Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, fagnar hér þriðja marki íslenska liðsins á móti Spánverjum sem hún skoraði með laglegri kollspyrnu. Guðlaug Jónsdóttir getur ekki leynt gleði sinni en varnarmaður Spánverja er greinilega niðurlútur. RÍKISENDURSKOÐUN og stjórn Sólheima í Grímsnesi eru ekki á einu máli um það hvort þjónustu- samningur Sólheima og félagsmála- ráðuneytisins, frá 1. mars 1996, um m.a. framlög ríkisins til Sólheima, hafi verið í gildi síðustu árin eða ekki. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem birt var í gær, um þjónustu Sólheima við fatlaða íbúa staðarins, segir að þjónustan á árunum 2000 og 2001 hafi ekki verið í samræmi við fyrrgreindan þjónustusamning. Segir Ríkisendurskoðun m.a. að ljóst sé að fjárframlögum sem Sól- heimar hafi fengið frá ríkinu á und- anförnum árum hafi verið ráðstafað með talsvert öðrum hætti en fyrr- greindur þjónustusamningur hafi kveðið á um. Ekki hægt að una þessu Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir að ráðuneytið geti ekki annað en tekið skýrsluna alvarlega og hún kalli á viðbrögð. „Við kom- um til með að ræða við fjárlaga- nefnd hvernig við högum fjár- streymi til Sólheima. Við getum ekki unað þessari niðurstöðu, að stofnunin hafi notað 67 milljóna króna ríkisframlag í annað en við bjuggumst við,“ segir hann. Páll segir að það sé verkefni ráðuneyt- isins að sjá til að fatlaðir fái þá þjónustu sem þeim sé ætluð. Að sögn Páls mun ráðuneytið einnig óska eftir því að Ríkisend- urskoðun skoði fjárveitingar til Sól- heima aftur til ársins 1996. „Síðan munum við óska eftir því við prestastefnuna, sem skipar fulltrúa- ráð Sólheima, að hún hlutist til um breytingar á skipulagsskrá stofn- unarinnar,“ segir hann. Páll segir að það skilyrði verði gert fyrir því að nýr þjónustusamningur verði gerður, að stjórnarfyrirkomulagi Sólheima verði breytt. Ráðuneytið muni gera kröfu til þess að fá mann í stjórn, a.m.k. á meðan þjónustu- samningur sé í gildi. Að auki verði gert það skilyrði að sérfræðiþjón- ustu verði sinnt. „Einnig munum við gera kröfu til að húsaleiga fatlaðra verði leiðrétt, þannig að fatlaðir nái rétti sínum í samræmi við þau framlög sem Framkvæmdasjóður fatlaðra hefur látið af hendi.“ Aðspurður hvort eðlilegt hefði verið, eftir að Sólheimar sögðu upp þjónustusamningnum árið 1997, að gera nýjan samning, segir Páll að það hafi verið reynt. „Við óskuðum eftir því og vorum tilbúin með nýj- an samning, sem Sólheimar féllust ekki á,“ segir hann. Hefði mátt fylgjast betur með starfsemi Sól- heima? „Sólheimar brugðust trausti okkar. Við treystum því, og ítrek- uðum hvað eftir annað bréflega, að allar þær fjárveitingar sem farið hefðu til Sólheima væru á grund- velli gamla samningsins og að stofnunin yrði að uppfylla þær skyldur sem í honum fælust.“ Of harkaleg viðbrögð Sigurbjörn Magnússon hrl. og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sólheima segir félagsmálaráðherra fara of harkalega fram í ummælum sínum um framkvæmdastjórnina. „Viðbrögð félagsmálaráðherra finnst mér fráleit og byggjast á hæpnum forsendum,“ segir Sigur- björn. „Félagsmálaráðherra hefur ekkert með skipan stjórnarinnar að gera. Hún er kosin af fulltrúaráði sem upphaflega var tilnefnt af prestastefnu. Ég treysti betur ít- arlega rökstuddri lögfræðilegri nið- urstöðu Karls Axelssonar hæsta- réttarlögmanns, en hann segir að það sé með engu móti hægt að halda því fram að samningurinn sé í gildi. Ég hvet menn til að kynna sé álitsgerð hans. Hin lögfræðilega niðurstaða Ríkisendurskoðunar er að mati okkar Karls Axelssonar röng og ég treysti Karli betur en lögfræðingum Ríkisendurskoðunar í þessu sambandi. Hvers vegna leitar félagsmálaráðherra ekki álits rík- islögmanns áður en hann veður fram með yfirlýsingar um að samn- ingurinn sé í gildi? Ef enginn samn- ingur er í gildi, þá beinist málið að ráðherranum sjálfum. Hver er ábyrgð hans og mun hann axla þá ábyrgð?“ Fulltrúi stjórnar Sólheima segir viðbrögð félagsmálaráðherra fráleit Ráðherra segir að nýjum samningi hafi verið hafnað  Gagnrýnir/10 ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur enn í vonina um að komast í úrslitakeppni HM í knattspyrnu í Kína á næsta ári eftir glæsilegan 3:0 sigur á Spán- verjum á Laugardalsvelli í gær- kvöldi. Slegið var áhorfendamet á kvennaleik hér á landi þegar 2.240 manns mættu á völlinn og studdu vel við bakið á íslenska liðinu. Íslendingar skoruðu mörk- in þrjú öll í síðari hálfleik. Fyrstu tvö mörkin voru sjálfsmörk Spán- verjanna en Ásthildur Helgadótt- ir skoraði það þriðja með skalla. Þess má geta að Spánn vann fyrri viðureign liðanna á heimavelli sínum með miklum mun, 6:1. Með sigrinum komst íslenska liðið upp í annað sætið í riðlinum. Rússar eru efstir með 11 stig og hafa lokið sínum leikjum, Íslend- ingar eru í öðru sæti með 8 stig, Spánn er í þriðja með 6 stig og hefur lokið sínum leikjum og Ítal- ir eru sömuleiðis með 6 stig. Frábær sig- ur á Spán- verjum ÍSLENSKUR nýstúdent varð fyrir bíl á Spáni í fyrrakvöld og slasaðist alvarlega á höfði, en honum hefur verið haldið sof- andi á sjúkrahúsi síðan. Um 200 manna hópur úr Verzlunarskóla Íslands er í tveggja vikna útskriftarferð á Costa Del Sol, en hópurinn kom þangað í fyrradag eftir útskrift á laugardag. Ekið var á pilt úr hópnum í fyrrakvöld og var hann fluttur á spítala, en tveir fararstjórar Heimsferða vöktu yfir honum í fyrrinótt og viku ekki frá honum í gær. Haft var samband við foreldra hans og héldu þeir út til hans í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Heimsferðum var ferðin mjög vel undirbúin og hefur að öðru leyti gengið vel. Fimm farar- stjórar á vegum ferðaskrifstof- unnar eru með hópnum auk tveggja kennara. Nýstúdent slasaðist alvarlega á Spáni HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknað hafði íslenska ríkið af kröfum starfsmanns Landsbanka Íslands, sem stefndi ríkinu fyrir þá ákvörðun skattayfirvalda að færa honum til tekna rúmar 153 þúsund krónur vegna kaupa á hlutabréfum í bankanum á starfsmannakjörum. Starfsmaðurinn keypti bréfin á genginu 1,25 en fyrrgreind fjár- hæð nam mismuninum á verði bréfanna á því gengi og genginu 1,9 sem almenningi bauðst á sama tíma. Hæstiréttur taldi að þau hlunnindi sem fólust í hinum sér- stöku starfsmannakjörum yrðu metin til peningaverðs, svo sem áskilið er í 1. mgr. 7. gr. laga um tekju- og eignarskatt og taldi því að um skattskyld hlunnindi hafi verið að ræða. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Haraldur Henr- ysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Jakob R. Möller hrl. var lögmaður áfrýjanda, banka- starfsmannsins, og Guðrún Mar- grét Árnadóttir hrl. var til varnar fyrir stefnda, ríkið. Kaup bankastarfs- manns á hlutabréfum Skatt- skyld hlunn- indi KENNARAHÁSKÓLI Íslands hættir á morgun rekstri Lestrar- miðstöðvarinnar, en hún hefur m.a. þjónustað nemendur með lesblindu og veitt foreldrum og skólafólki ráðgjöf um úrræði. Ástæðu lokunar má rekja til forgangsröðunar verk- efna í Kennaraháskólanum, og að miðstöðin var ekki á fjárlögum þessa árs. Menntamálaráðuneytið telur að sveitarfélögin beri ábyrgð- ina á greiningu grunnskólanemenda með lestrarörðugleika. Rannveig G. Lund, fyrrverandi forstöðumaður Lestrarmiðstöðvar- innar, telur lokunina vera alvarleg mistök, og geti haft slæmar afleið- ingar fyrir nemendur með lesblindu (dyslexíu) á grunnskóla-, fram- haldsskóla- og háskólastigi. Skóla- fólk óttist að fagþekkingin sem safnast hefur saman á miðstöðinni fari forgörðum, en engin önnur stofnun tekur við verkefnum henn- ar. Erfiðara verði einnig að leita ráðgjafar og fá miðlun nýrra upp- lýsinga. Lestrarmiðstöðin hefur rækt hlutverk sitt í næstum 10 ár og að mati Rannveigar var hún orðin mikilvæg í þeirri viðleitni að bæta hlut nemenda með lesblindu og skapa þeim um leið jafnræði til náms á við aðra nemendur. „Bæði foreldrar og sérkennarar hafa treyst á þjónustu Lestrarmiðstöðv- arinnar, og starfsmenn hér þekkja aðstæður í skólunum og kunna að koma úrræðunum við,“ segir Rann- veig. Lestrarmiðstöð Kenn- araháskólans hættir  Lokun alvarleg / 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.