Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN
38 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
T
ómas Ingi Olrich
menntamálaráðherra
benti réttilega á það í
ræðu sem hann hélt
við lok Íslenska sögu-
þingsins sl. laugardag að sterk
tengsl væru á milli stjórnmála og
sagnfræði. Þessi tengsl eru að
mati ráðherrans æði fyrirferð-
armikil, frjó en á stundum erfið.
„Stjórnmálamenn hafa að lík-
indum nokkurn vilja til að halda
um pennann og skrifa eigin sögu.
Sjónarhorn þeirra er nauðsynlegt
og alla jafnan gagnlegt. Þó ekki
einhlítt. Það skiptir mestu máli
hver skrifar
söguna, sagði
Tómas Ingi.
Þessi orð
ráðherrans
eru athygl-
isverð í ljósi
þess að í einni af fjölmörgum mál-
stofum þingsins var m.a. minnt á
að sagnfræðingar fyrri tíma voru
oftar en ekki virkir þátttakendur í
þeirri baráttu sem háð var. Hér er
fyrst og fremst verið að vísa til
sjálfstæðisbaráttunnar, þar sem
öll sagnfræðiritun mótaðist af því
markmiði sem stefnt var að – þ.e.
sjálfstæði frá Dönum – en jafn-
framt mátti leggja mál Helga Þor-
lákssonar á þann veg, að hið sama
hafi gilt um skrif Sturlu Þórð-
arsonar á sturlungaöld.
Sagnfræðingar fyrri tíma léku
semsé lykilhlutverk í því að búa til
og festa í sessi minningar, sem Ís-
lendingar sameinuðust um í bar-
áttu sinni. Í þessu sambandi
skiptu meint tengsl við meinta
gullöld á miðöldum miklu máli,
urðu grundvöllur endurreisnar á
nítjándu öld. Þá varð íslensk tunga
þráðurinn í viðleitninni til að
sanna fyrir sjálfum sér og öðrum
að Íslendingar væru sérstakir og
ættu því skilið að vera sjálfstæð
þjóð.
Tilgangurinn helgaði meðalið –
sem gefur mönnum ef til vill
ástæðu til að efast pínulítið um
fræðilegar niðurstöður fyrri tíma
sagnfræðinga; í öllu falli leggja
niður fyrir sér hvort tilgangurinn
sé sá sami og áður, því sé hann það
ekki, hlýtur að þurfa að skipta um
meðal.
Því var hins vegar haldið fram á
söguþinginu að gjörbreyting hafi
orðið á því hvernig sagnfræði er
stunduð á Íslandi. Sagnfræðingar
væru í seinni tíð mun gagnrýnni,
m.a. á skrif forvera sinna um sjálf-
stæðisbaráttuna.
Á sama tíma hefði mikilvægi
sagnfræðinga í þjóðmálaumræð-
unni hins vegar minnkað til muna.
Á meðan sagnfræðingar hefðu
gefið þjóðinni forsendur þeirra
sameiginlegu minninga sem virk-
uðu sem vopn í sjálfstæðisbarátt-
unni, hefði verið á þá hlýtt og þeim
hampað. Nú þegar þeir hins vegar
skoruðu á hólm forsendur þessara
sömu minninga væri eins og eng-
inn vildi hlusta. Hin hefðbundna
þjóðernisorðræða blífur.
Benti Guðmundur Hálfdan-
arson prófessor m.a. á að stjórn-
málamenn hafi í hátíðarræðum á
Þingvöllum á 50 ára afmæli lýð-
veldisins árið 1994 flutt næstum
sömu ræður og þeir, sem til máls
tóku á Þingvöllum 50 árum fyrr.
Þá hættir ýmsum til að ræða
Evrópumálin, sem svo mjög eru í
brennidepli einmitt þessi misserin,
með vísan til sjálfstæðisbarátt-
unnar, eins og það sé beinn þráður
milli hennar og andstöðu við ESB-
aðild. Að með ESB-aðild væri ver-
ið að kasta fyrir borð þeim árangri
sem forfeður vorir náðu, er þeir
tryggðu Íslendingum stjórnarskrá
1874, heimastjórn 1904, fullveldi
1918 og loks sjálfstæði 1944. Slíkt
bæri að sjálfsögðu að flokka undir
helgispjöll, jafnvel landráð.
Hyggist andstæðingar ESB-
aðildar byggja málflutning sinn á
slíkum rökum má telja víst að þeir
hafi ekki áttað sig á því að afhelg-
un hinnar rómantísku, göfugu
sjálfstæðisbaráttu hefur átt sér
stað (eða er að eiga sér stað). Þetta
þýðir ekki, að sagnfræðingar hafi
komist að þeirri niðurstöðu að for-
feður vorir hafi ekki gengið veginn
til góðs; heldur að veruleikinn hafi
verið öllu flóknari en svo, að bar-
áttan hafi einfaldlega staðið milli
góðs og ills, hjartahreinna sjálf-
stæðishetjanna og danskra fóla.
Upphafin þjóðernisorðræða
sjálfstæðisbaráttunnar virðist þó
lifa góðu lífi hvað sem líður sagn-
fræðingum þessa lands. Er ástæða
til að spyrja hvort það sé við-
unandi, að færustu sagnfræðingar
landsins takist á hendur þá endur-
skoðun sögunnar, sem eðlileg er
og nauðsynleg á hverjum tíma, en
enginn leggi við hlustir.
Ber stjórnmálamönnum ekki
skylda til að leita fanga í skrifum
þeirra, og láta vera að þylja upp
klisjur sem þóttu hæfa á sínum
tíma, en sem nú hljóma gam-
aldags?
Leitt er til þess að vita – m.a.
með vísan til þess fróðlega og
skemmtilega söguþings sem nú er
afstaðið – hversu mjög sagnfræð-
ingar virðast hafa lent utanveltu í
íslenskri þjóðmálaumræðu. Eða
eigum við kannski frekar að segja,
að dapurleg sé sú staðreynd að á
sagnfræðinga sé vissulega ennþá
hlustað, en enginn heyri þó í þeim.
Eina undantekningin á þessu
virðast vera skrif Þórs Whitehead
og Vals Ingimundarsonar um kalt
stríð og seinna stríð en skýringin á
því er væntanlega sú (fyrir utan
þá, að bækurnar eru listavel skrif-
aðar og áhugaverðar í sjálfu sér)
að þar er Íslandi stillt upp í eldlínu
átaka, sem þátttakanda í heims-
málum. Smáþjóð með minnimátt-
arkennd vill gjarnan hlýða á slíka
sögu, þar sem henni er stillt upp
sem nafla alheimsins.
Að vísu bera sagnfræðingar
sjálfir hér nokkra sök – öðruvísi
gæti það ekki verið. Þeir hafa í
mörgum tilfellum gleymt sér í
smáatriðunum, tapað sýn á meg-
inatriðin. Það er samt óviðunandi
fyrir alla, sagnfræðinga jafnt sem
aðra sem láta sig söguvitund þjóð-
arinnar einhverju máli skipta, að
þjóðsögur nútímans skuli búnar til
í Hollywood, en því var einmitt
haldið fram á söguþingi um síð-
ustu helgi.
Sagan og
sjálfstæðið
Tilgangurinn helgaði meðalið – sem
gefur mönnum ef til vill ástæðu til að
efast pínulítið um fræðilegar niðurstöð-
ur fyrri tíma sagnfræðinga; í öllu falli
leggja niður fyrir sér hvort tilgangurinn
sé sá sami og áður, því sé hann það ekki,
hlýtur að þurfa að skipta um meðal.
VIÐHORF
Eftir Davíð Loga
Sigurðsson
david@mbl.is
Rafmagnsdeild hef-
ur verið starfandi frá
stofnun Tækniskóli
Íslands 1964. Fyrstu
útskriftarnemar voru
1. hluta rafmagns-
tæknifræðingar. 1970
var sett á laggirnar
ný námsbraut í raf-
iðnfræði og útskrifuð-
ust fyrstu nemarnir
1971. Það var svo
haustið 1999 að þriðja
námsbrautin bættist
við, tölvu- og upplýs-
ingatæknifræði, munu
fyrstu nemendur út-
skrifast í janúar 2003
með B.Sc. gráðu.
Það hefur löngum einkennt nám
í rafmagnsdeild að nemendur öðl-
ast þar góða og haldbæra und-
irstöðu í raungreinum jafnframt
því að kennsla í tæknigreinum er í
takt við tímann, þ.e.a.s. í takt við
raunverulegar þarfir nútímaat-
vinnulífs.
Tengslin við íslenskt atvinnulíf
hafa verið bæði mikil og góð. Þau
birtast m.a. í formi verkefnavinnu
nemenda en auk þess sem stór
hluti kennara deildarinnar er
kennarar sem starfandi eru á við-
komandi fagsviði. Með þeim berast
nýjustu straumar og stefnur beint
inn í námið.
Verkefnatengt nám
Með áherslu á verkefnatengingu
námsins, gefst nemendum kostur á
að sannreyna fræðin verklega. Á
ensku er slík námsáhersla gjarnan
nefnd „hands on“. Í stað þess að
sitja meirihluta námstímans undir
fyrirlestrum þá fær einstaklingur-
inn tækifæri til að glíma við raun-
veruleg verkefni sem
eykur honum sjálfs-
traust og dýpkar
skilning fyrir utan nú
það að gera námið
bæði lifandi og
skemmtilegt.
Rafmagnsdeildin er
aðili að samevrópsku
samstarfsneti
tækniháskóla á sviði
rafmagns-, tölvu- og
upplýsingatækni-
fræði. Þar kynna
tækniháskólarnir
kennsluefni og
kennsluaðferðir. Sam-
anburður rafmagns-
deildar Tækniháskóla Íslands við
aðra sambærilega skóla erlendis
hefur verið mjög hagstæður, og
stenst það nám fyllilega saman-
burð við það besta sem boðið er
upp á erlendis.
Námi í rafmagnstæknifræði er
skipt upp í þrjú meginsvið en þau
eru sterkstraums-, veikstraums-
og tölvusvið.
Það hefur staðið til undanfarin
misseri að kenna rafmagnstækni-
fræði til lokaprófs hér heima, en
nemendur hafa hingað til þurft að
fara erlendis til að ljúka námi.
Þetta er eina grein tæknifræðinn-
ar sem þannig háttar til með. Von-
andi horfir það nú til betri vegar
með nýjum lögum um Tæknihá-
skóla Íslands.
Sú breyting hefur orðið á inn-
tökuskilyrðum fyrir þá sem lokið
hafa meistaranámi í rafiðn, að þeir
geta hafið nám á fyrstu önn raf-
iðnfræðinnar. Námstíminn er 1½
ár í stað 2½ árs áður.
Rafiðnfræðingar eru eftirsóttur
starfskraftur á verkfræðistofum
við hönnunarverkefni ýmiss konar
enda búa þeir yfir mikilli verklegri
þekkingu og reynslu auk góðrar
tæknilegar undirstöðu. Eftir
þriggja ára starf á fagsviði sínu, að
námi loknu, geta rafiðnfræðingar
sótt um fullgild teikniréttindi.
Tölvu- og
upplýsingatæknifræði
Nýjasta námsbrautin í raf-
magnsdeild er tölvu- og upplýs-
ingatæknifræði. Námið er þverfag-
legt þar sem megináherslan er
lögð á tölvuna og umhverfi hennar
, s.s. forritun, nettækni, tölvunar-
fræði, rekstur og stjórnun. Þessi
námsbraut hefur farið vel af stað
og aðsókn og eftirspurn verið
mjög góð. Nemendur geta að
loknu námi orðið sér úti um al-
þjóðlega prófgráðu Cisco. Mikil
þörf er á fólki með sérfræðimennt-
un á sviði tölvu- og upplýsinga-
tækni í heiminum. Í Bandaríkj-
unum t.d. er skorturinn orðinn það
mikill að stjórnvöld þar gefa orðið
út fleiri hundruð atvinnuleyfi á ári
til handa fólki með menntun á
þessu sviði.
Nám í rafmagnsdeild
við Tækniháskólann
Magnús Matthíasson
Nám
Nýjasta námsbrautin
í rafmagnsdeild, segir
Magnús Matthíasson,
er tölvu- og
upplýsingatæknifræði.
Höfundur er forstöðumaður
rafmagns- og upplýsingadeildar.
ÞAÐ er þekkt í knatt-
spyrnunni að þegar
varnarmanni tekst ekki
að ná til boltans er
stundum gripið til þess
örþrifaráðs að sparka
niður sóknarmanninn,
þykir það fremur
óíþróttamannslegt.
Árrisulir knattspyrnu-
áhugamenn hafa þessa
dagana tækifæri til að
fylgjast með slíkum æf-
ingum á knattspyrnu-
völlum austur í Asíu. En
það er ekki bara í knatt-
spyrnunni sem hjólað er
í manninn úr því ekki
næst til boltans. Íslenskir sjónvarps-
áhorfendur urðu vitni að því þegar
Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokks-
formaður Samfylkingarinnar, varð
ber að slíku athæfi í kjölfar birtingar
á greinargerð Hagfræðistofnunar
Háskólans um kostnað af mögulegri
ESB-aðild Íslands.
Aðdróttanir
þingflokksformanns
Í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudaginn
var lét Bryndís Hlöðversdóttir hafa
eftirfarandi eftir sér: „Það sem vekur
mér eða öllu veldur mér hins vegar
miklum áhyggjum það er að stofnanir
Háskóla Íslands skuli taka að sér að
vinna verk sem eru svona rammpóli-
tísk eins og þetta verk er og skoð-
anakönnun Félagsvísindastofnunar
um sama efni fyrir skömmu síðan og
að forsætisráðherra skuli í raun og
veru hafa þennan aðgang að stofnun-
um Háskóla Íslands að þetta sé unnt,
það veldur mér miklum áhyggjum.“
Og í fréttum Ríkissjónvarpsins sama
dag er þingmaðurinn enn við sama
heygarðshornið: „Já ég gef í raun og
veru lítið fyrir þessa skýrslu sem
gagn í umræðuna um kostnað af Evr-
ópusambandinu eða við Evrópusam-
bandsaðild vegna þess að hún byggir
á mjög hæpnum for-
sendum og beinlínis
röngum á köflum. Hún
tekur aðeins hluta af
myndinni og ég er satt
best að segja mjög hissa
á því að stofnun Há-
skóla Íslands skuli taka
að sér að birta niður-
stöðu sem er byggð á
svona hæpnum og ófag-
legum grunni eins og
þessi.“ Bryndís er for-
maður þingflokks Sam-
fylkingarinnar og í
krafti þess hafa orð
hennar aukið vægi. Með
ummælum sínum vegur
þingmaðurinn harkalega að vísinda-
heiðri tveggja stofnana Háskóla Ís-
lands og gerir því skóna að þar ráði
einhver annarleg sjónarmið för. Þetta
eru mjög alvarlegar aðdróttanir hjá
þingmanninum og með öllu óskiljan-
legt að hún skuli fara fram með þeim
hætti sem raun bar vitni. Það verður
reyndar að hrósa fréttamanni sjón-
varpsins fyrir að hrekkja ekki þing-
manninn með því að spyrjast fyrir um
hverjar hinar hæpnu forsendur séu
og hvað sé rangt í skýrslu Hagfræði-
stofnunar, slíkt hefði verið flokkað
undir óþarfa hnýsni af hálfu frétta-
mannsins. En óneitanlega hefði það
verið kurteisi af hálfu þingflokksfor-
mannsins, úr því að hún kaus að vega
að starfsheiðri starfsmanna Hag-
fræðistofnunar í fjölmiðlum, að hún
gerði grein fyrir hver væru efnisleg
rök fyrir fullyrðingum sínum.
Vísvitandi rangfærslur
Hagfræðistofnun var beðin að
reikna út nettóframlag Íslands til
Evrópusambandsins, þ.e. hversu há-
an tékka þurfum við að senda til
Brussel árlega. Það vekur því furðu
að formaður þingflokks Samfylking-
arinnar skuli finna sérstaklega að því
að Hagfræðistofnun skuli ekki hafa
rannsakað ýmislegt annað í leiðinni,
s.s. áhrif af upptöku evru. Í Morgun-
blaðinu síðastliðinn miðvikudag segir
Bryndís: „Ekki sé tekið með í reikn-
inginn hvaða áhrif upptaka evrunnar
myndi hafa eða upptaka sameigin-
legrar myntar á vaxtastigið og
minnkandi umsýslukostnað, sem
Þjóðhagsstofnun og hnattvæðingar-
nefnd hafi talið að myndi skila þjóð-
arbúinu 10 til 15 milljörðum.“ Nú
liggur það fyrir og hefur meðal ann-
ars verið staðfest af höfundum s.k.
hnattvæðingarskýrslu að þjóðin mun
ekki spara 15 milljarða ef krónunni
yrði kastað og evra tekin upp. Í fyrsta
lagi er ekki ljóst hvort um einhverja
vaxtalækkun verður að ræða þar sem
líklegt er að aðild að evru muni m.a.
leiða til hærri vaxta af húsnæðislán-
um. Ef til einhverra vaxtalækkana
kæmi er einungis um að ræða til-
færslu á fjármunum innanlands, sum-
ir Íslendingar fá lægri vaxtagreiðslur
og aðrir Íslendingar greiða lægri
vexti. Það að fullyrða að upptaka evru
skili 10 til 15 milljörðum til þjóðarbús-
ins er annaðhvort vísvitandi blekking
eða þekkingarleysi. Bryndís Hlöð-
versdóttir sakar Hagfræðistofnun um
ófagleg vinnubrögð og að fara ekki
með rétt mál. Ekki er úr vegi að þing-
maðurinn geri sömu kröfur til eigin
málflutnings og hún gerir til annarra.
Ómakleg árás
Illugi Gunnarsson
ESB
Með ummælum sínum,
segir Illugi Gunn-
arsson, vegur þingmað-
urinn harkalega að vís-
indaheiðri tveggja
stofnana Háskóla Ís-
lands og gerir því skóna
að þar ráði einhver ann-
arleg sjónarmið för.
Höfundur er hagfræðingur.