Morgunblaðið - 07.06.2002, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
FIMM laumufarþegar, albanskir
karlmenn á þrítugsaldri, komu með
Norrænu til Seyðisfjarðar í gær og
sóttu um pólitískt hæli hér á landi. Að
sögn Lárusar Bjarnasonar, sýslu-
manns á Seyðisfirði, földu mennirnir
sig í vöruflutningabifreið og fundust
við leit tollvarða. Albönunum var
synjað um hæli hér á landi og fóru
þeir aftur með Norrænu í fylgd lög-
reglumanna.
Mmeðan á yfirheyrslum yfir Alb-
önunum stóð óskuðu þeir eftir póli-
tísku hæli sem flóttamenn, en úr-
skurður var kveðinn upp þess efnis
að þeim væri synjað um komu til
landsins og segir Lárus að einnig hafi
verið synjað að taka við beiðni þeirra
um pólitískt hæli á þeim forsendum
að saga þeirra þætti ekki trúverðug.
Lárus segist lítið vita um mennina.
Þeir segjast koma frá Makedóníu og
eru vegabréfslausir og ferðaskilríkja-
lausir með öllu. Þeir segjast einnig
hafa greitt 5 þúsund dollara á mann
fyrir ferðina sem hafði verið skipu-
lögð hingað til lands.
Einn stökk frá borði og freistaði
þess að synda í land
„Í samstarfi við okkur í þessu máli
voru menn frá alþjóðadeild ríkislög-
reglustjórans og þeir munu hafa
samband við norsk yfirvöld og láta
vita af væntanlegri komu þessara
manna og ég geri ráð fyrir því að þeir
í Noregi taki mál þeirra upp,“ segir
hann, en nefnir að hugsanlegt sé að
mennirnir eigi hælisbeiðnir annars
staðar.
Eftir að Albönunum hafði verið
synjað um hæli hér á landi voru þeir
fluttir í Norrænu og fóru tveir ís-
lenskir fylgdarmenn með að ósk skip-
verja. Þegar skipið var komið hálfa
leið út Seyðisfjörð laust eftir hádegið
voru mennirnir leystir úr handjárn-
unum. Skömmu síðar stökk einn Alb-
ananna í sjóinn, en skipverjar náðu
honum aftur um borð heilum á húfi.
Lárus segir að bílstjóri vörubif-
reiðarinnar, sem Albanarnir tóku sér
far með, sé Íslendingur sem hafi ver-
ið búsettur erlendis og ber hann því
við að hann hafi ekki vitað af mönn-
unum í bifreiðinni. Verið er að rann-
saka hlutdeild hans en það er lögbrot
að hjálpa útlendingi við að koma ólög-
lega til landsins.
Georg Lárusson, forstjóri Útlend-
ingaeftirlitsins, segir aðspurður
hvort flóttamönnum sem óski hælis
hér á landi hafi fjölgað að frekar hafi
þeim fækkað.
Rauði kross Íslands hefur gert at-
hugasemdir við meðferð á máli Alb-
ananna. Þórir Guðmundsson, upplýs-
ingafulltrúi RKÍ, segir að meðal
þeirra athugasemda sem þau gerðu
hafi verið að ekki hafi verið hægt að
meta hvort framburður þessara
manna væri sennilegur án þess að
kalla til túlk. Hann segir það grund-
vallaratriði að þeir sem leiti hælis fái
tækifæri til að tjá sig um hvers vegna
þeir sæki um hæli.
Fimm albanskir karlmenn komu með Norrænu og sóttu um hæli hér á landi
Földu sig í vöruflutninga-
bíl sem Íslendingur ók
Morgunblaðið/Ragnhildur
Laumufarþegarnir voru leiddir um borð í handjárnum.
STERKAR lík-
ur eru á því að
norski leik-
stjórinn og leik-
konan Liv Ull-
mann leikstýri
kvikmyndinni
„The Journey
Home“, sem
byggð verður á skáldsögu Ólafs
Jóhanns Ólafssonar, Slóð fiðr-
ildanna. Þetta staðfestir Sigur-
jón Sighvatsson, kvikmynda-
framleiðandi hjá Palomar
Pictures í Los Angeles.
Segir hann jafnframt að við-
ræður við handritshöfundinn
Eileen Atkins séu á lokastigi.
Leikstýrir
líklega Slóð
fiðrildanna
Viðræður/30
Liv Ullmann
TOLLGÆSLAN í Reykjavík fann við
leit í vörusendingu frá Bandaríkjun-
um sl. þriðjudag 102 þúsund töflur
með blöndu af örvandi efnunum
efedríni og koffeini sem eru ólögleg
saman. Lögreglu var gert viðvart og
var maður handtekinn í fyrradag er
hann vitjaði sendingarinnar. Gekkst
hann við aðild sinni að henni og var
honum sleppt að lokinni yfirheyrslu.
Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður
hjá Tollgæslunnni í Reykjavík, segir
þetta eina umfangsmestu sendingu af
ólöglegum efnum sem lagt hafi verið
hald á eða um 80 kg. Efnið sé m.a. selt
meðal vaxtarræktar- og lyftingafólks
til að auka getu þess en einnig séu
dæmi um að fólk neyti þess til að auka
úthald sitt við skemmtanir. Lögreglu-
og tollyfirvöld segja magn efnisins
benda til að selja hafi átt efnið.
Töflurnar með efedrín-blöndunni
voru hluti af 260 kg sendingu sem
skilgreind var sem próteinduft. Efnið
var í innsigluðum dósum frá framleið-
anda og litu þær allar eins út. Hlutfall
efedríns í efninu var 6% og hlutfall
koffeins 12%. Ársæll segir efni sem
þetta finnast í slíkum vörusendingum
en einnig hafi tollgæslan fundið það í
póstsendingum, í búslóðum sem flutt-
ar eru til landsins og í skipum.
Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn í fíkniefnadeild lögregl-
unnar í Reykjavík, sagði að maðurinn
sem handtekinn var hefði játað aðild
sína að sendingunni. Ásgeir vildi ekki
svara hvort fleiri væru hugsanlega
tengdir málinu.
Ingimundur Einarsson, varalög-
reglustjóri í Reykjavík, segir lögregl-
una jafnan kanna ábendingar um sölu
ólöglegra efna, hvort sem það væri
manna á meðal eða á heilsuræktar-
stöðvum.
Tollgæslan lagði hald á
102 þúsund efedríntöflur
Morgunblaðið/Sverrir
Hluti taflnanna sem Tollgæslan
í Reykjavík lagði hald á.
BRAGI Steinarsson vararíkissak-
sóknari telur að þau brot sem Árni
Johnsen hefur gerst sekur um
nægi til að dæma hann í tveggja
og hálfs árs fangelsi og geti refsi-
tíminn ekki orðið minni en tvö ár.
Ekki komi til greina að skilorðs-
binda refsinguna.
Aðalmeðferð í málinu lauk í gær
og má búast við að Guðjón St.
Marteinsson héraðsdómari kveði
upp dóm innan þriggja vikna.
Bragi minnti á að í almennum
hegningarlögum væri mælt fyrir
um að bæta helmingi ofan á refs-
ingu fyrir brot sem væru framin í
opinberu starfi. Margvísleg afbrot
Árna á árunum 1997–2001 hefði
hann öll framið í opinberu starfi.
Jakob R. Möller, verjandi Árna
Johnsen, sagði hugmyndir vararík-
issaksóknara um refsingu vera fá-
ránlegar miðað við það tjón sem
hefði orðið af brotum Árna. Krafð-
ist hann sýknu fyrir þau brot sem
Árni hefur ekki játað.
Verjendur þeirra fjögurra sem
ákærðir eru með Árna kröfðust
allir sýknu fyrir skjólstæðinga
sína.
Telur brot
varða 2½
árs fangelsi
Varnirnar/10
HRAFNKELL Brynj-
arsson, 23 ára Akur-
eyringur, sem var í
haldi Ísraelshers
ásamt sjö öðrum sjálf-
boðaliðum frá því á
laugardag þar til í
gær, kom í gærkvöldi
til London með flugi
frá Tel Aviv eftir að
honum var vísað úr
landi í Ísrael.
Í samtali við Morg-
unblaðið segir Hrafn-
kell að allan síðasta
laugardag hafi hóp-
urinn fylgt ísraelskum
hermönnum eftir um
flóttamannabúðirnar í Nablus og
rætt við þá. „Þetta voru bæði per-
sónuleg og pólitísk samtöl, við rædd-
um um siðferðilega hlið þess sem
þeir voru að gera, reyndum að fá þá
ofan af því að brjóta niður vegg eftir
vegg eftir vegg í íbúð-
arhúsum; þeir brutu sér
göng í gegnum húsin,
að sögn til að eiga sér
undankomuleið ef þeir
lentu í bardögum. Við
reyndum að tala um
fyrir þeim, fórum inn í
íbúðir sem þeir voru á
leið í og færðum til hús-
gögn við veggi þar sem
von var á þeim í gegn.
Við ræddum mikið við
hermennina um frið og
bentum þeim á að sá
möguleiki væri fyrir
hendi að neita að hlýða
skipunum. En við
reyndum ekki að stöðva þá með
neinum stimpingum enda þjónaði
það engum tilgangi; þeir voru vopn-
aðir M-16 en við vorum bara með
GSM-síma. Hvergi þar sem við kom-
um var okkur sagt að um lokað
bannsvæði væri að ræða. Þvert á
móti fengum við að fylgja hermönn-
unum hús úr húsi,“ sagði Hrafnkell.
Sjálfboðaliðarnir komu til Balata
á föstudagskvöldi og höfðu verið
handteknir um það bil sólarhring
síðar. Hrafnkell lýsir því svo:
„Ég og tveir aðrir sjálfboðaliðar,
Bandaríkjamenn af gyðingaættum,
hugðumst gista í heilsugæslustöð-
inni í Balata aðfaranótt sunnudags-
ins. Við þurftum að koma við á leið-
inni til að ná í farangur eins úr
hópnum, sem hafði gist í heimahúsi
nóttina áður, og af öryggisástæðum
slógum við saman svolitlum hópi því
myrkur var að skella á.
Eftir að hafa náð í farangurinn
ætluðum við beint í heilsugæslustöð-
ina. Á leiðinni ætluðum við í gegnum
þröngt húsasund, ég fór fyrir hópn-
um og mér varð ljóst þegar ég var
kominn einn eða tvo metra inn í
sundið að ísraelskir hermenn mið-
uðu á mig vélbyssu úr öllum skúma-
skotum.“
Þegar þetta gerðist var hópurinn
skammt frá heimilinu sem ferðinni
var heitið til. „Þarna var okkur í
fyrsta skipti sagt að við mættum
ekki vera á svæðinu. Að Balata-
búðirnar væru lokað hernaðarsvæði,
eins og það var orðað.“
Vegabréfin voru tekin af fólkinu
og Hrafnkell segist ítrekað hafa
spurt foringja hermannanna hvort
hann gæti vísað í einhvern lagabók-
staf þeim ummælum sínum til stuðn-
ings að um lokað svæði væri að
ræða. „Þá hristi hann ýmist byssu
sína, klappaði henni eða beindi
henni að okkur og sagði: Þetta eru
lögin.“
Hópnum var fljótlega skipt, kon-
urnar þrjár fóru í kvennafangelsi og
segist Hrafnkell ekki hafa fengið
miklar fréttir af þeim síðan. Einn
karlmannanna sé enn í landinu.
Vélbyssum miðað úr öllum áttum
Hrafnkell
Brynjarsson