Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 59 AÐALFUNDUR Landverndar verður haldinn í Norræna húsinu í Reykjavík laugardaginn 1. júní kl. 10.30. Hefðbundin aðalfundarstörf. Klukkan 14 verða flutt nokkur erindi. Erindi halda: Ellý K. J. Guðmunds- dóttir, forstöðumaður Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur og Jón- as Guðmundsson hagfræðingur. Sagt verður frá niðurstöðum tilraunamats rammaáætlunar um nýtingu vatns- afls og jarðvarma þar sem leitast var við að raða 15 virkjunarhugmyndum með tilliti til hagkvæmni þeirra og umhverfisáhrifa. Aðalfundur Landverndar er öllum opinn en atkvæðisréttur er bundinn við félaga og aðildarfélög, segir í fréttatilkynningu. Aðalfundur Landverndar Rangt föðurnafn Föðurnafn Jónasar Þórissonar, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, misritaðist í grein í blaðinu í gær um kosningarnar í Sierra Leone, en hann var sagður Ragnarsson. Er það leiðrétt hér með og beðist er velvirðingar á mistök- unum. Sparverslun.is í Bæjarlind næstlægst Rangt var farið með nafn versl- unarinnar Sparverslun.is í Bæjar- lind í Kópavogi í baksíðufrétt Morg- unblaðsins í gær þar sem greint er frá niðurstöðu verðkönnunar ASÍ á verði grænmetis og ávaxta. Verslun- in heitir Sparverslun.is en ekki Spar- kaup.is eins og stóð í fréttinni. Eins og fram kemur í fréttinni var Spar- verslun.is með næstlægsta verðið í könnuninni, næst á eftir Bónus. LEIÐRÉTT GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir gönguferð um Öskjuhlíðina laugardaginn 1. júní, kl. 11. Hist verður við innganginn í Perluna. Gert er ráð fyrir fremur þægilegri klukkutíma göngu sem ætti að henta flestum. Einn af kennurum hópþjálf- unar gengur með hópnum og sér um létta upphitun í byrjun og teygjur í lokin. Öllum er frjáls þátttaka, bæði fé- lagsmönnum GÍ og öðrum. Ekkert gjald, segir í fréttatilkynningu. Gönguferð um Öskjuhlíðina SKÓLAGARÐAR borgarinnar starfa á átta stöðum í borginni. Garð- arnir eru við Holtaveg í Laugardal, í Árbæ vestan Árbæjarsafns, í Foss- vogi við Bjarmaland, við Jaðarsel og Stekkjarbakka í Breiðholti, við Þorragötu í Skerjafirði í Foldahverfi (Kotmýri) fyrir austan Logafold og Gorvík í Víkurhverfi. Skólagarðarnir eru ætlaðir börn- um 8 til 12 ára. Innritun er í dag, föstudaginn 31. maí, og hefst kl. 8 í hverjum garði fyrir sig. Eldri borg- arar geta innritað sig 3. júní. í ofan- greindum görðum ef rými leyfir. Þátttökugjald er 2.000 fyrir hvern gróðurreit, segir í frétt frá Skóla- görðum Reykjavíkur. Innritun í Skóla- garða Reykjavíkur BINGÓ verður haldið í Breiðholts- skóla í dag, föstudaginn 31. maí, kl. 18. Góðir vinningar í boði. Bingóspjaldið er á 200 kr. og áætl- að er að spilatími verði ein klukku- stund. Allir eru velkomnir. Bingó í Breiðholtsskóla DAGUR hafsins verður haldinn laugardaginn 1. júní, þá munu slysavarnakonur selja kaffi og vöffl- ur um borð í Skólaskipinu Sæ- björgu sem siglir um sundin blá. Á sjómannadaginn 2. júní verður á boðstólum hlaðborð kvennadeild- arinnar í Höllubúð, Sóltúni 20, og eru þar kræsingar á borðum sem félagskonur hafa útbúið. Sæbjörgin siglir á sjómannadag- inn og gefst almenningi tækifæri til að skoða skipið, sigla um sundin blá og kaupa kaffi og vöfflur. Á Miðbakka eru sölutjöld og þar eru slysavarnakonur að selja kaffi og nýbakaðar vöfflur. Ein aðalfjáröflun slysavarna- kvenna í Reykjavík nú seinni ár hefur verið kaffisala á sjómanna- daginn þá hafa félagskonur bakað og gefið kökur, segir í fréttatil- kynningu. Kaffisala slysavarna- deildar kvenna í Reykjavík MEISTARAMÓT Skákskóla Ís- lands verður haldið í ellefta skipti dagana 31. maí til 2. júní í húsnæði skólans að Faxafeni 12, 108 Reykja- vík. Allir nemendur skólans og þeir sem tekið hafa þátt í námskeiðum á vegum skólans hafa þátttökurétt. Mótið verður reiknað til skák- stiga, en þrjár fyrstu umferðirnar til At-skákstiga. Keppt verður eftir Monrad- eða svissneska kerfinu. Í fyrstu verðlaun er meistaratitill Skákskóla Íslands 2001/2002 og far- andbikar. Einnig flugfar með Flug- leiðum hf. á Ameríku eða Evrópu- leið og uppihaldskostnaður kr. 25 þús. Önnur verðlaun eru flugfar- miði á leiðum Flugleiða til áfanga- staðar í Bandaríkjunum eða Evr- ópu. Þriðju verðlaun eru flug- farmiði á leiðum Flugleiða til áfangastaðar í Evrópu. Meistaramót Skákskóla Íslands FORELDRAR barna í Waldorfskól- anum Sólstöfum í Reykjavík halda sumarbasar laugardaginn 1. júní kl. 11 – 15 að Hraunbergi 12 ( við Fella- og Hólakirkju). Basarinn er haldinn til styrktar skólabyggingar. Til sölu verða allskyns plöntur; trjáplöntur, runnar og blóm auk grænmetisplantna. Boðið verður uppá hressingu. Samhlið basarnum verða nemendur með flóamarkað, segir í fréttatilkynningu. Sumarbasar Waldorfskólans ÞORKELL Lindberg Þórarinsson heldur fyrirlestur um MS-verkefni sitt, Svæðanotkun flórgoða, við líf- fræðiskor Háskóla Íslands í dag, föstudaginn 31. maí kl. 15 í stofu G6 í húsi Líffræðistofnunar Háskólans á Grensásvegi 12. Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Svæðanotkun flórgoða ÚTSKRIFT frá Garðyrkjuskólanum verður laugardaginn 1. júní kl. 14. Útskrifaðir verða 38 nemendur sem garðyrkjufræðingar af mismunandi brautum og nemendur blómaskreyt- ingabrautar útskrifast sem blóma- skreytar. Að lokinni útskrift verður boðið til kaffisamsætis á Reykjum, segir í fréttatilkynningu frá Garðyrkjuskól- anum. Útskrift frá Garð- yrkjuskólanum PRÝÐISGÓÐ silungsveiði hefur verið víða að undanförnu og nú berast fregnir norðan að. Þar veiddu menn í Vestmannsvatni og fengu góðan afla; nokkra tugi sil- unga, mest urriða, 1 til 3 punda. Einnig hafa borist fregnir af skot- um í Hópinu þar sem menn eru að fá talsvert af vænni bleikju. Einn á að hafa fengið sex fiska, annar 11 stykki. Mest eru þetta um 2-2,5 punda bleikjur, en þær stærstu slaga upp í 3,5 pund. Ætlaði sér bleikjuna Það er margt skrýtið sem gerist á bökkum vatnanna. Nýlega var veiðimaður einn að veiðum í Þing- vallavatni og skyndilega tók hjá honum bleikja sem reyndist vera eitthvað um 1,5 pund. Allt fór eftir kúnstarinnar reglum, fiskurinn ærslaðist eitthvað um, skvetti vatni , en lét undan síga jafnt og þétt og háfurinn beið hans. En er veiðimaður beygði sig fram og renndi háfnum undir feng sinn brá honum all hrikalega í brún er risableikja, einhvers staðar á bilinu 7 til 10 pund, kom eins og tundurskeyti upp úr djúpinu og sótti að smærri bleikjunni. Risa- bleikjan sá sig þó um hönd, styggðist og hvarf aftur í djúpið, en veiðimaður spurði sig hvað gerst hefði ef hann hefði verið ör- fáum andartökum lengur að landa bleikju sinni. Svona risableikjur eru til í Þingvallavatni og örfáar veiðast á hverju sumri. Þær lifa sældarlífi á bleikju og murtu. Annar sem stóð vaktina í Þing- vallavatni, nánar tiltekið í Vatns- koti, lenti í því að 3 punda urriði elti fluguna af svo miklu kappi er hann þreif fluguna uppúr til að kasta aftur, að firkurinn þurrkaði sig upp úr vatninu og gott betur, náði flugunni í loftköstunum. Þetta var feigur fiskur. Góður gangur á silungaslóðum Morgunblaðið/Golli Kjartan Þorbjörnsson með 3 punda urriða sem „stökk á“ fluguna í Þingvallavatni. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? HÁTÍÐ hafsins verður í Reykjavík um helgina og er þetta í fjórða sinn sem þessi skemmtun fer fram, en hún tengist sjómannadeginum á sunnudag. Hátíðin verður flautuð inn af skipslúðrum í höfninni kl. 10 laug- ardaginn 1. júní og verður fjölbreytt dagskrá allan daginn. Almenningur fær tækifæri til að skapa hátíðina og í því sambandi má t.d. nefna sum- arhátíð Vesturbæjarsamtakanna í samvinnu við Hátíð hafsins. Hún hefst í gamla Stýrimannaskólanum kl. 11. Í smiðjunni vinnur hópur fjöl- lista- og tónlistarmanna með börn- unum við að skapa búninga, fána, veifur og tónlist í anda fiska og sjáv- ar, en grillað verður ofan í smiðju- fólkið í hádeginu. Klukkan 14 fer hópurinn í skrúðgöngu niður á Reykjavíkurhöfn þar sem farið verður í stórfiskaleik og risakrít- armynd teiknuð á hafnarbakkann. Klukkan þrjú siglir bátur með skrúðgöngufólk um sundin blá og allir fá ís. Aðgangur að smiðjunni er ókeypis og eru allir velkomnir. Mikið verður um að vera við höfn- ina frá morgni til kvölds báða dag- ana. Þar má nefna Tívolí Jörundar, kvikmynda- og ljósmyndasýningar, siglingakeppni og kynningu á menntun og störfum tengdum sjáv- arútvegi. Fjölmenningarsamtök nýrra Íslendinga bjóða upp á fjöl- þjóðlega smárétti frá mörgum lönd- um úr íslensku fiskmeti, slysavarna- konur selja hátíðarkaffi og vöfflur með rjóma og fiskmarkaður verður í Kolaportinu. Hulda Proppé, mann- fræðingur, flytur erindi um konur og kvóta á Reykjavíkurtorgi í Gróf- arhúsi klukkan tvö og á útihljóm- leikum á hafnarbakkanum troða upp hljómsveitirnar Desidia, Bú- drýgindi, Örkuml, Mínus og Land og synir. Hátíðarhöld sjómannadagsins hefjast með setningu á Miðbakka kl. 14 og síðan verða nokkur ávörp en að þeim loknum tekur við fjölbreytt dagskrá til kl. 18. Sjómannadagsráð, Reykjavík- urhöfn og íbúsamtök Vesturbæjar standa að Hátíð hafsins. Hátíð hafsins í fjórða sinn Opin leiksmiðja verður fyrir börn í gamla Stýrimannaskólan- um, en þar vinnur hópur fjöl- lista- og tónlistarmanna með börnunum við að skapa búninga, fána, veifur og tónlist í anda fiska og sjávar. AÐSTANDENDUR tveggja fórnar- lamba flugslyssins í Skerjafirði í ágúst árið 2000, þegar Cessna-vélin TF-GTX fórst með sex manns um borð, segja m.a. á vefsíðunni flug- slys.is að „augljóst ósamræmi“ sé hjá Flugmálastjórn milli fréttatil- kynningar sem hún gaf út 29. maí sl. og svarbréfs til Friðriks Þórs Guð- mundssonar, eins aðstandenda, frá stofnuninni 30. apríl sl. „Undanfarið hefur verið hægt að fylgjast með undarlegum viðbrögð- um Flugmálastjórnar Íslands í fjöl- miðlum vegna beiðni Friðriks Þórs Guðmundssonar og Jóns Ólafs Skarphéðinssonar um opinbera rannsókn á því hvort m.a. loftferða- lög hafi verið brotin við útgáfu lofthæfiskírteinis fyrir flugvélina TF-GTX (Cessna 404 Titan) hinn 15. júní 2000. Flugvélin var notuð í flug- rekstri LÍO ehf.“ Í gær [fyrradag – innsk. Mbl.], 29. maí 2002, sendi flug- málastjórn frá sér fréttatilkynningu, með fyrirsögninni „Flugmálastjórn borin þungum og röngum sökum“. Með tilkynningunni fylgdi svar stofnunarinnar við fyrirspurn Frið- riks Þórs Guðmundssonar dags 30. apríl sl. Í fréttatilkynningu flug- málastjórnar kemur fram að flugvél- in TF-GTX hafi áður verið í notkun í Finnlandi og þar hafi finnskur flug- rekandi haft heimild þarlendra yfir- valda til að nota hreyfla hennar í allt að 1.920 klst. í rekstrarumhverfi fyrri eiganda. Í fyrstu umsókn um lofthæfiskírteini fyrir flugvélina TF- GTX hér á landi kemur fram að heildargangtími annars hreyfils hennar hafi verið 1.742 klst frá grannskoðun. Hreyflar þessarar flugvélar eru af gerðinni GTSIO-520-M og mælir framleið- andi þeirra, Teledyne Continental Motors, svo fyrir að heildargangtími milli grannskoðana skuli ekki fara yfir 1.600 flugstundir. Í svari flugmálastjórnar frá 30. apríl segir að „reglur um gangtíma, dagatalstíma og hringi (cycle) milli grannskoðana hreyfla í íslenskum flugvélum mið[ist] við þann gang- tíma sem framleiðandi ráðlegg[i]“. Í fréttatilkynningu flugmálastjórnar segir: „Gangtími hreyfla milli grann- skoðana miðast ekki eingöngu við uppgefinn tíma framleiðenda hreyfl- anna, hvorki hér á landi né annars staðar. Tekið er mið af í hvers konar rekstri og viðhaldsumhverfi flugvél hefur verið áður en viðhaldsáætlun fyrir hana er samþykkt af flugmála- stjórn. Í viðhaldsáætlun er tekinn fram leyfilegur gangtími hreyfils fram að næstu grannskoðun. Ekki er óalgengt að sá tími sé lengri en sá tími sem framleiðandi mælir með, allt eftir reynslu flugrekenda á rekstri einstakra hreyfla og þess umhverfis sem hann starfar í.“ Hér er um augljóst ósamræmi hjá Flug- málastjórn að ræða,“ segir m.a. á vefsíðunni, sem aðstandendurnir hafa nýlega komið á fót. Aðstandendur fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði Augljóst ósamræmi hjá Flugmálastjórn OPIÐ hús verður í Heimilisiðn- aðarskólanum á Laufásvegi 2, Reykjavík, laugardaginn 1. júní kl. 13–17. Kynning verður á námskeiðum skólans og sýnishorn af verkum nemenda. Kennarar og nemendur verða að störfum og sýna hand- verk, svo sem vefnað, útsaum, spjaldvefnað, tóvinnu, baldýringu og þjóðbúningasaum. Heimilisiðnaðarfélag Íslands stendur jafnframt að sýningunni „Með rauðan skúf“ sem er sýning á íslenskum þjóðbúningum, í sýning- arsal Handverks og hönnunar Að- alstræti 12, 2. hæð, til 2. júní, opið kl. 12–17 alla daga. Opið hús í Heimilisiðn- aðarskólanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.