Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 19
Viðskipta- og tölvuskólinn
F J Á R M Á L A - O G R E K S T R A R N Á M
Faxafeni 10 (Framtíð) · Sími 588 5810 · framtid@vt.is · www.vt.is
Stutt nám – fámennir bekkir – frábær félagsskapur
Námsefni: Bókhald, rekstrarhagfræði, fjármál, markaðsfræði, stjórnun, fagtengd
tölvunotkun, lokaverkefni fyrir fyrirtæki.
Nemendur útskrifast með VT skírteini í fjármálum og rekstri.
Störf að loknu námi: Umsjón bókhalds í smærri fyrirtækjum, bókarastörf, störf
í fjármáladeildum, rekstur eigin fyrirtækis.
VIÐURKENNDUR
AF MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU
EKKERT verður af því að Hjalla-
stefnan ehf. hefji rekstur grunn-
skóla í Hafnarfirði í haust eins og
til stóð. Hefur forsvarsmaður
stefnunnar dregið til baka erindi
og beiðni um rekstrarstyrk fyrir
skólann.
Í bréfi frá Margréti Pálu Ólafs-
dóttur, forsvarsmanni Hjallastefn-
unnar, til bæjarráðs segir að vegna
óviðráðanlegra orsaka muni starf-
ræksla grunnskólans, Kjarnaskóla,
ekki hefjast í haust eins og til stóð.
Hafði bæjarráð í síðasta mánuði
veitt stefnunni heimild fyrir upp-
setningu tveggja færanlegra
kennslustofa við Hjallabraut 53 í
þeim tilgangi.
Í bréfinu kemur þó fram að
Hjallastefnan hyggist halda áfram
undirbúningi að stofnun grunn-
skóla á umræddri lóð en markmið
þess sé að tryggja húsnæði fyrir
skólaþróunarverkefni þar sem bil
leik- og grunnskóla væri brúað og
Hjallastefnan fengi að þróast sem
aðferð í grunnskólastafi. Hins veg-
ar sé markmiðið að bæta aðstöðu í
leikskólanum Hjalla.
Óskar Margrét í bréfi sínu eftir
samstarfi við bæjaryfirvöld um úr-
bætur á núverandi leikskólahús-
næði Hjalla og jafnframt um þróun
og byggingu leik- og grunnskóla
við hlið gömlu byggingarinnar.
Kallar á lausar kennslustofur
við Víðistaðaskóla
Á fundi bæjarráðs í gær var bók-
að að í ljósi þess að Hjallastefnan
hafi hætt við áform um að setja
skólann á fót í haust þurfi eina
lausa kennslustofu við Víðistaða-
skóla til viðbótar við þá sem sam-
þykkt var á síðasta fundi til að ein-
setja skólann frá og með næsta
skólaári. Óskuðu bæjarráðsmenn
Samfylkingar eftir frestun á af-
greiðslu málsins.
Þá var samþykkt á fundi bæj-
arráðs að leggja til við bæjarstjórn
að veita 20 milljónum króna til
kaupa á tveimur lausum kennslu-
stofum við Setbergsskóla umfram
það sem gert væri ráð fyrir í fjár-
hagsáætlun svo unnt verði að ein-
setja skólann í haust.
Hjalla-
stefnan
hættir við
grunnskóla
í haust
Hafnarfjörður
Teppi á stigaganga
Ármúla 23, sími 533 5060
Nýjar
línur
á
nýjum stað
undirfataverslun
Síðumúla 3-5