Morgunblaðið - 31.05.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 31.05.2002, Síða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 41 ✝ Sigrún Ólafsdótt-ir fæddist á Hvammstanga 2. ágúst 1916. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ í Reykjavík 18. maí síðastliðinn. Hún var dóttir Ólafs Gunnars- sonar læknis, f. 23. sept. 1885, d. 15. jan. 1927, og Rögnu Gunnarsdóttur, f. 22. okt. 1887, d. 10. júlí 1944. Systkini Sig- rúnar voru Nanna, mag. art. bókavörður í Reykjavík, f. 28. jan. 1915, d. 30. jan 1992, Kristín, öryrki í Reykja- vík, f. 20. maí 1918, d. 11. sept. 1988, Björn, tæknifræðingur í Uddevalla í Svíþjóð, f. 1. des. 1920, d. 10. des. 1988, maki Märta Ólafs- son, Gunnar, tæknifræðingur í Reykjavík, f. 6. jan. 1922, d. 15. okt. 1975, og Ólafur, læknir á Ak- ureyri og í Svíþjóð, f. 13. jan 1924, d. 5. feb. 1966. Sigrún ólst upp á Hvamms- tanga og í Reykjavík. Hún giftist Steingrími Guðmundssyni, f. 8. okt. 1904, d. 26. maí 1960, fram- kvæmdastjóra í Reykjavík 1. júlí 1939. Börn þeirra eru Ólafur, læknir í Reykjavík, f. 5. jan 1942, maki Björk Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 18. maí 1942, og Kristín, meinatæknir í Reykjavík, f. 1. sep. 1943, maki Úlfar Sveinbjörnsson, f. 12. mars 1940. Sig- rún ól einnig upp Bjarna Guðmund, leikara í Svíþjóð, f. 19. mars 1936, son Steingríms af fyrra hjóna- bandi. Barnabörn Sigrúnar eru tíu og barnabarnabörnin eru sex. Sigrún lauk handavinnukenn- araprófi frá Handíðaskólanum 1951. Hún kenndi handavinnu í æfingabekkjum Kennaraskólans 1952 til 1953 og var handavinnu- kennari í Langholtsskóla frá 1953 og þar til hún lét af störfum árið 1983 vegna heilsubrests. Útför Sigrúnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Tengdamóðir mín, Sigrún Ólafs- dóttir, lést södd lífdaga á Hjúkrunar- heimilinu Skógabæ 18. maí, þar sem hún bjó síðustu árin og undi hag sín- um vel. Þegar ég kynntist henni fyrir þrjátíu og fimm árum var hún búin að vera ekkja í mörg ár. Hún tók vel á móti mér og ungum syni mínum og má segja að hún hafi gengið mér í móðurstað um leið og hann eignaðist ömmu. Sigrún missti föður sinn ung. Hann féll frá aðeins fjörutíu og tveggja ára frá sex börnum, en móðir hennar kom þeim öllum til manns. Sigrún giftist Steingrími Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra, árið 1939 og fyrstu búskaparár sín bjuggu þau á heimili móður hennar og eignuðust sitt fyrsta barn þar. Sigrún lifði lengst systkina sinna og féll þungt að vera orðin ein eftir, en missti þó aldrei sterkan lífsvilja og áhuga á börnum sínum og barnabörnum. Henni var mikið metnaðarmál að koma börnum sínum til mennta og bar hag þeirra alla tíð mjög fyrir brjósti. Barnabörn- in minnast hennar sérstaklega fyrir allar stundirnar sem hún átti með þeim, við leiki og lestur. Hún hafði mikið yndi af þjóðsögum og Íslend- ingasögunum og kynnti þeim þær svo fljótt sem þau höfðu þroska til. Hún var alltaf létt á fæti og fram á síðustu ár gat hún tekið þátt í spretthlaupi og ýmsum ærslaleikjum, þeim til mik- illar ánægju. Hún var ákafur bridds- spilari, bæði í góðra vina hópi og tók einnig þátt í briddskeppnum og vann oft til verðlauna. Sigrún var menntaður handa- vinnukennari og kenndi í Langholts- skóla í mörg ár. Hún hafði mikla list- ræna hæfileika, teiknaði listavel og allar hannyrðir léku í höndum henn- ar. Eftir hana liggja mjög sérstök listaverk þar sem þessir hæfileikar hennar sameinuðust þegar hún teikn- aði mótíf úr fornbókmenntunum og saumaði á dúka og veggteppi. Sigrún var stórlynd kona og bar ekki tilfinningar sínar á torg en hún átti mikla hlýju til að miðla þeim sem henni stóðu næstir. Við minnumst hennar með þakklæti fyrir allt sem hún var okkur og kveðjum þessa merkilegu konu með söknuði þótt við getum ekki annað en verið þakklát fyrir að hún þjáist ekki lengur. Lát geymdan, ó gröf, hjá þér una hinn gangmóða, veit honum friðinn, uns drottinn skal mynd sína muna að morgni þá nóttin er liðin. (Wittenberg/Jón Helgason.) Björk, Gauti, Ólafur Darri og Orri. Elsku amma mín. Nú ertu farin héðan. Hvert þú fórst veit ég ekki, en ég er þess fullviss, að það biðu þín margir gamlir og góðir vinir og fremstur í flokki hefur verið hann afi minn. Þú ert búin að bíða lengi eftir að fá að fara til hans og ég veit að þú ert glöð að loksins kom að því. En það er ansi erfitt fyrir okkur hin sem eftir sitjum. Eftir að pabbi hringdi í mig og sagði mér að þú værir dáin hef ég hugsað mikið um liðna tíð. Ég hef hugsað um hvað það var alltaf gott að koma til þín í Goðheimana. Ég var hjá þér nærri því hverja helgi í fjölda- mörg ár. Við sátum saman og lásum ljóð, Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi var alltaf í uppáhaldi hjá okkur báðum. Við hlustuðum á tónlist og lásum bækur og okkur leið afskap- lega vel í félagsskap hvor annarrar. Þú kunnir óteljandi sögur og frásagn- ir og enginn gat gert þjóðsögurnar eins lifandi og þú. Við fórum í göngu- túra, skruppum í sund, komum við í bakaríinu á leiðinni heim og keyptum vínarbrauð og snúða. Árin liðu og alltaf var jafngott að koma til þín, þótt ég væri hætt að koma um hverja helgi. Þú hafðir áhuga á öllu sem ég var að gera og tókst eins mikinn þátt í því og þú gast. Þegar ég kynntist manninum mínum varst þú voða spennt að fá að hitta hann og það skipti mig miklu máli hvað þér fyndist um hann. Þér líkaði afskaplega vel við hann og ég var svo glöð að þú skyldir geta komið í brúðkaupið okkar og fagnað með okkur. Eftir að við eignuðumst litlu Sunnu Björkina okkar spurðir þú alltaf um hana og hrósaðir henni í há- stert fyrir fallegt útlit og miklar gáf- ur. Og svo gantaðist þú með það að að sjálfsögðu hefði hún erft það allt frá þér. Nú er ég ófrísk að barni númer tvö og bý í Ameríku og á ekki auðveld- lega heimangengt, en hugur minn og hjarta er heima á Íslandi að fylgja þér síðustu ferðina þína á þessari jörðu. Elsku amma mín, takk fyrir allt sem þú gafst mér og kenndir um lífið og tilveruna. Takk fyrir allar samverustundirnar og fyrirgefðu að þær voru ekki fleiri. Það er mér sárt að þú skulir ekki fá að hitta nýjasta fjölskyldumeðliminn sem von er á í ágúst, kannski jafnvel á afmælisdag- inn þinn, en ég veit þú vakir yfir börn- unum mínum og fylgist með þeim þaðan sem þú ert. Amma mín, þú verður alltaf með mér í huganum og þú lifir áfram í hjarta mínu. Ég elska þig mikið og sakna þín sárt. Þín sonardóttir, Sigrún Ólafsdóttir Ferraioli og fjölskylda. Okkur barnabörnin hennar ömmu Dúru langar að minnast hennar í ör- fáum orðum. Hún amma Dúra var móðuramma okkar, alveg einstak- lega glettin og kát kona. Hún var ákaflega kraftmikil og dugleg og ófá handverkin sem liggja eftir hana. Minningar okkar frá því að við vor- um krakkar eru uppljómaðar þar sem amma Dúra var að passa okkur í Goðheimum. Hún gat endalaust leik- ið við okkur, lesið fyrir okkur og hvað hún nennti að spila við okkur. Það var alveg ótrúlegt hvað hún gat unað sér með okkur. Alltaf tilbúin að fara í sund og var þetta alveg einstakur tími. Og eftir því sem við eltumst var amma Dúra alltaf eins, alltaf jafn þol- inmóð þegar kom að því að leiðbeina okkur eða kenna okkur eitthvað, enda var hún kennari að mennt og það kom sér vel, því að hún átti þá líka frí öll sumur og voru sumrin ein- staklega ánægjulegur tími. Öll okkar uppvaxtarár hafa sam- skipti okkar við ömmu Dúru verið kærleiksrík og gefandi og alveg ein- staklega ánægjuleg. Að fá að kynnast svona sjálfstæðri, ákveðinni og vel gefinni manneskju eru forréttindi. Það var mjög gott að hafa svona fyr- irmynd eins og amma Dúra var sem veganesti í lífið. Þó svo að síðustu 2–3 ár hafi verið ömmu Dúru erfið, þá fór hún sátt, bú- in að lifa lífinu til fullnustu. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Blessuð sé minning hennar. Sveinbjörn, Agla og Gunnar Steinn. Í dag verður til moldar borin föð- ursystir mín, Sigrún Ólafsdóttir. Dúra frænka ólst upp á Hvamms- tanga og í Reykjavík, í hópi sex systk- ina. Þau misstu föður sinn ung en urðu mjög samhent í að aðstoða hvert annað til mennta og starfa enda ekki hægt að leita til opinberra aðila á þeim tíma. Það var alltaf gaman í hópi systkinanna, mikið hlegið og hent gaman og aldrei vildum við krakk- arnir missa af einu orði af því sem var sagt. Alltaf fengum við að vera með fullorðna fólkinu og var gjarnan spil- að við okkur púkk eða brids þegar við eltumst. Sigrúnarnar tvær, móðir mín og Dúra frænka, voru frægir spilaforkar og lögðu margan að velli við spilaborðið. Líklega voru þær eitt af bestu kvennapörum landsins í brids um tíma og voru stundum upp- nefndar „skúffan og skeifan“. Því miður dóu bræður hennar ungir, en systurnar lifðu lengur. Síðustu tíu ár- in var Dúra frænka orðin ein eftir af systkinunum og saknaði hún þeirra mikið. Hún var líka ung er hún missti mann sinn, en dreif sig þá í kenn- araskólann, þar sem hún var kölluð „konan með börnin“, sem var eflaust óvenjulegt í þá daga. Dúra frænka var óvenju stolt kona. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og annarra. Ég á henni mikið að þakka, líklega meira en ég geri mér grein fyrir. Ég var svo lánsöm að fá að búa hjá henni í nokkra mánuði þegar ég var átta ára og upp frá því átti hún sérstakan sess í mínu lífi. Hún var fyrsta fullorðna manneskjan sem kom fram við mig sem fullgildan einstakling. Hún blés í mig metnaði og sjálfstrausti og kenndi mér að það er oft þess virði að leggja nokkuð á sig til að fá verðlaun erfiðisins seinna. Nú er þessi kynslóð horfin og óskandi að við sem tökum við getum miðlað einhverju af hennar lífsskoðunum til okkar afkomenda. Hvíl í friði elsku frænka mín. Kristín. SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR ✝ Sigurlaug HelgaStefánsdóttir fæddist á Akureyri 1. október 1917. Hún lést á heimili sínu 23. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Stefán Stefánsson, járnsmíðameistari á Akureyri, f. í Litlu- Hlíð í Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði 5. nóv. 1885, d. á Akur- eyri 1. júní 1964, og kona hans, Steinunn Guðrún Eiríksdóttir, húsfreyja á Akur- eyri, f. í Fremri-Svartárdal í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði 31. jan. 1893, d. á Akureyri 12. mars 1964. Sigurlaug átti einn bróður, Stefán Sigurð járnsmíðameistara, f. 24. mars 1915, d. 27. des. 1951 á Akureyri, kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Bolungavík, f. 26. ágúst 1914, d. 12. sept. 1972. Þau áttu eina dóttur, Steinunni Ingigerði, f. 1945. Sigurlaug giftist Braga Svan- laugssyni, verk- stjóra á BSA, f. 9. mars 1915, d. 29. mars 1977. Bragi var ekkjumaður og átti tvö börn, Stefán Braga, f. 1938, og Steinunni, f. 1945, en hún lést fyrir nokkr- um árum. Sigurlaug bjó á Akureyri alla ævi. Hún lauk námi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og einnig frá Húsmæðraskólanum að Laugalandi í Eyjafirði. Hún vann á heimili foreldra sinna og síðan hjá Höldi um árabil við rekstur söluskála. Útför Sigurlaugar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er hún Silla frænka farin í ferðalagið sem við öll vitum að við förum í. Fyirvaralaust, en þó ekki al- veg án undirbúnings. Hún var nú ekki alltaf að fara í langferðirnar, en þó man ég eftir því er hún kom heim úr siglingu, eins og sagt var áður fyrr, að hún færði mér dúkkustrákinn Pétur að gjöf. Þvílík hamingja að fá dúkku beint frá út- löndum, sem var í matrósafötum og lakkskóm. Á árunum um og eftir 1960 var það töluvert ferðalag að fara frá Sauð- árkróki til Akureyrar. Við mæðgur tóku okkur gjarnan ferð á hendur á haustin, fórum með rútunni eða kaupfélagsbílnum. Tilgangur ferðar- innar var að fara með ull af þeim fáu kindum, sem foreldrar mínir héldu, í sölu á Gefjun og ekki síst að heim- sækja frændfólkið í Glerárgötu 2. Það var alltaf mikil tilhlökkun er slík ferð var fyrirhuguð, það var líkast ævintýraheimi að koma í Glerárgöt- una, enda móttökur og gestrisni ein- stök. Í húsinu bjuggu þá heiðurs- hjónin Steinunn og Stefán járnsmiður sem var afabróðir minn, Sveinn bróðir hans og svo Silla, dótt- ir þeirra, en mamma mín og hún voru jafngamlar og alltaf miklar vin- konur. Í næsta húsi bjuggu svo Inga tengdadóttir þeirra og Steinunn, þeirra eina barnabarn. Frændsemi og vinátta þessa fólks var ómetanleg. Eftir að ég varð eldri og sótti skóla á Akureyri, bjó ég hjá Sillu sem þá hélt heimili með Sveini frænda sín- um. Þetta fannst mér mjög skemmti- legur tími en ég er ekki viss um að frænku hafi alltaf fundist það, en aldrei lét hún mig finna annað en allt væri í stakasta lagi. Hún gat oft komið mér á óvart, og ekki gleymi ég því er hún gaf mér silfurskeiðarnar í jólagjöf. Hún hafði alltaf gefið mér bækur og ég sem var á ástarsögu- aldrinum sá ekki ástæðu til að breyta því og hafði meira að segja á orði við mömmu hvort ég hugsanlega gæti skilað skeiðunum, svipur hennar sýndi mér að hún var á annarri skoð- un og í dag eru þessar skeiðar ein- ungis notaðar á hátíðis- og tyllidög- um. Eftir að Silla flutti úr Glerárgöt- unni í Skarðshlíðina, giftist hún Braga sínum. Þau áttu góð, en alltof fá ár saman, hún fór að vinna í Sillu- sjoppu eins og börnin mín kölluðu Esso Nestið, en þar vann hún um árabil. Eins og með gengnum kynslóðum, hefur sambandið við Sillu frænku alltaf verið til staðar og haldist gott, hún fylgdist vel með okkur Guð- mundi, börnum okkar, tengdasyni og ekki síst barnabarninu, sem henni fannst skemmtilegt að hitta og heyra sögur af. Nú er komið að kveðjustund. Frið- ur Guðs sé með elskulegri frænku, hafðu þökk fyrir allt og allt. Inni- legar kveðjur frá okkur öllum, koss- ar og knús. Þín Sigurlaug (Lella). Ég kynntist Sigurlaugu Stefáns- dóttur fyrir hartnær aldarfjórðungi eftir að leiðir okkar konu minnar, Steinunnar, lágu saman en Sigur- laug var föðursystir hennar. Hún bjó þá að Skarðshlíð 11b á Akureyri með manni sínum, Braga Svanlaugssyni verkstjóra. Æskuheimili Sigurlaugar var að Glerárgötu 2 og þar rak faðir hennar jafnframt járnsmíðaverkstæði ásamt syni sínum, Stefáni, sem lést um aldur fram aðeins 36 ára gamall. Heimili foreldra hennar, Stein- unnar G. Eiríksdóttur og Stefáns Stefánssonar, var rekið af miklum myndarskap og einkenndist af höfð- ingsskap og rausn. Var þar jafnan opið hús öllum Skagfirðingum sem erindi áttu til Akureyrar. Sigurlaug vann heimilinu og ann- aðist foreldra sína og föðurbróður af frábærri alúð og umhyggju meðan þau lifðu. Eftir lát þeirra stundaði hún ýmis störf, lengst hjá Höldi við rekstur söluskála. Allt var þar með miklum mynd- arbrag og hreinlæti og snyrti- mennsku við brugðið. Sigurlaug giftist Braga Svan- laugssyni verkstjóra hjá BSA þegar hún var um miðjan aldur en hjóna- band þeirra stóð stutt því Bragi lést í mars 1977, 62 ára gamall, og varð það henni mikið áfall. Við Steinunn komum á hverju sumri norður til Akureyrar og áttum jafnan vísa gistingu hjá Sillu frænku eins og hún var kölluð. Móttökur voru með dæmigerðri íslenskri gestrisni og ekkert til spar- að að gestunum liði sem best. Sillu var gefið mikið jafnaðargeð og aldrei sá ég hana skipta skapi. Hún var alltaf til í glens og gaman og var gædd góðri kímnigáfu. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og fór ekki í launkofa með sterkar skoðanir í stjórnmálum. Hún var íhaldskona af gamla skólanum og bar hag Sjálf- stæðisflokksins fyrir brjósti. Hún var víða heima og fylgdist vel með, bjó ein heima þar til yfir lauk og var hvergi farið að förlast minni á menn og málefni. Silla hélt mikið upp á Sigurð frænda sinn, son Steinunnar bróð- urdóttur sinnar. Gleði hennar var því mikil þegar ungu hjónin, Berglind og Sigurður, fóru að birtast í heimsókn með börn- in tvö, Bryndísi Köru og Stefán Inga. Framgangur ættarleggsins var þar með tryggður henni til ómældrar ánægju. Milli þess sem hún sá þau var það henni hin mesta skemmtun að heyra af þeim sögur símleiðis. Stefán Bragi Bragason, sonur Braga af fyrra hjónabandi, reyndist Sillu afar vel og hélt reglulegu sam- bandi við hana, annaðist útréttingar eftir að hún átti orðið erfitt með að gera það sjálf. Verður sá sómi sem hann sýndi henni seint fullþakkaður. Sjálfur vil ég þakka Sillu frábær kynni á liðnum árum um leið og ég bið ættingjum hennar guðs blessun- ar. Hún hvíli í friði. Einar Magnússon. Elsku Silla frænka. Okkur langar að kveðja þig með bæninni sem við förum með á hverju kvöldi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Bless að sinni, þínir englar. Bryndís Kara og Stefán Ingi. SIGURLAUG H. STEFÁNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.