Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÓTEL Selfoss verður opnað aftur á laugardag eftir gagngerar endurbæt- ur og umtalsverða stækkun. Hótelið verður hér eftir starfrækt undir merkjum Icelandair hotels en með stækkuninni verður tekin í notkun nýbygging ásamt endurbættu eldra húsnæði með eldhúsi og veitingasöl- um á 2. hæð sem einu nafni nefnast Ársalir. Í nýbyggingunni eru 79 her- bergi og 21 herbergi í eldri hluta hússins, samanlagt 100 herbergi. Að sögn Þórs Kjartanssonar, markaðsstjóra Kaupfélags Árnes- inga, sem sér um rekstur hótels og veitingahluta, er hótelið eitt hið stærsta sinnar tegundar á landinu sé miðað við herbergjafjölda með baði. Húsið er alls ríflega 10 þúsund fer- metrar að flatarmáli og verðmæti þess fullbyggt um 1,1 milljaður króna. Kostnaður vegna framkvæmdanna sem nú er að ljúka er um 600 milljónir króna án virðisauka. Hótelið snertir bæjarfélagið á ýms- an hátt og sem dæmi verður starf- ræktur 330 sæta menningarsalur í eldra húsnæðinu með alhliða tónlist- ar- og leikhússtarfi. Unnið er að und- irbúningi að stofnun sjálfseignar- stofnunar um menningarsalinn sem mun sjá um að afla fjármagns til framkvæmda og reksturs á honum. Framkvæmdir við hótelið hófust í lok apríl á síðasta ári þegar Björn Bjarnason, þáverandi menntamála- ráðherra, tók fyrstu skóflustungu að byggingunni. Stuttu áður tókust samningar milli Arkís, aðalhönnuðar hússins, um hönnunina en undirbún- ingur hafði þá staðið frá mars 2000 þegar undirritaður var kaupsamning- ur milli Kaupfélags Árnesinga og sveitarfélagsins Árborgar um kaup KÁ á eldri hluta hótelsins. Kaupverð- ið var 40 milljónir. Í júlí 2001 var eignarhaldsfélagið Brú hf. stofnað sem jafnframt yfirtók kaupsamninginn með skuldbindingu um að viðbyggingin yrði reist og hús- ið fullklárað. Eigendur Brúar hf. eru Kaupfélag Árnesinga, Isosport hf. og eignarhaldsfélag Suðurlands. Bygg- ingarframkvæmdir voru að mestu í höndum JÁ-Verktaka á Selfossi en um verkfræðihönnun sá Hönnun hf. Jafnframt var samið við KÁ um að þeir tækju að sér hótel- og veitinga- rekstur til næstu 15 ára og starf- ræktu undir merkjum Icelandair hot- els. Þess má geta að KÁ starfrækir þrjú hótel undir sama merki, á Kirkjubæjarklaustri, Flúðum og í Keflavík. Þegar komið er að bílastæðinu þar sem gengið var inn í gamla Hótel Sel- foss stendur nýbyggingin svo að segja í hvarfi. Þegar gengið er með- fram hótelinu, fjær Ölfusá, kemur gríðarstór bygging í ljós þar sem 79 af 100 herbergjum hótelsins eru. Ný- byggingin og eldra húsnæðið eru tengd saman með glerturni þar sem jafnframt er nýr aðalinngangur hót- elsins. Á lóðinni fyrir framan verða bílastæði en þar stóð leikskóli áður. Til marks um þátttöku bæjaryfir- valda í þeirri stórframkvæmd sem hótelbyggingin er hefur starfsemi leikskólans nú verið flutt í nýjan og stærri skóla og kostaði framkvæmdin um 130 milljónir króna. Aðalanddyrið er bjart og fallegt rými sem nær hátt til lofts. Vatnsfoss liðast eftir veggnum á hægri hönd og tengibrýr milli hæða í gömlu og nýju byggingunum liggja þvert yfir rýmið. Þess má geta að listaverk tengd vatni munu prýða hótelið og er vatn og slökun þemu þess. Meðal annars er stefnt að því að opna heilsulind síðar meir og meðfram útveggjum hótels- ins rennur síki sem undirstrikar teng- inguna við vatnið. Miklar annir hafa verið hjá iðnað- armönnum síðustu daga, en um 60–80 iðnaðarmenn hafa verið að störfum í húsinu. Enn er nokkurri vinnu ólokið, en Karl Rafnsson hótelstjóri og Sig- urður Jónsson, framkvæmdastjóri Brúar hf., segja að allt verði tilbúið í tæka tíð fyrir opnunina. 4 stjörnu hótel með tveimur kvikmyndasölum Öll nýju herbergin og þjónustu- staðlar hússins eru miðaðir við fjög- urra stjörnu hótel en fyrst í stað verða eingöngu nýttir veitingasalir í eldra húsnæði. Í öðrum áfanga fram- kvæmdanna sem lýkur í september er ráðgert að taka í notkun nýtt eld- hús og veitingasal með útsýni yfir Ölf- usá. Á haustmánuðum verða einnig teknir í notkun tveir nýir kvikmynda- salir í kjallara nýbyggingarinnar, 120 og 50 sæta, og tveir fundarsalir í leik- hústurni eldra hússins. Lóð hótelsins verður kláruð næsta haust og rými í eldra húsnæði leigt út fyrir verslun og þjónustu sem snýr að hótelrekstri. Að sögn Karls Rafnssonar hótel- stjóra munu um 40–50 manns starfa á hótelinu að staðaldri og aðspurður segir hann útlit fyrir í kringum 80% herbergjanýtingu á hótelinu í sumar. Þór Kjartansson, markaðsstjóri KÁ, bendir á að það sé mjög gott í ljósi þess að vinna við markaðssetn- ingu hafi hafist þegar hótelið var enn á byggingarstigi. Spurður um áherslur í markaðssetningu segir Þór að megináhersla verði á fundi, ráð- stefnur, veislur og mannfagnaði utan háannatíma sumars. Hann bendir á að boðið sé upp á úrval af minni og stærri fundarsölum með nýjum tæknibúnaði sem einfaldar allar still- ingar og framkvæmd við fundarhöld. Leigutaki hótelsins útvegar öll tæki og búnað til rekstursins og má í þessu sambandi nefna að öll húsgögn eru keypt ný frá austurrískum hús- gagnaframleiðanda. Herbergi hótels- ins eru í þremur stærðum og verð- flokkum en að auki er ein 50 fermetra tvískipt brúðarsvíta í austurrískum 18. aldar stíl með útsýni yfir Ölfusá. Húsgögn í brúðarsvítuna eru sér- hönnuð og kostar nóttin 29.800 kr. Hótelgestir standa frammi fyrir ýmiss konar vali þegar kemur að því að bóka herbergi. Auk þess að velja milli reyk- eða reyklausra herbergja geta þeir ráðið hvort þeir vilja teppi eða parket á gólfum. Þá eru átta her- bergi sérhönnuð fyrir aðgengi fatl- aðra. Öryggishólf og minibar eru á öllum herbergjum og sömuleiðis há- hraða sítenging við Netið. Auk þess sem unnið hefur verið að endurbótum á eldra húsnæði hótels- ins, þ.m.t. forrými fyrir veitingasali á 2. hæð, kvikmyndasali og veitingasal hótelsins er í eldra húsinu 330 sæta menningarsalur sem fylgdi með í kaupum hússins. Sá hluti hússins var keyptur á kaupleigu til 10 ára og hef- ur eignarhaldsfélagið Brú frumkvæði að því að koma honum í not. Und- irbúningur að stofnun sjálfseignar- stofnunar um salinn stendur yfir og hefur fyrri hluti stofnfundar farið fram. Skráning stofnaðildar er hafin. Hótel Selfoss verður opnað um helgina að nýju í gjörbreyttri mynd við bakka Ölfusár Eitt stærsta hótel á lands- byggðinni Árborg Morgunblaðið/RAX Iðnaðarmenn leggja lokahönd á frágang við 1. áfanga hótelsins. Ölfusá, í baksýn, skartar sínu fegursta. Morgunblaðið/RAX Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Brúar hf. (lengst til vinstri), Karl Rafnsson hótelstjóri og Þór Kjart- ansson, markaðsstjóri KÁ, hafa haft í nógu að snúast síðustu daga. Að baki þeim sést nýbygging hótelsins. Morgunblaðið/RAX Brúðarsvíta hótelsins er í austurrískum stíl með útsýni yfir Ölfusá. Morgunblaðið/RAX Gamla Hótel Selfoss og nýbygg- ingin eru tengd saman með brúm sem liggja þvert yfir and- dyri hótelsins. Fjögurra stjörnu ráð- stefnuhótel er risið við bakka Ölfusár á Selfossi og eru fyrstu gestir væntanlegir á morgun. Kristján Geir Péturs- son og Ragnar Axels- son heimsóttu hótelið í vikunni þegar verið var að leggja lokahönd á frágang. MEISTARINN.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.