Morgunblaðið - 26.05.2002, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 26.05.2002, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. f í t o n / s í a www.bi.is Þú fellur aldrei á tíma í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans fyrstu var talið að þeir væru 17. Um er að ræða fjórar stórfjölskyldur sem tengjast innbyrðis. Fólkið er á öllum aldri, sá elsti er fæddur 1937 og yngst í hópnum er þriggja mán- aða barn. Fólkið gaf sig fyrst fram við Út- lendingaeftirlitið í Reykjavík á föstudag og sagðist leita hælis. Það er allt skilríkjalaust en fólksins varð ekki vart við komuna til Seyðis- fjarðar þar sem ekki þarf að fram- vísa skilríkjum þegar ferðast er inn- an Schengen-svæðisins. Rauði krossinn sér fólkinu fyr- ir húsaskjóli og nauðþurftum Fólkið er allslaust en er þó vel á sig komið, skv. upplýsingum Rauða krossins og Útlendingaeftirlitsins í gær. Hefur Rauði krossinn skotið yfir það skjólshúsi og mun sjá því fyrir öllum nauðþurftum, fatnaði, fæði og læknisaðstoð, á meðan það bíður niðurstöðu rannsóknar Út- lendingaeftirlitsins á umsókn þess um hæli. Teknar verða skýrslur af fólkinu yfir helgina. Þetta er fjölmennasti hópur sem sótt hefur um pólitískt hæli á Íslandi. STARFSMENN Útlendingaeftir- litsins og Rauða krossins ræddu í gær við útlendingana sem leitað hafa hælis hér á landi sem pólitískir flóttamenn og kynntu þeim rétt þeirra. Lítið er enn vitað hvernig fólkið kom til landsins en það segist vera frá Rúmeníu. Talið er víst að fólkið hafi komið með Norrænu til Seyðisfjarðar, hugsanlega í sendibíl, sem hefur þó enn ekki fundist. Hópurinn er alls 19 manns en í 19 manns í fjórum fjölskyldum frá Rúmeníu leita eftir pólitísku hæli Yngst í hópn- um er þriggja mánaða barn Morgunblaðið/Golli Nokkur börn eru í hópi rúmensku fjölskyldnanna sem leitað hafa póli- tísks hælis hér á landi. Tvö þeirra brugðu á leik í sólskininu í gær. KOSNINGAR til sveitar- og bæj- arstjórna fóru fram um allt land í gær. Kjörfundir í stærstu sveit- arfélögum hófust kl. níu. Þátttaka í kosningunum um hádegi í gær var heldur meiri í Reykjavík en í borg- arstjórnarkosningunum fyrir fjór- um árum. Hún var hins vegar mjög svipuð í nokkrum stærri sveit- arfélögum utan Reykjavíkur en í kosningunum 1998. Forystumenn R-listans og D- listans í Reykjavík tóku daginn snemma í gær og voru búnir að kjósa fyrir hádegi. Björn Bjarna- son, efsti maður á D-lista, greiddi atkvæði á Kjarvalsstöðum um kl. 9.30 og Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, sem skipaði áttunda sæti R- listans, greiddi akvæði í Hagaskóla um klukkutíma síðar. Fólk streymdi að í blíðviðrinu Veður var gott í Reykjavík í gær og var stöðugur straumur af fólki á kjörstaðina strax eftir að kjör- fundur hófst. Björn Bjarnason kom ásamt eig- inkonu sinni, Rut Ingólfsdóttur, á kjörstað. Hann sagði aðspurður eftir að þau hefðu kosið að sér fyndist kosningabaráttan almennt hafa gengið vel. „Kosningabar- áttan hefur verið ánægjuleg að því leyti að við höfum verið með skemmtilegan og góðan framboðs- lista sem hefur skilað miklu starfi. Við höfum kynnt okkar stefnu og markmið okkar hafa verið skýrt sett fram. Að því leyti hef ég ekk- ert annað en gott um kosningabar- áttuna að segja,“ sagði Björn. „Það hefur líka verið mjög ánægjulegt að fá tækifæri til að kynnast öllu því fólki sem við höfum átt sam- skipti við.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kom á kjörstað ásamt eiginmanni sínum, Hjörleifi Sveinbjörnssyni. Hún sagði aðspurð eftir að þau höfðu kosið að sér fyndist kosn- ingabaráttan hafa verið löng og ströng að mörgu leyti. „En hún hefur líka verið mjög skemmtileg; við höfum farið mjög víða, hitt mjög margt fólk, bæði á vinnu- staðafundum og í hverfaheimsókn- um, farið í verslunarmiðstöðvar og gengið í hverfin, þannig að þetta hefur verið mjög gefandi og skemmtilegt en um leið mikil og ströng vinna.“ Meiri kjörsókn var í Reykjavík fyrir hádegi í gær en í borg- arstjórnarkosningunum fyrir fjór- um árum en kl. 12 höfðu 11.599 kosið í Reykjavík eða 14,6% þeirra sem eru á kjörskrá. Í borgarstjórn- arkosningunum árið 1998 var kjör- sókn 13,71% á sama tíma. Í Reykjanesbæ höfðu 800 kosið kl. 12 sem er 10,7% kosningaþátt- taka. Það er svipuð prósenta og í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Í Hafnarfirði höfðu 1.617 greitt at- kvæði kl. 12 eða 11,6%. Í síðustu kosningum höfðu 11,5% greitt akvæði á sama tíma. Á Akureyri höfðu 1.313 kosið kl. 12 sem er 11,68% kosningaþátt- taka. Er það aðeins meiri kjörsókn en í síðustu kosningum en þá höfðu 11,6% kosið á hádegi. Í Kópavogi höfðu 2.081 kosið klukkan tólf og er það 11,8% kjörsókn. Er það sama hlutfall og fyrir fjórum árum. Morgunblaðið/Golli Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri var mætt á kjörstað í Hagaskólanum klukkan 10.30 í gærmorgun. Morgunblaðið/Golli Björn Bjarnason, efsti maður á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík, og Rut Ing- ólfsdóttir, eiginkona hans, greiddu atkvæði á Kjarvalsstöðum í gærmorgun. Kjör- sókn meiri en í síðustu kosn- ingum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.