Morgunblaðið - 31.05.2002, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 31.05.2002, Qupperneq 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eggert Jónssondr. med. bæklun- arlæknir fæddist á Húsavík 30. júlí 1950. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi mánudaginn 20. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Jón Ár- mann Jónsson, f. 23. okt. 1925 á Húsavík, og Eva Sigurjóns- dóttir, f. 31. mars 1929 í Flatey á Skjálfanda. Foreldr- ar Jóns voru Jón Að- algeir Jónsson, f. 7. ágúst 1895 á Húsavík, d. 8. apríl 1977, og k.h. Guðrún Eggertsdóttir, f. 7. nóv. 1894 á Húsavík, d. 27. maí 1936. Foreldrar Evu voru Sigurjón Jón- asson, f. 15. apríl 1895 í Flatey á Skjálfanda, d. 17. jan. 1984, og k.h. Jakobína Pálsdóttir, f. 17. júlí 1896 á Brettingsstöðum á Flateyjardal, d. 17. apríl 1983. Eggert er elstur þriggja bræðra. Bræður hans eru: 1) Jakob, f. 9. júní 1953, k.h. Marín Jónsdóttir, f. 21. des. 1954. 2) Að- algeir, f. 9. febr. 1956, k.h. Drífa Leifsdóttir, f. 29. jan. 1958. Hinn 17. apríl 1976 kvæntist Eggert Petrínu Halldórsdóttur aði sérnám á handlækningadeild Landspítalans frá júní 1980–maí 1981 og á Karnsjukhuset Skövde, bæklunardeild, svæfingardeild og handlæknisdeild frá júní 1981– ágúst 1985. Hann hlaut sérfræði- leyfi í bæklunarskurðlækningum í Svíþjóð í mars 1985 og hér á landi 21. febrúar 1986. Eggert stundaði doktorsnám í Lundarháskóla frá sept. 1985–sept. 1988, dr. med. þaðan í sept. 1988. Doktorsritgerð hans nefndist: Surgery of the Rheumatiod Shoulder, with spec- ial reference to cup hemiarthro- plasty and arthrodesis. Hann rit- aði greinar í erlend læknatímarit. Eggert var formaður félags ís- lenskra bæklunarlækna í eitt ár. Í stjórnarnefnd European Society for Surgery of Shoulder and El- bow frá 1989–1994. Að loknu dokt- orsnámi hóf Eggert störf á FSA í stuttan tíma en síðan á bæklunar- lækningadeild Landspítalans frá sept. 1988–febr. 1990. Hann rak læknastofu, Skyndimóttöku, í Skurðstofu Reykjavíkur frá apríl 1990–1994, var yfirlæknir á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað frá mars 1994–febr. 1996. Hann var sérfræðingur á læknastofum í Reykjavík frá 1996, m.a. í Domus Medica og Glæsibæ. Frá 1998 starfaði Eggert í Læknastöðinni í Áltamýri þar til hann veiktist í mars á síðasta ári. Útför Eggerts verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. hjúkrunarfræðingi, f. 1. júní 1954. Foreldrar Petrínu eru Halldór Stefán Vigfússon, f. 11. sept. 1929, í Hrís- nesi á Barðaströnd, og k.h. Þórunn Sesselja Magnúsdóttir, f. 16. apríl 1935, í Reykja- vík. Systur Petrínu eru 1) Guðbjörg, f. 3. okt. 1958, gift Ólafi Einarssyni, f. 10. sept. 1950. 2) Guðrún, f. 28. feb. 1967, sambýlis- maður hennar er Orri Sigurður Gíslason. Börn Eggerts og Petrínu eru: 1) Guðrún, f. 13. jan. 1976, sambýlis- maður hennar er Þorsteinn Ólafs- son, f. 2. mars 1972, búsett á Pat- reksfirði, dóttir Þorsteins er Heiðdís Fanney, f. 11. des. 1992. 2. ) Halldór, f. 9. júní 1980, búsettur í Kópavogi. Eggert varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969 og cand. med. frá Háskóla Ís- lands 25. júní 1977. Hann stundaði kandídatsnám á sjúkrahúsum í Reykjavík frá jan. 1977–sept. 1981. Eggert hlaut almennt lækn- ingaleyfi á Íslandi 21. nóv. 1978 og í Svíþjóð í nóv. 1981. Hann stund- Það rigndi fyrir norðan þegar mér bárust fréttir af andláti Eggerts frænda míns Jónssonar og regnið féll í vorjörðina þar sem lífið var að kvikna. Á ferð með strætisvagni lífsins kynnist maður mörgum góðum sam- ferðamönnum sem sitja manni nær eða fjær, langa stund eða skamma og þeir koma og fara eins og gengur. Eggert var alltaf í sætaröðinni minni og nánast bróðir og þegar maður fékk vit og þroska var það hann sem benti mér og bræðrum sínum, Kobba og Aðalgeiri, á það sem fyrir augu bar og fræddi, leið- beindi og verndaði okkur. Nú er Eggert stiginn af vagninum eftir glímu við krabbamein og sætið autt, svo autt, en vagninn heldur áfram og hinir óbornu setjast brátt hjá okkur og vekja okkur gleði sem deyfir söknuðinn eftir þeim sem af vagninum eru stignir og bílstjórinn rekur í gír og vagninn heldur áfram endalaust. Eggert var Húsvíkingur, óháð búsetu hér heima eða erlendis. Gatan hans á Húsavík var Hring- brautin sem svo hét þá, en nú Laug- arbrekka. Á vori lífsins var allur skari barnanna mættur til leiks. Þeir bræður úr Garði og börnin hans Þorvaldar, Salla og frá Venna þar sem Lincoln eða Buick stóð í hlaðinu. Stebbi Jón og Annarúna, Gurra, Óli og Ási, Geiri og Palli og Oggi og fleiri og frændi minn, Eddi spesi, sem tók það nafn úr föðurætt, sakir afburða gáfna og greindar sem fleytti honum hratt um skólakerfið og til doktorsgráðu í sérgrein sinni í Svíþjóð. Í Hringbrautarhópnum var doktor Eggert þessi rauðhærði, freknótti, glottandi, granni strákur með stríðnisglampann í gráum skörpum augunum og köflótta skyrtuna uppúr. Hann kunni þá sem jafnan að krydda málfar sitt blóts- yrðum svo eftir var tekið og gat spunnið það kjarnyrðum í slíkan ræðukaðal að binda hefði mátt með honum hafskip. Silkiþræðirnir og mýktin voru innávið og lágu nær hjartanu. Og það var mikið smíðað í þá daga og víða viðað að sér timbr- inu og Jóhann Sigvalda bátasmiður átti alltaf afgangsspýtur og góð ráð handa þeim sem stóðu í stórræðum. Svo var farið í kríuegg út í Bakka og ber upp í Skjólbrekku og hornsílin veidd í Botnsvatni og komið heim til Evu eða Millu og tekið hraustlega til matarins meðan afrek dagsins voru tíunduð. Á menntaskólaárum sínum kom Eggert heim til Húsavíkur og reri á bát föður síns og vel stýrði hann um ólgusjóinn, þegar við höfðum frænd- ur róið dýpra og lengra á Mán- áreyjahrygginn en áður og brast á með versta veður, enda frændi ætíð góður og traustur í raun. Eggert sýndi sínum fæðingarbæ mikla ræktarsemi og hann og eig- inkona hans, Petrína Halldórsdóttir, bjuggu börnum sínum, Guðrúnu og Halldóri, þar heimili um tíma. Fyrir samfylgdina og allt er þakkað og fjölskyldunni sendar samúðarkveðj- ur frá stórum norðlenskum frænd- garði og vinahópi. Örlygur Hnefill Jónsson. Mér er tregt tungu að hræra … Hann Eggert vinur okkar er dá- inn. Það var fyrir meira en 30 árum að leiðir okkar Eggerts lágu saman í læknadeildinni og með okkur tókst vinátta sem reyndist verða ævilöng. Vinátta þar sem ýmislegt gekk á og margt var brallað. Til dæmis barátta okkar „5-kallanna“ við kerfið í læknadeild og þá einkum fyrirkomu- lag prófa og einkunnagjöf. Þar leiddi barátta okkar til breytinga sem enn eru við lýði í Háskólanum. Þarna kom greinilega í ljós sá eiginleiki Eggerts að vera óhræddur við að berjast fyrir sannfæringu sinni jafn- vel þótt við ofurefli væri að etja. Eiginleiki sem gekk eins og rauður þráður gegnum lífsferil hans. Mikill samgangur var okkar á milli og var Eggert nánast daglega hjá okkur Völu í kjallaranum í Skeiðarvoginum þar sem talað var um lífið og tilveruna og lausnir fundnar á flestum þeim vanda- málum sem mannkynið hrjá, enda slíkt einkennandi fyrir ungt fólk. Þessi samgangur hélt áfram eftir að Eggert og Petrína kynntust en með árunum varð hann stopulli eins og eðlilegt er þegar menn stofna sína eigin fjölskyldu og koma sér upp heimili. Eftir útskrift úr deildinni og að loknu kandidatsári urðu samskipti okkar meira úr fjarlægð. Þó svo að leiðir okkar lægju saman til Svíþjóð- ar í sérnám voru talsverðar vega- lengdir okkar á milli. Samt náðum við að hittast nokkrum sinnum og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Líklega einkennir það trausta vináttu að tíminn milli funda okkar skipti ekki máli, við héldum bara áfram þar sem frá var horfið. Þannig hafa árin liðið. Alltaf hefur verið samband okkar á milli þó svo að vegalengdirnar hafi á tíðum verið miklar. Þessi trausta vinátta kom hvað gleggst í ljós þegar við hjónin fluttum með fjölskyldu okkar fyrir nokkrum árum og vorum í mikilli tímaþröng. Eitt símtal og Eggert og Petrína voru mætt eftir liðlega klukkustund þótt meira en 100 km væru á milli okkar. Og ekki kom til mála að fara af vettvangi fyrr en öllu var lokið. Eggert var skarpgreindur og góð- ur námsmaður. Hann var heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og minnisstætt þegar hann var að vinna að doktorsverkefni sínu í Lundi í Svíþjóð. Þá var hann sann- arlega í essinu sínu. Færni hans sem læknis á sínu sérsviði getur enginn dregið í efa því hann var með okkar fremstu sérfræðingum. Þeir sem leituðu til hans geta staðfest það. Því miður hafa aðstæður hagað því þannig að færri hafa fengið að njóta hæfni hans en æskilegt hefði verið. Eggert var ávallt hreinn og beinn í samskiptum sínum við aðra og sagði hlutina tæpitungulaust en þó á þann hátt að ekki var hægt að fyrtast við hann. Þetta gilti jafnt um vini og sjúklinga og held ég að allir sem kynntust Eggerti hafi kunnað að meta þennan eiginleika. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt nokkurn sjúkling koma óánægðan frá honum, jafnvel þótt lítið hafi verið hægt að gera. Ekkert virtist geta bugað þennan vin okkar, jafnvel erfiður sjúkdómur náði ekki að brjóta hann niður. Þeg- ar við náðum að hittast og tala sam- an nokkrar stundir fann ég svo vel að þrátt fyrir að vinur minn væri veikur og kraftlítill var enginn skortur á lífs- og baráttuvilja. Við ræddum um liðna tíma og einnig framtíðina og lögðum drög að ferða- lögum saman. Nú hefur hann verið kallaður yfir móðuna miklu og ekki að vita hve langur tími líður þar til við hittumst aftur en ég veit að það verður ekkert mál að taka upp þráð- inn aftur eins og enginn tími hafi lið- ið. Elsku Petrína, Guðrún og Hall- dór, sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Drottinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum.) Halldór og Vala. Við stúdentar útskrifaðir frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969 höfum um nokkurt skeið minnst horfinna skólafélaga þegar við höld- um upp á stúdentsafmæli okkar með því að gróðursetja trjáplöntu í lítinn reit við skólasel M.R. fyrir innan Hveragerði. Næst þegar við förum austur verður Eggerts Jónssonar, bekkjabróður míns og vinar, minnst á þennan hátt. Við Eggert kynntumst fyrst í Menntaskólanum og urðum fljótt vinir. Það er á þessum aldri, þegar við erum að þroskast hratt á ýmsum sviðum, að hnýtt eru vináttubönd sem endast allt lífið og þannig var það með okkur Eggert. Hann varð brátt fjölskylduvinur og hreif for- eldra mína og bræður með einstak- lega ljúfri framkomu og drenglyndi og réttsýni. Eggert vakti fljótt athygli okkar bekkjarfélaganna fyrir frábærar námsgáfur og gilti þá einu hvort um var að ræða tungumál eða raun- greinar. Eftir stúdentspróf frá máladeild lá leið hans í læknisfræði og lauk hann doktorsprófi frá Há- skólanum í Lundi í Svíþjóð. Á há- skólaárunum kynntist hann eigin- konu sinni, Petrínu, og þau stofnuðu yndislegt heimili og eignuðust mannvænleg börn, Guðrúnu og Halldór. Þegar ég kveð hann Eggert vin minn langar mig að hugga fjölskyldu hans, sem nú á um sárt að binda, en mér verður orða vant. Eitt get ég þó sagt: Þegar tréð hans Eggerts vex og dafnar í lundinum við Selið og nemendur Menntaskólans virða það fyrir sér, þá mega þeir vita að hann var allt það sem þeir vilja verða. Ágúst A. Ragnarsson. Það var glaðbeittur hópur sem ár- ið 1977 valhoppaði út í vorið og sum- arið – námi við læknadeild Háskóla Íslands var lokið – allt lífið fram- undan – óendanlega langt – tæki- færin ótakmörkuð. Eggert Jónsson hittum við fyrst meðal þess unga fólks sem kom saman sex árum áður og hugðist lesa læknisfræði. Eggert var þá í hópi fjögurra annarra sem gjarnan voru nefndir fimmkarlarnir og bárum við nýstúdentarnir vissa virðingu fyrir þessum reynda og baráttuglaða hópi. Það var þó fyrst eftir að inntökuprófum lauk og í ljós kom hverjir héldu áfram að menn tengdust vináttuböndum og við kynntumst Eggerti fyrir alvöru. Sum kynni þessara ára hafa enst stutt, en önnur ævilangt. Þannig var um vináttu okkar við Eggert. Námsárin eru áreiðanlega ein- hver skemmtilegasti tími ævinnar, áhyggjur ekki miklar hjá flestum og mikið félagslíf. Menn héldu sín partý og skemmtu sér vel þrátt fyrir alvöru námsins enda slíkt öllum nauðsynlegt. Nú rifjast upp góð samkvæmi á Fálkagötunni, fyrsta heimili Eggerts og Petrínu, þar sem mjólkin var sett út í glugga til kæl- ingar til að pláss væri fyrir réttu veigarnar í ísskápnum. Það var gott að vera í návist þeirra hjóna – þau voru stórkostlega samhent, enda alltaf nefnd í sömu setningunni: „Eggert og Petrína.“ Sjálfur var Eggert einstaklega ljúfur félagi, vinur vina sinna, hlýr og hreinskiptinn. Á flestum málum hafði hann mjög ákveðnar skoðanir – skoðanir sem einkenndust af sterkri tilfinningu fyrir því hvað væri rétt og hvað væri rangt. Hann flutti mál sitt skorinort og skipti þar engu við hvern var rætt. Þó fundu þeir sem áttu á einhvern hátt undir högg að sækja hjá honum traustan málsvara og bandamann. Þessir eig- inleikar Eggerts komu e.t.v. ennþá skýrar fram er hann hóf störf sem læknir og ýmsir aðrir vöndust á lit- lausara tungutak. Að loknu námi í Háskólanum tók alvaran við og hópurinn dreifðist. Leið Eggerts lá m.a. til Húsavíkur þar sem hann hafði alist upp. Eggert hafði þegar frá unga aldri haft mik- inn áhuga á bílum og tók fljótlega að gera upp gamlan Mercedes Bens-bíl og þegar hann hélt til Húsavíkur eignaðist hann fyrstur í hópnum al- vöru bíl, Range Rover-jeppa. Ástæðulaust að fljúga þegar maður á svona fínan bíl! Eggert hélt síðan með fjölskyld- unni til Svíþjóðar og settist þar fyrst að í Skövde. Hann hóf nám í bækl- unarlækningum og fannst okkur fé- lögum hans það hæfa vel skaphöfn hans; láta verkin tala. Hann hélt svo áfram námi í Lundi þar sem hann lauk doktorsnámi í læknisfræði með glæsibrag, enda Eggert mikill og góður námsmaður. Þegar heim var komið hóf hann fyrst störf á Land- spítala, en opnaði síðar eigin slysa- deild í húsakynnum Fæðingarheim- ilisins. Næst lá leiðin á Neskaupstað þar sem hann starfaði í tvö ár en eft- ir það kom hann til Reykjavíkur að nýju og var með stofurekstur. Eggert veiktist fyrir um ári af fá- tíðum en illvígum sjúkdómi. Fram- undan var ár hetjulegrar baráttu. Það eru grimm örlög að lúta í lægra haldi í slíkri baráttu og illskiljanlegt þar sem Eggert var alla tíð einstakt hraustmenni og einstakur baráttu- maður. Barátta Eggerts og fjöl- skyldunnar hefur verið erfið og Petrína staðið eins og klettur við hlið manns síns eins og jafnan áður. Við úr útskriftarhópnum 1977 send- um Petrínu og börnunum tveimur, Guðrúnu og Halldóri, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur um leið og við kveðjum góðan félaga og vin. Bryndís, Þórarinn og Björn. Eggert Jónsson skólabróðir okk- ar og vinur er látinn, langt um aldur fram. Eggert var fágætum hæfileik- um gæddur, skemmtilegur og góður félagi, hvarvetna hrókur alls fagn- aðar, afburða námsmaður og jafn- vígur á allar greinar. Þegar Eggert flutti sig úr stærðfræðideildinni yfir til okkar í máladeildina í Mennta- skólanum í Reykjavík þá var það ekki vegna þess að raungreinar ættu ekki við hann. Þvert á móti stóð hann flestum öðrum í stærðfræði- deild framar í námsárangri í raun- greinunum en honum þótti hins veg- ar eftirsóknarvert að læra tungumál og við trúðum því alla vega, að hann hefði í bland flutt sig yfir til okkar vegna þess að í máladeildinni væri meira líf og fjör. Hvað um það, einn- ig á þessum vettvangi stóð Eggert sig með afbrigðum vel. Ekki muna menn hverjar voru einkunnir Egg- erts enda lagði hann aldrei mikið upp úr þeim. Hitt er minnisstætt hve auðvelt hann átti með námið. Hann meðtók fræðin eins og að drekka vatn. Enda eins gott því maðurinn hafði í mörg horn að líta og áhugasviðið vítt. Snemma vaknaði áhugi Eggerts á mótorhjólum og naut hann þess að geysast áfram á öflugustu farar- tækjum sem völ var á. Um Eggert á baki slíkra fararskjóta eru til ýmsar sögur. Einhverntíma mun hann hafa verið að leita eftir hentugu leigu- húsnæði og segir sagan að í húsaleit- inni hafi hann haft þann hátt á að byrja á því að fara í bílskúrinn til að sjá hver aðstaða þar væri búin til viðgerða. Síðan var litið á vistarver- ur. Að loknu menntaskólanámi lagði Eggert stund á læknisfræði. Hann var góður læknir enda hafði hann allt til þess að bera. Hann var geysi- lega vel að sér og sýndi öllu því sem hann tók sér fyrir hendur mikla al- úð. Hann var einkar laginn en ekki skiptir minna máli að hann var bæði næmur og skilningsríkur maður. Það voru einmitt þeir mannkostir sem urðu þess valdandi að bekkj- arsystkin Eggerts báru sérstakan hlýhug til hans. Á þessum árum bundust menn traustum vinabönd- um sem halda vel fram á þennan dag. Sumir hafa ræktað þennan vin- skap, aðrir hafa hist sjaldnar. En þegar hópurinn hefur hist, lifna minningarnar og tíminn verður að engu. Eggert Jónsson er óaðskiljanleg- ur hluti af dýrmætum minningum okkar bekkjarfélaga hans og vina í 6. DE í MR. Hans verður sárt sakn- að í okkar hópi. Hann lifði alltof stutt en hann lifði kraftmiklu lífi og kom miklu í verk. Eggert Jónsson fór hratt yfir. Bekkjarfélagar Eggerts Jónsson- ar færa konu hans, börnum, foreldr- um og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Bekkjarfélagar. Mig langar að minnast vinar míns og starfsfélaga sem nú er horfinn úr þessum heimi löngu fyrir aldur fram eftir mjög erfið veikindi. Hann gaf aldrei upp vonina um að koma aftur til starfa þar sem hans góða lífsstarf og verkefni biðu ákaft eftir honum. Nafnið Eggert er dregið af þýska nafninu Edelhard, er merkir harður. Persónulýsing á því passar ótrúlega vel við manninn sem ég þekkti og er honum lýst sem „dugmiklum, iðju- sömum og hugmyndaríkum. Sumum EGGERT JÓNSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.