 lom- ber og skák. Miðvikud. 29. maí verður kynnt dagskrá sumarsins í Gjábakka og Gullsmára kl. 15, þátttaka tilkynn- ist fyrir 29. maí. Að lok- inni kynningu verða kynntir ferðamögu- leikar á vegum Vest- fjarðaleiða á sumri kom- anda, síminn í Gjábakka er 554 3400. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13.30 gönguferð. Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð. Hand- og listmunasýning verður 26. og 27. maí kl. 13.30 til 17, kaffiveitingar, all- ir velkomnir. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13 kór- æfing. Mánud. 27. maí kl. 13 verður farið á handverkssýningar í Bólstaðahlíð 43 og fé- lagsmiðstöð aldraðra Hraunseli Hafnarfirði, kaffiveitingar. Skoð- unarferð um Kópavog. Skráning í síma 562 7077. Miðvikud. 29. maí kl. 13.15 verður spil- að bingó, rjómaterta með kaffinu, allir vel- komnir. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi og spilað. Vor og sum- arfagnaður verður hald- inn fimmtud. 30. maí kl. 17. Matur, gleði, söngur, gaman. Allir velkomnir. Upplýsingar í síma 561 0300. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Kristniboðsfélag karla fundur verður í Kristni- boðssalnum Háaleit- isbraut 58–60 mánudag- inn 27. maí kl. 20. Sr. Sigurður Árni Eyjólfs- son sér um fundarefni. Allir karlmenn vel- komnir. Kvenfélagið Heimaey, aðalfundur verður 27. maí kl. 20.30 í Skála Hótel Sögu tískusýning. sjá nánar í bréfi Öldrunarstarf Bústaða- kirkju, Sumarferð: Far- ið frá Bústaðakirkju miðvikud. 5. júní kl. 10:30. Áfangastaður kynntur í rútunni. Kom- ið til baka kl. 17. Rúta, hádegismatur, síðdeg- iskaffi, leiðsögn farið verður á söfn og sýn- ingar. Þátttaka tilk. til kirkjuvarða Bústaða- kirkju s. 553 8500 eða Sigrúnar Sturludóttur s. 553 0048 og 864 1448 Áhugahópur um heil- kenni Sjögrens. Fræðslukvöld verður mánudagskvöldið 27. maí kl. 20 í húsnæði Gigtarfélags Íslands Ár- múla 5. Björn Guð- björnsson gigtarsér- fræðingur verður með fyrirlestur og fyr- irspurnir um heilkenni Sjögrens. Allir velkomn- ir. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi. Á vegum nefndarinnar verða farnar tvær ferðir á þessu sumri: að Kirkju- bæjarklaustri 13.–15. júní, í Skagafjörð 22.– 24. ágúst. Hvíldar- og hressingardvöl að Laug- arvatni 24.–30. júní. Innr. í s. s. 554 0388, Ólöf, s. 554 2199, Birna. Gerðuberg félagsstarf. Í dag kl. 13–16 mynd- listarsýning Huga Jó- hannessonar opin. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 9.30 sund- og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug, frá hádegi spilasalur opinn kl. 14 kóræfing kl. 15.30 dans hjá Sigvalda. Sum- ardagskrá tilbúin um mánaðamótin.Veitingar í Kaffi Bergi. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Í dag er sunnudagur 26. maí, 146. dagur ársins 2002. Trínitatis, Þrenningarhátíð. Orð dagsins: Þá sleppti ég þeim í þrjósku hjartna þeirra, þeir fengu að ganga eftir eigin geðþótta. (Sálm. 81, 13.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 augljós, 8 falleg, 9 hljóðfæri, 10 sætta sig við, 11 húsgafl, 13 auð- lindum, 15 hestur, 18 mannsnafn, 21 svali, 22 lagarmál, 23 æviskeiðið, 24 skynsemin. LÓÐRÉTT: 2 stika, 3 skriftamál, 4 vondan, 5 veitum eftirför, 6 eldstæðis, 7 veikburða, 12 ögn, 14 kærleikur, 15 hrím, 16 skeldýr, 17 húð, 18 fyrirgangur, 19 hnappur, 20 skrika til. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 stáss, 4 kúlum, 7 gaman, 8 korði, 9 dúk, 11 rann, 13 eira, 14 ábati, 15 lægð, 17 klám, 20 ess, 22 gefur, 23 kækur, 24 rændi, 25 rámur. Lóðrétt: 1 sægur, 2 álman, 3 sund, 4 kökk, 5 lærði, 6 meiða, 10 úrans, 12 náð, 13 eik, 15 lögur, 16 gufan, 18 lokum, 19 mærir, 20 erti, 21 skær. Tapað/fundið Gullarmband í óskilum 20. MAÍ sl. fannst gullarm- band fyrir utan skálann á Langjökli. Upplýsingar hjá Elínu í síma 421 1480. Leðurlyklaveski týndist BRÚNT leðurlyklaveski með rennilás týndist við Hótel Loftleiðir eða í ná- grenni að kvöldi sunnu- dagsins 19. maí sl. Skilvís finnandi hafi samband í síma 561 6006. Fundarlaun. Fjallahjól og flíshúfa í óskilum FJALLAHJÓL og flíshúfa fundust fyrir utan Boða- granda 4. Hjólið er Mon- goose-gerðar. Húfan er blágræn lambhúshetta úr flísefni, skreytt með dalm- atíuhundi. Upplýsingar í síma 561 7533. Ullarjakki tekinn í misgripum GRÆNN ullarjakki var tekinn í misgripum í Fella- og Hólakirkju 9. maí, upp- stigningardag. Sá sem kannast við þetta hafi sam- band í síma 557-2504. Dýrahald Duna er týnd DUNA er steingrá læða, mikið loðin og er manna- fæla. Duna týndist fyrir um 2 vikum í Mosfellsbæ en þangað var hún nýflutt úr vesturbænum og ratar ekki á nýja staðnum. Hún er ól- arlaus. Þeir sem geta gefið upplýsingar um Dunu eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 551-3122, 698-2846 eða 892-8495. Snúlli er týndur SNÚLLI hvarf í nóvember í Hlíðunum og var hann með fjólubláa ól um hálsinn og eyrnamerktur R1H 023. Ef einhver hefur séð hann eða hýst vinsamlega hafið samband í síma 865-6405. Nóra er týnd NÓRA fór frá heimili sínu á Sundlaugavegi 33 miðviku- dagskvöldið 22. maí. Hún er flekkótt læða, orðin 22 ára gömul. Þeir sem kunna að hafa orðið varir við Nóru, hvort sem hún er lífs eða liðin, eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 581-2687 eða 847-2374. Læða týndist í Grafarholti 6 mánaða læða, grá með hvítan kvið, ólarlaus, týnd- ist í Grafarholti sl. mánu- dag. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 895 6886 eða 550 1571. Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR fannst á Flókagötu sl. mánudag. Uppl. í síma 551-2329 og 696-0107. Kettlingar fást gefins TVEIR 8 vikna kettlingar fást gefins. Þeir eru grá- bröndóttir, kassavanir, blíðir og góðir. Upplýsing- ar í síma 557-9317. Mala er týnd 5 mánaða, mjög smávaxin læða sem hlýðir nafninu Mala, týndist frá Baldurs- götu 25 sl. fimmtudag. Hún er marglit, ólarlaus og ómerkt. Hún er mjög kelin og er hennar sárt saknað. Ef einhver hefur orðið hennar var vinsamlega haf- ið samband við Jóhönnu í síma 552 5859 eða 847 1064. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VINUR Víkverja sem dvalið hefurum alllangt skeið á suðvestur- horni landsins var staddur á Akureyri á dögunum og áttaði sig þá á því að hann náði ekki útsendingum Norður- ljósa á heimsþjónustu breska ríkisút- varpsins, BBC, eins og syðra. Norðurljós hafa um skeið varpað útsendingum BBC á tíðninni 90,9 á FM og segist umræddur vinur hrein- lega orðinn háður því að hlusta á þessa frábæru útvarpsstöð. Þar hlýð- ir hann á fréttir og fylgist með um- fjöllun um ensku knattspyrnuna svo eitthvað sé nefnt. Vinurinn sér fram á að dvelja tals- vert norður í Eyjafirði næstu misseri og bað Víkverja að hvetja forráða- menn Norðurljósa til að íhuga hvort ekki væri mögulegt að veita Norð- lendingum, og e.t.v. landsmönnum öllum, þann munað að hlýða á hina frábæru heimsþjónustu breska ríkis- útvarpsins. Er það tæknilega erfitt að varpa BBC víðar um landið en nú er gert, eða hver er ástæða þess að einungis fólki á höfuðborgarhorninu stendur stöðin til boða? Þessi sami vinur nefndi annað at- riði sem snýr að Norðurljósum. Út- sendingar fjölvarpsins nást heldur ekki norður í Eyjafirði; breska frétta- stöðin Sky News, bandaríska frétta- stöðin CNN, Eurosport og allar hinar sjónvarpsstöðvarnar. Hvers vegna? Er ekki hægt að bjóða upp á þetta víðar um land en nú er gert? x x x TIL afa: Þjóðin hefur svo sannar-lega átt sínar góðu stundir með sumarkveðju Páls Ólafssonar – og svo verður vonandi áfram. Í Fjölskyldu- garðinum heyrðist hún sungin fyrir börnin og við skulum öll taka undir í lokalínunum: nú fellur heitur haddur þinn á hvíta jökulkinn. x x x SÍMADEILD karla í knattspyrnufór fjörlega af stað um síðustu helgi. Nýliðar Þórs frá Akureyri gerðu sér þá t.d. lítið fyrir og lögðu Ís- landsmeistara ÍA að velli á Akranesi og Fylkir burstaði lið FH sem sigraði í deildabikarkeppninni á dögunum. Óvæntir hlutir gerðust því strax í fyrstu umferð og svo verður vonandi áfram því fátt er leiðinlegra við Ís- landsmótið en ef engin er spennan, hvorki á toppi né botni. Best er ef allir geta sigrað alla, eins og stundum er sagt, og úrslit mótsins ráðast ekki fyrr en í síðustu umferð í haust. x x x VÍKVERJI er mikill áhugamaðurum stjórnmál og síðustu vikurn- ar hefur hann því fylgst vel með bar- áttunni fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar, sem fram fóru í gær. Fjölmiðlar hafa fjallað gríðarlega mikið um nefnda baráttu, jafnvel of mikið að sumra mati sem Víkverji hefur rætt við, en Víkverji hefur engu að síður haft gaman af viðtölum við hina ýmsu frambjóðendur. Eitt verð- ur þó að nefna, sem Víkverji varð fyr- ir vonbrigðum með, en það er frammistaða efstu manna framboðs- listanna á Akureyri í Kastljósi ríkis- sjónvarpsins á fimmtudagskvöldið. Þar fór fram óvenju líflaus og leið- inleg umræða, og fátt varð um bita- stæð svör þegar þáttarstjórnendur spurðu gesti sína um helstu stefnu- mál og hvað greindi framboðin hvert frá öðru. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 KÆRI borgarstjóri. Við erum þrjár stelpur, 9 og 10 ára, og fórum í fjöl- skyldugarðinn 16. maí. Við urðum mjög vonsviknar því nú þarf að borga í sum tæki. Nú þarf að borga í torfæru- bílana, bátana og í lestina og kostar 1 miði 130 kr. Við viljum gjarnan biðja þig um að breyta þessu svo við komumst mikið í garðinn í sumar. Kveðja, Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, 10 ára, Áslaug Kristín Karlsdóttir, 10 ára, Kolbrún Helga Pálsdóttir, 9 ára. Bréf til borgarstjóra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.