Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 61 Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufulltrúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05 alla virka daga nema mánudaga. Mömmumorgunn kl. 10–12 í umsjá Hrund- ar Þórarinsdóttur djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varm- árskóla kl. 13.15–14.30. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga- samkoma í kvöld kl. 21. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Sam- komur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Biblíurannsókn og bænastund á miðviku- dagskvöldum kl. 20. Bænastundir á hverju kvöldi kl. 20–22 í hliðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs- þjónusta kl. 11. Umsjón: Ungt fólk úr Reykjavík og Hafnarfirði. Samlestrar- og bænastund á föstudags- kvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð- mundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmanna- eyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Samlestrar og bænastund í safnaðarheimilinu á fimmtu- dögum kl. 17.30. Allir hjartanlega velkomn- ir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Sigríð- ur Kristjánsdóttir og Amicos. Allir velkomn- ir. Safnaðarstarf Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is FJÖLBRAUTASKÓLINN við Ár- múla býður upp á sumarfjarnám í fyrsta skipti nú í sumar. Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjöl- brautaskólans við Ármúla, segir að sumarfjarnámið sé angi af mun stærra máli, en skólinn hefur verið þróunarskóli í upplýsingatækni síð- astliðin þrjú ár, ásamt Menntaskól- anum á Akureyri og Fjölbrautaskól- anum á Suðurlandi. „Nú í vor lýkur þessu tilraunaverkefni. Eitt af því sem við höfum verið að gera þessi ár er að einstaka deildir innan skólans hafa komið sér upp öflugum netsíð- um og við höfum verið að smáfikra okkur yfir í það sem við köllum dreif- nám og fjarnám. Síðan byrjuðum við með hreint fjarnám í haust og vorum með um fimmtíu nemendur og núna í vor rúmlega hundrað. Nú höfum við fengið heimild menntamálaráðu- neytisins til að gera tilraun næstu tvö árin með það sem heitir fjarnám allt árið,“ segir Sölvi. Færri greinar í styttri lotum Að hans sögn verður árinu skipt upp í fjórar annir og greiða nemend- ur hefðbundið innritunargjald, eins og það er ákveðið hverju sinni og mega velja sér allt að níu einingar. Á einu ári er hægt að taka sem ígildi fulls náms. Það er hægt að taka 36 einingar á venjulegu ári en ársnem- andi í hefðbundnu skólakerfi tekur 35 einingar. „Sú reynsla sem við höfum af fjar- námi eða að minnsta kosti þær hug- myndir sem við höfum um það, eru þær að mönnum láti betur að taka færri greinar í styttri lotum heldur en margar greinar í lengri lotum.“ Aðspurður hvaða námsgreinar séu kenndar segir hann að í boði séu flestir áfangar, sem kenndir eru í dagskóla og fer þeim fjölgandi. Stefnt er að því að innan fárra miss- era verði hægt að taka öll fög skólans í fjarnámi Sölvi bendir á að nemendur í dag- skóla geti tekið fjarnámsáfanga að auki og þar með flýtt fyrir sér. Einn- ig er þetta sniðugur kostur fyrir nemendur í litlum skólum til að auka fjölbreytni í námi og geta nemendur tekið áfanga, sem minni skólar hafa ekki kost á að bjóða upp á. Nem- endur geta með öðrum orðum fengið fjarnámið metið inn í aðra skóla, en allt eru þetta áfangar sem eru í aðal- námskrá framhaldsskólans. „Það eru ekki síst þeir sem fara í nám á sumrin sem eygja möguleika á því að verða brautskráðir um jól. Eiga kannski 30 einingar eftir og geta þá stytt sér leiðina með því að taka 9 einingar og eiga þá 21 eftir, sem er þægilegt að ná á einni önn fyrir góð- an nemanda.“ Góð aðsókn Sölvi segir að mjög góð aðsókn hafi verið að skólanum. Hann telur þetta skemmtilega viðbót við kennsluaðferðirnar og námsfram- boðið í landinu. „Langflestir kenn- arar okkar eru með fartölvur og eru í sambandi hvar sem þeir eru. Við reiknum með því að samskiptin á sumarönninni verði mest í júní og síðan eru prófin í ágúst. Ef einhver er ekki tilbúinn til þess að taka próf- in þá, má hann geyma þau fram í desember eða jafnvel fram í mars á næsta ári. Við ætlum að hafa próf fjórum sinnum á ári,“ nefnir Sölvi. Hann segir að meðalfjarnáms- nemandinn á síðustu önn hafi verið 26 ára gömul kona af suðvesturhorn- inu og skipta megi nemendum í fjar- námi í fjóra hópa. Í fyrsta lagi eru það þeir sem eru að stytta sér leið og útskrifast fyrr. Í öðru lagi eru það þeir sem hafa misstigið sig og ná ýmsum greinum upp með þessum hætti. Þá eru það þeir nemendur sem hafa lokið heilmiklu en hafa af einhverjum ástæðum þurft að hætta námi. Nemendur sem oft eru komnir með fjölskyldur og taka námið þá hægt og bítandi. Loks er það hópur sem er að fikra sig inn í skólakerfið, jafnvel að stíga sín fyrstu skref í námi. Þeir nemendur eru þá gjarnan búnir að ákveða sig hvað þeir ætla að verða og stunda þá nám sitt mjög markvisst. Fjölbrautaskólinn við Ármúla hefur ákveðið að bjóða upp á fjarnám allt árið Sumarfjarnám í fyrsta sinn Í TILKYNNINGU frá stjórn For- eldra- og styrktarfélags heyrnar- daufra segir: „Samstarf Vesturhlíð- arskóla og Hlíðaskóla hefur verið í undirbúningi frá því á árinu 1999, en núgildandi áætlun um sameiningu var kynnt á fundi í nóvember síðast- liðnum að viðstöddum meðal annars fulltrúum Foreldra- og styrktar- félags heyrnardaufra og Félags heyrnarlausra. Allan þennan tíma hefur heyrnarlaus skólastjóri verið starfandi í Vesturhlíðarskóla, en hann er jafnframt formaður Félags heyrnarlausra. Skólastjórinn hefur tekið virkan þátt í undirbúningi sam- starfsins og verið þar í lykilaðstöðu til að hafa áhrif á gang mála. For- eldrar barna í Vesturhlíðarskóla hafa starfað af heilum hug að þessu verkefni og styðja núverandi áætlun í öllum meginatriðum.“ Styrktarfélag heyrnardaufra Styðja sameiningu skólanna í haust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.