Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 1
SPURNINGAR hafa vaknað um feril George W. Bush Bandaríkja- forseta í viðskiptalífinu áður en hann gerðist stjórnmálamaður. Talsmaður Hvíta hússins viður- kenndi í gær að forsetinn hefði ekki sagt yfirvöldum skilmerkilega frá sölu sinni á hlutabréfum í orku- fyrirtækinu Harken Energy fyrir 12 árum. Bush hefur gagnrýnt harkalega vafasamar bókhaldsaðferðir og svik í stórfyrirtækjunum Enron og WorldCom sem hafa grafið undan trú almennings á viðskiptasiðferði í landinu. Forsetinn hefur heitið því að ráðamenn syndugra fyrir- tækja verði dregnir til ábyrgðar vegna blekkinga þeirra. Fjármálaeftirlitið bandaríska, SEC, fékk tilkynningu um sölu bréfanna 34 vikum eftir að hún fór fram, en um var að ræða bréf upp á 848.000 dollara, um 75 milljónir króna. Bush var í endurskoðunar- hópi Harken árið 1989 og hann seldi bréfin í júní 1990, tveim mán- uðum áður en Harken skýrði frá milljónatapi. Hlutabréfaverðið féll úr fjórum dollurum og var komið í einn dollara í lok sama árs. Bréfin hafði Bush eignast er Harken keypti illa statt olíufyrirtæki hans um miðbik níunda áratugarins. Endurskoðunarfyrirtækið Arth- ur Andersen, sem er sagt vera að hrynja vegna ásakana um að það hafi látið Enron og WorldCom sleppa með svikin, sá á sínum tíma um endurskoðun fyrir Harken. Ari Fleischer, talsmaður Bush, sagði hann hafa látið SEC vita fyr- irfram að hann hygðist selja bréf- in, en vegna mistaka lögmanna hefði láðst að segja frá viðskiptun- um þegar þau voru í höfn. Óhreint mjöl í pokahorni Bush? Washington. AP. Reuters ÞURRKAR herja nú á mikinn hluta Bandaríkjanna en í Texas hefur hins vegar rignt mikið síðustu daga. Liðsmenn slökkviliðsins í San Antonio leituðu að einum félaga sínum í Rodriguez-skemmtigarð- inum en urðu frá að hverfa vegna flóðsins á staðnum. Félagi þeirra fannst síðar, heill á húfi. Flóð í San Antonio 154. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 4. JÚLÍ 2002 ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna ákvað á fundi sínum seint í gærkvöldi í New York að framlengja til 15. júlí heimild samtakanna til að vera með friðargæslulið í Bosníu og gefst þá tími til að leysa deilur milli Bandaríkj- anna við flest önnur aðildarríki ráðs- ins um lögsögu nýstofnaðs Alþjóða- sakamáladómstóls. Frestur til að leysa deiluna átti að renna út klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Bandaríkjamenn eiga ekki aðild að dómstólnum og hafna því að liðsmenn þeirra við friðargæslu verði látnir svara til saka ef lögð verður fram kæra á hendur þeim frammi fyrir dómstólnum, sem hefur aðsetur í Haag í Hollandi. Takist ekki að jafna deilurnar mun heimild rúmlega 1.500 lögreglumanna og ýmissa annarra alþjóðlegra starfs- manna til að starfa í Bosníu á vegum SÞ renna út og vera þeirra þar því verða ólögleg. Í sjálfu alþjóðaherlið- inu í Bosníu eru um 18.000 manns, þar af um 3.000 bandarískir, en það er á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og heyrir því ekki beint und- ir SÞ. Dómstóllinn á meðal annars að geta sótt til saka hermenn sem grun- aðir eru um stríðsglæpi. Alls hafa 74 þjóðir þegar staðfest aðild að dóm- stólnum, þ. á m. Bretar, Frakkar og Rússar, en Kínverjar, fimmta þjóðin með neitunarvald í öryggisráðinu, eru ekki meðal aðildarþjóða. Stuðningsmenn dómstólsins segja að ef til málarekstrar komi gegn gæsluliðum verði réttað í heimalandi umrædds hermanns og þurfi Banda- ríkjamenn því ekki að óttast að er- lendar þjóðir geti notað tækifærið til þess að grafa undan aðgerðum þeirra í Afganistan og annars staðar. Aðeins fáeinir tugir bandarískra lögreglumanna starfa við friðargæslu á vegum SÞ og hafa Frakkar lagt til að Bandaríkjamenn kalli einfaldlega sína menn heim. En það vill stjórn Bush ekki, að sögn The Los Angeles Times, hún vill geta átt aðild að frið- argæslu og lætur því sverfa til stáls: annaðhvort verði bandarískir gæslu- liðar undanþegnir ákvæðinu eða Bandaríkin beiti neitunarvaldi sínu í öryggisráði SÞ til þess að stöðva allt friðargæslustarf á vegum samtak- anna um allan heim. Málamiðlunum sem Bandaríkja- menn lögðu fram á þriðjudag og í gær í öryggisráðinu, þar sem m.a. var kveðið á um að dómstóllinn í Haag gæti ekki samþykkt málsókn gegn friðargæsluliðum nema öryggisráðið hefði veitt til þess heimild, var hafnað. Talsmenn bandarískra stjórnvalda lögðu í gær áherslu á að ekki stæði til að Bandaríkin hættu þátttöku í allri friðargæslu á Balkanskaga. „Við munum ekki láta Bosníu lönd og leið,“ sagði Ari Fleischer, talsmaður George W. Bush forseta. SÞ fresta ákvörðun um friðargæslulið Reynt verður að jafna deilur um sakamáladómstól fyrir 15. júlí Washington, SÞ. AP, AFP. RÚMLEGA fimm þúsund Palestínumenn söfnuð- ust saman í Gazaborg í gær til að lýsa yfir stuðningi við Yasser Arafat, forseta palestínsku heimastjórn- arinnar, og til að mótmæla kröfu George W. Bush Bandaríkjaforseta um að Arafat yrði látinn víkja úr embætti. Litlar líkur þykja á því að ísraelski herinn hverfi á næstunni á brott frá þeim palestínsku borgum sem hann hefur nú á valdi sínu. „Við munum halda kyrru fyrir í borgunum,“ sagði Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, á fundi öryggisráðs síns í gær og ráðherra í stjórn hans sagði í útvarpi hers- ins að hermenn myndu verða í borgunum fram á næsta ár hið minnsta. Talsmaður stjórnarinnar, Arieh Meckel, sagði að síðustu aðgerðir Ísraelshers, sem komu í kjölfar tveggja sjálfsmorðsárása í Jerúsalem, sýndu fram á að hernámið bæri árangur. „Þegar við höfum borg- irnar á Vesturbakkanum á okkar valdi komast hryðjuverkamennirnir ekki út,“ sagði Meckel. Ísraelsher hefur nú sjö af átta helstu borgum Palestínumanna á valdi sínu, en aðgerðunum, sem hófust 19. júní síðastliðinn, var einkum ætlað að taka á Hamas- og Íslamska jihad-samtökunum, en þau hafa borið ábyrgð á mörgum sjálfsmorðsárás- anna í Ísrael undanfarin misseri. Ekki að óhlýðnast skipunum Yfirmaður palestínsku öryggissveitanna á Vest- urbakkanum, Jibril Rajoub, neitaði því í gær að honum hefði verið formlega vikið úr embætti af Arafat. Yfirmaður lögreglunnar á Gaza, Ghazi Ji- bali, var einnig sagður hafa misst embættið, en sagði sjálfur að um „orðróm“ væri að ræða. Náinn samstarfsmaður Arafats sagði að fyrrverandi borg- arstjóri Jenin, Zuheir Manasrah, hefði verið skip- aður í stöðu Rajoubs og hefur Manasrah staðfest það. Rajoub neitar því að hann sé að óhlýðnast skip- unum og segist sjálfur ekki munu þola neina tegund uppreisnar gegn Arafat. Þeir Rajoub og Arafat hafa lengi eldað grátt silfur og ganga sögusagnir um að Arafat hafi hótað Rajoub með skammbyssu þegar þeir áttu í rifrildi fyrir nokkrum mánuðum. Sharon forsætisráðherra um framtíð hernuminna svæða Palestínumanna Ísraelsher áfram í borgunum Jerúsalem. AP, AFP.  Ísraelar/26 ÞÝSKIR embættismenn með rauða kassa, sem reyndar eru yfirleitt samkvæmt hefð nefnd- ir svartir kassar, úr flökum flugvélanna tveggja sem rák- ust á yfir Boden-vatni á mánu- dagskvöld. Vonast er til þess að upplýsingar í kössunum geti sýnt hvað gerðist síðustu mín- úturnar áður en slysið varð. Með vélunum fórst alls 71 mað- ur, flest fórnarlömbin voru börn og unglingar frá Rúss- landi. Búið er að finna 37 lík og nær allt brakið úr vélunum. Þýskir saksóknarar í borginni Konstanz hófu í gær saka- málarannsókn á atburðinum og sögðust gera ráð fyrir að yfir- heyra svissneska flugumferð- arstjóra. Rannsóknarnefnd flugslysa í Sviss komst að þeirri niðurstöðu nýverið að rat- sjárkerfi Skyguide, svissneska fyrirtækisins sem annast flug- umferðarþjónustu á svæðinu, upp- fyllti ekki evrópska öryggisstaðla. Var það niðurstaða rannsóknar á þremur atvikum þar sem lá við árekstri flugvéla á flugi á árunum 1998–2000. Reuters  Árekstravari/24 Svörtu kassarnir rannsakaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.