Morgunblaðið - 04.07.2002, Síða 37

Morgunblaðið - 04.07.2002, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 37 stóru sjúkrahúsanna að koma þar að. Lögin um almannavarnir eru frá árinu 1962 að stofninum til og munu tillögurnar vera fyrsta skrefið í heildarendurskoðun á almanna- varnakerfinu. Skýrt verði hver stjórnar aðgerðum Ekki mun mikill kostnaður vera fylgjandi starfsemi almannavarna- ráðs. Greitt er fyrir setu í ráðinu og mun kostnaður vegna ráðsins nema um einni milljón árlega, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Rökin fyrir því að ráðið verði fellt niður munu einkum vera að stytta boð- leiðir og skýra og einfalda stjórnun aðgerða. Einn aðili, ríkislögreglu- stjóri, beri ábyrgð á almannavörn- um, hann hafi einnig boðvald yfir lögreglustjórum sem fara með stjórnun almannavarna í héraði. Stjórnstöð ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð, þar sem fjarskiptamið- stöð lögreglunnar og Neyðarlínan eru nú til húsa, verði samhæfing- arstjórnstöð og þar verði þær ákvarðanir sem vettvangsstjórn fer eftir teknar. Á liðnum mánuðum og árum hef- ur ýmislegt komið upp á við skipu- lagningu leitar og björgunar á Ís- landi sem menn telja sýna að það þurfi að skýra og stytta boðleiðir. Það hafi leitt til að ráðuneytis- stjóranefndin var skipuð. Verkefni nefndarinnar eru að fara yfir fyr- irkomulag leitar og björgunar og hugmyndir um nýja sameiginlega stjórnstöð í Skógarhlíð. Sú nefnd hefur ekki lokið störfum en vonir standa til að miðstöðin taki til starfa strax á næsta ári. Opnað verði fyrir sameiningu almannavarnanefnda Í þessu sambandi mun einnig vera í skoðun hvernig megi opna betur fyrir sameiningu almanna- varnanefnda. Almannavarnanefnd- ir starfa í hverju lögsagnarumdæmi og víðsvegar um landið hafa al- mannavarnanefndir nokkurra sveitarfélaga, sem hafa sama sýslu- mann, verið sameinaðar í eina. Ár- angur af því mun hafa verið góður. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þrír lögreglustjórar eru starfandi, hefur ekki tekist að sameina al- mannavarnanefndir. Lögreglu- stjóri fer með stjórn almannavarna, hver í sínu umdæmi. Verði ein al- mannavarnanefnd stofnuð fyrir höfuðborgarsvæðið allt þarf að skoða hver fari með stjórn og ábyrgð á verkefnum þeirrar nefnd- ar. Ekki mun þó vera upp á ten- ingnum að almannavarnanefndir heyri beint undir ríkislögreglu- stjóra. Hugmyndum á borð við þessar mun oft hafa verið varpað fram áð- ur, m.a. í tengslum við stofnun emb- ættis ríkislögreglustjóra og breyt- ingar á lögreglulögum sem tóku gildi 1997. Tillögurnar tengjast einnig gerð fjárlaga fyrir næsta ár og þeim sparnaðarkröfum sem sett eru á öll ráðuneyti. Ríkisstjórnin mun væntanlega fjalla um tillögurn- ar fyrir afgreiðslu fjárlaga í haust. Þessar ákveðnu hugmyndir hafa verið í skoðun í ráðuneytinu frá því í maí sl. Þær hafa verið kynntar fyrir framkvæmdastjóra Almannavarna ríkisins, formanni almannavarna- ráðs, ríkislögreglustjóra og starfs- mönnum Almannavarna. ngi lægri rða ráðnir ra. gt niður í för með erður lagt g hlutverk glustjóra. gum stýrir varna og darskipu- landinu“. æmdum á ndir ríkis- fjarskipti g upplýs- ælingar á viðvörun- almenn- manna og msjón með annavarna ndsins og sins, söfn- ra, skipu- flutningi irstjórn á stoð ríkis- almanna- áðið fylgj- hugunum eldgosum, njóflóðum, vá. Einnig st með og m miða að kams- eða túruham- Morgun- að starf- æri einnig a. Í al- ti, lögum andhelgis- ríkislög- málastjóri ir aðilar þegar al- mur upp. rir því að essu tagi starf allra eglustjóri nn og lög- umdæmi ngi. Ráðið óni einnig menn og ðum er að uðsynlegt ngarstarf- áð hefur slökkvilið, a, Rauða órnendur ng yfirstjórnar tjóra öryggi, ðir og muni ðið/Sverrir rhús. nina@mbl.is FYRIR réttu ári rituðu undirrit- aðir grein í Morgunblaðið, þar sem fjallað var um hvort það væri áhættunnar virði að taka erlend lán samanborið við fjármögnun í íslenskum krónum. Í athuguninni var gert ráð fyrir að tekið væri 10 ára langtímalán. Lánið er greitt í lok lánstímans en vextir greiddir árlega. Og nýtt lán tekið til 10 ára. Innlenda lánið er verðtryggt og erlenda lánið í sömu hlutföllum og gengisvog Seðlabankans. Er- lenda lánið ber þriggja mánaða peningamarkaðsvexti. Mikils titr- ings gætti í íslensku atvinnulífi vegna gengisfalls krónunn- ar og þurftu forráða- menn fyrirtækja að gera grein fyrir því hvort réttlætanlegt væri að taka erlend lán til að fjármagna rekstur og fjárfest- ingar. Athugun okkar leiddi í ljós að eðlilegt væri að halda áfram að miða langtímafjár- mögnun íslenskra fyrirtækja við erlend- ar myntir. Reynsla síðasta áratugar bendir ekki til þess að gengi krónunnar falli um vaxtamun milli Íslands og helstu viðskiptalanda á hverju ári, þótt ekki megi útiloka miklar gengissveiflur yfir styttra tímabil. Það var jafnframt okkar niðurstaða að ákvarð- anir íslenskra fyrir- tækja um erlendar lántökur vegna fjár- festinga hafi verið rétt stefna síðasta áratug. Umrædd at- hugun leiddi einnig í ljós að fjármagns- kostnaður var 1-3% lægri á ári með er- lendri fjármögnun samanborið við innlenda. Á móti þessu hagræði er tekin gjaldeyrisáhætta, sem er talsvert meiri en verð- bólguáhætta krónunnar. Þau fyr- irtæki sem ekki vilja taka gjald- eyrisáhættu í langtímafjár- mögnun þurfa að taka verðbólgu- áhættu, þar sem gera má ráð fyrir að gengislækkun krónunnar valdi aukinni verðbólgu og hærri fjármagnskostnaði. Íslensk fyrir- tæki eiga því ekkert öruggt skjól þegar velja skal lántökumynt. Mikilvægasta niðurstaðan var þó sú að verðbólga yrði áfram mikil að gefnu óbreyttu gengi, og því yrðu langtímavextir áfram háir hér á landi. Þetta reyndist rétt mat. Þannig var gert ráð fyrir að verðbólga ykist að öðru óbreyttu og hagræði af erlendri lántöku ykist á nýjan leik. Það er því fróð- legt að horfa til baka og athuga hvernig gengi krónunnar, verð- bólga og vaxtamunur hefur þróast síðustu 12 mánuði. Er það enn áhættunar virði að taka er- lend lán? Gengi krónunnar og vaxtamunur Gengi krónunnar náði sögulegu lágmarki í nóvember 2001, en síð- an hefur gengið styrkst mikið. Fyrirtæki hafa endurheimt geng- istap eftir gjörningaveður síðasta árs. Meginskýringin á styrkingu krónunnar er hjöðnun verðbólgu og mikill viðsnúningur í utan- til einföldunar. Samkvæmt mynd- inni hefur uppsafnað hagræði aukist á þessu ári. Og miðað við gefnar forsendur mun hagræðið aukast fram til ársins 2005. Út úr myndinni má jafnframt lesa afar mikilvæga staðreynd, sem er staðfest í okkar athugun. Helstu áhrifavaldar krónunnar – vextir, verðbólga og hagvöxtur – mynda ákveðið mynstur fyrir gengið þegar horft er yfir lengra tímabil. Erlendur fjármagns- kostnaður ríkur upp á árunum 1992-1994 og á sama tíma eru innlendir vextir háir. Eftir að böndum er komið á verðbólgu og hagkerfið leyst úr fjötrum hafta, kemur langt stöðugleikatímabil í gengi krónunnar. Á þessum tíma er verðbólga lág, vextir skaplegir og hagvöxtur með því sem best þekkist. Erlendi vaxtakostnaður- inn tekur aftur mikinn kipp á ár- unum 2000-2001, þegar viðskipta- halli er orðinn óbærilegur, og gengi krónunnar verður að aðlag- ast breyttum efnahagsaðstæðum. Innlendir vextir voru jafnframt háir vegna aukinnar verðbólgu og samdráttur varð í hagvexti. Það er okkar mat að framundan sé stöðugleikatímabil í gengi krón- unnar, sem varað getur í 2-5 ár. Lækkun verðbólgu, hóflegur vaxtamunur og líklegur hagvöxt- ur munu sjá til þess að gengi krónunnar helst stöðugt eða styrkist næstu ár. Gangi þetta eftir eru íslensk fyrirtæki komin fyrir vind og á lygnum sjó með erlendar lántökur. að réttlætanlegt sé að taka erlend lán, á meðan vaxtamunurinn er til lengdar meiri en gengismunurinn (lækkun krónunnar). Þegar tekið er tillit til þess, sem gerst hefur síðustu 12 mánuði, kemur í ljós að meðalvextir að teknu tilliti til verðbólgu, af 10 ára láni í íslensk- um krónum, hafa verið tæp 12% (sjá mynd). Eins og fram hefur komið hafa erlendir skammtíma- vextir verið miklu lægri en ís- lenskir langtímavextir. Gengis- breytingar hafa þó oft gengið á vaxtamuninn. Meðalvaxtakostn- aður, að teknu tilliti til gengis- breytinga, af 10 ára erlendu láni hefur numið rúmum 8%. Sam- kvæmt þessu hefur aftur dregið í sundur með erlendri og innlendri fjármögnun, frá athugun fyrra árs, sem er í samræmi við okkar spá á þeim tíma. Þrátt fyrir þær hremmingar, sem íslensk fyrirtæki máttu þola árin 2000-2001, er meðalvaxta- munurinn ávallt erlendum lánum í hag sem nemur 1-3% og þar yfir. Miðað við ofangreindar for- sendur náði vaxtamunurinn og gengishækkun krónunnar að stórum hluta að rétta af geng- istapið, sem íslensk fyrirtæki urðu fyrir á umræddu tímabili. Gengishækkun krónunnar og vaxtamunur hefur því unnið upp gengisáfall, sem á sér ekki hlið- stæðu síðustu 12 ár – og það á að- eins tveimur árum. Til þess að geta nýtt sér hagræðið, þarf fjár- hagur fyrirtækja að vera traust- ur, svo mæta megi neikvæðum áhrifum af hugsanlegri gengis- lækkun krónunnar. Niðurstöður Þegar tillit hefur verið tekið til vaxta, verðbólgu og gengismunar, er niðurstaðan sú, að síðustu ár hefur erlend fjármögnun haft nokkra yfirburði yfir þá innlendu. Vaxtamunur, eins og hann er skil- greindur hér, er munurinn á heildarvaxtakostnaði í innlendri mynt og erlendri mynt. Á mynd- inni er sýnd líkleg þróun fram til ársins 2005. Tölur fyrir árið 2002 gera ráð fyrir að gengisvísitala krónu verði óbreytt frá því sem nú er. Fyrir árin 2003 til 2005 er einnig gert ráð fyrir óbreyttu gengi og að innlendir langtíma- vextir verði að meðaltali 8,5% til ársloka 2005. Í þessari athugun er gert ráð fyrir að erlendir vext- ir (gengisvog) hækki að jafnaði um 0,5% á ári, en erlendir skammtímavextir hafa ekki verið lægri í 40 ár. Ekki er verið að spá óbreyttu gengi krónunnar næstu ár, þessar forsendur eru gerðar ríkisviðskiptum. Jafnframt skiptir miklu að fyrirtæki héldu ró sinni og hófu erlendar lántökur að nýju, þegar öldur tók að lægja á gjaldeyrismarkaði. Það hefði ver- ið, að okkar mati, mikið óráð að greiða upp erlend lán þegar verð erlendra gjaldmiðla var í hámarki og innlendur vaxtakostnaður mjög hár. Gengislækkun krónunnar leiðir til aukinnar verðbólgu með ákveðinni töf. Aukin verðbólga veldur því síðan að nafnvextir eru hærri hér á landi en ella. Misjöfn vaxtaþróun á Íslandi og í útlöndum leiddi til þess að munur á innlendum og er- lendum skammtíma- vöxtum hefur ekki verið meiri um langt árabil. Fyrirsjáan- legt er að vaxtamun- urinn muni minnka, þar sem Seðlabank- inn boðar frekari lækkun stýrivaxta og vextir stefna upp á við í viðskiptalönd- unum. Í athugun okkar frá fyrra ári var því spáð að vext- ir myndu lækka hér á landi og að gengi krónunnar myndi ekki falla ítrekað um vaxtamuninn. Þetta gekk eftir, þó svo að tregðu hafi gætt í lækkun langtíma- vaxta, sem er okkar viðmiðun fyrir inn- lendan fjármagns- kostnað. Verðbólga og innlendir vextir Verðbólga hefur lækkað mikið síð- asta árið en er samt nokkru hærri en í helstu samkeppnis- löndum. Meginskýr- ingin á hjöðnun verðbólgu er minni þensla í hagkerfinu og styrking krónunnar. Einnig stuðl- aði samkomulag aðila vinnumark- aðarins um rauð strik að lækkun verðbólgu. Síðast en ekki síst virðast markaðsaðilar og fyrir- tæki hafa trú á því nú að mark- mið Seðlabankans um 2,5% verð- bólgu náist fyrir árslok 2003. Þessi tiltrú hefur slegið á verð- bólguvæntingar og dregið úr hraða verðbólgunnar. Þrátt fyrir jákvæða verðbólguþróun, hafa langtímavextir ekki lækkað í sam- ræmi við snarpa lækkun skamm- tímavaxta. Í ljósi þess að hag- vöxtur hefur farið minnkandi og viðskiptahalli snarsnúist til betri vegar, ætti að skapast svigrúm til lækkunar langtímavaxta. Takist Seðlabankanum ekki að ná verð- bólgumarkmiði sínu, má gera ráð fyrir að langtímavextir haldist áfram háir hér á landi, samanbor- ið við vexti í útlöndum. Erlend lántaka – Áhættunnar virði? Þessari spurningu svöruðum við játandi fyrir ári. En hvernig hefur erlendum lánum íslenskra fyrirtækja reitt af síðasta árið? Fjármagnskostnaður fyrirtækja ræðst í fyrsta lagi af beinum vöxt- um í erlendri mynt og krónum. Í öðru lagi hefur gengismunur og verðbólga áhrif til hækkunar eða lækkunar á fjármagnskostnaði. Það hefur verið okkar röksemd, Erlendar lántökur – íslensk fyrirtæki á lygnum sjó? Eftir að böndum er komið á verðbólgu og hagkerfið leyst úr fjötrum hafta, segja Arnar Jónsson og Ísak S. Hauksson, kemur langt stöðugleikatímabil í gengi krónunnar. Ísak S. Hauksson Arnar Jónsson       ' $%% 7  5+ 3  $%%/ 6      &)   &+   5!.'+ 5!.'+ -- &)! (),!&! 5 ,!.'9+       =>>= =>>? =>>" =>>@ =>>A =>># =>>B =>>C =>>> ?%%% ?%%= ?%%? ?%%" ?%%@ ?%%A -.!',!?%%A Arnar Jónsson er MSc. í fjármálum. Ísak S. Hauksson er PhD. í eðlis- fræði. Þeir starfa við afleiðuviðskipti og skuldastýringu hjá Landsbanka Íslands hf. Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands, Þjóðhagsstofnun, Hagstofa Íslands. Skoð- anir eru alfarið höfunda. Gjaldeyrismál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.