Morgunblaðið - 07.06.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 07.06.2002, Síða 16
FRÉTTIR 16 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÉR fara á eftir bréfaskipti milli Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og við- skiptaráðherra og Theodórs A. Bjarnasonar, forstjóra Byggðastofnunar. Eru það annars vegar bréf ráðherra til forstjórans dags. 22. maí og hins veg- ar svarbréf forstjórans dags. 26. maí. Ráðuneytið ritaði forstjóranum einnig bréf 5. júní vegna málsins en veitir ekki aðgang að því bréfi þar sem ætla megi að það hafi ekki borist forstjór- anum síðdegis í gær. Þá er í bréfi ráðuneytisins til Morgunblaðsins bent á að stjórnvöldum sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé að leynt fari nema með samþykki viðkomandi og sama eigi við um mikilvæga fjárhags- eða viðskipta- hagsmuni fyrirtækja. Er því ekki birtur hluti bréfs forstjóra Byggðastofn- unar til ráðuneytisins eins og merkt er í bréfinu hér á eftir. Bréfaskipti viðskiptaráðherra og forstjóra Byggðastofnunar Theodór A. Bjarnason Ártorgi 1 550 Sauðárkrókur Reykjavík, 22. maí 2002 1. Ráðuneytinu hefur borist bréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 16. maí 2002, þar sem fram kemur að árs- reikningur Byggðastofnunar fyrir árið 2001 hafi ekki borist Fjár- málaeftirlitinu. Fram kemur í bréf- inu að á stjórnarfundi hinn 3. maí sl. hafi stjórn Fjármálaeftirlitsins tekið ákvörðun um að dagsektir skuli lagðar á Byggðastofnun frá og með deginum í dag, 22. maí, ef Byggðastofnun myndi ekki skila umbeðinni skýrslu vegna ársreikn- ings 2001 í fullnægjandi formi til Fjármálaeftirlitsins fyrir kl. 16 hinn 21. maí. Samkvæmt erindisbréfi yðar, dags. 11. apríl 2001, skulið þér fyr- ir 1. apríl ár hvert leggja fram árs- skýrslu sl. árs, þar sem fram kem- ur samanburður á fyrirætlan og niðurstöðum árangursmælinga, rekstrar- og efnahagsreikningur og greinargerð um starfsemina. Því óskar ráðuneytið skýringa á því hvers vegna ársreikningur hefur ekki verið sendur Fjármálaeftirliti í fullnægjandi formi. 2. Fram hefur komið af hálfu stjórnarformanns Byggðastofnunar að þér hafið ekki upplýst stjórn stofnunarinnar um tilkynningu Fjármálaeftirlitsins vegna ofan- greindrar ákvörðunar þess. Þá er ekkert bókað í fundargerðir stjórn- ar Byggðastofnunar um málið. Ráðuneytið óskar eftir viðhorf- um yðar og skýringum vegna þessa. 3. Í fréttum Stöðvar 2 hinn 16. maí sl. var haft eftir yður að tuttugu milljónir króna sem Byggðastofnun lánaði út á rússneskan togara í hitteðfyrra að skipan stjórnarfor- manns stofnunarinnar séu glatað fé. Í fréttinni kemur einnig fram að óskað hafi verið eftir því að útgerð- arfélag togarans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ráðuneytið óskar eftir viðhorf- um yðar og skýringum á hvort ofangreind ummæli samræmist að yðar mati þagnarskyldu yðar, sbr. 18. gr. laga um Byggðastofnun nr. 106/1999. Þá óskar ráðuneytið eftir gögnum sem sýna réttmæti fullyrð- ingarinnar. 4. Samkvæmt erindisbréfi yðar skulið þér hafa frumkvæði að sam- ræmingu á starfsemi atvinnuþró- unarfélaga og eflingu samstarfs þeirra á milli. Stjórnarformaður Byggðastofnunar heldur því fram að þér hafið ekki sinnt þeirri skyldu yðar. Ráðuneytið óskar því eftir gögnum sem sýna fram á að þér hafið fullnægt umræddri skyldu. 5. Samkvæmt 4. mgr. 11. gr. laga um Byggðastofnun nr. 106/1999 getur stjórn Byggðastofnunar tek- ið ákvörðun um að gera samninga um að fela fjármálastofnunum af- greiðslu og innheimtu lána, sem og aðra fjármálaumsýslu stofnunar- innar. Stjórn Byggðastofnunar nýtti sér heimild þessa með stjórn- arsamþykkt sinni, dags. 6. júní 2000. Samkvæmt erindisbréfi yðar skulið þér annast daglegan rekstur stofnunarinnar og skulið í þeim efnum fara eftir stefnu og fyrir- mælum stjórnarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarformanni hafið þér ekki framfylgt umræddri samþykkt stjórnar. Í fundargerð stjórnar Byggðastofnunar, dags. 8. júní 2001, er bókað að samningur við Sparisjóð Bolungarvíkur vegna umsjónar með lánum og innheimtu væri í undirbúningi og væri unnið að tæknilegri útfærslu á verkefn- inu. Í fundargerð stjórnar, dags. 12. desember s. á., kemur fram að formaður hafi lagt áherslu á að ljúka þyrfti sem fyrst samningi við fjármálastofnun. Ráðuneytið óskar eftir viðhorfum yðar og skýringum vegna þessa. 6. Stjórnarformaður Byggðastofn- unar hefur haldið því fram að þér hafið ráðið starfsmenn í ósamræmi við starfsáætlun stjórnar. Sam- kvæmt erindisbréfi yðar berið þér ábyrgð á starfs- og fjárhagsáætlun stofnunarinnar. Því er óskað skýr- inga yðar, viðhorfa og gagna vegna fullyrðinga stjórnarformannsins. 7. Fram hefur komið í opinberri umræðu að þér hafið gengið út af stjórnarfundi Byggðastofnunar með fundargögn. Þá kemur fram í fundargerð stjórnar Byggðastofn- unar, dags. 6. maí 2002, að þér haf- ið vikið af fundi undir lið 1 á dag- skrá fundarins. Er óskað skýringa yðar á því. Sérstaklega er þess óskað að gerð verði grein fyrir því hvernig þér teljið það samræmast almennum vinnuskyldum yðar. 8. Fram kemur í fundargerð stjórnar Byggðastofnunar, dags. 2. nóvember 2001, að kr. 6 millj. skuli varið til endurbóta á húsnæði Byggðastofnunar á Sauðárkróki. Hins vegar hefur komið fram í fundargerð stjórnar, dags. 22. febr- úar 2002, að heildarkostnaður vegna endurbótanna sé áætlaður 14 millj. króna. Óskað er skýringa yðar á framangreindu, sérstaklega í ljósi ábyrgðar yðar á fjárreiðum stofnunarinnar. 9. Samkvæmt erindisbréfi yðar skulið þér leggja starfs- og rekstr- aráætlun fyrir stjórn fyrir 1. febr- úar ár hvert. Af fundargerðum stjórnar Byggðastofnunar verður ekki séð að skyldu þessari hafi ver- ið fullnægt. Er óskað skýringa yð- ar á því. Þess er vænst að umbeðnar skýringar og gögn berist ráðuneyt- inu eigi síðar en mánudaginn 27. maí 2002. Bréf ráðherra Theodór Agnar Bjarnason Valgerður Sverrisdóttir Valgerður Sverrisdóttir Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið Arnarhvoli 150 Reykjavík Sauðárkróki 26. maí 2002. Vísað er til vinsamlegrar heim- sóknar yðar á skrifstofur Byggða- stofnunar á Sauðárkróki hinn 22. maí 2002. Það var ánægjulegt að þér sáuð yður fært að verja tíma til að heimsækja stofnunina vegna þess vanda sem að stofnuninni steðjar, ræða við starfsfólk svo og undirrit- aðan og kynnast þannig viðhorfum starfsfólks stofnunarinnar milliliða- laust. Við lok fundarins afhentuð þér undirrituðum bréf dagsett sama dag, þar sem í 9 töluliðum eru gerð- ar athugasemdir og óskað skýringa á atriðum sem varða rekstur stofn- unarinnar og starfshætti undirrit- aðs. Efnisatriði í bréfi ráðuneytisins eru sýnilega fengin með einhliða lýs- ingu stjórnarformanns stofnunar- innar. Þar hefur margt farið úr- skeiðis og meðal annars víða í bréfinu að finna rangar staðhæfing- ar eða ráðagerðir um málsatvik. Ég undirritaður fagna því að fá tækifæri til að svara þeim athuga- semdum, sem bréfið hefur að geyma, og leiðrétta þannig rangar upplýsingar sem ráðuneytið hefur fengið og skýra málið af minni hálfu. Hér á eftir verður vikið að efnis- atriðum í sömu röð og í fyrrnefndu bréfi. 1. Þrátt fyrir flutning stofnunarinn- ar frá Reykjavík til Sauðárkróks og ýmis vandkvæði sem tengdust flutn- ingum voru nánast öll gögn, færsla bókhalds, afstemmingar og fleira tilbúin fyrir endurskoðun fljótlega í byrjun árs með sama hætti og und- anfarin ár. Á hinn bóginn var veru- legur dráttur á afhendingu á hús- næði undir skrifstofur stofnunarinnar og breytingar á þeim. Var það mat endurskoðanda að lokavinna og uppgjör gæti ekki farið fram fyrr en starfsaðstaða fyr- ir hann yrði tilbúin. Tafir á því að endurskoðandinn fengi aðstöðu urðu hins vegar lengri en reiknað var með í upphafi. Um leið og endur- skoðandi fékk hins vegar viðunandi aðstöðu hóf hann af fullum krafti vinnu við endurskoðunina og hinn 6. maí sl. voru drög að reikningnum tilbúin og hinn 16. maí sl. var reikn- ingurinn tilbúinn til endanlegrar af- greiðslu. Þar sem ársreikningurinn lá ekki fyrir hinn 1. apríl sl. gerði Fjármála- eftirlitið athugasemdir með bréfi dags. 5. apríl 2002 (fylgiskjal 1). Forstjóri hafði þegar samband við Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Fjár- málaeftirlitsins, sem gaf þau svör, að óskað væri eftir skriflegu erindi varðandi frestun á að skila ársreikn- ingi. Forstjóri ritaði bréf dags. 17. apríl 2002 með ósk um frest (fylgi- skjal 2). Skriflegt svar barst dags. 22. apríl 2002 (fylgiskjal 3), þar sem fram kom að Fjármálaeftirlitið taldi ekki skilyrði fyrir að veita frest og tilkynnti að á næstu dögum yrði ákveðið um beitingu dagsekta. Hinn 29. apríl 2002 átti forstjóri fund með Fjármálaeftirlitinu, Páli Gunnari Pálssyni forstjóra ásamt Ragnari Hafliðasyni, í Reykjavík. Í framhaldi af fundinum sendi forstjóri nýtt bréf, dags. 30. apríl 2002, til Fjár- málaeftirlitsins (fylgiskjal 4), í sam- ráði við Pál Gunnar Pálsson for- stjóra, þar sem enn á ný var óskað eftir fresti og jafnframt getið að stjórnarfundur væri áformaður 7. maí 2002. Skriflegt svar barst frá Fjármáleftirlitinu dags. 3. maí 2002 þar sem veittur var frestur til 21. maí 2002 (fylgiskjal 5). Í bréfinu er þess getið að að frestinum liðnum yrði beitt dagsektum kr. 15.000,- fyrir hvern dag er liði framyfir frestinn. Hinn 26. apríl 2002 átti forstjóri símtal við Kristin H. Gunnarsson stjórnarformann, þar sem rætt var um og ákveðin frestun á fyrirhug- aðri ferð stjórnar Byggðastofnunar til Vestmannaeyja og Hornafjarðar sem fyrirhuguð var 29. og 30. apríl sl. Í þessu símtali var rætt um að halda fast við áform um ferð stjórn- ar um Borgarfjörð, sem lyki með stjórnarfundi á Bifröst. Í símtalinu var rætt um hugsanlega dagskrá stjórnarfundar. Forstjóri sagðist leggja áherslu á að í fyrsta lagi yrðu ársreikningar stofnunarinnar lagðir fram til kynningar og gat þess sér- staklega að mikil tímapressa væri á að fá ársreikningana kynnta á fund- inum, enda þótt þeir yrðu ekki end- anlega tilbúnir til afgreiðslu. Og í öðru lagi að fjárhagsáætlun stofn- unarinnar, sem búin væri að liggja tilbúin síðan í febrúar sl., yrði tekin til umræðu. Kristinn H. Gunnarsson stjórnarformaður hafði engar at- hugasemdir við þetta en lagði til að til viðbótar yrði rædd skýrsla þróun- arsviðs um samanburð flugsam- gangna á Íslandi og Noregi. Næsta sem gerist er, að í lok lánanefnd- arfundar daginn fyrir stjórnarfund- inn var dagskrá stjórnarfundar rædd. Þá tilkynnti stjórnarformaður að hann samþykkti ekki að ársreikn- ingarnir yrðu settir á dagskrá stjórnarfundarins. Forstjóri til- kynnti þá stjórnarformanni að hann hygðist óska eftir afstöðu stjórnar til þess í byrjun stjórnarfundarins að fá að leggja fram drög að árs- reikningi, sem væru tilbúin, og óska eftir því að endurskoðandi Byggða- stofnunar, Árni Snæbjörnsson, myndi gera grein fyrir reikningnum á fundinum og í því sambandi yrði endurskoðandinnn boðaður á fund- inn til að gera grein fyrir reikning- um. Forstjóri sagðist myndu af- henda stjórnarformanni drögin að ársreikningnum síðar um daginn ásamt bréfi Fjármálaeftirlitsins, eintaki af rekstraráætlun og fleira. Þessi gögn afhenti forstjóri síðar Kristni H. Gunnarssyni stjórnarfor- manni á skrifstofu hans á Alþingi síðar þennan sama dag, 6. maí sl., þá rúmum sólarhring fyrir stjórnar- fund. Í byrjun stjórnarfundarins, strax eftir að fundur hafði verið settur – áður en gengið var til dagskrár, reyndi forstjóri ítrekað að kveðja sér hljóðs, gat þess að hann ætti brýnt erindi við stjórn stofnunarinn- ar, en var alltaf hindraður í að taka til máls af stjórnarformanni. For- stjóri sá sér ekki fært að sitja undir slíkri meðferð formanns, stóð upp og tilkynnti að hann sætti sig ekki við slík vinnubrögð að vera hindr- aður í að taka til máls, og að hann myndi víkja af fundi. Strax eftir fundinn ritaði forstjóri ábyrgðarbréf til stjórnarmanna (fylgiskjal 6) og þeim send gögnin sem ekki gafst færi á að afhenda á fundinum, þ.e.a.s. ársreikningur 2001, bréf Fjármálaeftirlitsins dags. 3. maí 2002, rekstraráætlun 2002 ásamt starfsáætlun þróunarsviðs og drög að fundargerð lánanefndar nr. 6/02. Stjórnarformanni höfðu verið afhent eintök af öllum þessum gögnum ein- um degi fyrir stjórnarfund, sem hann veitti móttöku athugasemda- laust. Samkvæmt 4. gr. 6. lið laga um Byggðastofnun er það verkefni stjórnar stofnunarinnar að fjalla um og samþykkja ársreikninga stofnun- arinnar. Framangreind atburðarás stað- festir hins vegar, að stjórnarformað- ur hindraði að reikningar yrðu lagð- ir fram á stjórnarfundi hinn 7. maí 2002 til kynningar, þá 14 dögum áð- ur en framlengdur skilafrestur Fjármálaeftirlitsins rann út. Þegar hér var komið sögu var málið í Bréf forstjórans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.