Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÚSSNESKT sveitabrúðkaup með tilheyrandi siðvenjum, gleðskap og fjöri var það sem Ígor Stravinskíj vildi fanga í eigin músík. Hugmyndin að slíku brúðkaupsverki varð til með- an hann var að semja sitt frægasta verk, Vorblótið, árið 1912. Tvö ár liðu þar til hugmyndin fór að taka á sig ákveðinn svip. Stravinskíj var ný- fluttur með fjölskyldu sína frá Rúss- landi til Sviss, en ákvað að gera sér ferð heim til Rússlands aftur til að sækja sér efnivið í verkið. Í Kiev varð hann sér út um 10 binda safn rúss- neskra alþýðukvæða í samantekt Kirejevskíjs, og sótti í bókasafn föður síns fleiri bækur með ýmsu efni sem tengdist rússneskri alþýðumenningu, sérstaklega brúðkaupssiðum og brúðkaupskvæðum. Safn Kirejevsk- íjs var merkilegt fyrir það að hann hafði á sínum tíma beðið skáldjöfur- inn Púshkin að sýna sér safn hans af alþýðukvæðum. Púshkin sendi hon- um kvæðin og skrifaði línu með: Sum kvæðin eru eftir sjálfan mig, – sérðu muninn? Kirejevskíj sá engan mun, og tók öll kvæðin í safn sitt. Þetta þótti Stravinskíj skemmtilegt og þótti gaman að tilhugsuninni um að ef til vill ætti sjálfur Púshkin nokkrar línur í kvæðunum sem hann valdi í verk sitt. Stravinskíj valdi sér kvæði og texta í Brúðkaupið úr þessum gömlu kvæðasöfnum, en raðaði textanum saman eftir eigin höfði, – tók bút héð- an og annan þaðan eftir því sem hon- um þótti fara best. Stravinskíj lét C.F. Ramuz þýða textann yfir á frönsku áður en verkið var frumflutt í París 1923. Frá meydómsmissi til hjónasængur Stravinskíj skipti Brúðkaupinu í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er sagt frá aðdraganda brúðkaupsins í þeim helgisiðum er brúðurin grætur mey- dóm sinn og mæður brúðar og brúð- guma gráta missi barna sinna og vinir brúðar og brúðguma fara með bænir og ákalla helga menn, Damien, Lúka og Kosmos, til að biðja brúðhjónun- um blessunar. Í seinni hlutanum hef- ur gleðin hins vegar tekið völdin. Brúðkaupsveislan er í algleymingi og góðglaðir veislugestir skemmta sér og dansa, en þættinum lýkur með því að brúðhjónunum er fylgt til hjóna- sængur. Allt þetta sagði Stravinskíj eiga að lýsa dæmigerðu rússnesku bændabrúðkaupi á fyrstu árum nítjándu aldar. Persónur verksins eru þónokkrar, brúður og brúðgumi að sjálfsögðu, foreldrar, hjúskaparmiðlarinn, svara- maðurinn, brúðarmeyjar og vinir og vandamenn. Stravinskíj lætur þó engum einum söngvara eitt hlutverk eftir og hver persóna verksins getur verið túlkuð af fleiri en einum söngv- ara. Stravinskíj leit á Brúðkaupið sem kantötu, og lagði strax mikla áherslu á hlutverk einsöngvaranna fjögurra, sóprans, mezzósóprans, tenórs og bassa, og kórsins. Það tók hann hins vegar lengri tíma að ákveða hljóð- færaskipanina með söngvurunum, en á endanum varð úr að það yrðu fjögur píanó og slagverk með sílófóni, pák- um, trommum og sneriltrommum, bassatrommu, tambúrínu, þríhorni, málmgjöllum og fleiri hljóðfærum. Fjögur píanó hafa burði á við heila sinfóníuhljómsveit og slagverk að auki gefur verkinu bæði lit og dýpt. Stravinskíj gekk ekkert sérlega vel að komast af stað með tónlistina sjálfa eftir að hann var búinn að velja textana. Aðstæður hans í Sviss voru ekki ákjósanlegar, fjölskyldan var mikið á ferð milli staða og þorpa. Á einum stað fékk hann inni í timbur- geymslu þar sem átti að vera nýtt pí- anó. Þar var hins vegar svo kalt að hann þurfti að sitja pelsklæddur með teppi yfir sér við tónsmíðarnar, og pí- anóið var orðið ónýtt af kulda og sagga. Ekki bætti úr skák að hænsni áttu greiða leið inn í húsnæðið. Þann- ig gekk á ýmsu til ársins 1917, þegar fjölskyldan settist að í Villa Bornand í bænum Morges. Þá komst skriður á verkið. Stravinskíj útbjó háaloftið í húsinu sem vinnuherbergi; þar hafði hann píanó og fleiri hljóðfæri og sat löngum stundum. Ramuz var þá tek- inn til við að þýða textann, og í end- urminningum Stravinskíjs segir hann frá því að ómurinn úr píanói tónskáld- ins og slagverkshljóðfærunum sem hann var að máta við verkið hafi dög- um saman legið yfir litlu torgi utan við húsið. Þar sátu nokkrar konur við prjónaskap og undu sér vel í aftan- blíðu sumarsins, en þegar einhver gekk hjá sögðu þær til nánari útskýr- ingar: „Það er rússneski herramað- urinn sem lætur svona!“ og héldu áfram að prjóna. Meðan verkið var í smíðum kom vinur Stravinskíjs í heimsókn, landi hans, dansfrömuður- inn Sergei Dhiagilev í hinum fræga flokki Ballets Russes. Stravinskíj spilaði fyrir vin sinn það sem komið var af verkinu, og það skipti engum togum að Dhiaghilev brast í grát og sagði að þetta verk yrði örugglega fegursta verk sem dansflokkur hans myndi nokkurn tíma dansa, ekkert annað verk væri svo ekta rússneskt. Stravinskíj var svo hrærður af sjálfs- prottinni hrifningu og ákafa Dhiagh- ilevs, að hann ákvað að tileinka hon- um verkið. Vonbrigði með upp- færslu Dhiaghilevs Þegar grunnur Brúðkaupsins var klár lagði Stravinskíj verkið til hliðar; hann var ekki viss í sinni sök um hljóðfærasamsetninguna og íhugaði meðal annars að skrifa verkið út fyrir risastóra sinfóníuhljómsveit og symbalomleikara. Það var ekki fyrr en 1921 að hann ákvað endanlega hljóðfæraskipan; vann að því næsta ár að skrifa verkið út og lauk því end- anlega í apríl 1923, rúmum áratug eftir að hugmyndin að því kviknaði. Þegar kom að því að setja verkið upp vildi Dhiaghilev að um alvöru svið- setningu yrði að ræða, með dönsur- um og leikurum, búningum og sviðs- mynd, og á það féllst Stravinskíj. Þeir höfðu oft unnið saman áður með góð- um árangri. Í endurminningum sín- um segir Stravinskíj þó að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með uppfærslu Dhiaghilevs, þótt honum hefði þótt sjálf kóreógrafían ein sú besta sem gerð hafði verið við verk hans. Um hana hafði Bronislava Nij- inska séð. Þremur árum seinna var Brúð- kaupið sett upp í London með þátt- töku Ballets Russes, en fékk blendna dóma. Þá var það sem rithöfundurinn H.G. Wells tók sér penna í hönd og skrifaði skorinorða grein þar sem hann lýsti hrifningu sinni á þessu merka verki Stravinskíjs. Sex ólíkar dansuppfærslur hafa verið gerðar að Brúðkaupinu, en í dag er það oftar flutt án dans, í tónleikaformi, eins og gert er á Listahátíð. Einsöngvarar á tónleikum Listahátíðar í Háskólabíói kl. 20.00 í kvöld eru Sonia Visentin sópran, Marina De Liso kontraalt, Garðar Thor Cortes tenór og Bergþór Páls- son bassi. Píanóleikarar eru Anna Guðný Guðmundsdóttir, Edda Er- lendsdóttir, Patrick Trentini og Stef- ano Chicco. Slagverksleikarar eru Guido Facchin, Cinzia Honnorat, Dimitri Fiorin, Pétur Grétarsson, Eggert Pálsson og Steef van Oost- erhout. Kór Langholtskirkju syngur, og hefur æft verkið undir stjórn Jóns Stefánssonar, en stjórnandi á tónleik- unum er Maurizio Dini Ciacci, list- rænn stjórnandi tónlistarhátíðarinn- ar í Trento á Ítalíu. Verkefnið er unnið í samvinnu Listahátíðar og há- tíðarinnar í Trento og síðar á árinu fer hluti íslensku flytjendanna til Ítal- íu og tekur þátt í samskonar upp- færslu verksins þar. Á fyrri hluta tón- leikanna í kvöld verða flutt nokkur styttri verk; Búrleskusvíta og Til heiðurs Rameau eftir Germaine Tailleferre; Lítil gleðilest eftirAzio Corghi og Dauði harðstjóra eftir Dar- ius Milhaud. Morgunblaðið/Golli Maurizio Dini Ciacci stjórnar æfingu á Brúðkaupinu eftir Ígor Stravinskíj. Tónleikarnir verða í Háskólabíói í kvöld kl. 20. „Það er rússneski herramað- urinn sem lætur svona!“ Brúðkaupið eftir Ígor Stravinskíj heyrist í fyrsta sinn á Íslandi á Listahátíðartón- leikum í Háskólabíói í kvöld kl. 20. Berg- þóra Jónsdóttir segir frá verkinu og Bjarni Benedikt Björnsson spjallar við Maurizio Dini Ciacci sem stjórnar mun flutningi. begga@mbl.is ÍTALSKI hljómsveitarstjórinn Maurizio Dini Ciacci mun stjórna ítölskum og íslenskum flytjendum á tónleikunum í Háskólabíói í kvöld. Morgunblaðið hitti Ciacci á kaffi- húsi í miðborginni og ræddi við hann um listina og blómstrandi samvinnu milli Evrópulanda, sem hann styður eindregið. Ítalir og Íslendingar vinna vel saman „Góð vinkona mín, Edda Erlends- dóttir píanóleikari, er helsti tengi- liður minn við Ísland,“ svarar Ci- acci þegar samband hans við Ísland er nefnt. „Hún og eiginmaður henn- ar hafa komið á listahátíðina sem ég stýri í Trento á Ítalíu og haldið tónleika. Fyrir ári hitti ég Þórunni Sigurðardóttur, stjórnanda Listahátíðar, í fyrsta skipti, og eftir það fóru hjólin að snúast. Ég trúi á kraftaverkin þegar verkefni af þessu tagi eru annars vegar. Þar á ég við, að hátíðirnar í Reykjavík og í Trento skyldu hafa náð að mynda þau skemmtilegu tengsl, sem sjá má á tónleikunum hér á landi í kvöld, og svo á Ítalíu í nóvember.“ Þess má geta, að verkefni af þessu tagi eru tíð á Trento- hátíðinni, líkt og hér heima, „enda er nauðsynlegt fyrir smærri hátíð- ir, eins og okkar, að rækta samband við aðra listamenn á breiðum grundvelli og leyfa listinni að blómsta. Annars einangrumst við og verðum ósýnileg. Allt samstarf opnar fyrir nýjar leiðir og lifandi listastarf.“ Forvitnileg viðfangsefni Ciacci er listrænn stjórnandi fyrrnefndrar listahátíðar í Trento. „Við höfum einsett okkur að bjóða upp á fjölbreytt og forvitnileg við- fangsefni, eitthvað sem bæði flytj- endur og áhorfendur gætu þrosk- ast af. Hátíðin sérhæfir sig í nútímatónlist og 20. aldar tónlist, en eins og allir vita er þar um auð- ugan garð að gresja. Afleiðingin er sú, að fjölbreytnin er tryggð.“ Verkin sem eru á efnisskrá í kvöld renna inn í umræðuna. „Dag- skrá kvöldsins er krefjandi fyrir okkur flytjendur, en um leið af- skaplega skemmtileg. Leiðin sem við fórum í verkefnavali var að finna verk sem hæfðu samsetningu hópsins. Brúðkaupið eftir Strav- insky gaf tóninn um efniviðinn, fjóra píanóleikara, sex slagverks- leikara, einsöngvara og kór. Út- koman einkennist af fjölbreytni, þökk sé mismunandi efnistökum tónskáldanna. Ég hafði lengi leitað leiða til að flytja Brúðkaupið og er mjög þakklátur og hamingjusamur yfir að það skuli hafa tekist með þessum skemmtilega hætti. Sam- starf milli þjóða er kjörið í tengslum við flutning verksins, ekki síst vegna þess hvernig Strav- insky vefur saman þræði ólíkar menningar.“ Blómstrandi samstarf „Ég hef fundið fyrir mjög já- kvæðum anda og gefandi krafti á æfingunum,“ segir Ciacci þegar tal- ið berst að samvinnunni á vett- vangi. „Ég vona að þetta sé fyrsta skrefið á milli mín og Íslendinga á þessu sviði, enda Evrópusamstarf af þessu tagi dæmi um það jákvæð- asta sem komið hefur í kjölfar svo- nefndrar alþjóðavæðingar,“ segir Ciacci og hlær. „Þættir úr menn- ingu Ítala blandast þeirri íslensku svo að úr verður forvitnileg blanda. Ég er vanur ferðalögum og að stjórna erlendum flytjendum, en hér er á ferðinni enn sterkari blöndun vegna þeirra ítölsku lista- manna sem komu með mér hingað til lands.“ Að hafa tímann fyrir sér „Það er vonlaust að ana út í verk- efni af þessu tagi,“ segir Ciacci, og lýkur um leið lofsorði á skipuleggj- endur Listahátíðar í Reykjavík fyr- ir rösklega framgöngu. „Hættan á klúðri eykst um leið og lausir endar eru látnir óáreittir. Til þess að list- rænt samstarf ali af sér sannfær- andi afurð og fullnægi kröfum lista- mannanna, bæði fjárhagslega, æfingalega og persónulega, þarf að hafa tímann fyrir sér. Allt hefur gengið að óskum að þessu sinni, enda finnst mér Íslendingar svo ró- legir í tíðinni og öruggir í störfum sínum, að ekki væri von á öðru. Og til að kóróna allt er veðrið svona yndislegt!“ segir Maurizio Dini Ci- acci að lokum, áður en hann drífur sig í Háskólabíó á næstsíðustu æf- inguna. Blómstrandi samstarf í tónlistinni Morgunblaðið/Ásdís Maurizio Dini Ciacci hljómsveitarstjóri. bjarniben@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.