Morgunblaðið - 31.05.2002, Síða 35

Morgunblaðið - 31.05.2002, Síða 35
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 35 Rose Bruford College LEIKLISTARNÁM Rose Bruford College, sem var stofnaður árið 1950, er einn helsti leiklistarskóli Evrópu og býður upp á nám á öllum sviðum leiklistar og skyldra listgreina. Hæfnispróf og viðtöl fara fram í Reykjavík 11.-12. júní vegna eftirfarandi greina, en kennsla hefst í september 2002: Einnig munum við veita viðtöl vegna meistara- og doktorsnáms, sumarskóla og eins árs alþjóðlegs undirstöðunáms. Komið og ræðið við okkur um starfsferil í leikhúsi. Nánari upplýsingar veitir: Ms. Terri Minto, Admissions Officer, Rose Bruford College, Lamorbey Park, Sidcup, Kent, DA15 9DF. Sími: +44 (0) 20 8308 2611 Fax: +44 (0) 20 8308 0542, netfang: admiss@bruford.ac.uk Skoðið heimasíðu okkar: www.bruford.ac.uk Tónlist leikara Evrópsk leiklist Hönnun lýsingar Leiklist Búningar Leikmynd Tónlistartækni Sviðstjórnun Leikstjórn Bandarísk leikhúslist Hljóð- og myndhönnun Bresk háskólastofnun Skólastjóri: Prof. Alastair Pearce LESTRARMIÐSTÖÐKennaraháskóla Íslandsverður lokuð frá og meðmorgundeginum, því há- skólinn hefur hætt rekstri hennar. Starfsmenn hennar fara á biðlaun og helstu gögn á Þjóðskalasafnið. 98 bréf voru nýlega send þeim sem voru að bíða eftir greiningu stöðvarinnar. Foreldrum grunnskólabarna með lestrarörðugleika hefur verið bent á að leita til fræðsluyfirvalda í hverju sveitarfélagi vegna þessa, en til menntamálaráðuneytis vegna fram- haldsskólanemenda. Ástæða lokunar er m.a. fjárskortur og forgangsröðun mikilvægra málefna. Hlutverk Lestrarmiðstöðvar var þríþætt; þjónusta sem hefur falist í greiningu á lestri og stafsetningu fyr- ir alla aldurshópa, miðlun sem hefur farið fram með fyrirlestrum, nám- skeiðum og ráðstefnum um lestur og lestrarerfiðleika, og rannsóknir vegna gerðar staðlaðra greiningar- prófa. Nemendur dæmdir á röngum forsendum Lestrarmiðstöðin hefur rækt þetta hlutverk í næstum 10 ár og orðið um leið mikilvæg í að bæta hlut nemenda sem glíma við sérstæka námsörðug- leika eins og dyslexíu (lesblinda), og skapa þeim um leið jafnræði til náms. Nemendur í grunn- og framhalds- skólum, háskólum og fólk utan skóla- kerfisins, hefur notið greiningaþjón- ustunnar, og sú greining verið viðurkennd í skólunum og úrræði fundin. Ástæður þess að sótt er um grein- ingu eru margvíslegar, til dæmis leik- ur stundum vafi á því af hvaða toga lestrarerfiðleikar nemanda eru og hvaða aðferðir eru vænlegar til fram- fara. Þá getur sérkennari haft þörf fyrir álit annars sem sérfróður er á sviðinu, og leitað til LKHÍ. Einnig geta komið upp álitamál þar sem kennari og foreldri eru á öndverðum meiði um hvort um lestrarerfiðleika að ræða; hvort erfiðleikarnir stafi af dyslexíu eða þjálfunarleysi. Í slíkum tilfellum er mikilvægt að hægt sé að fá álit þriðja aðila. Þannig verður komist hjá því að nemandi verði dæmdur á röngum forsendum lakari en aðrir, og að sjálfsmynd hans og -álit molni. Ekki talið forgangsverkefni Tekin var ákvörðun um stofnun Lestrarmiðstöðvar af menntamála- ráðuneyti á Ári læsis 1991, m.a. til að koma í veg fyrir svona ofangreind slys og til að efla rannsóknir á lestri. Hún var skilgreind sem ein af þjón- ustustofnunum Kennaraháskóla Ís- lands. Í fréttatilkynningu frá KHÍ um lokun miðstöðvarinnar stendur að há- skólinn hafi fengið „framlag á fjárlög- um undanfarin ár til að standa að hluta til straum af kostnaði við rekst- ur Lestrarmiðstöðvarinnar [...] Á fjárlögum yfirstandandi árs er ekki gert ráð fyrir neinu framlagi til skól- ans vegna Lestrarmiðstöðvarinnar. Kennaraháskólinn hefur leitað eftir fjárstuðningi stjórnvalda við þetta mikilvæga verkefni en án árangurs.“ Einnig kemur fram að fyrir árið 2002 þurfi 10 milljónir króna til þess að halda uppi óbreyttri starfsemi LKHÍ. Þær fást ekki. Kennaraháskóli Íslands og menntamálaráðuneytið eru með samning sín á milli um fjárhagsleg samskipti og er hann tvískiptur, ann- arsvegar vegna kennslu og hinsvegar vegna rannsókna. KHÍ virðist ekki lengur telja sig geta rekið Lestrar- miðstöðina vegna þess að skólanum er ætlað að verja fjárveitingum sínum til annarra þarfa samkvæmt lögum. KHÍ fær ekki lengur aukafé á fjár- lögum vegna LKHÍ og því er hún lögð niður. Menntamálaráðuneytið var ekki reiðubúið að setja aukafé í þessa til- teknu miðstöð, og telur að ákvarðanir um nýtingu fjármagns KHÍ sé í hönd- um skólans. Ráðuneytið vísar til þess að rekstur grunnskólans sé nú í hönd- um sveitarfélaga, og að greining á nemendum sem eigi í námserfiðleik- um sé því í þeirra höndum. Ráðuneyt- ið hyggst ekki beita sér fyrir ákveðnu fyrirkomulagi hvað sérfræðiþjónustu vegna lestrarörðugleika varðar, hvorki á grunnskóla- né framhalds- skólastigi, samkvæmt bréfi frá ráðu- neytinu sem blaðamaður hefur lesið. Sveitarfélögin eiga, að mati ráðuneyt- is, að bera ábyrgð á greiningu á grunnskólanemendum. Enginn virð- ist bera ábyrgð á þjónustu við fram- haldsskólanemendur með dyslexíu. Margir uggandi vegna stöðunnar Sérkennarar, náms- og starfsráð- gjafar og fleiri stéttir sem starfa í skólum eru afar uggandi vegna þeirr- ar stöðu sem upp er komin. Blaða- maður hefur m.a. séð bréf frá nokkr- um hópum þar sem þessi lokun miðstöðvarinnar er hörmuð og óttast er að fagþekkingin, sem þar hefur orðið til, muni fara forgörðum. Spurt er m.a.: „Hverjir munu koma til með að taka að sér það faglega forystu- hlutverk sem Lestrarmiðstöð hefur haft með höndum? Hverjr munu miðla faglegri þekkingu til þeirra að- ila sem tengjast börnum með lestr- arörðugleika á einn eða annan hátt?“ Hér finnast engin svör. Þjónusta Lestrarmiðstöðvar hefur tryggt nemendum á grunn-, fram- haldsskóla- og háskólastigi sem glíma t.d. við dyslexíu, úrræði í námi og skapað þeim jafnrétti til náms á við aðra. Nokkuð ljóst er að fáir eru í stakk búnir til að taka við hlutverki Lestrarmiðstöðvarinnar. Sérkennar- ar geta ekki bætt á sig umtalsverðri greiningavinnu með óbreyttum starfskjörum og þótt þau lagist verða þeir að geta leitað sér ráða í vafamál- um. Ef hlutverk miðstöðvarinnar verð- ur aftur á móti stundað á almennum markaði, mun það, að mati margra, takmarkast við hóp þeirra foreldra sem efni hafa á að greiða fyrir slíka þjónustu fullt verð. Þjónusta LKHÍ var niðurgreidd. Samkvæmt upplýs- ingum frá námsráðgjöfum hafa há- skólanemar greitt 15–50 þúsund krónur fyrir greiningar en hærri tal- an á við verð á almennum markaði. Greining hefur fram til þessa verið skilyrði þess að þeir fái þjónustu vegna dyslexíu í háskólum. Stofnun þar sem starfsmenn stunda rannsóknir, kenna og veita þjónustu vegna náms og þroska barna með sértæka námserfiðleika eins og dyslexíu, virðist því vera mik- ilvægur þáttur í að flýta framförum á þessu sviði hér á landi. Alvarleg mistök Lestrarmiðstöðin hóf starfsemi ár- ið 1992 og var Rannveig G. Lund ráð- in forstöðumaður, en hún hafði langa reynslu í kennslu barna með dyslexíu í lestrarsérdeild Fellaskóla sem þjón- aði allri Reykjavík. Starfsmenn Lestrarmiðstöðvar hafa undanfarið verið þrír og fara þeir á biðlaun; Rannveig, Ásta Lárusdóttir og Stein- unn Torfadóttir, en þær eru allar með meistarapróf í uppeldis- og kennslu- fræðum með áherslu á dyslexíu. Starfskraftar þeirra munu ekki nýt- ast næsta árið því þeir sem eru á bið- launum mega ekki vera í launuðu starfi á meðan. Rannveig telur lokun miðstöðvar- innar vera alvarleg mistök. „Eftir lok- un hennar verða engir hér á landi sem hafa tækifæri til að sökkva sér svona djúpt í alla þætti starfsins, en hætta er á því að einkaaðilar vinni ekki í jafnnánum tengslum við skólakerfið og LKHÍ gerði. Bæði foreldrar og sérkennarar hafa treyst á þjónustu Lestrarmiðstöðvarinnar, og starfs- menn hér þekkja aðstæður í skólun- um og kunna að koma úrræðum við.“ Hvað er til ráða? Rannveig segir brýnt að ákveða sem fyrst hvernig greiningu og ráð- gjöf vegna lestrarörðugleika grunn- skólanemenda eigi að vera háttað. „Er þetta þjónusta sem hinu opinbera ber skylda til að veita einstaklingum, til að tryggja jafnrétti til náms, eins og grunnskólalög og aðalnámskrá kveða á um?“ spyr hún. Rannveig segist ekki vera spennt fyrir því að þjónusta lestrarmiðstöðv- ar flytjist yfir á einkamarkaðinn. Hún nefnir fremur tvo aðra möguleika, annan að sérkennarar/ sérfræðingar í þessum málum vinni þetta starf í skólunum eða í sem nánustu tengslum við þá. Hún telur hinsvegar að sérkennarar geti ekki tekið þetta að sér með góðu móti eins og kröfum er háttað til tíma þeirra og starfa. „Sérkennarar geta gert greiningar hafi þeir próf sem þeir geta auðveld- lega lesið úr, en þeir hafa ekki tíma í fjölbreyttu amstri og áreiti skóla- dagsins til að vinna jafnnákvæmlega úr greiningum og skrifa skýrslur um alla efnisþætti eins og við höfum haft tækifæri til,“ segir Rannveig um það. Hinn kosturinn er að starfrækja lestrarmiðstöð með lögum. Setja Lestrarmiðstöð Íslands eða ríkisins á fót og á föst fjárlög, alveg eins og nú er starfrækt Sjónstöð, Heyrnar- og talmiðstöð og Greiningar- og ráðgjaf- arstöð. Í stöðinni yrðu greiningar, miðlun og einnig rannsóknir í sam- vinnu við háskólastofnanir. Málið er að í slíkri miðstöð yrði óhjákvæmilega öflugt forvarnarstarf sem myndi síð- ar spara ríkinu ýmsan kostnað, fyrir utan að auka líkur á farsæld skjól- stæðinganna í námi og starfi. Rann- veig myndi helst kjósa þennan kost miðað við ríkjandi aðstæður. Prófin spara tíma Greiningar í Lestrarmiðstöðinni, voru tvennskonar; hópskimun og ein- staklingsgreining. Notuð voru þau próf sem voru þróuð og stöðluð á veg- um miðstöðvarinnar fyrir 10 ára og 14 ára nemendur og önnur tiltæk. Stöðl- uð próf eru „forsenda þess að hægt sé að greina lestrar- og stafsetninga- rerfiðleika af öryggi og án þess að í það fari óhóflegur tími og kostnaður“, eins og stendur í ársskýrslu LKHÍ, 2001. Prófið er tvískipt, annarsvegar hóppróf og hinsvegar einstaklings- próf. Þróun hópprófs fyrir 14 ára er að fullu lokið en gögnum hefur verið safnað í endanlega stöðlun einstak- lingsprófsins, sem getur staðfest nið- urstöður hópprófsins. Rannveig hef- ur fengið styrk til að vinna að því. Hún og Ásta, eru einnig að vinna að fræðilegri handbók með prófunum svo skólar geti nýtt sér þau. Rannveig er líka að vinna í fjölþjóð- legri rannsókn ,,Töku grundvallarat- riða læsis í evrópskum ritmálum“ (Foundation Literacy Acquistition in European Orthographies). Mikilvægt starf fer forgörðum Í áðurnefndri ársskýrslu Lestrar- miðstöðvar kemur fram að miðstöðin á fulltrúa í mikilvægum alþjóðlegum rannsóknum og samstarfi við hlið- stæðar stofnanir á Norðurlöndum. Af annarri starfsemi árið 2001 má nefna námskeið og fyrirlestra í grunnskól- um og framhaldsskólum, og greining- arþjónustu fyrir fullorðna, auk grein- ingarþjónustu við grunnskóla og framhaldsskóla. Starfsmenn Lestrarmiðstöðvar og skólafólk og foreldrar sem hafa tjáð sig með bréfum um þessa lokun virð- ast áhyggjufullir yfir því tómarúmi sem nú skapast eftir að nær tíu ára miklvægu starfi Lestrarmiðstöðvar lýkur á morgun. Dyslexía/ Foreldrar og sérkennarar hafa treyst á þjónustu Lestrarmiðstöðvarinnar og starfsmenn hennar þekkja aðstæður í skólum og kunna að koma úrræðum við. Miðstöðinni verður lokað 1. júní. Gunnar Hersveinn kynnti sér hvers vegna LKHÍ var lokað, heyrði af áhyggjum og spurði forstöðumanninn um afleiðingarnar. Lokunin alvarleg mistök Morgunblaðið/Þorkell Rannveig pakkar saman gögnum á Lestrarmiðstöðinni, til að senda á Þjóðskjalasafnið, fremur en í tunnuna. guhe@mbl.is  Eftir tíu ára farsælt starf er Lestrarmiðstöð KHÍ lokað.  Engin önnur stofnun tekur við starfsemi miðstöðvarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.