Morgunblaðið - 31.05.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 31.05.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KA hafði betur gegn Þór / C8 HM-veislan að hefjast / C3–6 8 SÍÐUR 8 SÍÐUR  Mynstraðar skyrtur og litskrúðug bindi/B1  Ást á rauðu ljósi/B2  Dagur á slysa- og bráðadeild/B4  Heilsa og húsverk/B6  Krakkar ótrúlega líkir/B7  Auðlesið efni/B8 li i i lj i l - il il l lí i l i i Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið „Vertu frjáls í sumar“ frá Tóbaks- varnanefnd. Blaðinu verður dreift um allt land. Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið „Sjómanna- dagsblaðið“ frá Sjómannadags- ráði. Blaðinu verður dreift um allt land. Sérblöð í dag www.mb l . i s ÞAÐ hefur gengið á ýmsu í lífi fol- aldsins Jarls frá Grundarfirði. Af- lífa varð móður hans eftir fæð- inguna og var Jarl þá tekinn inn í sumarbústað að Spjör í Eyrarsveit þar sem hann var hafður um nótt- ina þar sem svo kalt var í veðri. Ísak Þórir Ísólfsson hafði mikla samúð með Jarli og gerði sitt besta til að hugga hann. Nú hefur Jarl eignast nýja móður því að önnur hryssa hafði stuttu áður misst folald. Eftir að hafa látið folaldið sjúga fóstur- móðurina á hálftímafresti í 19 tíma tók hún folaldinu sem sínu eigin og gengur síðan allt að óskum. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Jarl og Ísak í Grundarfirði KJARADÓMUR úrskurðaði í gær að laun æðstu embættismanna þjóðarinnar skyldu hækka miðað við 1. júní um 3% frá síðustu ákvörðunum dómsins. Síðast ákvað Kjaradómur hækkun 1. janúar sl. um 3% og þar áður um 6,9% í apríl í fyrra. Eftir hækk- unina verða mánaðarlaun forseta Íslands rúmar 1,4 milljónir króna, laun forsætisráðherra um 682 þús- und krónur á mánuði og annarra ráðherra rúmar 620 þúsund kr. að meðtöldu þingfararkaupi í báð- um tilvikum. Í úrskurði Kjaradóms segir m.a. að á undanförn- um árum hafi þess verið gætt að grunnhækkun launa samkvæmt kjarasamningum komi fram í ákvörðunum dómsins og taki breytingum á svip- uðum tíma og hjá launþegum almennt. Síðasta ákvörðun, hækkun um 3% um áramótin, hafi verið í takt við það sem almennt gerðist. Síðan segir í úr- skurðinum: „Hins vegar hafa ýmsar breytingar orðið á launum opinberra starfsmanna undanfarin misseri, sem ekki eru komnar fram í ákvörðunum Kjaradóms. Þykir rétt að taka nú skref í þá átt að lagfæra þetta misræmi að nokkru. Með vísan til þeirra ákvæða laga um Kjaradóm að hann skuli taka tillit til þróunar kjaramála á vinnumarkaði, og að teknu tilliti til þeirra aðhaldsaðgerða sem gripið hefur verið til undanfarið í verðlagsmálum, er það ákvörðun Kjaradóms að laun þeirra sem taka laun samkvæmt ákvörðunum hans skuli hækka um 3% frá 1. júní 2002 að telja.“ Þingfararkaup 344 þúsund krónur á mánuði Laun annarra embættismanna eftir hækkunina verða þannig að forseti Hæstaréttar fær 494.117 kr. á mánuði en aðrir hæstaréttardómarar 449.144 kr. Mánaðarlaun ríkissaksóknara verða sömuleiðis 449.144 krónur, ríkissáttasemjari og ríkisendur- skoðandi fá hvor um sig 429.520 krónur á mánuði og biskup Íslands 433.743 kr. Dómstjórinn í Hér- aðsdómi Reykjavíkur fær 411.881 kr. á mánuði en aðrir dómstjórar 372.281 kr. Héraðsdómarar munu fá 359.198 kr. á mánuði, umboðsmaður barna 357.446 kr. og þingfararkaup alþingismanna hækk- ar í 344.597 krónur á mánuði. Eldri ákvarðanir Kjaradóms um greiðslu yfir- vinnu og aðra þætti eiga að standa óbreyttar, sam- kvæmt úrskurðinum frá í gær, en sem kunnugt er voru skattfríðindi forseta Íslands felld niður fyrir rúmu ári. Kjaradóm skipuðu að þessu sinni Garðar Garðarsson, formaður, Jón Sveinsson, Margrét Guðmundsdóttir, Óttar Yngvason og Þorsteinn Júlíusson. Nýr úrskurður Kjaradóms um laun æðstu embættismanna þjóðarinnar Launin hækka um 3% um næstu mánaðamót HÆSTIRÉTTUR hnekkti í gær sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konu á fimmtugsaldri, sem ákærð var fyrir hættulega líkamsárás með því að stinga sambýlismann sinn með hnífi hinn 24. mars 2001. Dæmdi Hæstiréttur ákærðu í 15 mánaða fangelsi, þar af eru 12 mánuðir refs- ingarinnar skilorðsbundnir. Maðurinn slasaðist lífshættulega og var á sjúkrahúsi í nokkra daga en náði fljótlega fullum bata eftir út- skrift. Sambýlisfólkið bar fyrir dómi að maðurinn hefði hlotið áverkana fyrir slysni en Hæstiréttur taldi það fráleitt. Við ákvörðun refsingar ákærðu var m.a. litið til þess að hún hafði beitt hættulegu vopni gegn liggjandi manni og beint vopninu að þeim stað líkamans þar sem viðkvæm líffæri eru staðsett. Hæstiréttur fann að samningu hér- aðsdóms og þótti á það skorta að dóm- urinn væri saminn með þeim hætti að öllum atriðum sem skiptu máli við heildarmat á sök væru gerð nægjan- leg skil. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Verjandi ákærðu var Sigurður Sigurjónsson hrl. Bogi Nilsson ríkis- saksóknari sótti málið. Dæmd í 15 mánaða fangelsi fyrir hníf- stungu ♦ ♦ ♦ EFTA-dómstóllinn telur að einka- réttur ríkisins á innflutningi áfeng- is, sem var við lýði til 1. desember 1995, hafi verið andstæður 16. gr. EES-samningins og að ríkið geti verið skaðabótaskylt gagnvart mögulegum innflytjanda áfengis vegna tjóns sem hann kann að hafa orðið fyrir vegna þess að einkarétti á sölu áfengis var við- haldið eftir gildistöku EES-samn- ingsins. Þetta kemur fram í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins, sem gefið var út í gær. Dómstóllinn lét álit sitt í té í kjölfar beiðni frá Héraðs- dómi Reykjavíkur í tengslum við mál sem þar er rekið milli Karls K. Karlssonar hf. og íslenska ríksins. Ágreiningurinn varðar það hvort einkaréttur íslenska ríkisins á inn- flutningi og heildsöludreifingu áfengis, sem var til staðar til 1. desember 1995, hafi verið and- stæður EES-samningnum, en hann tók gildi 1. janúar 1994. Á þeim tíma var Karli K. Karls- syni hf. meinað að flytja inn og dreifa til smásöluaðila áfengisteg- undum sem hann hafði umboð fyr- ir. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að einkaréttur ríkisins á innflutningi áfengis, sem var við lýði á Íslandi til 1. desem- ber 1995, hefði verið andstæður 16. gr. EES-samningsins. Dómstóllinn taldi að EFTA-ríki gæti verið skaðabótaskylt gagnvart mögu- legum innflytjanda áfengis vegna tjóns sem hann hefði orðið fyrir. Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins Ríkið hugs- anlega skaðabóta- skylt FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs mynduðu nýjan meirihluta í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gærkvöld. Sveitar- stjóri verður Ársæll Guðmundsson oddviti vinstrigrænna. Forseti sveit- arstjórnar og formaður byggðaráðs verður Gísli Gunnarsson oddviti sjálfstæðismanna. Nýi meirihlutinn er skipaður fimm fulltrúum, þremur frá Sjálfstæðisflokki og tveimur frá vinstrigrænum. Fjórir sveitarstjórn- armenn skipa minnihluta, þrír fram- sóknarmenn og einn af lista Skaga- fjarðarlistans. Nýr meirihluti Sveitarfélagið Skagafjörður GENGI bréfa deCODE, móður- félags Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði um 35 sent á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag, eða um 7,53% og stendur hluturinn nú í 5,00 Bandaríkjadölum. Gengi hlutabréf- anna náði sögulegu lágmarki á mið- vikudag, en þá var lokagengi dagsins 4,65 dollarar á hlut. DeCODE hækkaði um 7,5% FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur, fyrir hönd ríkissjóðs, ákveðið að framlengja vátryggingarvernd ís- lenskra flugrekenda vegna hryðju- verka um einn mánuð, eða til júní- loka. Í fréttariti fjármálaráðu- neytisins, fjr.is, segir að þetta sé í samræmi við ákvarðanir ríkisstjórna víðsvegar um heim um framlengingu sambærilegrar vátryggingarvernd- ar. Framkvæmdastjórn ESB hafi t.a.m. í fyrradag heimilað aðildar- ríkjum sínum slíka framlengingu til júníloka. Vátrygging- arvernd framlengd ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.