Morgunblaðið - 31.05.2002, Side 52

Morgunblaðið - 31.05.2002, Side 52
UMRÆÐAN 52 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Uppskrift að góðri helgi ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S G RA 1 79 72 05 /2 00 2 - alltaf 1/3 1 rau›laukur 1/2 dl basil ólívuolía 1 tsk. sjávarsalt svartur pipar nokkur strá af graslauk Snei›i› tómatana og brei›i› á disk. Fínsaxi› rau›laukinn og strái› yfir tómatsnei›arnar. Sáldri› smáræ›i af sjávarsalti yfir og mali› svolítinn svartan pipar yfir. A› sí›ustu er basilolíunni hellt yfir tómatana. Skreyti› me› klipptum graslauk og piparkornum. Frábært sumarsalat og hentar me› nánast hva›a rétti sem er e›a í forrétt. Tómatar innihalda m.a. l‡kópen, sem gefur tómötunum rau›a litinn og er virkt andoxunarefni, b-karóten, sem breytist í A-vítamín í líkamanum, og C-vítamín. Tómatar geymast best vi› 12°C (10-13°C) og 80% loftraka. Einfalt tómatasalat Pressukanna verð kr. 1.995 2 bollar í stíl kr. 995 Stálútlit (matt) Klapparstíg 44 Sími 562 3614 ÁRSFUNDURINN var haldinn 18. maí sl. Samkvæmt blaða- fregnum komu þar fram upplýsingar um að lækkun hefði orðið á kostnaði við sjúkling úr 199 þúsundum króna árið 2000 í 195 þúsund krónur árið 2001. Af þessu var dregin sú ályktun að rekstrar- hagkvæmni við sam- einingu spítalanna væri nú að skila sér. Niður- staða ársreiknings er óumdeild en skiptingin niður á einstaka þætti starfseminnar á grund- velli þeirrar skráningar sem fyrir hendi er og þeirrar aðferðar sem er notuð gengur ekki. Þar sem undirritaður telur að þessar upplýsingar gefi mjög villandi mynd af rekstrinum er nauðsynlegt að gera eftirfarandi athugasemd. Aðferðin við að umbreyta allri starfseminni í legustarfsemi er sú að komur á dagdeildir og slysa- og bráðadeildir telji 1⁄3 af innlögn og komur á göngudeildir 1⁄12 af innlögn. Þessi formúla var notuð af ráðgjöf- um spítalans, Ementor, í allt öðrum tilgangi, þ.e. að finna út fjölda sjúk- linga á starfsmenn, aðallega lækna, og bera saman við spít- ala á Norðurlöndum. Strax þá komu í ljós undarlegar tölur og skýringin virtist vera vandamál við skrán- ingu hjá Landspítala. Voru þær niðurstöður því teknar með miklum fyrirvara. Aldrei kom til álita að nýta þessa aðferð við að reikna út kostnað á þann hátt sem stjórn Landspítala gerir. Fyrir utan geðdeild er dagdeildarstarfsemi mjög lítil á Landspítala miðað við það sem gerist á sambæri- legum spítölum á Norðurlöndum. Á geðdeild eru taldar 67 þúsund komur en þær eru sennilega nær því að vera 30–40 þúsund. Komur á slysa- og bráðadeild eru taldar 66 þúsund en rúmlega helmingur þeirra er göngu- deildarkomur. Á legudeildum eru nokkrir sjúklingar skráðir sem ættu að vera skráðir sem dagsjúklingar. Ef aðferð stjórnar Landspítala er notuð ætti kostnaður við starfsemi spítalans að skiptast milli þessara þátta á eftirfarandi hátt: (Sjá töflu) Hver heilvita maður sem þekkir til reksturs spítalans sér að þessi nið- urstaða er út í hött. Langkostnaðar- samasti þáttur í rekstri spítala er að sjálfsögðu legudeildarstarfsemin, sem nemur í raun nálægt 80–90% af heildarkostnaðinum eða 16,5–18,5 milljörðum króna. Þessi aðferð er því algerlega ónot- hæf til að finna út meðalkostnað við sjúkling og ályktanir sem af henni eru dregnar marklausar. Spítali sem kallar sig háskólaspítala getur ekki borið svona upplýsingar á borð fyrir eigendur sína og fulltrúa þeirra. Ólafur Örn Arnarson Sjúkrahúsin Spítali sem kallar sig háskólaspítala, segir Ólafur Örn Arnarson, getur ekki borið svona upplýsingar á borð fyrir eigendur sína og fulltrúa þeirra. Höfundur er læknir. Komur Kostn. í milljörðum Göngudeildir 201.476 3.2 Dag-, slysa- og bráðad. 155.099 10.1 Legudeildir 36.394 7.1 Landspítali – háskólasjúkrahús LENGI hefur verið rætt um þá kosti og möguleika rafrænna viðskipta sem felast í betri þjónustu og sparnaði í viðskiptum. Þar hefur oft verið vitnað til auðveldara og víðtækara aðgengis viðskiptavina að vörum og þjónustu fyrirtækja á svokölluðum fyrir- tækja-til-neytenda markaði þar sem m.a. Amazon.com er gott dæmi um árangursríkt fyrirtæki. Augu manna beinast nú hins vegar í vaxandi mæli að rafrænum viðskipt- um milli fyrirtækja þar sem fyr- irtæki stefna að sparnaði og hag- ræði í samskiptum sín í milli. Eitt af því sem hvað best hefur tekist til með á undanförnum misserum eru svokölluð rafræn innkaup milli fyr- irtækja. Rafræn innkaup fela venju- lega í sér að fyrirtæki sem stundar innkaup frá öðru fyrirtæki hefur að- gang að vörulistum hins síðarnefnda í rafrænu formi ásamt því verði sem viðkomandi kaupandi og seljandi hafa samið um sín í milli. Hin hefð- bundna leið er að fyrirtæki skiptast á rafrænum viðskiptaskjölum milli- liðalaust, þ.e. kaupendur og seljend- ur setja upp nauðsynlegar tenging- ar beint sín í milli. Dæmi um þetta eru rafrænar skjalasendingar á EDI-formi milli fyrirtækja. Þrátt fyrir ákveðna kosti hefur þessi að- ferð stóra galla sem felst m.a. í kostnaði og flækjustigi við fjöl- breytilegar tengingar milli margra aðila. Þannig getur t.d. kaupandi þurft að tengjast mörgum seljend- um sem hann á viðskipti við, sem allir hafa mismunandi forsendur og áherslur til að stunda rafræn viðskipti. Til að einfalda sam- skipti milli fyrirtækja hafa m.a. svokölluð rafræn markaðstorg rutt sér til rúms sem vettvangur kaupenda og seljenda í rafræn- um viðskiptum. Fyrir- tæki sem vilja stunda slík viðskipti geta þannig nýtt sér sam- ræmda aðkomu að sameiginlegu umhverfi til að nálgast alla sína viðskiptavini sem tengdir eru raf- rænu markaðstorgi. Rafræn markaðstorg hafa verið skilgreind sem viðskiptatenging milli kaupenda og seljenda, til að einfalda og straumlínulaga inn- kaupaferla fyrirtækja og auka hag- kvæmni í viðskiptum bæði fyrir kaupendur og seljendur. Sam- kvæmt upplýsingum frá ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækinu Aber- deenGroup geta hvorir tveggja sparað og hagrætt verulega með því að nýta sér kosti rafrænna mark- aðstorga og rafrænna innkaupa, eins og eftirfarandi upptalning bendir til:  Lækkun vöruverðs að meðaltali milli 5% til 10%  Tímasparnaður frá pöntun til af- hendingar um 70% til 80%  Lækkun stjórnunarkostnaðar um allt að 73%  Innkaup framhjá samningum minnka um allt að 50%  Lækkun birgðakostnaðar um 25% til 50%, að meðaltali Samkvæmt annarri rannsókn frá PriceWaterhouseCoopers geta kaupendur sparað allt að 70% við umsýslu innkaupa og seljendur allt að 85%. Þessu til viðbótar geta markaðstorg auðveldað almenna stýringu á innkaupum og greiningu á innkaupahegðun, bæði fyrir kaup- endur og seljendur. Líklega er markaðstorg bílaris- anna í Detroit eitt það stærsta og best þekkta, en það kallast Covisint (www.covisint.com). Þar kaupa bíla- risarnir í gífurlegu magni íhluti frá birgjum og undirverktökum til sam- setningar á eðalvögnum sínum. Staðan er í raun sú að vilji birgi eða framleiðandi íhluta eiga möguleika á viðskiptum við einhvern af bílaris- unum verður sá hinn sami að tengj- ast Covisint-markaðstorginu. Samkvæmt nýlegum samningi við ríkið mun ANZA setja upp mark- aðstorg fyrir kaupendur og seljend- ur sem nýtast mun bæði ríkisstofn- unum og almennum fyrirtækjum. ANZA byggir upp markaðstorgið í samstarfi við IBX í Svíþjóð (www.ibxnordic.com) sem náð hefur miklum árangri í uppbyggingu markaðstorga á Norðurlöndum. Meðal viðskiptavina IBX eru t.d. Ericsson, SE Banken, Volvo og norska ríkið. Með samningi sínum við ANZA um uppbyggingu rafræns markaðs- torgs vonast ríkið til að ná fram verulegum sparnaði og hagræði í innkaupum stofnana sinna, auk þess að virkja betur notkun og skilvirkni rammasamninga. Á Rafræna markaðstorginu verð- ur til að byrja með lögð áhersla á viðskipti með rekstrartengdar vörur og þjónustu (óbein innkaup), s.s. með almennar skrifstofuvörur, hreinlætisvörur, tölvuíhluti, hráefni fyrir mötuneyti auk ýmissa tengdra þjónustuþátta. Um þessar mundir er reynsluhópur öflugra kaupenda og seljenda orðinn þátttakandi í markaðstorginu og munu fyrstu við- skiptin milli þeirra fara fram í júní 2002. Opnað verður fyrir almennan aðgang stofnana og fyrirtækja að markaðstorginu síðsumars 2002. Rafrænt markaðstorg Ólafur Ingþórsson Viðskipti Rafræn markaðstorg, segir Ólafur Ingþórs- son, hafa verið skil- greind sem viðskipta- tenging milli kaupenda og seljenda. Höfundur er sviðsstjóri veitulausna og rafrænna viðskipta hjá ANZA hf. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.