Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝTT og sérhannað hús-næði Hjartaverndar aðHoltasmára 1 í Kópa-vogi var formlega tekið í notkun fyrr í þessum mánuði. Að sögn Vilmundar Guðnasonar, for- stöðulæknis Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar, eru flutningarnir fyrst og fremst tilkomnir vegna aukinna umsvifa Rannsóknarstöðv- arinnar í tengslum við öldrunar- rannsókn Hjartaverndar. Öldrun- arrannsóknin er samvinnuverkefni milli Öldrunarstofnunar banda- ríska heilbrigðisráðuneytisins, NIA, og Hjartaverndar og styrkt af Bandarísku heilbrigðisstofnun- inni auk íslenska ríkisins. Rannsóknarstöðin er 2.500 fer- metrar að flatarmáli á þremur hæðum og bætist við myndgrein- ingardeild búin fullkomnustu tækj- um sem völ er á, þar með talið seg- ulómtæki, ómskoðunartæki og tölvusneiðmyndatæki. Þess má geta að kostnaður við fullbúna myndgreiningardeild er áætlaður um 700 milljónir króna en rekstr- arkostnaður Hjartaverndar á ári er áætlaður um 350–400 milljónir. Að sögn Vilmundar mun Hjarta- vernd halda áfram hefðbundnu for- varnarstarfi og áhættumati. Öldr- unarrannsókin er því hrein viðbót við starfsemina og er ætlað að afla upplýsinga á komandi árum um samband milli mælanlegra þátta semma á ævi einstaklingsins og þróun sjúkdóma í ellinni. Reynt að greina áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma fyrr „Þessi aðstaða gerir okkur kleift að fjölga rannsóknum og auk þess að halda áfram því starfi sem við sinntum áður. Hingað geta einstak- lingar komið og látið meta áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Við er- samband ríkja á milli ísle erlendu vísindamannanna í stöðugu sambandi og reglulega á fundum. Öll helstu líffærakerf tengjast elli rannsö „Það sem við erum að ge unarrannsókninni er að enn einu sinni þá einstakl við höfum séð allt að sex eða frá árinu 1967, og bjó þeim sem enn eru á lífi a rannsókn. Það er kannski og fremst sem þetta nýja gerir okkur kleift að bæta ur öllum þessum nýju rann meðal annars með nýju my ingardeildinni þar sem við beita myndgreiningu í fara sem ekki hefur mikið verið Að sögn Vilmundar er á rannsaka um 10–12 þúsun á tæpum fimm árum en getur tekið að vinna úr öl lýsingum sem safnast Rannsökuð verða öll helstu kerfi sem tengjast færni gæðum á efri árum, þar heili, hjarta- og æðaker vöðva- og fitudreifing líka jafnvægi og hreyfigeta. Að sögn Vilmundar er h sá þáttur í heilsu aldraðra ur hvað mest hamlandi áh gæði einstaklingsins og daglegra athafna. Í öldru sókninni verður heilabilun með ítarlegum vitrænum auk þess sem gerð verður un af heila allra einstaklin ið sem notað er kostar h milljónir króna og er mjö Því er ætlað að mæla byg virkni heila, meðal annars liti til vatnsflæðis en ra hafa sýnt að vatnsflæði minnkar eftir því sem um einnig með aðrar rannsóknir í gangi, til að mynda svokallaða ungafólksrannsókn, þ.e. einstak- linga sem voru í kringum 25 og 35 ára árið 1973. Þar erum við að reyna að rannsaka hvort hægt sé að greina fyrr þá áhættuþætti sem við vitum að hafa t.d. í för með sér aukna hættu á hjarta- og æðasjúk- dómum um miðjan aldur,“ segir Vilmundur. Í fyrravor var undirritað sam- komulag milli Hjartaverndar og bandarískra og íslenskra heilbrigð- isyfirvalda um samstarf á sviði öldrunarrannsókna. Vilmundur, sem um árabil hefur rannsakað hjarta- og æðasjúkdóma og samspil erfða og umhverfis í tilurð og þróun sjúkdóma, er aðalforsvarsmaður verkefnisins hér á landi. Tamara Harris, læknir og faraldsfræðingur og Lenore Launer, doktor í far- aldsfræði heila- og taugasjúkdóma, eru í forsvari fyrir verkefnið af hálfu Bandaríkjamanna. Að auki kemur fjöldi íslenskra og erlendra lækna og vísindamanna að verkefn- inu. Vilmundur segir gott og náið Öldrunarrannsóknir að hefjast í nýju sérhönnuðu h Rannsaka á 10–12 einstaklinga á fim Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Rannsóknarstöðvar verndar, á myndgreiningardeild sem tekin var í notkun í ten við öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Mjög góða aðstaða er til sýnatöku. Hér mælir Rannsóknaraðstaða Hjartaverndar hefur verið efld til muna. Alls starfa tæplega 60 manns í nýja húsnæðinu. Starfsemi Hjarta- verndar eykst til muna með tilkomu nýs hús- næðis og myndgrein- ingardeildar í tengslum við umfangsmiklar öldrunarrannsóknir. Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjarta- verndar, segir mark- miðið að hægja á hrörn- un í ellinni. Tölvusneiðmyndatækið er m.a. notað til að greina kalk í krans- æðum sem er mælikvarði á kransæðasjúkdóma. FJÁRSTYRKIR TIL FRAMBOÐA Starfsemi stjórnmálaflokka ereinn af grundvallarþáttum lýð-ræðisins. Í starfi þeirra þróast og gerjast sú hugmyndafræði, sem í kosningum er lögð í dóm kjósenda. Í ríkjunum í kringum okkur er starfsemi stjórnmálaflokka fjármögnuð með ýmsum hætti. Á Norðurlöndum og í Þýskalandi er starfsemin að miklu leyti rekin með opinberum fjármunum, en víða annars staðar treysta flokkarn- ir á framlög einstaklinga og fyrirtækja. Hér á landi fá þingflokkar framlög frá hinu opinbera þótt starfsemi stjórnmálaflokkanna sé að mestu leyti rekin með framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Ekki er hins vegar að finna neinar reglur um það hvort eða hvernig sveitarfélög eigi að koma fjárstyrkjum til framboða fyrir sveitarstjórnarkosn- ingar. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að nokkuð er um að sveitarstjórnir styðji framboð með fjármunum fyrir kosn- ingar, þótt ekki tíðkist það almennt. Í samtali við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, formann Sambands íslenskra sveitar- félaga, kemur fram að slíkt hafi verið gert hjá einstaka sveitarfélögum að undangenginni samþykkt viðkomandi bæjarstjórna. Hann segir að einnig fari sveitarsjóðir og stofnanir sveitarfélags þá leið að kaupa styrktarlínur og aug- lýsingar í blöðum framboðanna. Í frétt- inni eru tekin nokkur dæmi um sveit- arfélög, sem hafi styrkt framboð fjárhagslega fyrir kosningarnar, sem fóru fram um liðna helgi. Það var meðal annars gert á Ísafirði, Austur-Héraði, Árborg og Akranesi og námu upphæð- irnar allt frá 75 þúsund til 200 þúsund krónum á framboð. Þessum framlögum fylgdu ýmist engin skilyrði eða þá að ætlast var til þess, að framboðin birtu auglýsingar frá yfirkjörstjórn eða sveitarfélaginu í blöðum sínum. Frá Reykjavík og stofnunum hennar kom enginn fjárstuðningur til einstakra framboða. Starfsemi stjórnmálaflokka er kostnaðarsöm og það er dýrt að reka kosningabaráttu, þótt það kosti mis- mikið í sveitarstjórnarkosningum eftir stærð sveitarfélagsins. Ekki er æski- legt að fjárskortur takmarki starfsemi flokkanna að of miklu leyti. Það er því ástæða til að kanna forsendur þess að framboð á sveitarstjórnarstigi hljóti stuðning til að móta stefnu og undirbúa mál með tilvísun til sömu röksemda og hafa ráðið fjárveitingum Alþingis til þingflokka. Í því sambandi ber að hafa í huga að ekki eru öll sveitarfélög jafn vel í stakk búin til að sinna slíku verk- efni. Óæskilegt væri að takmarka slík framlög aðeins við þau framboð, sem áður hafa boðið fram. Árangur nýrra framboða í síðustu sveitarstjórnar- kosningum sýnir hversu erfitt getur verið að meta hvenær taka megi fram- boð alvarlega. Það er erfitt fyrir ný öfl að hasla sér völl í stjórnmálum. Opin- ber fjárframlög til framboða á sveit- arstjórnarstigi myndu efla pólitíska umræðu og efla þá starfsemi, sem lýð- ræðið byggist á. EFLING LÖGGÆZLU Þjóðfélagsbreytingar, sem orðiðhafa á undanförnum árum, hafa orðið til þess að kröfur um eflda lög- gæzlu fara vaxandi. Fíkniefnabrot, auðgunarbrot tengd fíkniefnaneyzlu og vaxandi ofbeldi gagnvart almennum borgurum – oft tilefnislaust og hrotta- legt eins og nýleg dæmi sanna – hafa m.a. haft í för með sér að almennir borgarar vilja að lögreglan sé virkari, sýnilegri og í nánara samstarfi við t.d. íbúasamtök, skóla, félagsmiðstöðvar o.s.frv. Almenningur óttast um öryggi sitt í meira mæli en áður og gerir kröfu um vernd, sem er ein af grundvallar- skyldum ríkisvaldsins við borgarana. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær kemur fram í máli Stefáns Eiríks- sonar skrifstofustjóra í dómsmála- ráðuneytinu að löggæzlan hefur verið efld á seinustu árum; þannig hefur orð- ið 30% hækkun á fjárframlögum til löggæzlu á fjórum árum. Sömuleiðis er augljóst að vinnubrögð lögreglunnar hafa orðið miklu faglegri en áður var, m.a. með efldri menntun lögreglu- manna. Hins vegar er einnig ljóst að þetta dugar ekki til. Víða um land kvarta almennir borgarar og fulltrúar þeirra, ekki sízt sveitarstjórnarmenn, undan því að lögregla sé undirmönnuð og geti ekki sinnt verkefnum sínum. Við þessar kringumstæður hafa komið upp tillögur og hugmyndir um að sveitarfélögin taki aftur við lög- gæzlunni, a.m.k. að hluta til, eins og áður tíðkaðist. Í Morgunblaðinu í gær eru rakin sjónarmið þeirra, sem vilja að löggæzla flytjist aftur í hendur sveitarfélaga og hinna, sem telja rétt að hún sé áfram á hendi landsstjórn- arinnar og lúti miðlægri stjórn. Báðir hafa nokkuð til síns máls. Þeir fyrr- nefndu benda á að löggæzlan þurfi að taka mið af þörfum og óskum íbúanna og að þær þekki sveitarstjórnirnar betur en landsstjórnin, enda í betra sambandi við borgarana. Þeir síðar- nefndu benda hins vegar á nauðsyn þess að samræma löggæzlu á öllu land- inu, að miðstýring sé nauðsynleg vegna alþjóðlegra samninga og skuld- bindinga, að sum sveitarfélögin séu ekki í stakk búin til að halda uppi nægilega öflugri löggæzlu og að laga- og réttarumhverfi í landinu miðist við fyrirkomulagið eins og það er í dag og myndi kosta mikið að breyta því. Kjarni málsins er sennilega fremur hvort vilji er fyrir hendi að leggja meira fé til löggæzlu almennt, en hvort stjórn hennar eigi að vera á hendi sveitarstjórna eða landsstjórnarinnar. Ef sá vilji er fyrir hendi hjá sveitar- félögum, sem vilja aukna þjónustu lög- reglunnar, væri þá úr vegi að þau greiddu fyrir þá auknu þjónustu sam- kvæmt sérstökum samningi við ríkis- valdið, þótt lögreglan yrði áfram á hendi landsstjórnarinnar? Hugmyndir um þetta voru viðraðar í kosningabar- áttunni í Reykjavík og verðskulda nán- ari útfærslu og umræðu. Aðalatriðið er að borgararnir gera kröfu um að lögum og reglu sé haldið uppi. Óánægja með slaka löggæzlu hefur orðið vatn á myllu öfgaafla í ná- grannalöndum okkar. Til að fyrir- byggja slíkt hér er nauðsynlegt að stjórnvöld hlusti eftir sjónarmiðum al- mennings í þessu máli og komi til móts við þau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.