Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SMÁRALIND SÍMI 565-9730 LAUGAVEGI S ÍMI 562-9730 KRINGLUNNI S ÍMI 568-0800 AKUREYRI S ÍMI 462-7800 TAYLORS STAKIR JAKKAR MED 25% AFSLÆTT I STAKAR BUXUR FRÁ 3990,- SKYRTUR FRÁ 1990,- BINDI FRÁ 1490,- JAKKAFÖT FRÁ12.990,- SJÓMANNADAGURINN Á SUNNUDAG FYRIR 20 árum hófu konur í Reykjavík og Akureyri glaðbeitt- ar kosningabaráttu í sveitarstjórnakosning- um. Það var árið 1982. Tilefnið var að vekja at- hygli á bágri fé- lagslegri og efnahags- legri stöðu kvenna. Þetta var hugsuð sem tímabundin aðgerð og hún lukkaðist. Tvær konur frá Kvennafram- boðinu í Reykjavík tóku sæti í borgar- stjórn og konur urðu leiðandi afl í bæjar- stjórn Akureyrar. Rödd kvenna á þeirra eigin forsendum heyrðist í valdastofnunum karlveldisins og þótti það nokkrum tíðindum sæta. Við konur, sem að þessu ævintýri stóðum, vorum fullar bjartsýni og vonar um að okkur hefði tekist að brjóta blað í réttindabaráttu ís- lenskra kvenna. Kvenlæg gildi og samfélagsleg þróun, sem tækju mið af reynslu og sjónarhorni kvenna yrðu viðurkennd í verki í pólitíkinni. Nýafstaðin kosningabarátta ber þess merki að slíkar hugmyndir voru draumsýn ein. Það heyrði til hreinna undantekninga að minnst væri á stöðu kvenna í öllum þeim skrifum, viðtölum, „kastljósum“ og auglýsing- um, sem flæddu yfir okkur kjósend- ur í fjölmiðlunum. Einhver myndi kannski segja að það væri einmitt merki um að kvenfrelsisbarátta ní- unda áratugarins hafi skilað árangri, nú væri markinu náð, enginn munur væri lengur á stöðu kvenna og karla á Íslandi. Öll vitum við þó að svo er ekki og þarf aðeins að leiða hugann að kynbundnu launamisrétti. Annað dæmi um veika stöðu kvenna er vax- andi klámvæðing og kynferðisof- beldi sem hvort tveggja beinist að konum. Ofanritaðar hugleiðingar voru þó ekki tilefni þess að ég skrifa þetta greinarkorn. Kornið sem fyllti mæl- inn var sú orðræða sem fylgdi í kjöl- far kosninganna, þegar rætt var við tvo foringja í sigurvímu, þ.e. for- mann Samfylkingarinnar og borgar- stjóra Reykjavíkur. Hugtakanotkun þeirra þar sem formaðurinn líkti borgarstjóra við fallbyssu (Stóru Bertu), sem gripið væri til þegar tryggja þyrfti sigur, og þakkir borg- arstjóra til „fótgönguliðanna“ voru í svo hrópandi ósamræmi við viðhorf- in og gildismatið sem lagt var til grundvallar kvenna- og jafnréttisbaráttu ní- unda áratugarins. Þeir sem tóku sér þessi hug- tök í munn voru að telja okkur trú um að þau séu forgöngumenn í baráttu fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Hugtök eins og Stóra Berta og fótgönguliðar vísar að sjálfsögðu til herfor- ingja, hernaðar og stríðs. Hugtakanotkun af þessu tagi endur- speglar að mínu mati ekki aðeins valdhroka þeirra sem taka þau sér í munn, þau sýna viðhorf sem jaðra við mannfyrirlitningu. Þegar haft er í huga:  Hve kvenfrelsisbarátta á enn á brattann að sækja,  að það var formaður stjórnmála- flokks sem segist byggja á jöfn- uði en líkti mikilsvirtri sam- flokkskonu sinni við Stóru Bertu, fallbyssuna, sem hann grípur til þegar í harðbakkann slær til að berja á óvinunum og  að það var sú hin sama kona sem notaði hugtakið fótgönguliðar um þá sem unnu dyggilega að því að tryggja málstað, sem þeir trúa á, sigur, þá verður spurningin um hvert stefnir afar knýjandi. Lítur þessi flokksforingi á sig sem „yfirgeneral“, sem hefur yfir að ráða herafla í formi flokkssystur, sem stendur sig vel í karlmiðuðu pólitík- inni og hann notar til að tryggja eigið vald? Lítur borgarstjóri á sig sem herforingja sem teflir fram fót- gönguliði sínu til orustu? Samþykkj- um við svona viðhorf hjá pólitískum forystumönnum? Er ekki kominn tími til að endurvekja kvenfrelsisum- ræðuna og læra af reynslunni? ,,Stóra Berta“ og ,,fótgöngu- liðarnir“ Guðrún Jónsdóttir Kosningar Er ekki kominn tími til að endurvekja kven- frelsisumræðuna, spyr Guðrún Jónsdóttir, og læra af reynslunni? Höfundur er fyrrverandi borg- arfulltr. Kvennaframboðsins. HÚSNÆÐISVANDINN í Reykjavík kom nokkuð til tals í kosn- ingabaráttunni og höfðu stjórnarand- staðan og Morgunblaðið þar frum- kvæði. Meirihlutamenn vísuðu einkum á ríkið og vissulega hefur það skyldur við stefnumótun, en forræðið er þó hjá sveitarfélögunum og þau geta ekki vikið sér undan því. Morg- unblaðið birti 24. 5. sl leiðara undir fyrirsögninni Á götunni og segir þar að 635 manns séu án húsnæðis í Reykjavík og bætir við: „Það hlýtur að vera eðlileg og sanngjörn krafa til borgaryfirvalda í Reykjavík og bæj- arstjórna í nálægum sveitarfélögum að þessi vandi verði úr sögunni á skömmum tíma. Það verður að vera forgangsverkefni.“ Undir þetta ættu allir að taka í samstöðu og án flokka- drátta eins og Morgunblaðið bendir á. Í blaði norsku leigjendasamtak- anna Hus&hjem 1. hefti 2002 birtist grein um íslenska leigumarkaðinn og lýsir honum býsna kunnuglega. Um höfund veit ég ekki en hér á eftir fer greinin í þýðingu undirritaðs: „Íslenska leiguum- hverfið er líklega eitt það frumstæðasta á Vesturlöndum. Hús- næðispólitíkin gerir ein- göngu ráð fyrir lánum til einstaklinga til að kaupa eigin íbúð og þessi ríkislán eru auk þess niðurgreidd. Þeim sem getur ekki eða vill ekki kaupa íbúð er vísað á lítinn óskráðan leigu- markað þar sem gilda frumstæð lög. Það eru alvarlegir gallar á ís- lenskum leigumarkaði og leigan er há. Margar íbúðanna voru ekki byggðar sem íbúðir. Skrifstofuhús, bílskúrar og kjallarapláss eru leigð háu verði. margir leigjendur líða mjög önn fyrir ástandið og það birtist í heilsuleysi og öðrum alvarlegum vanda sem á rætur að rekja til hús- næðisástandsins. Að sögn íslensku Leigj- endasamtakanna er ekki fátítt að fólk sofi í bílum og sumir á göt- unni. Ísland hefur einna hæsta sjálfsmorðstíðni á Norðurlöndum og telja Leigjendasamtök- in að erfiðleikar í hús- næðismálum eigi þar stóran þátt. Gölluð húsaleigulög Íslensku Leigjenda- samtökin voru stofnuð 10. ágúst 1978 í Reykjavík af litlum hópi leigjenda sem töldu sig greiða okurleigu. Með þessu vildu þeir hefja baráttu fyrir meiri réttindum. Engin húsaleigulög voru þá í gildi á Íslandi og ekki önnur lög sem leigjendur gátu beitt fyrir sig. Leigusalar gátu því gert hvað sem þeim sýndist og óhlýðni leigjanda gat kostað hann uppsögn án annarrar ástæðu, geð- þóttahækkun leigu eða útburð með handafli o.s.frv. Samtökin opnuðu litla skrifstofu við miðbæ Reykjavík- ur, sem brátt fylltist af fólki í leit að hjálp. Allt hjálparstarfið er unnið án launa. Samtökin hafa lengi fengið op- inberan styrk til að greiða leigu, síma og þess háttar, en nú hefur styrkur- inn verið afnuminn, þrátt fyrir að um 4 þúsund erindi hafi borist árlega. Samtökin veita einnig ókeypis lög- fræðiaðstoð lögmanns sem einnig vinnur kauplaust. Ósk um alþjóðlega hjálp Fyrsta krafa Leigjendasamtak- anna var um setningu húsaleigulaga sem komu ári eftir stofnun þeirra. Ár- ið 1983 stofnuðu samtökin Húsnæðis- samvinnufélagið Búseta, að fyrir- mynd hins sænska HSB. Búseti hefur byggt nokkur hundruð íbúðir, en hef- ur átt í erfiðleikum með fjármögnun því ríkislánin hafa eingöngu miðast við einstaklinga. Leigjendum á Ís- landi finnst þeir njóta lítils skilnings og áhuga á kröfum sínum og hafa því beðið um alþjóðlega hjálp tilað ýta við íslenskum valdhöfum. Í fyrra sneri Alþjóðasamband leigjenda (IUT) sér til íslenskra valdamanna vegna HIV smitaðs manns sem búið hafði á göt- unni í 6 ár. IUT taldi þetta brot gegn mörgum alþjóðlegum lögum og reglum sem Ísland hafði skuldbundið sig tilað framfylgja.“ Svo mörg eru þau orð og öll sönn. Ég skal bæta því við að væri um dýr að ræða myndi meðferð fólksins vera lögbrot. Frumstæður leigu- markaður á Íslandi Jón Kjartansson Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna og kennir sig við Pálmolt. Húsnæði Leigjendum finnst þeir njóta lítils skilnings, segir Jón Kjartansson, og áhuga á kröfum sínum og hafa því beðið um alþjóðlega hjálp til að ýta við íslenskum valdhöfum. LÍKLEGT er að þorskeldi muni verð- fella villtan íslenskan þorsk þegar til lengd- ar lætur. Þannig hefur það verið með flestar aðrar tegundir fisks. Ef Íslendingar ætla að hasla sér völl á sviði fiskeldis er mikilvægt að standa vel að mál- um, undirbúa rann- sóknir, þolprófa um- hverfið, þjálfa eftir- litsmenn, fara varlega og síst af öllu rasa um ráð fram. Nákvæm- lega þetta hefur skort á við fram- kvæmdir og útgáfu leyfa til laxeld- is. Hið opinbera hefur hunsað varúðarráðstafanir, komið í veg fyrir vandaðan undirbúning, um- hverfisstaðla, fagmennsku og sam- ráð við hagsmunaaðila. Veiðimálastjóri, ólíkt Fiskistofustjóra, hefur nánast einhliða rétt til að veita leyfi til laxeldis með framandi eldisstofnun ef ráð- herrar óska eftir að leyfi verði veitt. Nýlega var haldin á Reyðarfirði ráðstefn- an „Þorskeldi á Ís- landi, stefnumörkun og upplýsingabanki“. Meðal framsögu- manna var Þórður Ás- geirsson, forstjóri Fiskistofu. Hann benti réttilega á nauðsyn þess að standa faglega að undirbúningi, en hér á landi „skorti reglur, fjármuni, mannskap og sérfræðiþekkingu til að sinna málefninu“. Í erindi sínu á Reyðarfirði benti Þórður einnig á að viðamiklar regl- ur giltu í löndum Evrópusam- bandsins um eldisafurðir. Ekki verður séð að keppinautar, m.a. Skotar og Írar, samþykki að hleypa íslenskum eldislaxi inn á markaðs- svæði Evrópulanda á meðan fram- leiðendur þurfa ekki að taka mið af stöðlum, prófunum og viðurkennd- um reglum. Loksins fagleg vinnubrögð? Orri Vigfússon Fiskeldi Ef Íslendingar ætla að hasla sér völl á sviði fiskeldis, segir Orri Vígfússon, er mikilvægt að standa vel að málum. Höfundur er formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.