Morgunblaðið - 04.07.2002, Síða 60

Morgunblaðið - 04.07.2002, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MIKIÐ hefur verið ritað um Sól- heima í Grímsnesi síðustu vikur og sannarlega mál til komið. Allmarg- ir hafa orðið til að verja staðinn og þá starfsemi sem þar fer fram í dag, m.a. með skírskotun til þeirrar merku starfsemi sem Sesselja Sig- mundsdóttir stóð fyrir á staðnum fyrir áratugum síðan. Það er alveg rétt að Sólheimar þeir sem Sesselja byggði upp voru merkileg stofnun og um margt býr staðurinn enn að fyrstu gerð. En því fer fjarri að nafn Sesselju geti á nokkurn hátt breitt yfir það pen- ingasukk, óráðsíu og sérgæsku sem einkennt hefur staðinn í tíð núverandi ráðamanna. Sesselja byggði staðinn upp til hagsbóta fyrir fatlaða og bar hag þeirra fyr- ir brjósti. Nú eru þeir fáu fötluðu einstaklingar sem dvelja á Sól- heimum hafðir þar til hagsbóta fyrir annarlegar draumsýnir mis- heppnaðra ráðamanna. Talsmenn staðarins hafa jafnvel látið að því liggja að ef ríkið greiði ekki nægi- legt fé til Sólheima sé ekki annað að gera en að staðurinn losi sig við hina fötluðu ómaga „vistmenning- arþorpsins“. Á undanförnum árum hafa ráða- menn á Sólheimum rakað saman fé frá fyrirtækjum og einstaklingum og haldið úti starfskröftum sem hafa það verkefni að hringja og biðja um fjárhagslegan stuðning. Að vonum hefur staðnum orðið vel til fanga því þeir sem styrkja telja sig vera að styðja við bakið á fá- tæku andlega fötluðu fólki. En þetta sama fé hefur verið notað til allt annarra hluta en þeirra sem gagnast hinum fötluðu íbúum Sól- heima. Byggð hafa verið ráð- stefnuhús, gistihús og ótrúlega miklu fé varið til tilraunastarfsemi á sviði lífrænnar ræktunar, safn- haugagerðar og annarra áhuga- mála ráðamanna á Sólheimum. Þrátt fyrir meira en tvöföldun á húsnæði á staðnum hefur fötluðum ekkert fjölgað á Sólheimum. Hug- sjónamanneskja um málefni fatl- aðra á borð við Sesselju Sig- mundsdóttur hefði vitaskuld nýtt hvert hús og hverja krónu sem Sólheimum hefði hlotnast til að bæta hag hinna fötluðu og bæta á sig fleiri fötluðum einstaklingum. Þeir sem þekkja til í málaflokki fatlaðra vita að þörfin er ærin og biðlistarnir eftir húsnæði hrópa á aðgerðir. Á staðnum eru nú tveir einstaklingar á forstjóralaunum, – ég efast um að það hafi verið nokkur á öðru en verkamanna- launum í tíð Sesselju Sigmunds- dóttur. Það er því aldeilis fráleitt að nú- verandi ráðamönnum Sólheima skuli líðast það framferði að byggja upp hús fyrir fé fatlaðra og nýta það síðan undir samkeppn- isrekstur eins og ferðaþjónustu eða önnur dekurverkefni. Fram- kvæmdasjóður fatlaðra, sem er fjársvelt stofnun, hefur látið fé til bygginga á Sólheimum sem upp- haflega voru sett niður sem hús- næði handa fötluðum en síðan ákveðið að breyta í gistiheimili. Það setur síðan punktinn yfir i-ið í ófyrirleitni ráðamanna Sól- heima þegar í ljós kemur með skýrslu Ríkisendurskoðunar að beinum fjárveitingum til málefna fatlaðra skuli einnig að stórum hluta hafa verið varið til verkefna sem tengjast lítið eða ekkert hags- munum fatlaðra. Í nefndri skýrslu kemur einnig fram það sem for- eldrar og aðstandendur fatlaðra íbúa á Sólheimum hafa lengi vitað, að faglegri umönnun hefur verið mjög ábótavant. Þess eru dæmi að einstaklingar á Sólheimum hafi verið misnotaðir til auglýsinga fyr- ir staðinn burtséð frá augljósum andlegum skaða sem viðkomandi hljóta að líða fyrir það. Þess eru einnig dæmi að fólki sem hrakað hefur heilsufarslega þannig að fötlun þess eykst, hafi verið komið af staðnum í hendur annarra stofnana. Ráðamenn Sólheima hafa í engu hirt um að gera stað- inn þægilegan til umgengni fyrir líkamlega fatlaða og nýleg heim- sókn fólks frá Vinnustofu fatlaðra á Selfossi staðfesti að fá þorp eru eins ógreiðfær hljólastólum og Sól- heimar. Fyrir nokkrum dögum reyndu stjórnendur Sólheima að fá For- eldra- og vinafélag Sólheima til að samþykkja traustsyfirlýsingu á núverandi stjórn. Félagið hafnaði því og það er ekki af engu. Það sama gera allir þeir sem unna hug- sjónum Sesselju Sigmundsdóttur stofnanda Sólheima. BJARNI HARÐARSON, blaðamaður, stjórnarmaður í Þroskahjálp á Suðurlandi og for- eldri fatlaðs drengs. Í dag er engin Sesselja á Sólheimum! Frá Bjarna Harðarsyni: Bjarni Harðarson PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 NESTISKÖRFUR 2ja og 4ra manna körfur frá kr. 8.500 án fylgihluta frá kr. 22.900 með öllu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.