Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LEIKSKÓLASTJÓRI Heiðarsels í Keflavík afhenti í gær leikskólafull- trúa Reykjanesbæjar fyrstu nám- skrá leikskólans um leið og nýir nemendur voru boðnir velkomnir í leikskólann. Samkvæmt aðalnámskráð leik- skóla sem út kom á árinu 1999 var öllum leikskólum landsins skylt að semja námskrá sem veita skyldi heildaryfirlit yfir það starf sem fram færi á leikskólanum. Starfsfólk leik- skólans Heiðarsels hefur unnið að því síðustu þrjú árin undir stjórn leikskólastjóranna, fyrst Ingibjarg- ar Hilmarsdóttur og síðan Kolbrún- ar Sigurðardóttur, núverandi leik- skólastjóra. Lauk verkinu formlega með útgáfu námskrárinnar og af- hendingu hennar til Guðríðar Helga- dóttur leikskólafulltrúa Reykjanes- bæjar. Áður hefur leikskólinn Vestur- berg gert námskrá og þriðji leikskól- inn í bænum er langt kominn með vinnuna. Kolbrún segir að í námskránni sé lögð áhersla á opinn efnivið og ein- faldleika í umhverfi, jákvæð sam- skipti og jákvæðan aga. Hún segir að í þessu felist að reynt sé að fela börn- unum verkefni, meðal annars með kubbum, sandi og leir, sem hafa margar réttar lausnir og leyfa hug- arflugi þeirra sjálfra að stjórna för. Þá felur þessi stefna í sér að reglur eru fáar og einfaldar um það hvað er í boði á leikskólanum og hvað ekki. Allir foreldrar fá námskrána af- henta auk þess sem hún verður birt á vefsíðu Reykjanesbæjar. Kolbrún vonast til að hún veiti foreldrum inn- sýn í það nám og uppeldi sem fram fer á Heiðarseli og verði leiðarvísir fyrir starfsfólk. Leikskólinn Heiðarsel hefur starf- að í tólf ár. Þar dvelja 112 börn, frá tveggja til sex ára að aldri. Boðið er upp á sveigjanlegan vistunartíma, frá fjórum og upp í 9 tíma á dag. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Guðríður Helgadóttir leikskólafulltrúi (til hægri) tekur við námskrá Heiðarsels úr hendi leikskólastjórans, Kolbrúnar Sigurðardóttur. Áhersla lögð á opinn efni- við og einfalt umhverfi Keflavík GRINDVÍKINGAR gerðu sér marg- ir glaðan dag á kosningadaginn 25. maí. Auk þess að fara á kjörstað og fá sér kaffi hjá framboðslistum fóru margir á knattspyrnuleik, sumir á tónleika í kirkjunni, aðrir á vor- gleði leikskólanna og þar fram eftir götunum. Íbúar á sambýlinu drifu sig á knattspyrnuleikinn en að hon- um loknum var þeim boðið upp á hestakerruferð á kjörstað og mælt- ist framtakið sérlega vel fyrir hjá þeim enda veðrið til þess. Myndin var tekin af fólkinu í fánum prýdd- um vagninum áður en haldið var í hann. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Boðið í hestakerruferð Grindavík FJÖRUTÍU og sjö börn fá í þess- um mánuði sérkennslu á leik- skólum Reykjanesbæjar og átta börn að auki í leikskólunum í Sandgerði, Garði og Vogum. Ingi- björg B. Hilmarsdóttir tók við nýju starfi sérkennslufullrúa á skólaskrifstofu Reykjanesbæjar fyrir tveimur mánuðum en skrif- stofan veitir einnig nágranna- sveitarfélögunum þjónustu. Ingibjörg stjórnaði leikskól- anum Heiðarseli í Keflavík þegar ný staða sérkennslufulltrúa var auglýst í upphafi ársins og var ráðin í starfið. Hún segist vera að móta starfið. Þörfin var brýn Verkefnin eru veruleg. Að sögn Ingibjargar eru 14 börn greind með þroskafrávik í einum leik- skóla bæjarins en færri eru í hin- um sex. Sérstakt starfsfólk annast sérkennsluna, frá einum og upp í fimm í hverjum leikskóla, og eru alls liðlega fjórtán stöðugildi við þessa þjónustu. Ingibjörg heldur utan um þetta starf og fylgir því eftir. Hún veit- ir ráðgjöf í leikskólunum og fylg- ist með að gerðar séu ein- staklingsnámskrár fyrir alla sem fá sérkennslu. Þá kemur hún að frumgrein- ingu ef upp kemur grunur um misþroska hjá barni. Hún segist fara reglulega í alla leikskólana í þessum tilgangi. „Leikskólafulltrúinn barðist fyrir því að fá stofnaða stöðu sér- kennslufulltrúa fyrir leikskólana. Brýn þörf var orðin fyrir stöðuna í svona stóru bæjarfélagi og fagn- aðarefni þegar það var ákveðið,“ segir Ingibjörg. Nýtt starf sérkennslufulltrúa leikskóla er í mótun á fræðsluskrifstofunni 47 leikskólabörn fá nú sérkennslu Reykjanesbær Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ingibjörg B. Hilmarsdóttir sérkennslufulltrúi í heimsókn á gamla vinnu- staðnum sínum, leikskólanum Heiðarseli við Heiðarbraut í Keflavík. BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar legg- ur til við bæjarstjórn að tekið verði næst lægsta tilboði í annan áfanga endurbóta á Duushúsunum í Kefla- vík. Tilboð lægstbjóðanda var ekki talið gilt. Í öðrum áfanga endurbóta Duus- húsanna er unnið við sal sem er inn af sýningarsal Bátaflota Gríms. Þak verður endurnýjað fyrir haustið, svo og loft og veggir. Salurinn verður sýningarsalur fyrir Byggðasafn Suð- urnesja. Sex tilboð bárust í verkið. Lægsta tilboðið var frá Strauthúsi, 9,3 millj- ónir kr., en fram kom hjá forstöðu- manni umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar í bæjarráði að hönnuður salarins teldi gögn lægst- bjóðanda ekki í samræmi við skilyrði í útboðsgögnum. Lagði forstöðumað- urinn til að tekið yrði næst lægsta til- boði, frá Smiðshögginu ehf., en það var lítið eitt hærra, eða 9,7 milljónir sem er 81% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á rúmar 12 milljónir. Annar áfangi end- urbóta Duushúsa Næstlægsta tilboði tekið Keflavík NEMENDUR Grunnskólans í Sandgerði sýna afrakstur þemaviku þar sem fjallað er um umhverfið og umhverfisvernd. Sýningin hefst klukkan 10.30 í dag. Fyrr um morguninn mun Stein- grímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ræða við nemend- ur um umhverfið og umhverfisvernd. Sýna afrakstur þemaviku Sandgerði BÁTAFLOTI Gríms Karlssonar, sýningin í Duushúsum í Keflavík, verður opin næstkomandi sunnudag, sjómannadaginn, frá klukkan 11 til 18. Í tilefni dagsins er frítt inn. Allan daginn verður sýnt mynd- band sem Viðar Oddgeirsson og Árni Johnsen hafa gert en þar segir Grímur frá og lýsir bátunum. Einnig verða harmonikkuleikarar í safninu og leika sjómannalög. Sjómanna- dagurinn í Duushúsum Keflavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.