Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HUNDRUÐ gondólaræðara í Fen- eyjum efndu til verkfalls í gær til að mótmæla samkeppni frá ólöglegum innflytjendum sem þeir segja að hafi skaðað stéttina. Um 150 gond- ólar söfnuðust saman við Rialto- brúna, sem liggur yfir helstu um- ferðaræð Feneyja, Canale Grande, S-laga skurð gegnum borgina. Gondóla- ræðarar í verkfalli AP TALIÐ er að úrslitakeppni heims- meistaramótsins í knattspyrnu, sem haldin verður í Suður-Kóreu og Japan, verði til þess að sam- skipti landanna batni og þegar hefur dregið úr úlfúð sem verið hefur á milli þeirra frá innlimun Kóreu í Japan á árunum 1910– 1945. Kim Dae-Jung, forseti Suð- ur-Kóreu, bauðst í gær til þess að aflétta hömlum á innflutningi jap- anskra menningarafurða, meðal annars popptónlistar, hétu Japan- ir því að halda ekki minningu jap- anskra stríðsglæpamanna á lofti. Kim skýrði frá þessu á fundi með japanska prinsinum Takam- oto, frænda Akihitos Japanskeis- ara. Prinsinn verður á meðal nokkurra háttsettra japanskra embættismanna sem verða við- staddir setningarathöfn heims- meistaramótsins í Suður-Kóreu í dag. Akihito keisari ákvað að fara ekki á setningarathöfnina. Enginn japanskur keisari hefur heimsótt Kóreu frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar. Junichiro Koiz- umi, forsætisráðherra Japans, verður hins vegar viðstaddur at- höfnina ásamt Takamoto prins, sem er heiðursforseti japanska knattspyrnusambandsins. Deilt um sögubækur og hof fallinna hermanna Stjórn Suður-Kóreu hefur þeg- ar losað um hömlur á innflutningi bóka, kvikmynda og tónlistar frá Japan frá því að Kim komst til valda árið 1998. Opinber eftirlits- nefnd hafnar þó enn mörgum um- sóknum um slíkan innflutning. Kim kvaðst vera tilbúinn að af- létta þessum hömlum ef sátt næð- ist í deilum ríkjanna um sögubæk- ur, sem notaðar eru í japönskum skólum, og heimsóknir japanskra ráðamanna í umdeilt hof í Tókýó. Suður-Kóreumenn segja að sögubækurnar hvítþvoi japanska stríðsglæpamenn og heimsóknir ráðamannanna í Yasukuni-hofið í Tókýó eru umdeildar vegna þess að grannríkin líta á það sem tákn um japanska hernaðarhyggju. Hofið er að fornri japanskri trú álitið geyma anda fallinna her- manna og líkamsleifar Japana, sem voru teknir af lífi fyrir stríðs- glæpi, voru fluttar þangað árið 1978. Rígurinn milli ríkjanna var svo mikill að þau léðu ekki máls á því að koma á fót sameiginlegri nefnd til að skipuleggja úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Þau deildu um í hvoru landinu fyrsti leikurinn og úrslitaleikurinn ættu að vera og hvort þeirra ætti að vera nefnt fyrst í opinberu heiti keppninnar. „Það var þjarkað og þrefað um alla þætti keppninnar, þjóðarstolt- ið bar skynsemina ofurliði,“ hafði breska útvarpið BBC eftir Peter Velappan, framkvæmdastjóra knattspyrnusambands Asíu. Niðurstaðan varð sú að Kórea yrði nefnt fyrst í opinbera heitinu og landið fengi fyrsta leikinn. Úr- slitaleikurinn verður hins vegar í Yokohama í Japan 30. júní og suð- ur-kóreski forsetinn verður þá á meðal áhorfendanna. Tengslin hafa aukist Þrátt fyrir þetta þjark, sem tor- veldaði skipulagningu keppninnar í tvö ár, er talið að pólitískar deil- ur ríkjanna hefðu orðið enn harð- ari ef þau héldu ekki úrslitakeppn- ina í sameiningu. Bæði ríkin eru staðráðin í að gera allt sem þau geta til að halda best heppnuðu úrslitakeppni í sögu heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu og reyna að bæta samskiptin. Stjórn Japans hefur til að mynda beðið grannríkið afsökunar á grimmdarverkum japanskra hermanna í Kóreu og losað um hömlur á heimsóknum suður-kór- eskra ferðamanna. „Ímyndin sem Japan hefur haft í Kóreu – sem var oft brengluð og skökk – hefur breyst, enda hafa tengsl þjóðanna aukist,“ hafði BBC eftir embættismanni í jap- anska sendiráðinu í Seoul. HM lægir öldur milli Japans og S-Kóreu Seoul. AFP. ALÞJÓÐLEGU umhverfisverndar- samtökin World Wildlife Fund, WWF, gagnrýna tillögur fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins um breytingar á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB og segja að ekki sé gengið nógu langt í því að vernda fiskstofna og vistkerfi sjávar. Í fréttatilkynningu frá WWF seg- ir að í útgjaldaáætlun Evrópusam- bandsins fyrir árin 2000–2006 hafi verið gert ráð fyrir 600 milljónum evra (51,6 milljörðum króna) í styrki vegna úreldingar fiskiskipa og báta og 839 milljónum evra (72 milljörð- um kr.) í styrki vegna smíði nýrra skipa og endurbóta á gömlum. WWF segir að Evrópusambandið hafi unnið gegn sjálfu sér með þess- ari stefnu en framkvæmdastjórnin leggi nú til að fallið verði frá henni. „Það er fásinna að eyða milljónum evra á hverju ári í úreldingu báta ef menn leggja enn meira fé í smíði nýrra,“ segir Julie Cator, fulltrúi WWF í evrópskum sjávarútvegs- málum. „Framkvæmdastjórnin er að reyna að binda enda á fáránlega mótsögn og það er löngu tímabært.“ Engin trygging fyrir því að sóknin minnki nægilega Framkvæmdastjórnin leggur einnig til nýjar ráðstafanir til að minnka fiskiskipaflotann, bæði með því að setja markmið um fækkun skipa í einstökum löndum og skapa möguleika á sóknartakmörkunum með margra ára áætlun um fiskveiði- stjórnun. „En ekki eru sett nein bindandi markmið hvað varðar heildarsóknargetuna – WWF telur að minnka þurfi sóknargetu flotans um helming,“ segir í fréttatilkynn- ingu samtakanna. Framkvæmdastjórn ESB gerir ráð fyrir viðbótarstyrkjum að and- virði 272 milljóna evra (23 milljarða króna) vegna úreldingar fiskiskipa á árunum 2003–2006. „Það er engin trygging fyrir því að tillögur fram- kvæmdastjórnarinnar verði til þess að flotinn minnki eins mikið og nauð- synlegt er,“ segir Cator. Umhverfisverndarsamtökin segja að framkvæmdastjórn ESB gangi ekki heldur nógu langt í því að vernda vistkerfi sjávar og tillögur hennar varðandi fiskveiðisamninga, einkum við Afríkuríki, séu „veikar“. WWF telur að samkvæmt tillögun- um verði ekki gert nóg til að stemma stigu við veiðum á ungfiski og því að sjávardýr eins og höfrungar og skjaldbökur festist í veiðarfærum. Þá sé ekki gert nóg til að tryggja að veiðarnar valdi ekki of miklum spjöllum á botni sjávar, kórölum, sjávargróðri og öðrum mikilvægum þáttum vistkerfisins. Umhverfis- verndarráðstafanirnar sé aðallega að finna í aðgerðaáætlunum sem ekki séu bindandi. „Umhverfisvernd er ekki valfrjáls viðauki,“ bætir Cat- or við. „Sterkir fiskstofnar þurfa á heilbrigðu sjávarumhverfi að halda.“ „Síðasta tækifærið til að bjarga sjávarútveginum“ WWF telur að sömu sögu sé að segja um samninga Evrópusam- bandsins um kaup á fiskveiðiréttind- um sem gerðir eru við strandríki Afríku og fleiri lönd. „Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins leggur ekki til neinar lagalega bindandi skuldbindingar um að gera sann- gjarnari og vistfræðilega sjálfbærari fiskveiðisamninga við þróunarlönd.“ Umhverfisverndarsamtökin hvetja einnig ríkisstjórnir ESB- landanna til að þynna ekki tillögurn- ar út, heldur styrkja þær. „Með þessum umbótum gefst síðasta tæki- færið til að bjarga sjávarútvegi Evr- ópu og fiskstofnunum.“ Drög að breyttri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sæta gagnrýni WWF telur að umbóta- áformin séu ófullnægjandi SAMBANDSÞING Júgóslavíu hóf í gær umræður um samkomulag sem náðist fyrir milligöngu Evrópusam- bandsins en það felur í sér að til nýs ríkjasambands Serbíu og Svart- fjallalands verði stofnað. Sam- bandsþingið verður að leggja bless- un sína yfir samkomulagið áður en það getur orðið að veruleika, en í kjölfar samþykktar þess mun sér- stök nefnd taka til starfa sem hefur það verkefni að rita stjórnarskrá fyr- ir hið nýja ríkjasamband. Skrifað var undir samkomulagið í mars en það felur í sér að sam- bandslýðveldið Júgóslavía verður ei meir. Í staðinn verður til ríkjasam- band tveggja lýðvelda sem mun fá heitið Serbía-Svartfjallaland. Er vonast til þess að með samkomulag- inu hafi nóg verið gert til að tryggja að Svartfellingar leggi sjálfstæðis- áform sín á hilluna, en talið hefur verið að til átaka gæti komið á Balk- anskaga að nýju ef þeir lýstu yfir sjálfstæði sínu frá Júgóslavíu. Samkomulagið kveður þó aðeins á um að Serbía og Svartfjallaland verði í ríkjasambandi í þrjú ár en vonast er til að þau sjái ekki ástæðu til að slíta sambandinu að þeim tíma liðnum, sem fyrr segir. Vilja ekki „tálmynd“ Sagði Predrag Bulatovic, þing- maður á sambandsþinginu, að hann gerði ráð fyrir að samkomulagið yrði samþykkt í dag. Andstæðingar sam- komulagsins létu hins vegar til sín heyra í umræðunum í gær og sagði Oskar Kovac, þingmaður sósíalista, sem eru í stjórnarandstöðu í Serbíu, að menn vildu raunverulegt sam- bandsríki, en ekki „tálmynd“ sem einungis frestaði öllum vandamálum um þrjú ár. Ræða nýtt ríkjasam- band Serbíu og Svart- fjallalands Belgrad. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.