Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sesselja Páls-dóttir fæddist á Ánastöðum í Hjalta- staðaþinghá 25. mars 1912. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu í Seljahlíð 22. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sólrún Guðmunds- dóttir frá Hauksstöð- um á Jökuldal, f. 19. apríl 1874, d. 5. nóv. 1949, og Páll Jóns- son, bóndi frá Svína- bökkum í Vopna- firði, f. 18. des. 1876, d. 14. des. 1966. Systkini Sesselju voru: Jóhanna Sigurbjörg, f. 18.11. 1904, d. 2.2. 1979, gift Jóni Ragnari Þorsteinssyni, f. 16.1. 1894, d. 28.6. 1972, Jónína, f. 21.6. 1906, d. 5.7. 1965, gift Ásgeiri Einarssyni, f. 6.5. 1906, d. 12.3. 1992, Björn sjúkraflugmaður, f. 10.1. 1908, d. 26.3. 1973, kvæntur Sveinu Sveinsdóttur, f. 9.5. 1916, d. 26.3. 1987, Ólafur verkstjóri, f. 19.12. 1909, d. 11.6. 1988, kvænt- ur Þóru Stefánsdóttur, f. 21.8. 1913, d. 12.7. 1990, og Sigurður Hafsteinn verkamaður, f. 1.9. 1917, d. 6.9. 1986, kvæntur Pálínu Magnúsdóttur, f. 24.8. 1924. Sess- elja giftist árið 1941 Páli Guð- jónssyni frá Sléttu í Reyðarfirði, f. 21.8. 1897, d. 28.7. 1987. Börn þeirra eru: 1) Sólrún verslunar- maður, f. 14.3. 1942, gift Guð- mundi Helgasyni skipstjóra, f. 1.11. 1936. Börn þeirra eru Páll, f. 19.4. 1974, og Erna, f. 17.12. 1977, sam- býlismaður Óli Geir Stefánsson, f. 11.11. 1977, og eiga þau eina dóttur. Sonur Sólrúnar er Guðjón Guðmundsson raf- virkjameistari, f. 13.11. 1963, sam- býliskona Íris Björg- vinsdóttir, f. 14.2. 1963, þau eiga tvö börn. Börn Guð- mundar Helgasonar eru a) Linda Björg, f. 7.8. 1967, hennar maður er Hafþór Kjart- ansson, f. 30.11. 1964, og eiga þau fjögur börn, og b) Helgi Örn, f. 25.9 1968. 2) Guðjón Pálsson, framkvæmdastjóri og bygginga- meistari, f. 17.9. 1943, synir hans eru Birgir Páll og Tryggvi. 3) Guðmundur Pálsson verkefnis- stjóri, f. 5.7. 1945, sambýliskona Hrafnhildur Guðmundsdóttir, f. 11.9. 1947. Dætur Guðmundar eru: a) Hafdís, f. 1.7. 1972, gift Birni Ólafssyni, f. 21.6. 1969, þau eiga tvo syni. b) Heiðrún, f. 13.7. 1974, sambýlismaður Kristvin Bjarnason, f. 19.10. 1971, þau eiga eina dóttur. c) Lilja Björg, f. 26.8. 1981, sambýlismaður Reynir Grétarsson, f. 5.12. 1980. Útför Sesselju verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín. Nú hefur þú lokið lífsgöngu þinni og fengið hvíld- ina. Hugurinn reikar til baka allt til bernskuáranna, það eru bjartar og mikilvægar minningar sem koma upp, ég sé þig fyrir mér sívinnandi, þú varst alltaf til staðar og þið pabbi voruð samhent um að búa okkur gott og fallegt heimili. Að fá að alast upp við slíkt atlæti og umhyggju sem þið gáfuð okkur er ómetanlegt. Ég á eftir að sakna þín því ekki leið sá dagur að ekki væri eitthvert samband, annaðhvort í gegnum síma eða með heimsókn- um. Að lokum vil ég þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig og mína, sérstakar þakkir fyrir hann Guðjón son minn, og alla þá hlýju og ástúð sem þú gafst okkur öllum. Starfs- fólkinu í Seljahlíð þökkum við af al- hug góða aðhlynningu og hjúkrun. Ég kveð þig með bæninni sem þú kenndir mér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíldu í friði, elsku mamma. Þín Sólrún. Nú er komið að kveðjustund. Kvödd er þróttmikil kona sem gekkst ekki undan sínum skyldum, gerði fremur meira en minna. Á þessari stundu fer hugurinn til baka eins langt og mögulegt er til að sækja gamlar minningar. Samleið okkar hófst á Reyðarfirði við fæðingu mína. Það sem ég man fyrst var þegar hún var að annast háaldraðan föður sinn og mig, þá var ég vel á þriðja ári og annað heimilisfólk hefur þá líklega verið í vinnu. Árinu áður en ég byrjað í skóla varð hún sér úti um lestrar- heftið „Gagn og gaman“ og gerði mig nokkuð læsan með þeirri bók áður en ég hóf skólagöngu. Kennslu- tækið sem hún notaði við lestrar- kennsluna var teskeið, sneri hún skeiðinni öfugt og vísaði skaftið á textann, miðaði ég augunum á það þegar ég fylgdi því eftir, þannig stafaði ég og las. Amma var ákveðin og gat verið hörð, ef maður fór út af sporinu. Á Reyðarfirði rennur á í gegnum bæ- inn og gat verið mikill vöxtur í ánni á vorin og hún hættuleg börnum. Ég minnist þess að okkur krökkunum þótti gaman að fara niður að ár- bakkanum til að sjá máttinn í ánni og þá var mest spennandi að reyna að komast yfir hana. Gætti ég þá vel að því að amma sæi ekki til mín, en stundum gleymdi ég mér og var þá gripinn og nótin dregin. Vorið 1974 fluttist öll fjölskyldan suður til Reykjavíkur. Bjó ég hjá mömmu til að byrja með eða þar til hún flutti aftur austur, þá varð ég um kyrrt hjá ömmu og afa í Arahól- um en dvaldi öll sumur á Reyðar- firði. Hlutverk þeirra var ekki bara að hafa mig heldur kom Birgir Páll frændi minn tímabundið til veru hjá þeim og við áttum samleið hjá þeim til nokkurra ára. Við frændurnir náðum vel saman, enda var vel hugsað um okkur á allan hátt. Amma var dugnaðarforkur, bar- áttumikil og ákveðin mjög. Eitt sinn ákvað hún að heimsækja vinkonu sína sem lá á Landspítalanum sjúk. Hún fór með strætisvagni heiman frá sér, á miðri leið þurfti vagninn að nauðhemla og við það kastaðist amma til í vagninum og slasaðist. Kallað var eftir sjúkrabíl og var amma flutt á slysadeild Borgarspít- alans. Í ljós kom að rifbein höfðu brotnað og hún tognaði á hendi. Út gekk gamla með hönd í fatla af slysadeild sama dag og hélt för sinni áfram með strætisvagni á ákvörð- unarstað sem ákveðinn hafði verið fyrr um daginn. Þessi saga er ágæt- is samnefnari um það hvernig hún tók á hinum ýmsu málum í gegnum tíðina. Amma og mamma hafa alla tíð verið mjög samrýndar. Eftir að amma fór á elliheimilið naut hún mikils og góðs stuðnings frá móður minni. Hún tók ömmu alltaf heim um hverja helgi meðan hægt var og hlúði að henni. Oftar en ekki náði fjölskyldan að sameinast á heimili móður minnar þegar amma var þar í heimsókn og naut hún þess mjög með okkur. Það var fastur liður að amma var hjá mér á aðfangadagskvöld, en síð- asta aðfangadagskvöld var alveg á mörkunum að hún gæti ferðast á milli staða. Mig langaði til að fá hana og vilji hennar var sterkur, hún vildi koma og kom í hjólastól með hjálp ættingja. Mig grunaði þá að þetta yrði síð- asta aðfangadagskvöldið sem hún yrði með okkur og sú hefur nú orðið raunin. Fyrstu dagana í maí veiktist amma af lungnabólgu og fékk lyfja- meðferð við því sem bar ekki árang- ur. Um hvítasunnuhelgi var ljóst að hún mundi ekki ná sér og var okkur tjáð í hvað stefndi. Þegar ég sat við sjúkrabeð henn- ar síðustu daga ásamt ættingjum sá ég hversu hægt og rólega dró af henni, af og til þurftum við að fara fram í setustofu meðan hjúkrunar- fólk þurfti að annast hana. Í þessari fallegu setustofu eru stórir gluggar með gott útsýni sem ég ósjálfrátt horfði til meðan við biðum. Þarna fyrir utan var mikill gróður sem blómstraði og grænkaði þessa daga á meðan ömmu hrakaði. Þá laum- aðist sú hugsun að mér að það tákn- aði að nú færi hún að byrja nýtt líf hinum megin ung og frísk. Þessi hugsun huggaði mig og gerði mig sáttari við orðinn hlut. Ljúft er mér að minnast á hjúkr- unarfólkið í Seljahlíð sem annaðist hana ömmu mína. Þjónustulund, nærgætni og umhyggja þess var al- veg til fyrirmyndar og undir lokin hetjuleg. Ég leyfi mér að mæla fyrir munn allrar fjölskyldunnar og segja að í huga okkar er hlýja og þakklæti til hjúkrunarfólks í Seljahlíð fyrir umönnun hennar. Elsku amma, ég kveð þig nú. Ég veit að hún hefur nægar birgðir í ferðalagið langa og á vísan stað í ríki guðs. Ég sakna hennar sárt og þakka fyrir þá ástúð og hlýju sem hún hefur gefið mér. Blessuð sé minning hennar. Guðjón Guðmundsson. Tengdamóðir mín, Sesselja Páls- dóttir, hefur kvatt þennan heim, og vil ég þakka henni með nokkrum fá- tæklegum orðum þann tíma sem við höfum þekkst. Ég kynntist Sellu, en svo var hún jafnan kölluð, þegar ég var 11 ára gamall og kom til sum- ardvalar á Sléttu við Reyðarfjörð til hennar og manns hennar Páls Guð- jónssonar bónda þar. Á Sléttu var nokkuð fjölmennt, þrjú börn þeirra hjóna, foreldrar Sellu og öldruð móðir Páls, einnig var þar drengur tveimur árum eldri en ég. Þegar þurrkur var og slægja á túnum kom fólk utan frá þorpi til hjálpar við heyskapinn og stækkaði þá hópur- inn. Ég naut þess að vera með aldr- aða fólkinu, ég hafði aldrei séð afa mína og ömmur, sem öll voru látin þegar ég fæddist og fannst mér þetta heilmikil tilbreyting við til- veruna að vera á þessu rausnar- heimili og læra til verka og voru þau hjón ólöt við að kenna mér og brýndu vel fyrir mér hætturnar sem hlotist gætu af tækjunum. Vélvæð- ingin var að ryðja sér til rúms í sveitum austanlands um þetta leyti og er ég viss um að veran á Sléttu hefur kennt mér margt sem kom mér að góðu við áratugastörf á sjón- um síðar meir. Sella og Páll voru bæði harðdug- leg til vinnu og gekk hún jafnt til verka sem Páll, hvort heldur var við slátt á traktornum, rúningar eða eitthvað annað sem þurfti að vinna á meðalstóru búi sem þessu. Bindindismanneskja var Sella, án þess að troða skoðunum sínum upp á aðra. Áfengis og tóbaks neytti hún aldrei þau liðlega 90 ár sem hún lifði, hún var alltaf sjálfri sér nóg og ekki upp á aðra komin og frekar gefandi en þiggjandi. Sella hafði gaman af að skemmta sér í góðra vina hópi og var skemmtileg og full af fróðleik frá Arnhólsstöðum í Skriðdal og víðar. Hún er síðust sex systkina sem kveður okkar jarðneska líf en þau voru í aldursröð: Jóhanna Sigur- björg, Jónína, Björn, Ólafur, Sess- elja og Sigurður Hafsteinn. Síðustu ár ævi sinnar var Sella vistmaður á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík. Starfsfólk þar á þakkir skilið fyrir góða umönnun og hjúkrun sem það veitti henni. Ég votta ættingjum Sellu samúð mína og blessuð sé minning hennar. Guðmundur Helgason. Nú hefur elsku Sella amma okk- ar, eða amma á Aró eins og við köll- uðum hana, kvatt þetta jarðlíf. Minningarnar um hana streyma fram í hugann. Þær eru minnisstæð- ar heimsóknirnar til hennar í Ara- hólana sem við fórum í á sunnudög- um og þá oftast í fylgd með pabba okkar. Þá dró hún oft upp eitthvað sem hún hafði prjónað handa okkur, sokka eða vettlinga. Hún bar mikla umhyggju fyrir okkur og hugsaði um að okkur væri ekki kalt. Í þess- um heimsóknum var að sjálfsögðu boðið upp á kökur og fengum við stundum að fara með henni „ofan“ til að sækja rjómatertuna í frysti- kistuna í geymslunni. Og ekki má gleyma koffortinu á svölunum þar sem alltaf voru til snúðar. Eitt var það sem við systurnar tókum alveg að okkur, en það var að taka til í veskinu hennar. Þá fengum við að raða dótinu sem hún geymdi þar og að launum fengum við að eiga smáaurana sem voru á botn- inum. Og ef stutt var á milli tiltekt- anna í veskinu laumaði hún aurum á botninn rétt áður en hún rétti okkur það. Jólaheimsóknirnar til ömmu eru líka afar minnisstæðar. Þá kom öll fjölskyldan saman í Arahólunum. Þar var allt gert af miklum mynd- arskap, ríkulegar veitingar, heilt hlaðborð með tertum, kökum og heitu súkkulaði. Og alltaf var rauði jólasveinadúkurinn á borðinu til að skapa hina fastmótuðu jólastemn- ingu. Dugnaður og þrautseigja ömmu kom ekki síst fram í að ala dótt- urson sinn upp frá fæðingu og son- arson sinn að verulegum hluta við mjög þröngan húsakost, aðeins í tveggjaherbergja íbúð og þá tæp- lega sjötug. Elsku amma, takk fyrir öll árin saman. Við söknum þín. Hafdís, Heiðrún og Lilja Björg. Jæja, þá er Sella amma farin frá okkur. Margar góðar minningar koma upp í hugann, enda var hún hress og skemmtileg kona sem auð- veldlega gat komið manni í gott skap með smitandi, einlægum hlátri sínum. Gaman var að heimsækja hana í Arahóla þar sem vel var tekið á móti manni með kökum og öðrum veitingum. Hún hafði gaman af lestri bóka, svo sem ævisögum og framandi ferðasögum, en aldrei hafði hún samt tækifæri til þess að ferðast erlendis. Þegar móðir mín tók fyrir hana lag á píanóið heima lifði sú gamla sig vel inn í tónlistina enda tónelsk en hún hafði einnig mjög gaman af harmonikkutónlist. Einnig var hún barngóð mjög og hafði yndi af dýr- um. Dugnaður var mikill í henni, hlífði hún sér hvergi og kannski, eins og oft með fólk af hennar kyn- slóð, hefði hún mátt gera meira fyrir sjálfa sig. Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra en þakka henni öll þau skemmtilegu kynni sem ég hef haft af henni. Blessuð sé minning hennar. Páll. Elsku amma mín. Það er erfitt að kveðja þig en við sem eftir sitjum huggum okkur við það að nú líður þér betur og að nú ertu komin til afa. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka um stundirnar með þér. Það var alltaf notalegt að koma til þín í Arahóla og spila við þig eða spjalla. Oft kom ég til þín eftir skóla þar sem þú áttir heima rétt hjá og þá fékk maður hlýjar móttökur og eitthvað gott í gogginn. Það var gott og gaman að tala við þig og alltaf var stutt í dill- andi hláturinn og fallega brosið þitt. Þú hafðir gaman af alls kyns handa- vinnu og alltaf sástu til þess að við ættum nóg af ullarsokkum og vett- lingum því ekki mátti okkur verða kalt. Þú varst sérstaklega um- hyggjusöm og máttir helst ekki vita af neinum sem átti bágt. Þú áttir fallegt heimili þar sem allt var í röð og reglu. Síðustu ár fór heilsunni að hraka og þú gast ekki verið lengur ein og þurftir því að fara á elliheimili. Þú varst nú ekki alveg sátt við það en kvartaðir þó ekki. Eftir það komstu alltaf til for- eldra minna á sunnudögum og naustu þess til hins ýtrasta. Þá var oft glatt á hjalla sérstaklega þegar öll fjölskyldan var þar saman komin. Þú kunnir vel við þig í Seljahlíð og áttir þar gott atlæti. Starfsfólkið þar á þakkir skilið fyrir góða umönnun og góða viðkynningu við okkur ætt- ingjana. Ég vil þakka þér fyrir alla þá um- hyggju sem þú veittir mér í gegnum árin, elsku amma mín, og ég veit að við munum hittast um síðir. Hvíl þú í friði. Þín Erna. Öldruð heiðurskona hefur kvatt þetta jarðlíf og hennar skal minnzt í mikilli þökk fyrir kynnin kær á lífs- ins leið. Stöðugt fækkar þeim sem voru í vinahópnum góða heima á Reyðar- firði, en svo sem eðlilegur lífsins gangur þar sem einn kemur þá ann- ar fer, en saknaðarkenndin söm og jöfn, þegar sómafólk er kvatt hinztu kveðju. Kynni okkar Sesselju spanna meira en hálfa öld, allt frá blíðum bernskuárum mínum þegar hún flutti á Reyðarfjörð og fór ekki framhjá vitund sveinstaulans, að á Sléttu sem var bærinn á móti, væri eiginkona komin í bæ og sömuleiðis þá foreldrar hennar og fljótt fjölgaði svo enn þar á bæ. Foreldrar Sesselju voru kjarna- fólk af Héraði sem gott var að kynn- ast, en til Reyðarfjarðar fluttu þau frá Arnhólsstöðum í Skriðdal þar sem búið hafði verið góðu búi og gaman þótti mér að heyra Sesselju SESSELJA PÁLSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. S. 555 4477  555 4424 Erfisdrykkjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.