Morgunblaðið - 31.05.2002, Side 12

Morgunblaðið - 31.05.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRÁFARANDI bæjarstjórn Borg- arbyggðar kemur saman til síðasta fundar í dag í Borgarnesi. Meðal helstu mála á dagskrá, að sögn Stef- áns Kalmanssonar bæjarstjóra, er að taka ákvörðun um hvort semja eigi við Njarðtak ehf. í Njarðvík um að taka að sér sorphirðu í sveitarfé- laginu næstu fjögur árin eða leita til dómstóla vegna þeirra tveggja úr- skurða sem kærunefnd útboðsmála hefur fellt, Borgarbyggð í óhag, vegna útboðs á sorphirðu og rekstri gámastöðvar í Borgarnesi. Forsaga þessa máls er að Borgar- byggð efndi til útboðsins í október sl. og bárust sjö tilboð, m.a. frá Njarð- taki, sem sinnt hefur sorphirðu á Suð- urnesjum, og Gámaþjónustu Vestur- lands, sem áður hafði sinnt sorphirðu fyrir sveitarfélagið. Tilboðin voru opnuð í byrjun janúar sl. og átti Njarðtak lægsta boð í sorphirðuna, 9,3 milljónir, en Gámaþjónusta Vest- urlands bauð næstlægst, tæpar 10 milljónir kr. Njarðtak bauð næst- lægst í rekstur gámastöðvar í Borg- arnesi, rúmar 7 milljónir, en lægst bauð Almenna umhverfisþjónustan, tæpar 7 milljónir. Gámaþjónustan bauð 7,8 milljónir í þennan hluta út- boðsins. Við opnun tilboða var upp- lýst að Gámaþjónustan hafði lagt inn þrjú frávikstilboð sem hafa verið met- in 600 þúsund kr. lægri en tilboð Njarðtaks. Hinn 17. janúar sl. samþykkti bæj- arráð Borgarbyggðar að fela bæjar- verkfræðingi, á grundvelli frávikstil- boðanna, að ganga til viðræðna við Gámaþjónustu Vesturlands um sorp- hirðu í sveitarfélaginu og rekstur gámastöðvarinnar. Samdægurs kærði Njarðtak þessa samþykkt til kærunefndar útboðsmála og nokkr- um dögum síðar komst nefndin að þeirri ákvörðun að stöðva ætti samn- ingsgerð Borgarbyggðar við Gáma- þjónustan þar til að endanlega hefði verið skorið úr um kæru Njarðtaks. Kærunefndin skilaði svo úrskurði í lok febrúar sl. þar sem ákvörðun Borgarbyggðar, að ganga til samn- inga við Gámaþjónustuna, var felld úr gildi. Taldi nefndin að samkvæmt nið- urstöðum útboðsins hefði átt að semja við Njarðtak. Borgarbyggð var gert að greiða Njarðtaki 110 þúsund krónur í málskostnað. Ákveðið að hafna öllum til- boðum og auglýsa nýtt útboð Bæjarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti svo á fundi sínum um miðjan mars sl. að hafna öllum tilboðum í sorphirðuna og rekstur gámastöðvar- innar og láta fara fram nýtt útboð, í síðasta lagi fyrir 1. október nk. Þá var einnig samþykkt að fela bæjarstjóra að leita samninga við Gámaþjónustu Vesturlands um áframhaldandi tíma- bundna þjónustu við sorphirðuna. Njarðtak kærði báðar þessar ákvarð- anir sveitarfélagsins til kærunefndar útboðsmála og nefndin skilaði svo öðrum úrskurði í málinu 6. maí sl. Ákvörðun Borgarbyggðar um að hafna öllum tilboðum og efna til nýs útboðs var felld úr gildi og taldi kæru- nefndin að sveitarfélagið hefði bakað sér skaðabótaábyrgð gagnvart Njarðtaki. Var Borgarbyggð gert að greiða fyrirtækinu 180 þúsund kr. í málskostnað. Í úrskurði nefndarinn- ar segir m.a.: „Fyrir liggur að kærði hefur í tvígang tekið ákvarðanir í framhaldi af niðurstöðu margum- rædds útboðs, sem farið hafa í bága við réttarreglur um framkvæmd op- inberra innkaupa. Er það atferli til þess fallið að leggja skaðabótaskyldu á kærða.“ Eftir þennan úrskurð segist lög- maður Njarðtaks, Þorsteinn Einars- son hrl., ítrekað hafa lagt til við for- ráðamenn sveitarfélagsins að setjast niður og semja við fyrirtækið um verkið, en ekki hafi verið orðið við þeim tilmælum. Sveitarfélagið ósátt við úrskurðina Stefán Kalmansson sagði við Morgunblaðið að sveitarfélagið væri ósátt við úrskurði kærunefndarinnar og lögfræðiálit myndi liggja fyrir á fundi bæjarstjórnar í dag. Hann vildi ekki meta líkurnar á því hvort málið endaði fyrir dómstólum eða samið yrði við Njarðtak. Stefán sagði að málið væri að vissu leyti fordæmisgefandi þar sem lítið hefði reynt á ný lög um opinber inn- kaup og menn væru því að fóta sig í nýju umhverfi. Samkvæmt seinni úr- skurði kærunefndar gætu sveitar- félög ekki tekið þá ákvörðun að hafna öllum tilboðum og efna til nýs útboðs, líkt og Borgarbyggð hefði áskilið sér rétt til í útboðsskilmálum. Sveitar- félögum eða öðrum opinberum aðil- um væri greinilega gert skylt að taka hagstæðustu tilboðum. Stefán sagði að það hefði engu skipt í að Njarðtak væri fyrirtæki ut- an sveitarfélagsins og að Gámaþjón- usta Vesturlands hefði áður sinnt þessum verkefnum í Borgarbyggð, sem hún hefði reyndar gert vel. Menn vissu vel að það væru ekki viður- kennd rök að velja heimaaðila í út- boði, útboð færu þá heldur ekki fram. Kærunefnd útboðsmála hefur tvisvar fellt úr gildi ákvörðun Borgarbyggðar vegna útboðs á sorphirðu Leitað til dómstóla eða samið við lægstbjóðanda SÍMASKRÁIN fyrir árið 2002 er komin út og hefur hún þegar tekið gildi. Í skránni er að finna síma- númer viðskiptavina allra símafyr- irtækjanna. Að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur, forstöðumanns upplýs- inga- og kynningarmála Símans, hefur Símaskráin komið út óslitið síðan 1906 og er hún umfangsmesta prentverk sem unnið er í landinu ár- lega, en Símaskráin er prentuð í 230 þúsund eintökum. „Forsíðu Síma- skrárinnar prýða verk eftir Krist- ínu Jónsdóttur en hún var fyrst ís- lenskra kvenna til að helga sig myndlist,“ segir Heiðrún. Skráin er tvískipt í ár, eins og í fyrra, og heitir myndin á skránni fyrir höf- uðborgarsvæðið Við þvottalaug- arnar, en myndin á landsbyggð- arskránni heitir Fiskverkun við Eyjafjörð. Listi yfir leikdaga í Símadeildinni Helstu nýjungarnar í skránni þetta árið eru svokölluð bannmerki, sem eru sérstakar merkingar við notendur sem óska eftir að vera ekki ónáðaðir af aðilum sem stunda beina markaðssetningu. Merkingin er fyrir framan símanúmerin og er rauður kassi með hvítum krossi. Anton Örn Kærnested, ritstjóri Símaskrárinnar, segir að Síminn hafi boðið upp á þessu þjónustu í fá- ein ár, þó að þetta sé í fyrsta skipti sem sérstakar merkingar séu settar í skrána sjálfa. Af um 300.000 að- ilum sem skráðir eru í skrána ósk- uðu um 54.000 eftir merkingunni og fer þeim fjölgandi. Í skránni er að finna lista yfir leikdaga í Símadeildinni 2002 og telur Anton Örn það aukna þjónustu við stóran hóp lesenda. Í töflu í skránni er að finna alla leikdaga í karla- og kvennaflokki í efstu deild og geta notendur á auðveldan hátt fylgst með því hvenær leikirnir eiga sér stað. Einnig eru leiðbeiningar til al- mennings á íslensku og ensku frá Almannavörnum ríkisins og leið- beiningar um notkun Símaskrár- innar á ensku. Í fyrra var bætt við póstnúmerum ásamt skammstöf- unum yfir staðarheiti auk netfanga. Netföngum hefur fjölgað umtals- vert og eru nú 25.000. Ekki á undanhaldi Anton Örn segir, aðspurður hvort Símaskráin sé á undanhaldi, svo ekki vera. „Margt ungt fólk segir að það sé hætt að nota Símaskrána, noti hana eingöngu á netinu, en það má ekki gleyma að það eru nokkrar kynslóðir í landinu og töluverður hluti eldra fólks kann ekki á tölv- ur,“ bendir hann á og segist heldur ekki sjá það fyrir sér að fólk mæti inn á bensínstöð í framtíðinni og biðji um að fá að nota tölvuna. „Það er hæpið að það yrði leyft en fólk fengi umsvifalaust lánaða síma- skrá.“ Hann segir að fyrir hvert tré sem fellt sé fyrir framleiðslu Símaskrár- innar gróðursetji Síminn þrjú. Einn- ig eru gamlar símaskrár settar í jarðgerð og nýtist skráin til upp- græðslu. Viðskiptavinir eru því hvattir til þess að skila inn gömlu skránni. Símaskránni verður dreift í sam- vinnu við Flytjanda, Essó og Olís um allt land til 30. júní 2002. Hún liggur jafnframt frammi í öllum verslunum Símans og hjá skrifstofu Símaskrár. Símaskráin 2002 er komin út Morgunblaðið/Ásdís Anton Örn Kærnested, ritstjóri Símaskrárinnar, og Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður kynningarmála Símans. 54 þúsund notendur ósk- uðu eftir bannmerkjum NÝR meirihluti Samfylkingar og Framsóknarflokks í Sveitarfélaginu Árborg hefur ákveðið að auglýsa eft- ir nýjum bæjarstjóra eins fljótt og kostur er, að sögn Þorvaldar Guð- mundssonar, efsta manns á lista Framsóknarflokksins. Fylkingarnar hafa gengið frá málefnasamningi, en þar er m.a. lögð áhersla á uppbygg- ingu íþróttamannvirkja, bætta þjón- ustu við aldraða og markvissa upp- byggingu á leikskólum í samræmi við þarfir íbúa og þróun byggðar. Þorvaldur Guðmundsson, verður forseti bæjarstjórnar, fyrsta árið og Ásmundur Sverrir Pálsson, oddviti Samfylkingarinnar, verður formað- ur bæjarráðs það ár en samkvæmt samkomulagi milli flokkanna munu þeir skipta embættunum á milli sín árlega. Þannig verður Þorvaldur for- maður bæjarráðs, annað árið, en Sverrir forseti bæjarstjórnar. Í málefnasamningi nýs meirihluta kemur m.a. fram að hann vilji að markvisst verði leitað eftir því að ný fyrirtæki og þjónustustofnanir flytji starfsemi sína til Árborgar en jafn- framt verði hlúð að þeim atvinnu- rekstri sem fyrir er. Þá kemur m.a. fram að meirihlutinn vilji styrkja þjónustu við aldraða á dvalarstöðum á vegum sveitarfélagsins sem og á heimilum þeirra svo aldraðir geti bú- ið heima svo lengi sem þeir kjósa. Þá vill meirihlutinn að því verði fylgt eftir að uppbygging hjúkrunardeild- ar verði í samræmi við nútímaþarfir. Meirihlutinn vill auk þess að skólabygging í Suðurbyggð rísi svo fljótt sem auðið er og jafnframt að úttekt verði gerð á húsnæði og að- stöðu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Aukinheldur verði markviss uppbygging á leikskólum í samræmi við þarfir íbúa og þróun byggðar. Meirihlutinn vill hefja upp- byggingu, í samvinnu við íþrótta- félög, á íþróttaleikvangi á Selfossi, skv. nýju skipulagi íþróttavallar- svæðisins árið 2003, og að aðstaða á Eyrarbakkavelli bætt. Samfylking og Framsóknarflokkur mynda meirihluta í Árborg Auglýst eftir nýj- um bæjarstjóra HALLDÓR Halldórsson, oddviti D- lista sjálfstæðismanna í Ísafjarð- arbæ, verður áfram bæjarstjóri, samkvæmt málefnasamningi sem meirihlutinn í bænum, B-listi Fram- sóknarflokks og D-listi Sjálfstæðis- flokks, hefur gert með sér. Í kosn- ingunum hélt Sjálfstæðisflokkurinn sínum fjórum bæjarfulltrúum og Framsóknarflokkurinn bætti við sig öðrum bæjarfulltrúa. Í málefnasamningnum, sem kynntur var í gær, er gert ráð fyrir því að forseti bæjarstjórnar verði af D-lista sjálfstæðismanna og að for- maður bæjarráðs verði af B-lista framsóknarmanna. Þeir munu halda þeim embættum út kjörtímabilið en á síðasta kjörtímabili skiptu fylking- arnar embætttunum með sér, frá ári til árs. Ekki hefur verið gengið frá því hvaða bæjarfulltrúar muni skipa fyrrgreind embætti en líkur eru þó á því að Guðni Geir Jóhannesson, odd- viti B-listans, verði formaður bæjar- ráðs og Birna Lárusdóttir, D-lista, verði forseti bæjarstjórnar. Í málefnasamningnum segir m.a. að forgangsverkefni bæjarstjórnar verði að leita leiða til að styrkja at- vinnulífið í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. „Liður í því er að tryggja Ísafjarðarbæ sem öflugan byggða- kjarna í samræmi við nýsamþykkta byggðaáætlun. Lögð verður rík áhersla á að framfylgja sérstakri byggðaáætlun fyrir Vestfirði,“ segir í málefnasamningnum. Þar kemur einnig fram að vegna endurskipu- lagningar orkumála í landinu muni meirihlutinn beita sér fyrir því að sú reynsla og þekking sem er fyrir hendi verði nýtt til að tryggja starf- semi orkufyrirtækis í fjórðungnum. Ísafjarðarbær Halldór Halldórsson áfram bæjarstjóri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.