Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magdalena Val-dís Mey- vantsdóttir fæddist í Reykjavík 4. jan- úar 1916. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eiri fimmtudaginn 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björg María Elísabet Jónsdóttir, f. á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð 26. desember 1891, d. 13. janúar 1974, og Meyvant Sigurðs- son, Eiði á Seltjarn- arnesi, f. í Guðnabæ í Selvogi 5. apríl 1894, d. 8. september 1990. Systkini Valdísar eru: Sigurbjörn Frímann, látinn; Þórunn Jónína, látin; Sigríður Rósa, f. 1918, Sverrir Guðmundur, f. 1919, Rík- ar, f. 10. apríl 1946, d. 1. júlí 1948. 4) Gunnhildur Kristín, f. 23. maí 1949, maki Hjalti Ein- arsson, f. 15. febrúar 1948, dóttir þeirra er Ragnheiður Erla, f. 14. september 1972, sambýlismaður Sigurður Hólmar Jóhannesson og eiga þau soninn Viktor Snæ. 5) Helga Elísabet, f. 22. júlí 1950, börn hennar og fyrrverandi eig- inmanns, Dans Valgarðs Wiium, eru a) Kristinn Valur, f. 10. febr- úar 1969, kvæntur Ástu K. Árna- dóttur og eiga þau tvær dætur, Arnrúnu og Brynju, b) Gunnar Dan, f. 1. júlí 1976, sambýliskona Katrín Sif Michaelsdóttir, c) Helga Dögg, f. 9. desember 1980, unnusti Sverrir Steinn Ingimund- arson. Útför Valdísar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. harður, látinn, Þór- ólfur, f. 1923; Elísa- bet, f. 1927; og Meyvant, f. 1930. Hinn 22. maí 1937 giftist Valdís eftirlif- andi eiginmanni sín- um, Kristni Krist- varðssyni, fyrrverandi kaup- manni, f. á Hrafna- björgum í Hörðudal 6. september 1911. Foreldrar hans voru Vilhelmína Ragn- heiður Gestsdóttir frá Tungu í Hörðudal og Kristvarður Þorvarðarson frá Leikskálum í Haukadal. Valdís og Kristinn eignuðust fimm börn. 1) Vilhelm Ragnar, f. 7. júlí 1937. 2) Óskírður drengur, f. 19. febr- úar 1942, d. sama dag. 3) Gunn- Í dag er til moldar borin móðir mín, Magdalena Valdís Mey- vantsdóttir. Á sínum yngri árum gegndi hún nafninu Gógó en þegar árin færðust yfir kynnti hún sig gjarnan með nafninu Valdís. Reisn, æðruleysi, glæsileiki, virðuleiki. Þessi orð standa mér fyrir hugskots- sjónum þegar ég hugsa til móður minnar, enda bar hún höfuð hátt hvar sem hún kom. Hún var ætíð reiðubúin að gleðja, hughreysta og hjálpa þeim sem þess þurftu. Þannig mun mynd hennar geymast í minn- ingu minni. Föður mínum, Kristni Kristvarðs- syni, kynntist hún hér í Reykjavík, er hann starfaði við útibú Kaup- félags Borgfirðinga í Reykjavík. Þau voru glæsilegt par og gengu í hjóna- band 22. maí 1937. Þau áttu því 65 ára brúðkaupsafmæli daginn áður en móðir mín lést. Þau hófu búskap í húsinu við Grettisgötu 53b í Reykja- vík. Síðar reistu þau sér einbýlishús í Langagerði 18, það hús varð þeirra „óðal“. Þar bjuggu þau okkur systk- inum fagurt og vistlegt heimili, sem vitnaði allt, bæði utan húss og innan, um góða skipulagsgáfu, listhneigð og smekkvísi. Við systkinin ólumst þar upp við ást og umhyggju for- eldra okkar. Minnisstæð eru laug- ardagskvöldin í stofunni heima þeg- ar móðir okkar lék á píanóið, slegið var upp dansiballi og æfð nýjustu sporin úr danstímunum. Einnig koma í hugann afmælisveislurnar sem gjarnan voru haldnar úti í garði, kræsingar á borðum, hlátur, glað- værð og leikir. Gamlárskvöldin í Langagerði voru kapituli út af fyrir sig, með þátttöku elskulegrar Siggu frænku og fjölskyldu. Eða veislan, þegar jarðarberjauppskeran var tekin í hús. Móðir mín ræktaði jarð- arberin í reit undir gleri og það var mikil fyrirhöfn að sækja sér sýnis- horn, enda algjörlega óleyfilegt. Ég minnist móður minnar að verki í fallega garðinum sem svo mikil alúð og rækt var lögð við. Lit- ríkar stjúpur í beinum röðum, bóndarósir og morgunfrúr, allt sett niður af smekkvísi og alúð eins og henni einni var lagið. Á langri ævi gerist margt og skiptast á skin og skúrir. Foreldrar mínir urðu fyrir þeim harmi að missa tvo drengi, annar lést í fæð- ingu og hinn, Gunnar, gullfallegur drengur, lést af slysförum aðeins tveggja ára gamall. Fráfall hans markaði djúp spor í líf foreldra minna. Móðir mín var hannyrðakona af Guðs náð og eftir hana liggja mörg listaverk í útsaumi. Á áttræðisaldri fór hún að sauma yndislega fallega litla dúka með harðangur- og klaust- ur útsaumi, svo fíngerða að mörg yngri konan hefði tæpast ráðið við nálina. Frægir eru innan ættarinnar kjólarnir sem hún saumaði á okkur systur og frænkurnar tvær, Elísa- betu og Lilju. Þar voru ekki spar- aðar blúndurnar og pífurnar. Móðir mín hafði margt til brunns að bera og góða og mikla kosti fékk hún í vöggugjöf sem hún fór vel með. Aðalsmerki hennar var hjálpsemi, væntumþykja og trygglyndi. Víða átti hún vini og var hún reiðubúin að hjálpa, hvernig sem stóð á hjá henni sjálfri. Aldrei skyldi neitað ef hjálp- ar var þörf. Hún kunni þá list að gleðjast með glöðum og lét sig aldrei vanta og ekki síður á sorgarstundu, þá var sama tryggðin og ósérhlífnin til staðar. Hún seildist ekki eftir metorðum í lífinu, hún var fyrst og fremst eiginkona, móðir og síðar amma. Hún lagði grunninn að lífi okkar og markaði sín spor í það. Síðustu árin voru móður minni þungbær. Hún, sem var vön því að vera veitandi, átti erfitt með að vera upp á aðra komin. Hún þjáðist af alz- heimer-sjúkdómi sem markvisst tærði burt minni hennar og þau ein- kenni sem mörkuðu persónu hennar. Hún hætti að geta einbeitt sér, átti stöðugt erfiðara með að tjá sig og muna hvar hún var eða hver við vor- um. Stöðuglyndi vék fyrir kvíða, óróa og oft depurð. Geta hennar til að mynda flóknari hugsanir og tjá sig var svo takmörkuð, að það reyndist illmögulegt að skilja, hvað bjó að baki hugarangri hennar. Ein blessun af fáum við þennan sjúkdóm er að einstaklingurinn tapar fljótt innsýn í hömlun sína. Meðvitund um að þú getir ekki tjáð þig eða hugsað heila hugsun hlýtur að vera nær óbærileg og ég tók eftir því hjá móð- ur minni að depurðin minnkaði eftir því sem leið á sjúkdóminn. Á sama tíma eimdi alltaf eftir af þeirri per- sónu sem móðir mín var. Hún gladd- ist alltaf við að fá heimsókn og sér- staklega litlu langömmubörnin og jafnvel eftir að hún var hætt að geta nefnt þau brosti hún stórum, teygði sig til þeirra og strauk litla kolla. Það var sárt þegar að því kom að hún þekkti okkur ekki. Samt var gott að sitja og halda í höndina henn- ar og „spjalla“ á sama hátt og áður en hún veiktist. Þótt hún fyndi ekki réttu orðin, þá „talaði“ hún í gamla tóninum, brosti og var ánægð. Fram undir það síðasta gægðist glettnin fram. Og hún var fljót að sjá ef ég klæddist nýrri flík, þá rétti hún fram höndina og skoðaði efnið. Henni lík- aði ekki ef flíkin var ófóðruð, það var ekki vönduð flík í huga hinnar full- komnu saumakonu. Verðmæti hvers vinnustaðar er fólgið í því starfsfólki sem þar vinn- ur. Starfsfólkið á 3. hæðinni á Eir, þar sem móðir mín dvaldi síðustu þrjú árin, vinnur starf sitt ekki ein- ungis af dugnaði heldur og einnig af einstakri umhyggju og hjartahlýju. Ég og fjölskylda mín viljum þakka þeim frábæra umönnun foreldra okkar og góða viðkynningu. Fjölskyldu og vinum, sem heim- sótt hafa móður mína á hjúkrunar- heimilið Eir, vil ég þakka og ekki síst honum elsku föður mínum, sem á sinn yndislega og fórnfúsa hátt hef- ur borið hana á höndum sér síðustu árin. Að líta þessi öldruðu hjón sam- an síðustu árin á Eir gat fengið hörð- ustu manneskju til að tárast. Í hug- ann kemur myndin af þeim: Hann á rölti um gangana með hana í hjóla- stólnum, staldrað við öðru hvoru og hlúð að henni, sjali vafið þéttar um háls eða fótum hagrætt. Hann ann- aðist hana af einstakri blíðu og natni. Sporin hans föður míns hafa verið hæg og þung síðustu daga. Hann syrgir nú ástina sína sem hann lifði fyrir í nærri 70 ár. Ég bið algóðan Guð að styrkja hann í sorginni og mun sjálf gera mitt besta til að létta sporin hans. Undir lokin voru hugur og hönd móður minnar visin. Það var aug- ljóst að hverju stefndi. Hún sofnaði hægt og hljótt. Við trúum því að nú, eftir erfiða baráttu, hvíli hún í örm- um Guðs. Sú sannfæring hjartans færir frið þeim sem eftir lifa. Elsku besta móðir mín, hvíldu í friði. Megi góður Guð varðveita þig. Minningin um þig eins og þú varst mun áfram lifa og verða mér að leið- arljósi í lífinu. Þér á ég allt að þakka. Þín dóttir, Helga. Elsku Valdís amma er dáin. Til þess að takast á við sorgina þarf ég stöðugt að minna mig á, hve hún þráði hvíldina Ég sakna hennar svo mikið. Elsku afi botnar ekkert í því hvers vegna Guð tók svona fallega konu frá okkur, en ég hef komist að því. Guð vissi einfaldlega að hún hafði skilað sínu hlutverki fullkom- lega hér á jörð. Betri ömmu var ekki hægt að hugsa sér. Hlýju hendurnar hennar og faðmlögin, alltaf var hún til staðar til að þerra tár af kinn og leiðbeina okkur. Ég veit að nú er hún orðin heil heilsu og vakir yfir mér og öllum í fjölskyldunni eins og hún hef- ur alltaf gert. Þannig var hún amma mín. Þegar ég var yngri var mitt annað heimili hjá ömmu Valdísi og Kristni afa. Þangað kom ég daglega og hvergi leið mér betur. Átta ára göm- ul átti ég að vera hjá dagmömmu eft- ir skólatíma. Það leiddist mér óg- urlega og laumaðist oft til þess að hringja í Hvassaleitið til ömmu og afa. Jú, jú, afi var mættur innan skamms til að „bjarga“ mér. Heima beið amma þá yfirleitt tilbúin með kakósúpu eða grjónagraut því hún vissi að það var í miklu uppáhaldi hjá litlu dekurrófunni. Allt vildi hún fyr- ir mann gera. Eitt aðfangadagskvöld náði ég meira að segja fram samn- ingum um cheerios og frostpinna í staðinn fyrir jólasteikina. Hún amma mín var svo myndarleg. Það var mikið sport að hjálpa henni við baksturinn; pönnukökur, vínar- brauð, kanelsnúðar eða jógúrtkökur, alltaf var nóg til og lítið mál að snara í örlítð meir ef von var á gestum. Þegar amma þurfti að leggjast á sjúkrahús ætlaði ég aldeilis að hugsa um hann afa minn og sjá um mat- seldina fyrir hann. Steikt eggja- brauð og hrært skyr var víst það eina sem ég kunni og mikið held ég að hann hafi nú verið feginn að fá frúna sína aftur heim. Mánaðarlega fórum við amma í „smáferðalag“, er happdrættismið- inn var endurnýjaður. Þá var leið 3 tekin niður á Hlemm og rölt niður Laugaveginn. Viðkoma í gamla Domus var regla, þar sem amma skoðaði oft kristalskálar en ég fékk að velja mér nammi í poka. Svo var rölt niður að tjörn og kíkt á endurn- ar. Þessar ferðir voru ávallt mikið tilhlökkunarefni. Amma var ótrúlega handlagin og gat galdrað fram gullfallegar mynd- ir og mynstur með nál og tvinna. Við barnabörnin fengum að njóta þess þegar kom að því að skila verkefn- unum í handavinnu. Hún snaraði upp ullarsokk á örfáum mínútum og mig grunar að Gunni bróðir hafi skil- að lengsta prjónasnák sem um getur í sögu Hlíðaskóla. Á þriðjudögum fékk ég að rölta með henni í handa- vinnuna þar sem ég sat með kon- unum í húsinu og hlustaði stóreygð á nýjustu kjaftasögurnar. Mörgum eftirmiðdögum eyddum við amma líka við spilamennsku. Við gátum spilað rommý svo tímunum skipti og stundum fékk afi að vera með, en það gekk oft erfiðlega að spila við hann því hann vildi alltaf gefa okkur ömmu tvistana sína og slagina svo við fengjum nú að vinna. Þá hló amma sínum dillandi hlátri. Hún amma mín var alltaf svo fín og pen. Aldrei fór hún út nema vera óaðfinnanlega klædd, með lakkaðar neglur og litaðar varir. Hún vildi hafa allt hreint og fínt í kringum sig. Þegar þau afi fengu húshjálp til að þrífa heima hjá sér var amma venju- lega búin að þurrka ryk og stjórna afa á ryksugunni svo það væri nú örugglega nógu snyrtilegt þegar húshjálpin kæmi. Svo var sest niður með stúlkunni og spjallað við dúkað kaffiborð. Ósjálfrátt lifir maður í þeirri trú að þeir, sem maður elskar mest, verði alltaf hjá manni. Þess vegna er svo erfitt að kveðja þegar kallið kemur. Við afi höfum þó komist að þeirri niðurstöðu, að þótt amma sé farin frá okkur lifir hún ennþá í hjörtum okkar, sem eru barmafull af fallegum minningum um þessa ynd- islegu konu. Minningum, sem enginn getur tekið frá okkur. Hvíl í friði, elsku hjartans amma mín. Helga Dögg. Í dag kveðjum við Valdísi eða Gógó, eins og hún var jafnan kölluð. Gógó átti við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið og var því hvíldin vel þegin. Gógó var ekki af þeirri mann- gerð að gefast upp, en öll verðum við samt að lúta í lægra haldi fyrir al- mættinu. Daginn fyrir andlátið áttu þau Gógó og Kristinn 65 ára brúðkaups- afmæli. Kristinn, sem er nú á nítug- asta og fyrsta aldursári, hefur af fá- dæma elsku, dugnaði og karlmennsku sinnt og hjúkrað sinni góðu konu um árabil. Síðustu árin hefur hann vart vikið frá henni. Er þetta táknrænt fyrir Kristin, sem er einn vænsti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, mannbætandi og öllum til fyrirmyndar sem honum hafa orðið samferða. Þegar ég kynntist þeim hjónum árið 1967 bjuggu þau á Háaleitis- braut. Kristinn rak verslunina Skúlaskeið sem var ein stærsta mat- vöruverslunin í bænum á sínum tíma. Gógó aðstoðaði í versluninni eftir þörfum og oft var vinnudagur- inn langur. Mér var strax tekið opn- um örmum af fjölskyldunni og má segja að manni hafi oft þótt nóg um umhyggjusemina, en eftir að ég kvæntist yngri dóttur þeirra, Helgu, og börnin komu í heiminn var stöð- ugt samband og samgangurinn mik- ill. Heimili þeirra varð okkar annað heimili og matarboðin endalaus. Gógó gætti elsta barnsins okkar Helgu, Kristins Vals, meðan ég stundaði nám og Helga var í námi og starfi. Ekki var minni samgangur barnanna við ömmu og afa þegar frá leið og veit ég að börnin okkar Helgu sem eru nú fullorðin sakna ömmu sinnar meira en orð fá lýst. En Gógó var ekki einvörðungu stoð okkar og stytta í barnauppeldi, hún var víkingur til allra verka. Heimili þeirra var alltaf annálað fyr- ir snyrtimennsku og góða umgengni. Hún vílaði ekki fyrir sér að mála og taka til hendinni. Eftir að þau fluttu af Háaleitisbraut var keypt hús í Drekavogi og þar hófst mikið end- urnýjunarstarf. Æði oft kom það fyrir, að þegar ég kom heim til mín var Gógó búin með aðstoð dóttur sinnar að snúa stof- unni okkar við. Allt var þetta gert af smekkvísi, hjálpfýsi og umhyggju- semi við fjölskyldu sína. Gógó gat verið nokkuð orðhvöss og ákveðin, en þeir sem þekktu hana vissu hvað undir bjó, hún var hjartahlý kona sem hafði fengið sinn skammt af erfiðleikum og sorg. Tvö börn misstu þau Kristinn, annað við fæðingu og dreng tæplega tveggja ára sem lést af slysförum. Ég minnist þess, að ég sagði ein- hverju sinni í gríni, að ef ég lifði hana af myndi ég skrifa nokkrar línur um hana. Hún harðbannaði mér það og sagðist myndu ganga aftur ef ég dirfðist að gera það. Ég óttast þó ekki að Gógó verði mér reið þótt ég kveðji hana með fáeinum orðum, en henni og Kristni á ég marga ógoldna skuldina að gjalda fyrir óeigingjarna hjálpsemi og sérlega mikla um- hyggjusemi við börnin mín. Eftir að við Helga slitum samvist- um var alltaf samband milli okkar og þau létu sér mjög annt um drengina mína sem ég eignaðist síðar. Fyrir rúmum þremur árum fór ég með þá í heimsókn til þeirra í Hvassaleiti og man ég hversu vel þau tóku á móti okkur. Ég hafði á orði eftir heim- sóknina hvað Gógó væri hress. Þá var farið að bera á veikindum henn- ar, en hún leyndi þeim vel og kvart- aði ekki. Gógó var stolt kona og mátti vera það, hennar lífshlaup ein- kenndist af því að rækta fjölskyldu sína, hjálpa öðrum og vera öðrum fyrirmynd. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Það er með virðingu og þakklæti sem ég kveð fyrrum tengdamóður mína. Blessuð sé minning hennar. Dan Valgarð S. Wiium. Elskuleg systir og mágkona Magdalena Valdís Meyvantsdóttir, eða Gógó eins og hún var alltaf köll- uð, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 23. maí síðastliðinn áttatíu og sex ára að aldri. Við viljum með nokkr- um orðum þakka þessari mætu og góðu konu samfylgd liðinna ára. Eig- inmaður Gógóar, Kristinn Krist- varðsson, kveður nú eiginkonu sína eftir 65 ára farsælt og traust hjóna- band. Minningin um samveruna með þeim hjónum einkennist af gleði og einlægri vináttu. Ógleymanleg eru ferðalögin okkar fyrr og síðar, því að eiga stundir með þeim hjónum var mikils virði. Oft var komið saman til að spila og þá var kátt á hjalla. Gógó var sérlega glæsileg kona og mynd- arleg húsmóðir, enda snyrtimennsk- an í fyrirrúmi á heimili þeirra hjóna og liggja eftir hana margar fallegar hannyrðir. Gógó og Kristinn ráku í mörg ár verslunina Skúlaskeið og kom í ljós við rekstur þeirrar verslunar hversu samhent þau hjón voru. Þau reistu sér snemma fallegt heimili, og er ógleymanlegt hversu vel þau bjuggu um sig í Langagerði 18. Þegar Gógó og Kristinn voru komin á miðjan aldur byggðu þau sumarbústað á Mófellsstöðum í fé- lagi við Sigríði systur hennar og eig- inmann hennar Björn. Þessi bústað- ur var sælureitur fjölskyldnanna og eiga margir góðar minningar er tengjast heimsóknum að Mófells- stöðum. Þau voru ávallt mjög gest- risin og veitandi sínum nánustu, ekki síst systkinum og systkinabörnum. Þau létu sig mikið varða hag sinna nánustu. Sorgin knúði dyra er þau Gógó og Kristinn urðu fyrir þeirri þungu raun að missa son sinn Gunnar á unga aldri af slysförum. Samheldni þeirra leiddi þau í gegnum sorgina. Þau síðustu ár sem Gógó var mik- ill sjúklingur á Hjúkrunarheimilinu Eir var fallegt að verði vitni að því gagnkvæma trausti, væntumþykju og kærleika sem ríkti á milli hjónanna. Í gegnum veikindin stóðu eiginmaður og börn ávallt við hlið hennar. Eins og kemur fram í þessari MAGDALENA VALDÍS MEYVANTSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.