Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 43 grein var samheldni hjónanna slík, að vart er hægt að minnast á annað þeirra án þess að nefna hitta á sama tíma. Gógó var búin að vera sjúklingur undanfarin ár og dauðinn því ákveð- in lausn á hennar þjáningu. Við hjón- in og börn okkar vottum Kristni, Ragnari, Gunnhildi, Helgu og þeirra fjölskyldum samúð okkar. Nú hnígur sól að sævar barmi sígur húm á þreytta jörð. Nú blikar dögg á blómahvarmi, blundar þögul fuglahjörð. Í hljóðrar nætur ástarörmum, allir fá hvíld frá dagsins hörmum. (Axel Guðmundsson.) Guðrún, Þórólfur og fjölskylda. Yfir tindum öllum er ró, friður á fjöllum, fugl í tó hljóðnaður hver; Það bærist ei blær eða kliður. Einnig þinn friður framundan er. (Goethe. Þýð. Yngvi Jóhannesson.) Mig langar að minnast elskulegr- ar frænku minnar, Magdalenu Val- dísar Meyvantsdóttur. Frænku sem opnaði hús sitt þegar ég kom til Reykjavíkur að eiga mitt fyrsta barn. Frænku sem kom og var viðstödd fermingar barna minna. Frænku sem studdi okkur þegar sorgin kvaddi dyra, og gladdist með okkur á gleðistundum. Gógó, eins og hún var alltaf kölluð, var glæsileg kona og vakti athygli hvar sem hún kom. Hún var listræn og smekkvís, og allt sem viðkom saumaskap lék í höndunum á henni. Hún og Kristinn maður hennar áttu yndislegt heimili, og áttum við þar margar ánægju- stundir. Fyrir nokkrum árum lær- brotnaði hún, og eftir það reyndist allt erfiðara. Skömmu síðar fór að bera á minnisleysi og hún fjarlægð- ist smátt og smátt. Fyrir stuttu heimsótti ég hana og þá var hún ferðbúin. Á þeim árstíma þegar trén laufgast og náttúran endurnýjast var henni búin kyrrlát brottför. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Kæri Kristinn, frá mér, eiginmani mínum og börnum berast innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyld- unnar. Sigrún. Mig langar til þess að minnast hennar frænku minnar, hennar Gógóar. Frá því að ég man eftir mér hefur hún verið stór þáttur í mínu lífi. Móðir mín og Gógó voru systur, ekki bara systur, þær voru líka bestu vinkonur. Það var mjög mikill samgangur á milli fjölskyldna þeirra systra. Björn og Sigga og Gógó og Krist- inn. Þessi nöfn voru alltaf sögð öll í einu. Það var eins og þetta væri ein fjölskylda. Skilja sem þekkja. Frá því að ég man eftir mér fyrst, var Kristinn með Verslunina Skúla- skeið á Skúlagötu, Þar vann mamma, og þar hittust allir í fjöl- skyldunni. Ég á í þó nokkrum erfiðleikum með að lýsa henni frænku minni, það þykir kannski ekki góð íslenska að nota bara sterkustu lýsingarorðin en þau eru ekki of sterk um hana Gógó. Hressilegri og betri manneskju er varla hægt að hugsa sér. Ég gleymi aldrei heimabökuðu snúðunum og vínarbrauðunum með súkkulaðinu sem hún bakaði svo oft. Heimili þeirra hjóna eru ógleym- anleg í mínum huga, hvort sem minnst erá Langagerði, Háaleitis- braut, Drekavog eða Hvassaleiti. Allir þessir staðir voru svo sér- stakir, vel um gengnir og hlýlegir eftir þeirra hendur. Gógó og Kristinn og Mamma og Pabbi byggðu sér lítið sumarhús saman og eyddu þar mörgum stund- um við störf og leik, og þá aðallega spilamennsku og var þá oft glatt á hjalla. Og ætla ég að fá að muna eftir henni frænku minni um ókomin ár eins og hún var áður en hún veiktist. Ég votta Kristni, Ragnari, Helgu, Gunnhildi og Hjalta, börnum þeirra og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði kæra frænka. Steindór Björnsson og fjölskylda. Nú þegar komið er að leiðarlokum viljum við hjónin af alhug þakka heiðurskonunni Magdalenu Valdísi eða Gógó eins og við kölluðum hana þrátt fyrir að Valdísarnafnið yrði henni stöðugt kærara eftir því sem árin liðu fyrir langa og elskuríka samfylgd. Fljótlega eftir að við stofnuðum til hjónabands árið 1972 hófst sérstök og mjög náin vinátta milli okkar og Gógóar og Kristins. Þau kynni efldust og stækkuðu þeg- ar Lilja missti móður sína, Þórunni Jónínu, á besta aldri árið 1981, en hún og Gógó voru systur. Það sem fyrst og fremst ein- kenndi Gógó í okkar huga var hin einstaka reisn sem ávallt fylgdi henni og hennar góða, opna og trausta nærvera. Gestrisni var henni í blóð borin og fengum við svo sann- arlega að finna fyrir henni hvort sem heimsókninni var stefnt í Drekavog- inn, Blikahólana eða í Hvassaleitið, en á þessum stöðum stóð heimili þeirra hjóna þann tíma sem við vor- um í mestum samvistum við þau. Ekki spillti sú einstaka ást sem börnin okkar festu á bakkelsinu hennar Gógóar en þar fann hvert þeirra uppáhald við sitt hæfi. Einna frægast í okkar huga er salatið sem hún að öllu jöfnu sérlagaði fyrir dótt- ur okkar Þórunni Jónínu og sú ágæta stúlka hámaði í sig nánast í skálavís eða þar til við foreldrarnir gerðum netta athugasemd við borð- haldið. Það varð okkur hjónum döpur upplifun þegar Gógó fyrir u.þ.b. 8 árum gekkst undir læknisaðgerð á fæti sem ætlað var að lina þrautir og auka göngufærni að sú aðgerð heppnaðist ekki sem skyldi. Engu að síður hélt Gógó reisn sinni og tók áfram á móti gestum og gangandi í Hvassaleitinu allar götur til ársins 1999 er þau hjón fluttust á dvalar- heimilið Eiri. Þar nutu þau í öllu góðs atlætis og umhyggju bæði starfsfólks og sinna nánustu. Í dag stendur okkur hjónum of- arlega í huga laugardagurinn 12. janúar sl. þegar niðjar Meyvants Sigurðssonar og Elísabetar Jóns- dóttur frá Eiði, sem voru foreldrar Gógóar, komu saman í félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur að þá nutum við samveru við Gógó sem þrátt fyrir sjúkleika geislaði allri sinni fallegu reisn. Sú stund sem við þar nutum verður öllum viðstöddum hlý og geislandi minning um mæta konu sem nú hefur hlotið hvíld hjá góðum Guði. Við þau leiðarlok lútum við höfði og biðjum Guð að blessa eiginmann Gógóar, Kristin Kristvarðsson, sem með sinni einstöku nærgætni, hóg- værð og hlýju stóð við hlið hennar í full sextíu og fimm ár frá 22. maí sl. að telja og annaðist hana allt til hinstu stundar. Einnig biðjum við að mildi Guðs megi búa með börnum þeirra hjóna, þeim Ragnari, Gunn- hildi og Helgu, ásamt niðjum þeirra öllum. Gógó þökkum við einstaka samfylgd og allar gjöfulu stundirnar í hennar návist. Það er vissa okkar að þeirri mætu konu verður búin góð vist á himnum eftir langa og fallega jarðvist. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Lilja og Hafþór. ✝ Kristín Snorra-dóttir fæddist á Hólum í Fljótum 6. október 1917. Hún andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 22. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Aðal- björg Guðmunds- dóttir, f. 11.8. 1895, d. 6.8. 1984, og Snorri Jónsson, f. 17.12. 1892. Hann fórst í sjóslysi 13. eða 14.5. 1922. Kristín ólst frá tíu ára aldri upp hjá Jóhannesi Friðbjarnar- syni og Kristrúnu Jónsdóttur á Illugastöðum í sömu sveit. Systur Kristínar eru Jódís Snorradóttir, f. 30.5. 1921, og Helga Jónsdóttir, f. 10.12. 1933, maki Hafsteinn Hólm Þorleifsson, f. 3.2. 1935. Maki Kristínar var Sigurður Pálsson frá Hvammi í Fljótum, f. 19.11. 1908, d. 12.3. 1994. For- eldrar hans voru Páll Arngríms- son, f. 9.10. 1875, d. 2.11. 1955, og Ingveldur Hallgrímsdóttir, f. 15.12. 1881, d. 4.12. 1971. Kristín og Sigurður hófu búskap á Ill- ugastöðum í Austur-Fljótum en fluttu til Siglufjarðar 1946. Til Reykjavíkur fluttu þau 1954 og bjuggu þar síðan. Börn Kristínar og Sigurðar eru: 1) Erla Ingi- björg, f. 18.9. 1938, maki Ingi Vil- hjálmsson, f. 30.7. 1936. Börn þeirra eru: a) Sig- urður, f. 4.1. 1960, d. 2.9. 1983, og b) Guð- laug Helga, f. 1.3. 1961, maki Þór Sveinsson, f. 30.6. 1947. Dóttir Erlu er María Gröndal, f. 15.1. 1957. 2) Jó- hannes Sigurðsson, f. 13.5. 1946, maki Hanna María Krist- jónsdóttir, f. 2.4. 1948. Synir þeirra eru: a) Anton Már, f. 23.7. 1970, maki Fjóla María Lárus- dóttir, f. 18.7. 1971, b) Sigurður Már, f. 19.11. 1972, maki Guðrún Björk Reynisdóttir, f. 19.1. 1973, og c) Arnar Már, f. 17.11. 1977, maki Svandís Jónsdóttir, f. 10.6. 1974. 3) Sigurður Sigurðsson, f. 4.1. 1964, maki Sveinlaug Atla- dóttir, f. 26.12. 1967. Börn þeirra eru a) Atli Snædal, f. 29.9. 1990, b) Stefán Fannar, f. 25.7. 1994, og c) Kristín Snæfríður, f. 24.10. 1996. Barnabarnabörn Kristínar talin í aldursröð eru Sigurður Ingi Einarsson, f. 22.1. 1985, Kort Þórsson, f. 23.7. 1997, Magdalena Þórsdóttir, f. 17.11. 1999, María Sól Antonsdóttir, f. 22.10. 2000, og Reynir Sigurðarson, f. 16.4. 2001. Útför Kristínar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Mig langar í nokkrum orðum að minnast mömmu minnar. Hún var sú stoð sem ég leitaði til þegar ég var í vanda staddur eða þegar mig langaði að gleðjast yfir einhverju. Hún studdi mig á erfiðum stundum og hvatti mig þegar þess var þörf. Hún gladdist með mér og hún grét með mér. Hún ýtti mér áfram þeg- ar ástæða var til en hún hélt einnig aftur af mér þegar henni þótti ég fara offari. Hún tók þátt í sigrum mínum og ósigrum. Hún hefur allt- af verið þarna og mun ætíð fylgja mér í öllu sem ég kem til að taka mér fyrir hendur. Æskuminningar eru fullar af litlum atvikum sem erfitt er að tengja saman í eina heildstæða mynd heldur eru sem leiftur sem líða um hugann. Lítill drengur sem ekki var hægt að skilja eftir á gæsluvelli. Ungling- urinn sem hélt að hann gæti spilað með mömmu gömlu en komst að því að hún hafði reyndar alltaf betur þótt hljótt færi. Áhyggjur af velferð ungs manns sem var að stíga sín fyrstu spor út í lífið án þess að njóta leiðsagnar móður. Gleði yfir barnabörnum og barnabarnabörnum sem komu, uxu í skjóli hennar og nutu leiðsagnar á fyrstu æviárunum. Alltaf tími til að spila veiðimann eða teikna mynd, skoða myndabók, finna fram eitt- hvert góðgæti sem foreldrum finnst við hæfi á tyllidögum. Heimili þar sem var athvarf fyrir fjölskylduna til að koma saman. Sorg yfir missi ástvina og gleði yfir nýjum. Enda- laus áhugi á öllu sem viðkom þeim verkum sem afkomendur tóku sér fyrir hendur. Áhugi á ættum og tengslum manna á millum, sérstak- lega ef hægt var að rekja ættir á æskuslóðirnar. Þetta var mamma, hún var alltaf að passa að allir væru sáttir og hefðu nóg fyrir sig. Hún mun lifa áfram í hjarta mínu en ég mun einnig sakna hennar óumræðilega. Farðu í friði og megi góður Guð geyma þig. Sigurður Sigurðsson. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Margar minningar sækja á hug- ann þegar við kveðjum kæra tengdamóður okkar Kristínu Snorradóttur. Hjá henni áttum við og fjölskyldur okkar skjól. Hverja helgi hittist fjölskyldan á Berg- þórugötunni og var þá oft þröng á þingi. Þessar stundir voru henni og okkur mikils virði. Þar var rætt um allt milli himins og jarðar og skipst á skoðunum. Hún fylgdist jafnan vel með því sem var að gerast í fjöl- skyldunni. Hógvær var hún og ætíð reiðubúin að aðstoða ef þörf var á. Þarfir annarra voru oftar ofar hennar eigin. Hún stóð sem klettur við hlið tengdapabba í erfiðum veik- indum og annaðist hann þar til yfir lauk. Kristín var ættfróð kona og áhugasöm um menn og málefni. Hún var í Kvenfélagi Hallgríms- kirkju og hin síðari ár, tók virkan þátt í félagsstarfi aldraðra í kirkj- unni og var þetta henni mikils virði. Síðustu mánuði átti hún við erfið veikindi að stríða. Við þökkum Jó- dísi systur hennar kærlega fyrir að gera henni kleift að dvelja að mestu heima þennan tíma. Kæra tengdamamma, við þökk- um þér fyrir samfylgdina, um- hyggju þína og kærleik. Óskum þér góðrar ferðar á nýjar slóðir. Þínar tengdadætur Hanna María og Sveinlaug. Elsku amma. Við þökkum fyrir okkur, að eiga alltaf uppáhaldsmat- inn okkar, leyfa okkur að leika með dótið í kjallaranum, nota glerskálar fyrir „coco puffsið“, mala kaffibaun- ir. En fyrst og fremst þökkum við fyrir tíma þinn, væntumþykju og umhyggju. Atli Snædal, Stefán Fann- ar og Kristín Snæfríður. Nú verða þær víst ekki fleiri, heimsóknirnar á Bergþórugötuna. Minningarnar um allar stundirn- ar sem við áttum á þessu góða heimili munu þó alltaf lifa með okk- ur. Þeir voru ófáir sunnudagarnir sem við bræðurnir ásamt foreldrum okkar héldum í heimsókn til ömmu og afa á Bergþórugötunni. Þar hittum við oftar en ekki fyrir aðra fjölskyldumeðlimi, enda var heimili þeirra sem félagsmiðstöð fjölskyldunnar. Yfir kaffibolla og hinum ógleymanlegu kleinum, sem amma bakaði og ávallt var nóg af, skröfuðu ólíkar kynslóðir um gamla og nýja tíma, menn og málefni. Það sem stendur upp úr hafsjó minning- anna er sá góði andi sem á heim- ilinu ríkti. Róin og kyrrðin var slík að stundum fannst okkur sem við hyrfum aftur til gamalla tíma þegar streita stórborgarlífsins var enn ekki orðin eins og við þekkjum hana nú. Þessi tími var þeim afa og ömmu einmitt svo hugleikinn og töluðu þau oft um þá við okkur bræður. Þau létu ekki amstur dags- ins ná tökum á sér; verkin voru unnin án þess að mikið færi fyrir þeim, af einurð og festu. Því sem þurfti að sinna var sinnt án þess að gert væri veður úr því. Hvernig sem viðraði var blöðunum, sem þau afi og amma báru út síðustu starfs- árin, komið til skila og heimilinu stýrði amma af óaðfinnanlegum myndarskap og dugnaði. Það sem einkenndi ömmu framar öðru var óendanleg virðing og áhugi fyrir fólki. Hún var hlédræg og vildi helst ekki láta hafa mikið fyrir sér þótt hún teldi það aldrei eftir sér að hlaupa undir bagga með öðrum. Frá henni stafaði góðvild og hlýja sem ekki fór framhjá neinum sem hana hittu, enda áttu margir hjá henni athvarf. Hún átti það til að hafa miklar áhyggjur af okkur bræðrunum, sérstaklega eftir að við vorum orðnir nógu gamlir til þess að koma sjálfir niður á Bergþóru- götu í strætó enda leyndust ýmsar hættur á leiðinni frá Hlemmi. Okk- ur fannst við líka komnir í örugga höfn þegar amma opnaði dyrnar. Elsku amma. Við söknum þín sárt en vissan um að þú sért á góð- um stað er okkur huggun. Það er þó efst í huga þakklætið fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér og afa. Minninguna um þig geymum við um aldur og ævi og mun hún ávallt hlýja okkur um hjartarætur. Arnar Már, Sigurður Már og Anton Már. Mig langar að kveðja hana ömmu mína með fátæklegum orðum. Orð geta aldrei komið því til skila sem í hjartanu býr. Það þarf meira til . Amma hefur alltaf verið til staðar í mínu lífi og eftir því sem ég hef sjálf elst, hef ég fundið hversu dýr- mætt það var að fá að eiga hana að. Lífið er svo sannarlega ekki sjálf- sagt og mikil forréttindi að fá að hafa sitt fólk hjá sér svo lengi. Amma hefði orðið 85 ára á þessu ári hefði hún lifað. Það er hár aldur. Amma var barn síns tíma og hennar metnaður var fólginn í því að sjá að sínu fólki gengi vel og hefði góða heilsu. Hún var alltaf með á nótunum og fylgdist vel með þjóðfélagsmálum. Hún fylgdist líka vel með öllum sínum og ef hún heyrði ekki frá manni hafði hún samband. Mér fannst það gott og reyndi að sýna henni þakklæti fyrir. Það var þó ekki alltaf þannig, því meðan ég var enn ung og óþroskuð fannst mér það stundum vera af- skiptasemi. En sú upplifun átti eftir að breytast og ég reyndi því að sýna henni að mér þætti vænt um hennar hug til mín og minnar fjöl- skyldu. Bergþórugatan var svona vin í eyðimörkinni, ef svo má að orði komast. Þangað gátum við öll kom- ið fjölskyldan, spjallað og fengið kaffi og með því. Já, og frétt hvert af öðru, því amma vissi alltaf hvað var að gerast hjá öllum. Á stundum hittust líka ættingjarnir á Berg- þórugötunni og þá var oft kátt á hjalla. Það er söknuður í hjarta mínu er ég hugsa til þess að nú geti ég ekki komið við á Bergþórugötunni og mætt ömmu í dyrunum sem tók á móti mér og mínum með hlýlegu viðmóti. Ég veit að bæði eiginmað- ur minn, Þór Sveinsson, og börn, Sigurður Ingi, Kort og Magdalena, munu sakna ömmu sárt. En við vit- um líka að amma var tilbúin að fara og mæta frelsara sínum, þangað sem hann hefur búið henni stað. Það er gott að vita að þar líður henni vel, laus við allar þjáningar. Við kveðjum þig, elsku amma. Megi Drottinn Jesús blessa minn- ingu þína. Þín dótturdóttir Helga og fjölskylda. KRISTÍN SNORRADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.