Morgunblaðið - 31.05.2002, Page 21

Morgunblaðið - 31.05.2002, Page 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 21 HAGNAÐUR samstæðu Sjóvár-Al- mennra trygginga hf. á fyrstu þrem- ur mánuðum þessa árs nam 221 millj- ón króna eftir skatta. Hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra var 208 milljónir. Í tilkynningu frá félaginu segir að afkoma samstæðunnar eftir fyrsta ársfjórðung sé ásættanleg þegar á heildina sé litið. Hagnaður af vá- tryggingarekstri hafi aukist nokkuð á milli ára en brýnt sé að sá þáttur starfseminnar sé rekinn með góðum hagnaði. Bókfærð iðgjöld skaðatrygginga voru 3.380 milljónir króna en bókfærð iðgjöld líftrygginga 318 milljónir. Þá voru bókfærð tjón skaðatrygginga 1.441 milljón en bókfærðar líftrygg- ingabætur 102 milljónir. Hreinn rekstrarkostnaður félags- ins vegna skaðatryggingarekstrar var 278 milljónir, hækkaði um 21% frá fyrra ári, og vegna líftrygginga- rekstrar 89 milljónir. Fjárfestinga- tekjur yfirfærðar á vátrygginga- rekstur voru 187 milljónir vegna skaðatrygginga og 16 milljónir vegna líftrygginga. Fjárfestingartekjur samstæðunn- ar voru 323 milljónir á tímabilinu og fjárfestingargjöld 205 milljónir. Á síðasta ári voru fjárfestingartekjurn- ar 438 milljónir og gjöldin 163 millj- ónir. Að teknu tilliti til yfirfærðra fjárfestingartekna á vátrygginga- rekstur var tap af fjármálarekstri 85 milljónir á tímabilinu en á sama tíma- bili í fyrra var hagnaðurinn 9 millj- ónir. Áhrif dótturfélagsins Sameinaða líftryggingafélagsins hf. á afkomu samstæðunnar eru neikvæð um 9 milljónir króna á tímabilinu en þetta er í fyrsta sinn sem lagt er fram sam- stæðuuppgjör fyrir Sjóvá-Almennar tryggingar og dótturfélag þess. Reiknaðir skattar eftir fyrstu þrjá mánuði þessa árs eru 29 milljónir en voru 94 milljónir á sama tíma í fyrra. Veltufé samstæðunnar frá rekstri nam 1.227 milljónum króna á fyrsta fjórðungi þessa árs en 1.023 milljón- um á sama tímabili í fyrra. Handbært fé frá rekstri var 655 milljónir í ár en 367 milljónir á síðasta ári. Ekki tilefni til breytinga á áætlunum Um rekstrarhorfur framundan segir í tilkynningu Sjóvár-Almennra trygginga að ekki sé talið rétt á grundvelli rekstraruppgjörs eftir einn ársfjórðung að draga ályktanir um þróun einstakra vátrygginga- greina til lengri tíma. Afkoma eigna- trygginga hafi batnað nokkuð á fyrsta ársfjórðungi og þrátt fyrir 5% fjölgun ökutækjatjóna sé afkoma greinarinnar jákvæð í lok tímabilsins. Á sama tíma valdi nokkrum áhyggj- um hve slæm afkoma sé af almennum ábyrgðartryggingum. Áætlun um fjármunatekjur ársins geri ráð fyrir lækkun frá fyrra ári og sé skýringa á því fyrst og fremst að leita í breyt- ingum á vaxtaumhverfi, verðbólgu- og gengisþróun. Á síðasta aðalfundi móðurfélagsins kom fram að áætlanir gerðu ráð fyrir að afkoma þess á árinu 2002 yrði áþekk eða nokkru betri en á síðast- liðnu ári. Segir í tilkynningunni að ekkert hafi komið fram sem gefi til- efni til breytinga á þeim áætlunum gagnvart móðurfélagi og samstæðu. Sjóvá-Almennar hagn- ast um 221 milljón Þrátt fyrir 5% fjölgun ökutækjatjóna er afkoma greinarinnar jákvæð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.