Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 24
ERLENT
24 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SVISSNESK yfirvöld greindu frá
því í gær, að árekstrarvarinn í
flugturninum í Zürich hafi verið
óvirkur vegna viðhalds er turninn
tók við umsjón rússnesku farþega-
þotunnar og flutningaþotunnar er
rákust saman yfir Suður-Þýska-
landi á mánudagskvöldið með þeim
afleiðingum að 71 fórst.
Hafin er alþjóðleg rannsókn á
slysinu, og svissneska flugumferð-
arstjórnin, Skyguide, viðurkenndi
ennfremur í gær, að annar af
tveimur flugumferðarstjórum sem
voru á vakt í Zürich hefði brotið
reglur með því að skreppa frá á
meðan árekstrarvarinn var óvirk-
ur. Varinn sendir flugumferðar-
stjórum aðvörun um að hætta sé á
árekstri.
Patrick Herr, talsmaður Sky-
guide, sagði það „hreinar getgátur“
hvort árekstrarvarinn í turninum
hefði einn og sér getað komið í veg
fyrir slysið. „Það er margt sem
bendir til einstaklega óheppilegs
samspils kringumstæðna,“ sagði
Herr. Viðhald á árekstrarvarnar-
kerfinu er yfirleitt unnið á þeim
tímum sólarhrings þegar umferð er
lítil. Áreksturinn varð skömmu fyr-
ir miðnætti á mánudaginn að stað-
artíma.
Rússneska vélin var af gerðinni
Tupolev 154 og var á leið frá
Moskvu til Barcelona. Um borð
voru 69 manns, þar af 45 börn, en
ekki 52 börn, eins og áður hafði
verið greint frá. Fraktvélin var af
gerðinni Boeing 757 í eigu hrað-
flutningafyrirtækisins DHL. Um
borð var tveggja manna áhöfn.
Áreksturinn varð í 35.300 feta hæð,
en báðar vélarnar voru að lækka
flugið úr 36 þúsund fetum til að
reyna að forðast árekstur.
Svissnesk flugumferðarstjórnar-
yfirvöld hafa þegar sætt gagnrýni
fyrir að flugumferðarstjórinn í
Zürich hafi ekki aðvarað áhöfn
rússnesku vélarinnar fyrr en 50
sekúndum fyrir áreksturinn. Sviss-
lendingar segja að tíminn hafi átt
að vera nægur, en fulltrúi samtaka
þýskra flugmanna segir að flug-
menn treysti því yfirleitt að fá að-
vörun um hættu á árekstri með
fimm til tíu mínútna fyrirvara.
„Sú spurning hlýtur að vakna
hvers vegna flugvélunum tveim var
ekki stíað í sundur fyrr. Það hefðu
verið hin venjulegu viðbrögð,“
sagði Georg Fongern, talsmaður
flugmannasamtakanna.
Skyguide sagði í fyrstu að rúss-
neska vélin hefði fengið aðvörun
með um tveggja mínútna fyrirvara,
en hefði ekki brugðist við fyrr en
aðvörunin hefði verið þrítekin. Sky-
guide breytti síðan frásögn sinni
þegar þýsk yfirvöld gáfu aðra
mynd af atburðarásinni.
Áhöfn rússnesku vélarinnar
brást ekki við fyrr en skipun flug-
turnsins hafði verið tvítekin, 25
sekúndum áður en áreksturinn
varð. Á sama tíma lækkaði frakt-
vélin flugið samkvæmt aðvörun frá
árekstrarvara um borð í vélinni, en
sá vari hefði átt að gefa fyrirmæli
um hækkun.
Samkvæmt alþjóðlegum reglum
ættu báðar vélarnar að hafa verið
búnar árekstrarvara (TCAS), og
rússneskir embættismenn hafa
fullyrt að Tupolev-þotan hafi haft
slíkan búnað. Talsmenn Skyguide,
svissnesku flugumferðarstjórnar-
innar, segja aftur á móti að ekkert
bendi til að árekstrarvari hafi verið
í gangi í vélinni.
„Það er ekki ljóst hvort rúss-
neski flugstjórinn var með kveikt á
árekstrarvaranum eða hvort slíkur
búnaður var í vélinni eða ekki, eða
hvort hann gaf aðvörun, við höfum
engar upplýsingar þar að lútandi,“
sagði Hans Kummer, tæknistjóri
hjá Skyguide.
Árekstrarvarar flugvélanna eiga
í raun að hafa samskipti sín á milli
sjálfkrafa og vara áhafnir beggja
vélanna við yfirvofandi hættu, að
sögn Williams Gaillards, talsmanns
Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA).
„Vararnir eiga í rauninni að tengj-
ast, þannig að ef annar fer í eina
átt tryggir kerfið að hinn fari í
aðra átt,“ sagði Gaillard.
Þýsk flugmálayfirvöld, sem
stjórna rannsókn slyssins, hófu í
gær að fara yfir flugrita vélanna og
segulbandsupptökur úr stjórnklef-
um þeirra. Upplýsingar úr þessum
tækjum ættu að geta gefið einhver
svör við því hvað gerðist síðustu
sekúndurnar áður en slysið varð.
Rússneska fréttastofan RIA-Nov-
osti hafði eftir sérfræðingum, sem
sögðust hafa athugað flugrita rúss-
nesku vélarinnar, að áhöfn hennar
hefði brugðist við skipun um lækk-
un 25 sekúndum áður en slysið
varð.
Rannsóknarfulltrúar vonuðust í
gær til að geta yfirheyrt svissneska
flugumferðarstjórann sem var á
vakt í turninum í Zürich er slysið
varð. Í fyrradag var hann undir
læknishendi vegna taugaáfalls og
ekki talinn í ástandi til að gangast
undir yfirheyrslu. Hann er sagður
hafa mikla starfsreynslu.
Svissneska flugumferðarstjórnin sætir gagnrýni í kjölfar áreksturs tveggja flugvéla á mánudag
!# 3+ 5
,/ &4
67
5 8 5 # 0/ 0%% 3 '
'
9(:*6;( <=>( ?@*
AB>
!"!# $%
&#%'
!% ($
! '
$) (*
+ ", -
. $++/
!0"$
!"!+ ! &% % +&%
!
!
!!" !
67
5 C
!"#$%%%!&'!()*!&( ! +,-
& .! /, + ,!& & ) 0
'12 ! !)!(++!& ,)
!34 5!&'
-/03'6
1" $& -
"$) - "%+
,03'6
2$"%+%" /3
4%%!0" - "%+
8 5 C
! -/03'!78 1
(++ ! 1 '!&
,03' !&.!)/9
& .!. + ' / !/: ,
!)!(++!& ,)!!&1
(++ !4 !"#$%%%!&'!()
2$"%+*
%" /3
+/ " $
5 "%+ $
65&5 %7
!%! % $ ;!
<
#
$
!
# $
!
Árekstrarvari flug-
turnsins var óvirkur
Überlingen, Zürich. AP, AFP.