Morgunblaðið - 31.05.2002, Page 45

Morgunblaðið - 31.05.2002, Page 45
segja frá bernsku- og æskuslóðum sínum á sinn lifandi og skemmtilega máta, en allar þær minningar merl- uðu af ást á staðnum og sveitinni hennar. Bóndinn á Sléttu, Páll Guðjóns- son, var náfrændi föður míns og góð frændsemi þar á milli og fljótlega kynntust þær Sesselja og móðir mín og varð af vinátta kær, svo móðir mín taldi Sesselju sína helztu vin- konu heima. Hún Sesselja var eftirminnileg kona öllum sem henni kynntust. Hún var afar drífandi og rösk kona, hörkudugleg til allra verka, handa- verk hennar mikil og góð um dag- ana, hvar sem að verki var komið. Ég man eftir að hafa verið sendur að Sléttu sem unglingur einn sum- ardag, þegar Páll bóndi var að slá fyrir okkur heima og ég man enn hversu mér þótti Sesselja kappsöm og fylgin sér við raksturinn, en minnisstæðari þó sú mikla og glaða hlýja sem frá henni stafaði og ung- lingurinn var fljótur að finna. Handavinnukona var hún einstak- lega mikil og fallega listræn voru verk hennar. Sesselja var greind kona og glöggskyggn, skoðanaföst og kunni vel að fylgja máli sínu eftir af rök- hyggju og festu, kurteis í orðræðu allri en ákveðin mjög, svo engum gat dulizt hver hennar meining var í máli hverju. Hún fylgdist ævinlega vel með gangi mála og myndaði sér ótrauð eigin skoðanir og hélt fast við þær, en þó af eðlislægri sanngirni. Hún var fríð kona sýnum, bjart- leit og brosmild, hláturinn hennar bjartur og skær hljómar enn fyrir eyrum, hann færði sannarlega birtu í bæ. Sesselja var afar félagslynd og kunni vel þá list að gleðjast með glöðum. Samkennd hennar með öðru fólki var rík og enn man ég, þegar þau hjónin og faðir hennar komu yfir til okkar á síðsumri til hjálpar við hirð- ingu á heyi og munaði heldur betur um og þannig var þeim sunnudeg- inum varið hjá þessu ágæta fólki. Vegna veikinda móður minnar hafði ýmsu seinkað um of í heyskap okkar og mikil var þökk okkar fyrir hina dýrmætu hjálp, en meira var þó verð sú vermandi vinátta sem þarna bjó að baki. Fyrir þessa miklu vináttu alla tíð er nú þakkað heilum hug sem og all- ar glaðar og gefandi stundir sem við áttum með henni Sesselju og hennar fólki. Þar átti hin alúðarfulla elsku- semi Sesselju sinn ríkasta þátt. Saman bjuggu þau Páll og Sess- elja rausnarbúi á Sléttu, föðurleifð Páls, í rúman áratug en fluttust þá út í þorpið heima og áttu þar mörg ágætisár, fluttu þá til Reykjavíkur, en Páll er nú látinn fyrir allmörgum árum. Þeim varð þriggja efnisbarna auðið sem hafa erft góða eðliskosti mætra foreldra og farsællega skilað sínu til samfélagsins. Guðjón dótt- ursonur hennar naut einnig elsku hennar og umhyggju og svo mun hafa verið um aðra afkomendur. Lokið er langri og farsælli ævi- göngu ljúfrar dugnaðarkonu sem rækti hlutverk sitt í lífinu af ein- stakri samvizkusemi og röggsemi um leið. Við Hanna þökkum heilum hug fyrir gefandi og góð kynni við hana Sesselju, þessa skemmtilega skýru konu góðrar glaðværðar og ærinnar alvöru um leið. Gott var að eiga varma vináttu hennar. Ég þakka einstaklega góða vin- áttu Sesselju við móður mína sem hún mat svo mikils og allan hlýhug í hennar garð alla tíð meðan hún lifði. Börnum hennar og þeirra fólki öllu sendum við okkar einlægu sam- úðarkveðjur og vitum að minning- arnar munakærar munu vermandi vaka þeim í huga og hjarta. Það er bjart yfir minningu þess- arar miklu sómakonu sem af svo mörgum er kvödd með þökk og hlýju í huga. Hún Sesselja átti sanna trú á æðri forsjá og handleiðslu, sem aldr- ei brygðist. Nú fylgir henni sól- vermd þökkin yfir á þau eilífðarlönd birtu og blessunar sem hún trúði og treysti að biðu sín handan við hel. Blessuð sé hin birturíka minning Sesselju Pálsdóttur. Helgi Seljan. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 45 ✝ Björn Ingi Inga-son fæddist á Sauðárkróki 30. nóv- ember 1950. Hann lést í Sydney í Ástr- alíu 5. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ingi Gests Sveinsson, f. 4. nóv- ember 1919, d. 12. maí 2000, verkstjóri fartækjaverkstæðis í Straumsvík, og kona hans Guðrún Sigríð- ur Gísladóttir, f. 26. desember 1918, d. 17. febrúar 1988. Foreldrar Inga voru Sveinn Helga- son, f. 22. apríl 1890, yfirprentari í prentsmiðjunni Gutenberg, og kona hans Björg Sigríður Þórðar- dóttir, f. 15. nóvember 1890. For- eldrar Guðrúnar voru Gísli Ólafs- son, f. 2. janúar 1985, skáld frá Eiríksstöðum, og kona hans Jak- obína Þorleifsdóttir, f. 28. júní 1890. Systkini Björns eru: 1) Jak- obína, maki Erlingur Lúðvíksson og eiga þau þrjú börn. 2) Sveinn, Árið 1995 kvæntist Björn Elisa- beth Dupont. Hún á tvö börn frá fyrra hjónabandi, Melissu og James. Saman eiga þau dótturina Nikita, f. 8. mars 1996. Björn gekk í barnaskóla á Sauð- árkróki en flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur 1963 og var í einn vetur í Laugarnesskóla en lauk svo gagnfræðaprófi úr al- mennri deild Lindargötuskóla 1966. Í Straumsvík vann Björn frá 1969 þar til hann fór til náms til Tulsa í Bandaríkjunum og lauk þaðan flugvirkjanámi 21. apríl 1972. Björn hafði lokið einkaflug- mannsnámi áður en hann fór í flugvirkjanámið. Strax að náminu loknu hóf hann störf hjá Cargolux sem flugvélstjóri og var þar til árs- ins 1982 er hann fluttist heim. Fyrst um sinn starfaði hann hjá Flugleiðum og fór þá jafnframt í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og lauk þaðan prófi í blindflugi og at- vinnuflugi. Fljótlega lá leiðin aftur til útlanda og var þá unnið að ýms- um sérverkefnum fyrir Sterling, Conair, Airticair, Boeing o.fl. Árið 1988 hóf Björn störf sem flugvél- stjóri og umsjónarmaður DC-8- þotu í einkaeign í Ástralíu. Útför Björns fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. maki Birna Ólafsdótt- ir. Börn hans af fyrri hjónaböndum eru fimm, eitt er látið. Börn Birnu af fyrra hjónabandi eru þrjú. 3) Gylfi, hann á þrjú börn. Björn kvæntist 31. desember 1972 Dóru Björgu Theodórsdótt- ur, f. 5. mars 1949, d. 31. janúar 1988. For- eldrar Dóru eru Theo- dór Jóhannesson og kona hans Ragna Jónsdóttir. Dóra átti eina dóttur áður, Kristínu Péturs- dóttur, f. 24. júlí 1969, maki Árni Guðbrandsson, þau eiga tvær dæt- ur. Saman áttu Björn og Dóra dótt- urina Helgu, f. 11. desember 1973, sambýlismaður hennar er Andrew Jehwo og eiga þau dótturina Isa- belle Dóru f. 10.7. 2001. Systkini Dóru eru Björn, Jón og Helga. Björn og Dóra bjuggu mestan sinn búskap í Lúxemborg. Björn og Dóra skildu. Klukkan sjö að morgni hinn 5. maí barst mér sú helfregn að Bjössi bróðir væri dáinn. Af hverju hann? Hann sem hafði ferðast yfir öll heimsins höf og álfur. Af hverju hann? Hann sem hafði lát- ið æskudrauma sína rætast. Af hverju? Harmur minn er sárari en tárum taki er ég kveð kæran bróður. Fjarlægðirnar voru oft miklar milli okkar, hann að fljúga út um víða veröld, ég heima, síminn hring- ir, þetta er Bjössi: Við erum yfir Indlandi núna. Er ekki allt gott á klakanum? Þannig var Bjössi, hringdi reglulega í einhvern í fjöl- skyldunni og lét vita af sér. Bjössi hafði dvalið erlendis nánast alla sína starfsævi og oft dáðist ég að því hve vel hann hélt móðurmáli sínu við, ekki var möguleiki að heyra er við ræddum saman að þar færi maður sem hafði verið erlendis sl. 30 ár. Er við vorum að alast upp á Sauðár- króki fyrir hartnær 50 árum leyndi sér ekki hvert hugur bróður míns stefndi; flugvélar og aftur flugvélar. Þegar við lékum okkur að bílum og dúkkum var Bjössi að skoða eitt- hvað sem tengdist flugi, þótt hann væri með þeim yngstu í stórum hópi frændsystkina, sem ólust upp nán- ast á sömu torfunni. Björn hélt til náms í Ameríku 1970 og starfaði er- lendis nánast óslitið upp frá því, bjó í Lúxemborg um áraraðir og eign- aðist þar fjölskyldu. Fyrir um það bil 20 árum flutti fjölskyldan heim til Íslands, en ekki staldraði hann lengi við, var von bráðar farinn aftur utan til starfa, og nú í Danmörku. Oft hef ég hug- leitt það á þessum árum frá því Björn fór til náms erlendis hvernig honum liði, því römm er bræðra taugin, en aldrei fengið skýr svör, sem mér þótti miður. Þó dvaldi Bjössi iðulega á mínu heimili er hann kom til Íslands í læknisskoð- anir, því hann flaug alla tíð á ís- lensku skírteini. Fyrir 12 árum sett- ist Bjössi að í Ástralíu, starfaði þar fyrir Kerry Peacker, einn af auð- jöfrum heimsins, og undi hag sínum vel. Því var það kaldhæðni örlag- anna að hann skyldi fara á vit feðra sinna á einni fegurstu strönd Eyja- álfu og á þeirri strönd sem hann elskaði mest, þar var hann frjáls, þar stundaði hann veiðar, þar leið honum vel. Ferð okkar systkinanna og frænda til Ástralíu að votta hon- um okkar hinstu kveðju og til að flytja heim til Íslands hans jarð- nesku leifar reyndist mér erfiðari raun en mig óraði fyrir. Elisabeth, Helgu, James og Nikitu votta ég og fjölskylda mín dýpstu samúð. Hafðu þökk fyrir allt og hvíl í friði, kæri bróðir. Sveinn. Það var að morgni sunnudagsins 5. maí sl. að ég var vakin með sím- hringingu og erindið var að tilkynna lát yngsta bróður míns, Björns Inga, sem búsettur var í Sydney í Ástralíu. Hann hafði farið sæll og glaður með börnin sín tvö James og Nikitu út á strönd og voru þau á sjó- ketti sem hvolfdi. Litla Nikita lenti undir kettinum en Bjössi gat bjarg- að henni á land og komið henni í hendur viðstaddra og hné að því búnu niður og var allur. Þetta var þungt högg og erfitt að skilja og finna vanmátt sinn til að rétta hjálp- arhönd svona langt í burtu frá nán- ustu fjölskyldu hans. En upp í hugann koma minning- arnar um góðan bróður. Ég man daginn sem hann fæddist og pabbi okkar fór með okkur systk- inin þrjú inn í stofu og spilaði plötur og hann spilaði eins hátt og hann gat svo við heyrðum ekki hávaðann frá svefnherberginu, en þar kom Bjössi í heiminn. Mér fannst hann alltaf góður og blíður drengur, hann var litli bróðir minn. Og sem lítill drengur lék hann sér gjarnan við minni krakka sem hann var að passa upp á og vera góður við. Og ekki var hann hár í loftinu þegar hann byrj- aði að fara niður á flugvöll ef hann heyrði í flugvél og fylgjast með öllu sem þar fór fram og þannig var hann alla ævina, hann gat ekki hugsað sér að vinna við annað en flugvélar. Ég man allar góðu stundirnar er við hjónin heimsóttum Bjössa og Dóru í Lúxemborg, en þar var manni tekið opnum örmum. Ég man allar góðu stundirnar er Bjössi kom í heimsókn til okkar í Hrauntunguna. Alltaf var hann eins, sami látlausi bróðirinn, nánast í sömu fötunum að manni fannst, allt- af sami stíllinn. Ekki breyttist hann þótt hann hefði farið marga hringi í kringum þessa jörð okkar og um- gengist alls konar fólk. Ég man allar sögurnar sem hann sagði mér og ég hélt að þetta væru ýkjusögur og bað hann að vera nú ekki að skrökva að systur sinni. En þetta var bara allt satt, sem kom í ljós er pabbi heimsótti hann til Ástr- alíu og fékk að sjá flugvélina sem hann vann á. Þótt hann væri mestan hluta æv- innar svona langt í burtu var hann samt svo nálægur. Hann hringdi svo oft til mín og fylgdist með ef ein- hverjir erfiðleikar voru hjá okkur hérna hinum megin á hnettinum og hann var alltaf tilbúinn að koma fljótt. Upp á síðkastið áttum við mjög góð samskipti í gegnum tölv- una. Það var spennandi að fá bréfin hans með ævintýralýsingunum. Ég kveð nú elsku bróður minn með þökk fyrir allt og allt og ég veit að við hittumst aftur. Jakobína Ingadóttir. Bjössi var sannarlega flugmaður frá barnæsku. Hann leit upp og fylgdist með flugvélum þegar aðrir kíktu eftir flugi fugla. Flugvöllur var á mölinni ekki langt frá verk- stæðinu þar sem faðir hans starfaði og í hvert sinn sem þar lenti flugvél var hann Bjössi kominn til að skoða hana á vellinum eða fylgjast með flugtaki hennar. Áhugi hans á flug- vélum var ástríða og sem drengur var hann sífellt að teikna flugvélar í stílabækur eða setja saman flug- vélamódel sem hann flaug með purri og hvæsi um stofurnar heima hjá sér. Sumar þeirra hengdi hann upp í loftið með nælonstrengjum og þar voru þær í kröppu aðflugi eða bröttu flugtaki. Bjössi ætlaði sér að verða flugmaður og ekkert annað og það varð svo ævistarf hans. Eitt sólbjart sumar var hann unglingur nokkra daga hlaupastrák- ur á Sauðárkróki hjá áhugafélagi um svifflug sem stundaði þarna æf- ingar á flugvellinum. Þegar þessum æfingum lauk hjá svifflugfélaginu var honum launuð aðstoðin með einu hringflugi með leiðbeinandan- um í svifflugvélinni yfir bæinn. Stundin var stór og þá gagntók hann þessi tilfinning sem hann hafði þráð svo lengi að reyna sjálfur; að svífa í loftinu, að fljúga eins og fugl yfir bænum og svífa um í flugvél. Hann sagði félögunum frá þessu aft- ur og aftur, hvernig væri að fljúga í svifflugvélinni, hvernig vængbörðin stjórnuðu fluginu í beygjum og að- flugi, hvernig smá hreyfing hæðar- stýris breytti sviffluginu og hvernig flugvélin léti að stjórn eftir því hvernig stýrispinninn var hreyfður fram og til baka eða til hliðanna. Fyrir þetta fjörutíu árum á Sauð- árkróki var hann Bjössi barnungur búinn að taka ákvörðun um að flugið yrði hans ævistarf. Svo liðu árin og þetta gekk eftir og Bjössi lét æskudrauminn rætast. Hann lærði til þessa starfs sem hann ætlaði sér og dreymdi um. Bjössi varð svo flugmaður, hann starfaði hér heima og um víða ver- öld sem flugmaður við margskonar verkefni nú síðast til margra ára í Ástralíu. Hann var sérstakur maður, hann Bjössi, og ekki var hann framhleyp- inn. Hann kom hingað til lands og fór stundum án þess að heilsa eða kveðja hér áður fyrr. Ekki sagði hann mikið af sínum ferðum þó ým- islegt upplifði hann ævintýralegt með framandi þjóðum. Bjössi kynntist ástralskri konu, Elísabeth Dupond, og komu þau hingað til lands og gengu í hjónaband á Þing- völlum. Fyrir um sjö árum eignuðust þau stúlku sem var honum afar kær. Hann var með þessari dóttur sinni, Nikitu, og stjúpsyni á ströndinni í Sidney á fallegum sunnudegi þegar hann lést. Bjössi hafði farið á sjó- þotu með dóttur sína í siglingu út með ströndinni en honum fataðist siglingin og þau lentu bæði í sjón- um. Bjössi synti með hana til lands og kom henni í öruggar hendur en féll þá örendur niður. Við kveðjum Bjössa í dag með sárum söknuði. Skrítin er þessi tilvera annars og ör- lögin óráðin. Bjössi sagði alltaf með glettni í augunum að ekkert kæmi fyrir sig í fluginu, hann færi varlega, flugið er ekki hættulegt, sagði hann, ef maður kann sitt fag og það sagði hann sannarlega satt. Nú er hann komin heim til hinstu hvíldar, flug- maðurinn víðförli og lentur hér á Ís- landi eftir löng ferðalög og mikið flug um loftin blá. Takk fyrir við- kynninguna, gamli vinur, og góða vináttu alla tíð. Bjarni Dagur. BJÖRN INGI INGASON                                                           !   " #$   "# % #$  &   '%! ("  % ("  % ("   (" & "") ! #$  * " *+ "* " * " *+ " (!* " * " * " *+ "%               !       ,-./,. 0 " 0"!     "#12        "         ! 3"! #$  *4  ,  * *4 5   67( "5   /+ " *4  7  *4  ,  *4 (!* " *+ "" 89(:  ,  ,  "  -"! 7 "(!'"! #%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.