Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 28

Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ A B X / S ÍA Frjálsa lífeyrissjóðnum og Lífeyrissjóðnum Einingu Til sjóðfélaga og rétthafa í Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins boðar til sjóðfélaga- fundar í Sunnusal Hótel Sögu, föstudaginn 28. júní nk. kl. 16.00. Dagskrá: 1. Sameining Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðsins Einingar 2. Breytingar á samþykktum 3. Kosning stjórnar Fyrirhugaðar samþykktabreytingar munu liggja frammi á skrifstofu Kaupþings tveimur vikum fyrir sjóðfélagafund. Allir sjóðfélagar og rétthafar í báðum sjóðunum eru hvattir til að mæta. Nái samþykktabreytingar í gegn hafa sjóðfélagar í Einingu kosningarétt við stjórnarkjör. Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins. Ármúli 13, 108 Reykjavík sími 515 1500 www.kaupthing.is UNDIRHERSHÖFÐINGI í Ísrael segir að palestínskir hryðjuverka- menn hafi ætlað að beita blásýrugasi í mannskæðustu sjálfsmorðsárásinni sem gerð hefur verið frá því að upp- reisn Palestínumanna hófst fyrir 20 mánuðum. 29 Ísraelar biðu bana í árásinni en undirhershöfðinginn, Aharon Zeevi, segir að tilræðis- mennirnir hafi ætlað að valda enn meiri blóðsúthellingum. Í árásinni sprengdi Palestínumað- ur sig í loft upp í veitingasal hótels í ísraelska bænum Netanya á páskahátíð gyðinga, 27. mars sl., og tilræðið varð til þess að Ísraelar hófu sex vikna hernað á Vesturbakk- anum. Zeevi sagði á fundi með öryggis- nefnd Ísraelsþings á þriðjudag að tilræðismaðurinn hefði átt að beita blásýrugasi en ekki getað það vegna tæknilegra vandamála, að sögn Rons Kitreys, talsmanns Ísraelshers. Kitrey sagði að blásýra hefði ekki fundist á hótelinu. „Við erum að tala um ásetning,“ sagði hann og vildi ekki veita frekari upplýsingar um áformin. Blásýrugas getur verið banvænt í lokuðu rými eins og veitingasalnum þar sem árásin var gerð. Óttast árásir sem geta kostað þúsundir manna lífið Ísraelskir sérfræðingar í varnar- málum sögðu að palestínskir hryðju- verkamenn hefðu lagt á ráðin um fleiri árásir sem hefðu getað kostað þúsundir manna lífið. Þeir skírskot- uðu meðal annars til sprengju sem komið var fyrir undir tankbíl skömmu eftir að honum var ekið inn í stærstu eldsneytisbirgðastöð Ís- raels 26. maí. Ekkert manntjón varð þegar sprengjan sprakk og slökkviliðs- mönnum tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út í birgðastöð- inni sem er á þéttbýlasta svæði Ísr- aels, Tel Aviv og nágrenni. Embætt- ismenn segja að hefðu stórir gastankar í birgðastöðinni sprungið hefði sprengingin valdið gífurlegu manntjóni og eyðileggingu á hluta svæðisins. Um þriðjungur sex millj- óna íbúa Ísraels býr í Tel Aviv og ná- grenni. Árásir á skýjakljúfa í Tel Aviv? Eftir þetta misheppnaða tilræði veltu sérfræðingar því fyrir sér til hvaða aðgerða Ísraelsstjórn kynni að grípa ef palestínskir hryðjuverka- menn yrðu hundruðum eða þúsund- um Ísraela að bana í slíkum árásum. Þeir leiddu meðal annars getum að því að Ísraelar myndu leggja allan Vesturbakkann og Gaza-svæðið und- ir sig og reka leiðtoga Palestínu- manna í útlegð. Ísraelskir embættismenn segjast einnig hafa afhjúpað samsæri í síð- asta mánuði um sprengjutilræði í Azrieli-miðstöðinni í miðborg Tel Aviv, 46 og 50 hæða turnum. Efnt var til björgunaræfingar á þriðjudag í einum af skýjakljúfum borgarinnar þar sem æfð voru viðbrögð við hryðjuverki á borð við árásirnar á turna World Trade Center í New York 11. september. „Hafa ekki bolmagn til að fremja stórfelld hryðjuverk“ Zeev Schiff, hermálasérfræðingur ísraelska dagblaðsins Haaretz, sagði að palestínskar öfgahreyfingar væru alltaf að leita leiða til að fremja mannskæð hryðjuverk. Barry Rubin, sérfræðingur í her- málum við Bar Ilan-háskóla, sagði að palestínskir hryðjuverkamenn svifust einskis en bætti við að þeir hefðu ekki „bolmagn til að fremja stórfelld hryðjuverk“. Hann kvaðst efast um að hryðjuverkahreyfing- arnar legðu mikið kapp á að skipu- leggja slíkar árásir. „Meginmark- miðið er að gera margar árásir án afláts í því skyni að þreyta Ísraela til uppgjafar.“ Óttast að palestínskir hryðjuverkamenn geri enn mannskæðari árásir í Ísrael Sagðir hafa ætlað að beita blásýrugasi Jerúsalem. AP. AP Azrieli-turnarnir í Tel Aviv. Ísraelskir embættismenn segja að palest- ínskir hryðjuverkamenn hafi ætlað að leggja bíl, hlöðnum sprengiefni, í bílageymslu undir turnunum en tilræðinu hafi verið afstýrt. Reyndu að sprengja stærstu eldsneytisbirgða- stöð Ísraels

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.