Morgunblaðið - 31.05.2002, Síða 16
SUÐURNES
16 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LEIKSKÓLASTJÓRI Heiðarsels í
Keflavík afhenti í gær leikskólafull-
trúa Reykjanesbæjar fyrstu nám-
skrá leikskólans um leið og nýir
nemendur voru boðnir velkomnir í
leikskólann.
Samkvæmt aðalnámskráð leik-
skóla sem út kom á árinu 1999 var
öllum leikskólum landsins skylt að
semja námskrá sem veita skyldi
heildaryfirlit yfir það starf sem fram
færi á leikskólanum. Starfsfólk leik-
skólans Heiðarsels hefur unnið að
því síðustu þrjú árin undir stjórn
leikskólastjóranna, fyrst Ingibjarg-
ar Hilmarsdóttur og síðan Kolbrún-
ar Sigurðardóttur, núverandi leik-
skólastjóra. Lauk verkinu formlega
með útgáfu námskrárinnar og af-
hendingu hennar til Guðríðar Helga-
dóttur leikskólafulltrúa Reykjanes-
bæjar.
Áður hefur leikskólinn Vestur-
berg gert námskrá og þriðji leikskól-
inn í bænum er langt kominn með
vinnuna.
Kolbrún segir að í námskránni sé
lögð áhersla á opinn efnivið og ein-
faldleika í umhverfi, jákvæð sam-
skipti og jákvæðan aga. Hún segir að
í þessu felist að reynt sé að fela börn-
unum verkefni, meðal annars með
kubbum, sandi og leir, sem hafa
margar réttar lausnir og leyfa hug-
arflugi þeirra sjálfra að stjórna för.
Þá felur þessi stefna í sér að reglur
eru fáar og einfaldar um það hvað er
í boði á leikskólanum og hvað ekki.
Allir foreldrar fá námskrána af-
henta auk þess sem hún verður birt á
vefsíðu Reykjanesbæjar. Kolbrún
vonast til að hún veiti foreldrum inn-
sýn í það nám og uppeldi sem fram
fer á Heiðarseli og verði leiðarvísir
fyrir starfsfólk.
Leikskólinn Heiðarsel hefur starf-
að í tólf ár. Þar dvelja 112 börn, frá
tveggja til sex ára að aldri. Boðið er
upp á sveigjanlegan vistunartíma,
frá fjórum og upp í 9 tíma á dag.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Guðríður Helgadóttir leikskólafulltrúi (til hægri) tekur við námskrá
Heiðarsels úr hendi leikskólastjórans, Kolbrúnar Sigurðardóttur.
Áhersla lögð á opinn efni-
við og einfalt umhverfi
Keflavík
GRINDVÍKINGAR gerðu sér marg-
ir glaðan dag á kosningadaginn 25.
maí. Auk þess að fara á kjörstað og
fá sér kaffi hjá framboðslistum fóru
margir á knattspyrnuleik, sumir á
tónleika í kirkjunni, aðrir á vor-
gleði leikskólanna og þar fram eftir
götunum. Íbúar á sambýlinu drifu
sig á knattspyrnuleikinn en að hon-
um loknum var þeim boðið upp á
hestakerruferð á kjörstað og mælt-
ist framtakið sérlega vel fyrir hjá
þeim enda veðrið til þess. Myndin
var tekin af fólkinu í fánum prýdd-
um vagninum áður en haldið var í
hann.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Boðið í hestakerruferð
Grindavík
FJÖRUTÍU og sjö börn fá í þess-
um mánuði sérkennslu á leik-
skólum Reykjanesbæjar og átta
börn að auki í leikskólunum í
Sandgerði, Garði og Vogum. Ingi-
björg B. Hilmarsdóttir tók við
nýju starfi sérkennslufullrúa á
skólaskrifstofu Reykjanesbæjar
fyrir tveimur mánuðum en skrif-
stofan veitir einnig nágranna-
sveitarfélögunum þjónustu.
Ingibjörg stjórnaði leikskól-
anum Heiðarseli í Keflavík þegar
ný staða sérkennslufulltrúa var
auglýst í upphafi ársins og var
ráðin í starfið. Hún segist vera að
móta starfið.
Þörfin var brýn
Verkefnin eru veruleg. Að sögn
Ingibjargar eru 14 börn greind
með þroskafrávik í einum leik-
skóla bæjarins en færri eru í hin-
um sex. Sérstakt starfsfólk annast
sérkennsluna, frá einum og upp í
fimm í hverjum leikskóla, og eru
alls liðlega fjórtán stöðugildi við
þessa þjónustu.
Ingibjörg heldur utan um þetta
starf og fylgir því eftir. Hún veit-
ir ráðgjöf í leikskólunum og fylg-
ist með að gerðar séu ein-
staklingsnámskrár fyrir alla sem
fá sérkennslu.
Þá kemur hún að frumgrein-
ingu ef upp kemur grunur um
misþroska hjá barni. Hún segist
fara reglulega í alla leikskólana í
þessum tilgangi.
„Leikskólafulltrúinn barðist
fyrir því að fá stofnaða stöðu sér-
kennslufulltrúa fyrir leikskólana.
Brýn þörf var orðin fyrir stöðuna
í svona stóru bæjarfélagi og fagn-
aðarefni þegar það var ákveðið,“
segir Ingibjörg.
Nýtt starf sérkennslufulltrúa leikskóla er í mótun á fræðsluskrifstofunni
47 leikskólabörn
fá nú sérkennslu
Reykjanesbær
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Ingibjörg B. Hilmarsdóttir sérkennslufulltrúi í heimsókn á gamla vinnu-
staðnum sínum, leikskólanum Heiðarseli við Heiðarbraut í Keflavík.
BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar legg-
ur til við bæjarstjórn að tekið verði
næst lægsta tilboði í annan áfanga
endurbóta á Duushúsunum í Kefla-
vík. Tilboð lægstbjóðanda var ekki
talið gilt.
Í öðrum áfanga endurbóta Duus-
húsanna er unnið við sal sem er inn
af sýningarsal Bátaflota Gríms. Þak
verður endurnýjað fyrir haustið, svo
og loft og veggir. Salurinn verður
sýningarsalur fyrir Byggðasafn Suð-
urnesja.
Sex tilboð bárust í verkið. Lægsta
tilboðið var frá Strauthúsi, 9,3 millj-
ónir kr., en fram kom hjá forstöðu-
manni umhverfis- og tæknisviðs
Reykjanesbæjar í bæjarráði að
hönnuður salarins teldi gögn lægst-
bjóðanda ekki í samræmi við skilyrði
í útboðsgögnum. Lagði forstöðumað-
urinn til að tekið yrði næst lægsta til-
boði, frá Smiðshögginu ehf., en það
var lítið eitt hærra, eða 9,7 milljónir
sem er 81% af kostnaðaráætlun sem
hljóðaði upp á rúmar 12 milljónir.
Annar áfangi end-
urbóta Duushúsa
Næstlægsta
tilboði tekið
Keflavík
NEMENDUR Grunnskólans í
Sandgerði sýna afrakstur þemaviku
þar sem fjallað er um umhverfið og
umhverfisvernd. Sýningin hefst
klukkan 10.30 í dag.
Fyrr um morguninn mun Stein-
grímur Hermannsson, fyrrverandi
forsætisráðherra, ræða við nemend-
ur um umhverfið og umhverfisvernd.
Sýna afrakstur
þemaviku
Sandgerði
BÁTAFLOTI Gríms Karlssonar,
sýningin í Duushúsum í Keflavík,
verður opin næstkomandi sunnudag,
sjómannadaginn, frá klukkan 11 til
18. Í tilefni dagsins er frítt inn.
Allan daginn verður sýnt mynd-
band sem Viðar Oddgeirsson og Árni
Johnsen hafa gert en þar segir
Grímur frá og lýsir bátunum. Einnig
verða harmonikkuleikarar í safninu
og leika sjómannalög.
Sjómanna-
dagurinn í
Duushúsum
Keflavík
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦