Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 56

Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 56
56 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Framhaldsskólakennarinn Haukur Már Haraldsson var tekinn í ból- inu við að rægja undirritaðan og fleiri með því að gera okkur upp skoðanir þess efnis að við rétt- lættum allar gjörðir Ísraels með því fororði að þjóðin væri útvalin af Guði. Enn er Haukur við sama hey- garðshornið í Morgunblaðinu 26.5. Hann getur ekki sætt sig við klám- högg sitt, en dregur þó örlítið í land og segir að honum „finnist hafa komið fram hjá Gunnari“. Ég sagði að fingur Guðs væri að verki í Austurlöndum nær og því er sannarlega þannig varið. End- urkoma gyðinga til Ísraels um miðja síðustu öld er ótrúlegt kraftaverk og einn stærsti vitn- isburður sögunnar um tilvist Guðs Biblíunnar. Guð sagði það fyrir og það varð. Aldrei hefur það gerst að þjóð hafi dreifst meðal þjóð- anna, en safnast í heimaland sitt á ný þúsundum ára síðar. Fingur Guðs er sannarlega að verki. Guð er að tala. Það var einmitt þessi ótrúlegi atburður sem gerði það að verkum að trúin á lifandi Guð tók að blómstra í hjarta mínu. Að fullyrða að þetta merki að ég réttlæti öll ofbeldisverk Ísraels- manna og lýsi þau vilja Guðs er fjarri öllum sanni. Haukur kýs að halda því fram og enn bregður hann kíkinum fyrir blinda augað og rýnir inn í sortann. Í sortanum sér hann ofsatrúarmann í Kópa- vogi sem fagnar mikið yfir hörm- ungum óbreyttra palestínskra borgara og samþykkir allar gjörðir misviturra stjórnmálamanna í landinu helga. Þetta er ekki rétt, Haukur, og það er alveg sama hvað þú endurtekur þessi ósann- indi oft, þau verða ekki annað en ósannindi. Sem kennari ættir þú að verða maður að meiri og biðjast fyrirgefningar á þessu axarskafti þínu, en ekki að réttlæta ummæli þín með óljósu fimbulfambi. Haukur, ég trúi því ekki að þú gleðjist yfir sjálfsmorðsárásum Palestínumanna á óbreytta borg- ara í Ísrael. Við erum einnig mörg sem hörmum allt ofbeldi í Ísrael og berum ekki blak af því með neinum hætti hverjir sem í hlut eiga, en við höfum séð fingur Guðs að verki í landinu helga og það verður ekki frá okkur tekið. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri, en Haukur, ég býð þér á samkomu hér í Krossinum klukkan hálffimm á sunnudaginn. Þar get- um við gert upp málin frammi fyr- ir Guði. GUNNAR ÞORSTEINSSON, forstöðumaður Krossins í Kópavogi. Kíkirinn, blinda augað og fingur Guðs Frá Gunnari Þorsteinssyni: ÉG ÆFI fótbolta og mér finnst ömurlegt að það skuli vera sýnt svona lítið frá kvennaboltanum. Það er sýnt frá útlendum fótbolta, úrvalsdeild karla, 1. deild karla og stundum 2. deild, en ekki úrvals- deild kvenna. Það er líklega sýnt meira frá kvennabolta í útlöndum, t.d. norska kvennaboltanum, en ís- lenskum! Núna eru allir leikir í heimsmeistarakeppninni sýndir og það er frábært, en það var ekki sýndur einn einasti leikur í síðustu heimsmeistarakeppni kvenna. Vonandi kemst íslenska lands- liðið í næstu heimsmeistarakeppni, þær þurfa bara að valta yfir ítölsku stelpurnar og þá komast þær til Kína. Ætli sjónvarpsstöðin Sýn vilji sýna frá heimsmeistara- keppni kvenna og ætli fyrirtækin sem styrkja útsendingarnar núna vilji sýna jafnrétti í verki og styðja útsendingar frá kvennaboltanum? Kvennaboltinn er alveg eins og karlaboltinn, jafnvel skemmtilegri, eða það finnst mér. Það er mikið spil og flott mörk. Karlar eru ekk- ert betri en konur og það ætti að sýna meira frá kvennaboltanum. Í Morgunblaðinu fá karlarnir M ef þeir leika vel og sagt er hvað dóm- ararnir fá mörg stig, hver áhorf- endafjöldinn var, hvernig veður var, hvað það voru margar horn- spyrnur, aukaspyrnur, skot og mörk en það er ekki gert neitt svona fyrir kvennaboltann. Mér finnst að það ætti að gera svona líka fyrir kvennaboltann. Í Morg- unblaðinu er stundum skrifað mik- ið um jafnrétti en jafnréttið kemst ekki inn á íþróttasíður blaðsins. Svona er þetta líka í sjónvarpinu og í textavarpinu koma alltaf inn nýjar tölur þegar það er skorað nema í kvennaboltanum, þá þarf að bíða lengi. Ég væri mjög ánægð ef flestir væru jafnréttissinnaðir og sýndu það í verki; sjónvarpsstöðvarnar sýndu meira frá kvennaboltanum og íþróttafréttamenn skrifuðu al- veg jafnmikið í blöðin um kvenna- boltann og karlaboltann. Ég vil hvetja fólk til að koma og horfa á kvennaboltann og hafa góða stemmningu á vellinum. Jafn- rétti er fyrir alla, alls staðar, líka í fótboltanum. ÓLÖF GERÐUR ÍSBERG, Grandavegi 7, 13 ára íþróttakona í KR. Kvennafótbolti Frá Ólöfu Gerði Ísberg:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.