Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 1
126. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 31. MAÍ 2002 VAXANDI skærur og átök voru á landamærum Indlands og Pakist- ans í gær jafnframt því sem Pak- istanar fluttu þangað mikið lið frá landamærunum við Afganistan. Er- lend ríki reyna enn að miðla mál- um í deilunni og meðal annars hef- ur Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, boðað komu sína til ríkjanna í næstu viku. Talsmenn indverska hersins sögðu, að stórskotahríðin hefði staðið í alla fyrrinótt og hefðu nokkrir óbreyttir borgarar fallið. Indverski fréttaskýrandinn Balraj Puri sagði í gær, að ástandið væri mjög alvarlegt, ekki síst eftir að tveir múslímskir skæruliðar felldu þrjá indverska lögreglumenn í Kasmír. Féllu þeir sjálfir í átökum við indverska hermenn. Aukinn viðbúnaður við landamærin Talsmaður pakistanska hersins sagði í gær, að herlið hefði verið flutt frá landamærunum við Afgan- istan til héraðanna Rajasthans og Punjabs en þau hafa verið mikill vígvöllur í fyrri átökum milli ríkjanna. Atal Behari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, átti í gær fund með þremur helstu ráð- gjöfum sínum í öryggismálum en lítið var látið uppi um fundarefnið. Í Indlandi er þess nú krafist, jafnt innan stjórnar sem utan, að stjórnvöld segi upp 42 ára gömlum vatnssamningi við Pakistan. Sam- kvæmt honum nýta Indverjar vatn- ið í þremur fljótum, Sutlej, Beas og Ravi, en Pakistanar fljótin Indus, Jhelum og Chenab. Indverjar geta svipt þá þessu vatni en það þýddi, að stór hluti af Pakistan yrði vatnslaus. Vilja fáir trúa, að til þess verði gripið enda gæti það hleypt öllu í bál og brand. Vaxandi átök og liðsflutningar Nýju Delhi. AP, AFP. Lagt að Indlands- stjórn að rifta vatnssamningi við Pakistan Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í Japan og Suður-Kóreu í dag og verður fyrsti leikurinn á milli heimsmeistara Frakka og Senegala. Fer hann fram í Seoul í S-Kóreu og hefst útsending hans klukkan 11.30 að íslenskum tíma. Útsending frá opnunarhátíðinni hefst klukkutíma fyrr. Mótið stendur út allan júní- mánuð og lýkur með úrslitaleik hinn 30. Veggmyndin er af einum leikmanna japanska liðsins, en í Japan og S-Kóreu og vafalaust víð- ar ríkir nú sannkallað fótboltaæði. AP HM að hefjast  Sjá bls. 28 og C3–6. HREINSUNARSTARFI vegna hryðjuverkanna í New York fyrir rúmum átta mánuðum lauk í gær og var þess minnst með látlausri athöfn. Var silfurklukku hringt 20 sinnum eins og venjan er við útför bandarískra slökkviliðs- manna og síðasti stálbitinn í turn- um World Trade Center-bygg- ingarinnar var fluttur á brott sveipaður bandaríska fánanum. Þá voru sjúkrabörur með fán- anum bornar inn í sjúkrabíl til minningar um alla þá, um 2.000 manns, sem ekki tókst af finna í rústunum. Gengu sekkjapípuleik- arar og trommuslagarar í þremur fylkingum á eftir bílnum. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, minntist í gær þeirra, sem létust, rúmlega 2.800 manna, og færði þeim þakkir, sem lagt hefðu nótt við dag við leitina og við hreins- un rústanna í átta mánuði. Reuters Leitar- og hreinsunar- starfi lokið í New York STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum og Evrópusambandsríkjunum, ESB, leggja nú aukna áherslu á fyrirhug- aða ráðstefnu um frið milli Ísraela og Palestínumanna en vonir um að hún verði haldin núna snemmsumars hafa dofnað. Yasser Arafat, leiðtogi Pal- estínumanna, lét í gær undan miklum þrýstingi innanlands sem utan og undirritaði fimm ára gömul lög um al- menn mannréttindi. William Burns, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, átti í gær fund með Arafat, sem þá var nýkom- inn af fundi með Joschka Fischer, ut- anríkisráðherra Þýskalands. Hafði Fischer áður átt viðræður við Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels. George Tenet, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, mun eiga fund með deiluaðilum á næstu dögum og einnig Javier Solana, sem fer með utanríkismál í ESB. Þá ætlar Osama al-Baz, nánasti ráðgjafi Hosni Mub- araks, forseta Egyptalands, að ræða við Sharon í dag. Hart lagt að Arafat Burns sagði í gær er hann var á leið til fundar við Arafat, að niðurlæging Palestínumanna undir ísraelsku her- námi ykist dag frá degi og henni yrði að ljúka. Var litið á ummælin sem inn- legg í viðræðurnar við Arafat en Burns og aðrir vestrænir sendimenn leggja ofuráherslu á, að Arafat komi strax á umbótum. Ísraelar setja það líka sem skilyrði fyrir friðarráðstefnu, að komin verði á eiginleg stjórn meðal Palestínumanna. Vilja þeir, að Arafat verði gerður að valdalausum forseta en aðrir haldi um stjórnvölinn. Stefnt var að því að halda ráðstefn- una snemmsumars en bandarísk stjórnvöld sögðu í gær, að líklega yrði hún ekki fyrr en eftir mitt sumar og þá í Tyrklandi. Arabaríkin setja það líka sem skilyrði fyrir þátttöku, að Ísraelsher taki sér þá stöðu sem hann hafði fyrir uppreisn Palestínumanna. Hert á friðarum- leitunum Jerúsalem, Ramallah. AP, AFP.  Lífið heldur áfram/6 NÚ á dögum ráða tilviljanir mestu þegar íþróttamet eru slegin en ekki hæfileikar kepp- endanna. Er það niðurstaða breskra vísindamanna, sem segja, að í raun séu menn komnir að endimörkum getu sinnar að þessu leyti. Sífellt er verið að setja nýtt met, til dæmis í hlaupagrein- um, þótt yfirleitt sé aðeins um að ræða lítið sekúndubrot í hvert skipti. Þannig getur það þó ekki gengið endalaust og af þeim sökum hefur hópur breskra stærðfræðinga skoðað þann árangur, sem náðst hefur í ýmsum greinum, til dæmis í 200 og 1.500 metra hlaupi og maraþonhlaupi. Sagði frá þessu á fréttavef BBC í gær. Samkvæmt þeirra útreikn- ingum hafa tilviljanir ráðið mestu um framfarirnar síð- ustu 20 árin, svo sem áhrif vinds, loftslags og hæðar yfir sjó. Dr. John Taylor við Kings College í London segist telja, að menn séu komnir að endi- mörkum líkamlegrar getu í íþróttunum. Í nokkrum grein- um hafi þó orðið miklar fram- farir upp á síðkastið en líklega séu þær að þakka nýjum reglum, betri tækni og jafnvel svindli, það er að segja lyfja- notkun. „Ef eitthvert eitt ár sker sig úr varðandi árangur í ein- hverri grein, þá er þar líklega eitthvað á seyði, sem vert er að athuga,“ segir Taylor. Árangur í íþróttum Komið að endi- mörkum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.