Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 33 Víkurvegur Gatnamót við Vesturlandsveg Tilkynning um lokun Víkurvegar Vegna framkvæmda við mislæg gatnamót Víkurvegar og Vesturlandsvegar verður Víkurvegur lokaður milli Gagnvegar og Vesturlandsvegar frá kl. 22.00 föstudagskvöldið 31. maí til kl. 7.00 mánudagsmorguninn 10. júní. Þann tíma fer öll umferð til og frá Grafarvogshverfi um Gullinbrú. Til að auðvelda leiðarval um Grafarvogshverfi verður komið fyrir merkingum á helstu gatnamótum innan hverfisins. Umferð verður væntanlega hleypt á hin nýju gatnamót þann 10. júní og verður það nánar auglýst síðar. Gatnamálastofa í Reykjavík Þúsöld Grafarholt Víkurvegur lokaður frá 31. maí-10. júní Vesturlandsvegur Grafarvogur MEÐ þessum tónleikum lýkur starfsári Sinfón- íuhljómsveitar Ís- lands, veturinn 2001 til 2002, sem hefur að mörgu leyti verið gott, sérstaklega að hljómsveitin hef- ur verið góð og oft náð frábærum ár- angri. Vonandi hafa forráðamenn hljómsveitarinnar komið auga á þann, sem á að leiða hljómsveitina til enn frekari sigra á hljómleikapallin- um á næsta starfsári. Á tónleikunum í gærkveldi var fluttur fiðlukonsert op. 47, eftir Jean Sibelius, ekta rómantískt verk, þar sem heyra má margar „rapsódískar“ tónhugmyndir og í lokakaflanum, eins og tónskáldið sagði „danse ma- cabre“, sem þó er of mikið sagt, því til þess er hann of fagur, að vera kennd- ur við dauðann. Guðný Guðmunds- dóttir lék margt vel í þessu erfiða verki, einkum hæga kaflann, en loka- kaflinn, sem er í „rondó“ formi og sérlega erfiður og eiginlega aðeins á valdi „virtúósa“, var henni helst til nokkuð erfiður. Í fyrsta kaflanum notar Sibelíus kadensurnar til að vinna úr tónhugmyndunum, sem voru mjög vel leiknar hjá Guðnýju. Lokaverk tónleikanna var sú „átt- unda“, eftir Dmitri Shostakovitsj, sem er samin ári eftir þá „sjöundu“ og því oft ranglega sögð vera stríðs- sinfónía, enda frumflutt í Moskvu 1943. Verkið er drungalegt, stórbrot- ið, fullt af sársauka en einnig sátt og friðsæld, er fylgir á eftir ómann- eskjulegum átökunum. Kyrrðar- þættirnir eru samt þrungnir sárs- auka, sem birtist í fallegum einleiksstrófum, er voru fallega leiknar af Kristjáni Þ. Stephensen, Joseph Ognibene, Hafsteini Guð- mundssyni, Einari Jóhannessyni, Martial Nardeau, Ásgeiri Stein- grímssyni, Sif Tulinius og Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Öllu því, sem skiptir máli í þessu átakamikla verki, var mjög vel til haga haldið af stjórnandanum, Rum- on Gamba. Andstæður í styrk, hraða- breytingar og hrynrænar útfærslur, voru sérlega aflmiklar (dýnamískar) og á köflum náði Gamba að magna upp áhrifamikla stemmningu, bæði þar sem dulúðin ríkti og í átakaköfl- um, eins og t.d. í upphafi sinfóníunn- ar. Rumon Gamba sýndi sig að vera frábær stjórnandi í þessu erfiða og margslungna tilfinningaþrungna skáldverki eftir meistara Shostakov- itsj og náði að leiða Sinfóníuhljóm- sveit Íslands til meistaralegra átaka, þar sem leikið er með reisn og um- komuleysi, harm og gleði, illt og gott, í raun allt sem mannkynið varðar og birtist í bardúsi þess. Að þessu leyti eru verk Shostakovitsj eitthvað ann- að en tónleikur og tilstand, þau eru skáldskapur um mannlífið, stórbrotin og tiginmannleg listaverk. Stórbrotin og tigin- mannleg listaverk TÓNLIST Háskólabíó Flutt voru verk eftir Sibelius og Shostakovitsj. Einleikari: Guðný Guðmundsdóttir. Stjórnandi: Rumon Gamba. Fimmtudagurinn 30. maí 2002. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Guðný Guðmundsdóttir Listasafn Ís- lands Ingibjörg Haraldsdóttir flytur rússnesk ljóð kl. 12.30– 12.50. Ljóðin eru ort á tímabilinu 1908–1931. Flutn- ingurinn er í tengslum við sýn- ingu um rúss- neska myndlist. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Ingibjörg Haraldsdóttir Hafnarborg Sýningum á úrvali ljósmynda eftir Loft Guðmundsson í aðalsal Hafnar- borgar og málverkasýningu Elíasar B. Halldórssonar í Sverrissal og Apó- teki lýkur á mánudag. Sýningarnar eru opnar alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–17. Nýlistasafnið Sýningin Hypercraze 2002 / Ofur- hvörf 2002 lýkur á laugardag. Til sýn- is eru verk eftir Önnu Hallin, Birgi Andrésson, Hannes Lárusson, Heklu Dögg Jónsdóttur, Húbert Nóa Jó- hannesson, Ingarafn Steinarsson, Ósk Vilhjálmsdóttur, Pétur Örn Frið- riksson og Rúrí. Sýningin er opin 12–18, miðviku- dag til föstudags og 14–18 á laugar- dag. Eden, Hveragerði Myndlistarsýningu Birgis Schiöth myndlistarkennara lýkur á sunnudag. Á sýningunni eru 47 myndir, með pastellitum, og teikningar. Myndefnið er fjölbreytt og eru verkin öll til sölu. Þetta er 26. sýning Birgis. Gallerí Skuggi Sýningunni My name is Þorri, but they call me Elvis lýkur á sunnudag. Sýningin er byggð á ævi og lífsviðhorfum Arnars Þorra Jónssonar sem fæddist árið 1975 en lést sviplega í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Sýningin saman- stendur af safni hluta, ljóða, tónlistar og texta sem voru Þorra hugleikin og leitast er við að miðla þeim lífskrafti sem getur falist í umgjörðinni sem fólk skapar sér í daglegu lífi. Sýningin er opin frá kl. 13 -17. Sýningum lýkur OPNA galleríið tekur til starfa í þriðja sinn og verður að þessu sinni á laugardag á Laugavegi 105, þar sem Íslandsbanki var við Hlemm. Lista- menn mæta með verk sín, eina mynd eða seríu, klukkustund fyrir opnun, kl. 13, og setja í snatri upp sýningu sem hverfur í lok dags, kl. 18. Hver listamaður ber ábyrgð á sínu verki meðan opið er og getur boðið til sölu ef vill, en afhendir það þá eftir lokun. Opna galleríið er umgjörð um þá hugmynd að fá nýtt sjónarhorn á samtímamyndlist þar sem hún verð- ur hluti af óháðum og ófyrirsjáan- legum atburði, nátengdum hvers- dagslífi fólks. Það er starfrækt einhvers staðar á Laugavegi eða ná- grenni fyrsta laugardag hvers mán- aðar. Aðstandandi Opna gallerísins er félagið Viðhöfn, Laugavegi 25, sem hefur það að marki að sameina listamenn um að vekja athygli á ís- lenskri samtímalist. List á Hlemmi KOMA sígaunannahljómsveitar- innar Taraf de Haïdouks frá Clejani í Rúmeníu er vafalítið einn af merk- ustu viðburðum Listahátíðar í Reykjavík. Það var líka talsverður spenningur meðal almennings að koma og hlusta, og fljótlega seldist upp á tvenna tónleika sem ráðgerð- ir voru. Þriðju tónleikunum var bætt við á þriðjudagskvöld, og var húsið þéttskipað fólki strax hálftíma fyrir tónleika. Það tók ekki meir en fyrsta lagið að koma mannskapnum í gang, bæði gestunum á sviðinu og salnum. Það náðist strax firnagóð stemmn- ing með miklu klappi og fagnaðar- látum gesta, og stemmningin stig- magnaðist eftir því sem á kvöldið leið og list sígaunanna opinberaðist í fleiri myndum. Hljómsveitin að þessu sinni er skipuð þrettán manns, fjórum fiðluleikurum, þrem- ur harmónikkuleikurum, þremur symbalomleikurum, bassaleikara, flautuleikara og gítarleikara, en fjórir þeir elstu eru mestu söng- mennirnir þótt flestir syngi þeir eitthvað. Tónlistin sem Taraf de Haïdouks lék var mestöll frá heimaslóðum þeirra í Rúmeníu. Gangandi bassi er undirtónninn í tónlistinni; fiðlur með flúraðar laglínur á toppnum, flóknir lagrænir innviðir og brotnir hljómar leiknir á symbalom, og harmónikkur sem ýmist flúra með fiðlunum eða krunka offbítið eða áhersluminni taktslögin með hljóm- um. Auk þessa lék sveitin tvo dansa ættaða frá þjóðum Júgóslavíu, ersko kolo, eða hringdansa, þar sem gefið er í eftir því sem á dansinn líður og hraðinn aukinn jafnt og þétt. Reyndar er þetta einkenni líka sterkt í rúmensku tónlistinni; hljóð- færaleikararnir fá þannig tækifæri til að sýna sitt virtúósitet í spila- mennsku á algjörlega ólöglegum hraða, og þeir sem dansa geta dans- að sig í trans á þeim gleðistundum sem þessi tónlist tilheyrir. Það sem einkenndi leik Taraf de Haïdouks er það hversu trúir og tryggir þeir eru sinni þjóðlegu hefð, þrátt fyrir nokkur utanaðkomandi áhrif. Áhrif úr djassi og annarri vestrænni tónlist gægjast í gegn; – hver og einn fengu kapparnir sín sóló til að sýna listir sínar og auð- vitað verðskuldað klapp að launum. En arabísk áhrif eru líka til staðar, og þau eru eldri og rótgrónari. Til marks um það er flúrið og skrautið eins og útskorið arabískt filigree. Eldri mennirnir sungu í þessum flúraða stíl, og voru hreint ótrúlega flinkir. Sá elsti í hópnum, Nicolae Neacsu, reffilegur karl á níræðis- aldri með staf og hatt, öldungurinn í hópnum, getur enn sungið og spil- að, þótt færnin hafi eflaust verið meiri fyrr á árum. Hans spesíalítet var að leika á fiðluna með stöku hrosshári, þannig að úr varð kostu- legt hljóð, sambland af tóni og sáru sargi. Meistarinn í hópnum var tví- mælalaust fiðlusnillingurinn Ghe- orghe Anghel, sem gengur undir nafninu Caliu; mér datt í hug að forvitnilegt hefði verið að leiða þá saman, hann og Maxim Vengerov sem spilaði kvöldinu áður; – báðir brilljant snillingar, meistarar í bogatækni og músíkantar fram í fingurgóma sem spila með öllum kroppnum; – þótt gjörólíkir væru; – hvor úr sínum menningarheimi. Caliu sýndi glæsileg tilþrif, og virt- ist eflast eftir því sem tónlistin varð fjörugri og hraðari. Hann hélt fiðl- unni í óvenju hárri stöðu, en engu að síður var hún eins og áföst við hann; annað líffæri og partur af honum sjálfum. Þetta var ekkert mál, allt leikur einn, tónlistin streymdi frá honum jafn fyrirhafn- arlaust og sólskin á heiðum sum- arhimni. Einn symbalomleikaranna, sá er mest mæddi á, var líka mikið undur. Færni hans var engu lík. Harmónikkuleikararnir voru líka hver öðrum betri, og færni þeirra í að halda offbítinu stöðugu og jöfnu á þeim ofsahraða sem þeir spiluðu var hreint ótrúleg. Bassaleikarinn var líka kúnstugur karl með sinn takt alveg á hreinu. Taraf de Haïdouks er kraftmikill hópur og tónlist þeirra seiðmagn- aður galdur. Það er einstakt að fá tækifæri til að heyra svo ómengaða og hreinræktaða etníska tónlist. Slík tækifæri verða æ sjaldgæfari þegar hugarfarið í heimstónlistinni snýst frekar um að tefla saman ólík- um straumum og skapa einhvers konar flux, – sem getur vissulega verið spennandi líka. Þessir menn bera með sér aldagamla og einstaka hefð, sem hefur lifað af, og er jafn- vel hver síðastur að njóta. Nicolae gamli ætlar til að mynda ekki í fleiri heimsreisur með hópnum; – hann er einfaldlega orðinn of gamall. Það má segja að Taraf de Haïdouks séu eins konar menningarminjar í út- rýmingarhættu. Til allrar hamingju hafa þeir ekki orðið vestrænni tón- listartísku að bráð; – sorglegasta og nærtækasta dæmið um hana mátti sjá í Eurovision-söngvakeppninni, þar sem tuttugu og fjórar Evrópu- þjóðir sungu sama lagið í örlítið mismunandi útfærslu; – flestar á einu og sama tungumálinu. Fjölbreytnin í heiminum verður æ minni og mannlífið og menningin fábrotnari; – íbúar heimsþorpsins verða á endanum allir eins. Þess vegna eru menningarundur eins og Taraf de Haïdouks eins og skínandi gimsteinar í allt of einsleit- um heimi. Tónlist þeirra er sprottin frá hjartanu, heit, hrein og dásam- leg, – til þess fallin að gleðja og kæta og gera lífið betra. Það var talsvert vandræðalegt þegar þjónar Hótels Íslands fóru að amast við ungmennum sem ekki gátu lengur setið á sér og vildu dansa í dynjandi fiðlumúsíkinni. Þessi tónlist er fyrst og fremst danstónlist og öfugsnúið að amast við því að fólk láti undan fótafiðr- ingnum undir svo hressilegri hrynj- andi. Það kom líka á daginn þegar hljómsveitin sjálf hóaði í fleira fólk, að það voru margir sem þustu með hraði upp á svið, sennilega búnir að hafa sig alla við að tolla á stólset- unum allt kvöldið. Tónleikar Taraf de Haïdouks voru stórkostleg upplifun; hrein- ræktuð skemmtun; mikill listvið- burður; einstök innsýn í aðra ver- öld; upplifun sem seint mun gleymast. Undur í einsleit- um heimi TÓNLIST Hótel Ísland Sígaunahljómsveitin Taraf de Haïdouks frá Clejani í Rúmeníu lék tónlist frá heimahögum sínum. Þriðjudag kl. 21.00. LISTAHÁTÍÐ Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Taraf de Haidouks á ferð um borgina í vikunni. HARMONIKUHÁTÍÐ verður í Reykjavík um helgina og hefst hún með léttum tónleikum í Iðnó kl. 21 annað kvöld, laugardagskvöld. Þar koma m.a. fram Karl Adólfsson og félagar, Matthías Kormáksson, Sveinn Rúnar Björnsson, Hekla Ei- ríksdóttir og Margrét Arnardóttir. Á sunnudag, sjómannadaginn, verður harmonikudagur í Árbæjar- safni frá kl. 13–16.30. Þar koma fram í ýmsum húsum safnsins einleikarar, hópar og hljómsveitir, m.a. Stráka- bandið, Jóna Einarsdóttir, Karl Adólfsson og Þorleifur Finnsson, Hekla Eiríksdóttir, Margrét Arnar- dóttir, FF-kvartett, Smárinn kvart- ett og Eldborgar kvintettinn. Þá kemur fram danska „popphljóm- sveitin“ Tesco value. Vefsíða hátíðarinnar er á slóðinni www.thing.is/accordionfestival. Harmonikuhátíð í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.